Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988 LÍNUSTEF Myndllst Bragi Ásgeirsson Sumir myndlistarmenn gangast öðrum fremur upp í því að marka athöfnum sínum ákveðinn bás með því að vinna á mjög þröngu og afinörkuðu sviði. Þeir velja sér hveiju sinni ákveðið myndefni, stef, sem þeir leitast við að kryfja til mergjar — einfalda, þar til ekkert stendur eftir annað en útlínumar eða beinagrind viðfangsefnisins. Á þetta bæði við hlutlæga og óhlut- læga málara. Þessar rannsóknir leiða jafnvel til þess, að hinn hlut- lægi málari verður smátt og smátt öhlutlægur eða' hinn óhlutlægi málari hlutlægur, svo sem sér greinilega stað í listasögunni. Sé t.d. litið til ferils Piet Mondr- ians, er augljóst hvemig hann smám saman Qarlægist sýnilega náttúruna, þar til ekkert stendur eftir annað en sú hlið hennar, er greinir hið byggingarfræðilega. Endaskipti hafa þá orðið á hlut- vemleikanum en frumlögmál náttúrunnar, sem er strangasti byggingarmeistarinn, skína í gegn — allt annað er burthreins- að. Þeir eru ófáir málaramir á þessari öld, sem hafa glímt við hina byggingarfræðilegu hlið sjálfs myndverksins, sumir hafa gert það með hliðsjón af náttú- runni, aðrir tónlistinni og enn aðrir leita inn í sjálft eðli lita, lína og forma og telja sig jafnvel með öllu óháða hlutvemleikanum. En fræðikenning André Bret- ons um „staðfestuna" í listum hefur löngu verið hmndið í sinni uppmnalegu mynd — sú kenning blómstraði kannski á tímabili bet- ur hér á útskerinu en í nokkm byggðu bóli annars staðar. Maðurinn er nefnilega háður náttúmnni í öllum sínum flöl- breytileika, hinu lífræna svo og hlutvemleikanum allt um kring í öllum sínum athöfnum oggerðum, og af þeim sökum vinna svo marg- ir myndlistarmenn í dag alveg óþvingaðir í huglægum jafnt sem hlutlægum formum. Þannig vinnur sfðasti verð- launahafi frá Feneyjatvíæringn- um, Sigmar Polke frá V-Þýska- landi, í mörgum stflum og miðlum samtímis og hefði sjálfsagt verið talinn svikari, lfnudansari og und- anvillingur á tímum Bretons og félaga. Það fer einfaldlega eftir því, hvert upplag málarans er, hvora stefnuna hann tekur, því að hvort- tveggja á fyllsta rétt á sér. Og er þetta ekki einmitt borðleggj- andi dæmi um það, að ekki skuli dregin alkvæða ályktun af sam- kvæðri forsendu? — Allt þetta kemur í hugann við skoðun sýningar Karls Kvar- ans í Galleríi Svart á hvítu á Lauf- ásvegi 17, sem var opnuð á laug- ardaginn og stendur til sunnu- dagsins 22. þ.m. Karl er málari staðfestunnar að því leyti, að hann hefur haldið sig við hið óhlutlæga form, frá því að hann ánetjaðist því, en hitt er svo annað mál, að hann hefur gengið í gegnum mörg afmörkuð tímabil innan hins óhlutlæga, mjúk sem hörð og björt sem dökk. Hann hefur því sömu þörf á því og aðrir málarar og breyta til, bæði hvað efni varðar sem myndstef. En í sjálfu sér vinnur hann jafnan á þröngu og afmörkuðu sviði, og mætti þannig jafnvel nefna hann trönumálara, því að þótt hann vinni ekki úti í náttúrunni, eru trönumar alltaf nálægar. Margur nútímamálarinn notast hins vegar næsta lítið við trönur og reynir sig einnig stíft við aðrar greinar myndlistar. Þverstæðan í þessu er þannig, að þrátt fyrir róttækt myndmál þá em vinnubrögð Karls Kvarans f hæsta máta sfgild og fhaldssöm. Það sem Karl sýnir að þessu sinni em blýantsriss á pappír, en þessar myndir mun hann hafa gert fyrir 10—15 ámm, en ekki sýnt fyrr. Sem jafnan heldur hann sig við knappt og skýrt myndmál og jafna stfgandi innan þess, og það em einnigeinföldustu myndimar, sem skila sér einna best til skoðan- dans, svo sem myndimar nr. 4, 7 og 13. Frá þessum myndum streymir