Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988 Jóhann varð eínn í efsta sætí Margeir Pétursson ST/& 1 2 3 H 5 (0 7 8 9 10 11 n VINN. RÓÐ 1 HECH T (]/-þý?k*/.) 2W5 'ys/, yy/ 4 1 0 Zz Zz Zz Zz Zz 4 O Zz S Sfí. r\ JL TUSU POV (Sovétr) 2Í20 % yyyv m Zz Ö Zz Zz 1 4 Zz 4 4 4 (0 U. 3 HEfíTNECV (V-h/HU.) E/6S 0 Zz ý/fí 0 0 Ö Zi 4 0 Zz Zz O <24 12. H TÓHftNN UJfífíTENO 2590 1 4 4 VVfí 41 Zz Zz Zz 4 Zz 4 4 8 / 5 SMEjKfíL (Tékkhd) 2515 4 Zz 1 0 M Ö 4 Zz Zz 4 4 (2 U. (0 H/CKL (V-bý^kJcrJi) l'/iS /4 Zz 4 Zi 4 V/fí Zz O 0 Zz 4 Zz á V-é. ? K/NOERMfíNN (V- Þfz) 2S00 4 0 !4 Zz O Z-L /// VzZl Zz Zz Zz Zz Zz 44 /0. S HUNNE/? (V-þýviJ.) 2 S9S 4 !4 •k Zz Zz 4 Zz /// /// 4 4 4 7 2. 9 D/SCHOEF (V-/yENí) 2%S Zz •k 4 Zz Zz 4 /4 01 m 4 Zz O 54 ?. 10 LfíU (V-þý?kc. /anj) 2SH0 •k /4 /4 Zz Zz Zz /4 O 4 Y/Y/ 4 Zz 5 2-9. 11 VfíN 2>Efí STEREENOoH) 2H70 4 0 '4 0 0 0 /4 Zz 4 Zz //M YYY/ 4 7 H. 11 /?/L3L / (Unfj Vtrja/anc/i) 2 (,20 4 % 4 Zz Zz /4 4 4 4 Zz 4 y/ý Z/A (oZz 3. Jóhann Hjartarson sigraði ör- ugglega á alþjóðlega skákmótinu í MUnchen sem lauk á laugardag- inn. Hann vann fimm skákir, gerði sex jafntefli og tapaði engri. í síðustu umferð mótsins mætti Jóhann hættulegasta keppinauti sínum, hinum kunna v-þýzka stórmeistara Robert HUbner. Þjóðveijinn gat náð Jó- hanni með þvi að vinna skákina ög varð hún mjög spennandi. HUbner sótti mjög fast að kóngi Jóhanns en varairaar héldu og eftir að Jóhann náði að þvinga fram drottningakaup í 37. leik bauð HUbner jafntefli. Það var skákdeild Bayem Munchen sem gekkst fyrir þessu móti, í og með til að æfa 1. deildar lið sitt í v-þýzku Bundesligunni, en upp úr henni leggja Þjóðveijar mjög mikið. Þeir Ribii, Kindermann, Hecht, Bischoff, Hickl og Hertneck hafa allir teflt í liðinu og í vor bár- ust þær fréttir að Bayem hefði tek- ist að ná Robert Hiibner frá Soling- en. Hubner er víðfrægur fyrir sér- vizku sína og hefur ekki fengist til að tefla í alþjóðlegu móti á þýzkri grund siðan 1979, þannig að samn- ingur hans við Munchenarfélagið hlýtur að vera honum sérlega hag- stæður. Mjög mörg jafntefli einkenndu mótið og er hugsanleg skýring á því sú hversu margir keppenda tefla fyrir sama félagið í Bundesligunni. Þjóðverjamir sömdu t.d. iðulega stutt jaífntefli sín á milli. Lokastaöan á mótinu: 1. Jóhann Hjartarson 8 v. 2. Hiibner 7 v. 3. Ribli 6V2 v. 4. -6. Jusupov, Hickl og Smejkal 6 v. 7. Bischoff 5V2 v. 8. -9. Hecht og Lau 5V2 v. 10. Kindermann 4V2 v. 11. Van der Sterren 4 v. 12. Hertneck 2V2 v. Jusupov var alveg heillum horf- inn á þessu móti og afleikurinn mikli á móti Jóhanni gerði útslagið. Þeir Hubner og Ribli tefldu af of miklu öryggi. Af öðmm þátttakendum er það að segja að Hickl kom helst á óvart með árangri sínum, en það er mjög vaxandi meistari. Frammistaða fé- laganna Kindermann og Lau var dapurleg, það virðist vera nokkuð langt í það að nokkur Þjóðveiji ógni veldi Hubners, sem nú er að verða fertugur og hefur verið sterk- asti skákmaður V-Þjóðveija í næst- um 20 ár. Þessi hörgull á mjög sterkum skákmönnum f V-Þýzka- landi er með ólíkindum, því árlega er þar haldinn fjöldi móta og skáká- hugi nokkuð almennur. I áttundu umferð mótsins vann Jóhann mjög mikilvægan sigur yfir tékkneska stórmeistaranum Jan Smejkal. Eftir það gat hann leyft sér að fara sér hægt gegn v-þýzku alþjóðameisturunum Hickl og Kind- ermann, enda ekki ástæða til ann- ars. Skákin gegn Smejkal var geysi- lega spennandi. Tékkinn hóf snemma að flækja taflið og Jóhann tók áskoruninni og blés til sóknar á kóngsvæng. Lét hann annan ridd- ara sinn standa í dauðanum í tvo leiki, en Smejkal áræddi ekki að þiggja fómina. Það var líklega rétt ákvörðun hjá Tékkanum, en samt missti hann þráðinn og með 28. leik sfnum náði Jóhann frumkvæð- inu. Svar Smejkals var mjög veikt og í tfmahrakinu réð hann ekki við neitt. Hvitt: Jóhann Hjartarson Svart: Jan Smejkal Snánski leikurinn 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 - a6 4. Ba4 - Rf6 5. 0-0 - Be7 6. Hel - b5 7. Bb3 - d6 8. c3 - 0-0 9. h3 - Bb7 Það er tiltölulega stutt sfðan þetta afbrigði kom fram, en það er orðið geysilega vinsælt. Það er stundum nefnt Karpov-Zaitsev af- brigðið og kennt við heimsmeistar- ann fyrrverandi og helsta aðstoðar- mann hans. Hvort það nafn festist við það á tíminn eftir að leiða í ljós. 10. d4 - He8 11. Rbd2 - Bf8 12. a3 — h6 Það er helsti kosturinn við Karpov-Zaitsev-afbrigðið að það heldur mörgum leiðum opnum. Nú er komin upp gamalkunnug staða úr Smyslov-afbrigðinu, sem yfirleitt kemur upp eftir 9. — h6. 13. Bc2 - Rb8 14. b4 - Rbd7 15. Bb2 - c5!7 Hér lék Kasparov tvívegis 15. — g6 í æfíngaeinvígi sínu við Timman 1985 og fékk góða stöðu, en í skák- inni Ljubojevic-Gligoric, Belgrad 1987, fékk hvítur mjög sterka stöðu eftir 16. Hbl!? - Bg7 17. a4! - Hb8?! 18. c4! — bxc4 19. dxe5 — Rxe5 20. Rxe5 — dxe5 21. Rxc4. 16. bxc5 — exd4!7 Þessi leikur, sem veldur miklu ójafnvægi í peðastöðunni, sýnir að Smejkal hefur verið í miklum bar- áttuham. 17. cxd4 — dxc6 18. d5 Karpov lék 18. Bbl gegn Smej- kal í Moskvu 1981, en sá sér þann kost vænstan að bjóða jafntefli eft- ir 18. - Db6 19. e5 - Rd5 20. Re4. 18. - Dc7 19. Rf 1 - c4 20. Rg3?! Hér hefði verið mun traustara að gera ráðstafanir til að stöðva svarta peðarennslið á drottningar- væng. Það mátti gera með 20. Bc3 - a5 21. Dd2. 20. - a5 21. Rf5 - g6 22. d6 - Dc6 23. R3d4 - Dc5 24. Df3! Úr því sem komið er þýðir ekki annað fyrir hvít en að leggja allt í sölumar fyrir sóknina. Það er ljóst að eftir 24. — gxf5 25. Rxf5 er svarti kóngurinn í mikilli hættu, en svartur á möguleika á að veijast með því að leika 25. - c3! 26. Bxc3 - b4, eða 26. Bcl - Kh7. 24. - b4 25. Hadl 25. - De5?! Svartur mátti vel við sinn hlut una, því á meðan hann þiggur ekki mannsfómina er býsna erfítt fyrir hvít að komast lengra áleiðis í sókn- inni. Eftir skákina komust þeir Jó- hann og Smejkal að þeirri niður- stöðu að svartur hefði átt að leika hér 25. — Hac8 með hótuninni 26. - b3 27. Bbl - c3. 26. Re7+ - Bxe7 27. fxe7 - Dxe7?! Hjúkrunarfræðingaskorturinn: „Möguleiki að létta hluta álags af hjúkrunarfræðingum“ - segir Margrét Gústafsdóttir dósent í hjúkrunarfræði SKORTUR á hjúkrunarfræðingum getur leitt til víðtækari lokana sjúkradeilda í sumar, en nokkru sinni fyrr, að mati forstöðumanna sjúkrahúsa. Á ríkisspítalana eina þyrfti að ráða á annað hundrað hjúkrunarfræðinga, en langt er frá að því takmarki verði náð. Haft er eftir Pétri Jónssyni, að- stoðarforstjóra rfkisspítalanna, í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnu- dag að hann telji ástæður vandans ekki aðeins óánægju með kjör menntaðs hjúkrunarfólks, heldur einnig auknar kröfur og lengri námstíma eftir að öll kennsla var færð í Háskóla íslands. „Frá okkar sjónarhóli séð var það röng ráðstöf- un að leggja Hjúkrunarskóla ís- lands niður. Tengsl nemenda við spítalana hafa einnig minnkað og þeir leita í önnur störf en beina aðhlynningu sjúklinga," sagði hann. Pétur nefndi, sem hugsanlega lausn á bráðasta vandanum, að nýta mætti betur starfskrafta hjúk- runarfræðinga með því að létta af þeim skriffinnsku á deildum og fela lyQafræðingum í apótekum spítal- anna skömmtun lyfja