tilfinning fágunar og ögunar, en hins vegar finnst mér minna af Karli sjálfum í þeim en mörgu öðm, sem frá hans hendi hefur ratað á undanfomum áratugum. Það er lfkast því, sem hann sé í þessum myndum að leita til uppr- unans, sé að byija og er það ekki einmitt f samræmi við það, sem sagt hefur verið, að þegar menn em alveg fullvissir um, að þeir hafi lokið við verk, þá sé kominn tími til að byija á því! Formin f myndunum geta verið f hæsta máta kvenleg — línumar ávalar, fínlegar, mjúkar og ljóð- rænar, dregnar af mikilli mýkt og aukið við mýktina með gráum doppum, sem bindur þær enn frekar við myndflötinn. Og þetta em myndir, sem hitta vafalítið f mark hjá þeim, sem ánetjast hafa þessari tegund myndlistar, enda standa þær fylli- lega fyrir sínu. Örn Þorsteinsson myndlistarmaður. Af hugmyndabanka Ekki verður annað hægt að segja, en að Örn Þorsteinsson hafi verið athafnasamur við að stokka upp í formasmiðju sinni á sfðustu áram. Öm hóf myndlistarferil sinn sem málari, en árið 1977 benti Siguijón heitinn Ólafsson mynd- höggvari honum á, að hann væri í raun og vem að mála skúlptúra. Öm virðist hafa tekið hann á orð- inu og ekki er annað að sjá, en að Siguijón hafi haft rétt fyrir sér, því það má telja mikla gæfu fyrir Öm að hafa farið út f skúlpt- úr. Ekki hefur hann þó sagt skilið við málverkið fyrir, svo sem sjá má á myndskreytingum hans við ljóð Thors Vilhjálmssonar. Ég tel og alveg víst, að margur málarinn eigi erindi út á því víða sviðið í einhveijum mæli og hvfla sig á málverkinu um stund, því að öll þessi sérhæfing nútímans hefur ekki skilað sér svo sem ætlast var til. Öm sýnir á sér ýmsar hliðar í þeim heilu 36 skúlptúmm, sem honum hefur tekist að koma fyrir í Galleríi Gijóti, að Skólavörðustíg 4A og sýnir gestum og gangandi fram til 19. þ.m. Hér kennir margra grasa, sem upprana sinn eiga flest hver úr þúsund mynda safninu svonefnda — tfmabili upp úr 1980, er Öm rissaði upp ótölulegan Qölda af litlum myndum. Öm vinnur í ál, plast og grá- grýti og reynir að draga fram eðli hvers efnis fyrir sig, jafnframt hefur hann unnið í silfur í sam- vinnu við fagmenn og hér er hann að mfnu mati á hárréttri braut. Það er tvfmælalaust alltof lítið um það, að skapandi listamenn nýti sér fagmenn á hinum ýmsu sviðum listiðnaðar. Yfirburðir listamannsins eiga að felast í mótun hugmynda, en hann á ekki að eyða of miklum tíma f faglegar vangaveltur, þótt nauðsynlegt sé, að hann þekki hér til hlutanna. Formin í ál og plastmyndunum em mjög svipuð því, sem maður þekkir til frá hendi Arnars, en hins vegar er grágrýtið eitthvað alveg nýtt og einnig þau form, er hann nær fram úr því. Tók sá hluti sýningarinnar mig sterkustu tökum einkum myndir eins og „Skilaboð" Esjuberg (11), „Hamlet og Rómeó" (12), „Padda" (30), „Prédikarinn" (32) og „Steingretta" (34). Hér þykir mér Öm lifa sig inn í áferð og form náttúmsteinsins á einkar sannfærandi hátt, auk þess sem grágrýtið í sjálfu sér er mjög áhugavert eftii að vinna í, sakir fjölbreytileika í lögun og lit- brigðum. Þetta er hressileg og sterk sýn- ing, en að mínu mati heldur Om að þessu sinni full mikla tryggð við galleríið sitt, því að myndverk- in hefðu tekið sig mun betur út í ýmsum öðmm sýningarsölum höfuðborgarinnar. Hvað um það, þá ber þessi sýn- ing vott um mikla og fijóa geijun í list Arnar Þorsteinssonar og hún er verð allra athygli. RÝMINGARSALA! Rýmum fyrir nýjum vörum Pokar frá 295.- Leðurlíkistöskur 50% afsláttur Leðurtöskur 50% afsláttur IMýjar vörur á hverjum degi Aðeins nokkrir dagar í)ranáe;y Laugavegi 58 Stmi 13311
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.