til sjúklinga. Morgunblaðið leitaði álits Margr- étar Gústafsdóttur dósents, form- anns stjómar námsbrautar í hjúk- runarfræði við Háskóla íslands, á þessum ummælum Péturs: „Um- mæli Péturs eru í raun tíma- skekkja. Þekkingarþróun í heil- brigðisgreinum er mjög ör og það, að færa kennslu í hjúkrunarfræði inn í Háskólann, var svar heilbrigð- isyfirvalda og hjúkrunarfræðinga við þeirri þróun," sagði hún. Margrét sagði það rangt með farið hjá Pétri að nemendur leituðu í auknum mæli í önnur störf en beina aðhlynningu sjúklinga. „Sam- kvæmt könnun, sem gerð var árið 1986, voru 86% háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga í störfum tengd- um hjúkrun og þar af 83,2% í 60% starfi eða meira og 66,4% í 80% starfí eða meira." „Astæðumar fyrir hjúkmnar- frseðingaskortinum em margþætt- ar,“ sagði Margrét „og má þar nefna neikvæða umræðu í þjóð- félaginu um svokölluð hefðbundin kvennastörf, en jafnframt er starfs- vettvangur hjúkmnarfræðinga mjög breiður og býður upp á fjöl- breytta starfsmöguleika innan og utan sjúkrahúsa. Með breyttri lög- gjöf í heilbrigðismálum hefur áhersla á heilsugæslu aukist og stöðugildum innan hennar fjölgað mjög á síðustu ámm. Ennfremur hefur undanfarið orðið töluverð uppbygging innan öldmnarþjónustu og þar komið til ný stöðugildi hjúk- runarfræðinga. Þá hefur á sama tíma aukist hjúkmnarþörf inni á sjúkrahúsum með flóknari meðferð og tækjabúnaði." „Skriffinnska er lítill en nauðsyn- legur hluti starfs hjúkmnarfræð- inga til þess að fyrir liggi upplýsing- ar um ástand sjúklings, líðan hans og viðbrögð við rannsóknum og meðferð," sagði Margrét um þá hugmynd að l.étta af þeim skriff- innskunni, „en með ýmiskonar hag- ræðingu er möguleiki á að létta hluta álags af þeim. En það er ekki hægt að taka eingöngu mið af hjúk- ranarfræðingum þegar álag er skoðað. Inn í myndina verða að koma aðrar starfsstéttir og heildar- skipulag stofnana. Og ekki verður horft framhjá því, að hjúkmnarlið, það er hjúkmnarfraeðingar og sjúkraliðar, er meira eða minna eitt sér að störfum á kvöldin og nótt- inni, þótt aðrar stéttir séu í kall- færi. Það kemur því iðulega í hlut hjúkmnarfræðinga að hafa nauð- synlega heildaryfírsýn og halda öll- um endum saman." Margrét taldi sjálfsagt að athuga það að fela lyfjafræðingum tiltekt lyfja. „ Það fyrirkomulag tíðkast sums staðar erlendis en hefur gefíð misgóða raun og ekki má gleyma að lyfjagjöf felst ekki einungis í því, að taka til lyfín. Þar kemur til mat á svömn sjúklings við lyfjameð- ferð, sem hjúkmnarfræðingar inna af hendi. Það verður að skoða vægi áhersluþátta í starfí með tilliti til þess að hæfni og þekking hjúkr- unarfræðinga nýtist sem best," sagði Margrét Gústafsdóttir. INNLENT Morgunblaðið/KGA Frá vinstrí eru Alexander G. Brídde, Eiríkur Guðmundsson og Ing- ólfur Magnússon fyrir framan saltarann. Galdrastál framleið- ir sjálfvirkan saltara GALDRASTÁL sf. er tiltölulega nýtt fyrirtæki sem smíðar hag- ræðingartæki fyrir fiskiðnað, matvælaiðnað og landbúnað o.fl. Sem dæmi má taka tæki sem breytir grófri mold í fingerða. Galdrastál hefur smíðað útbúnað til ormatínslu á flöttum físki fyrir söltun og nýlega smíðaði fyrirtækið í samvinnu við SÍF „saltara" sem dreifir salti yfír físk sem verið er að umsalta eða pakka á bretti. Salt- magn úr saltaranum er stillanlegt og mötun í hann er sjálfvirk. Helstu kostir saitarans era þeir að hann dreifir salti jafnt, eykur gæði sölt- unar og sparar mannskap og binda framleiðendur miklar vonir við tæk- ið. (FréttatUkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.