Morgunblaðið - 17.05.1988, Page 66

Morgunblaðið - 17.05.1988, Page 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988 félk í fréttum Jón Gíslason næringarfræðinffur g-efur Sigfurði Helgasyni forstjóra Flugleiða góð ráð áður en yfirmenn fyrirtækisins hófu að hnykla vöðvana á sumarnámskeiði í Heilsugarðinum í Garðabæ. Jóhann Heiðar Jóhannsson læknir ræðir við Halldór Vil- hjálmsson forstöðumann fjármálasviðs Flugleiða. Ólafur Gíslason íþróttakennari og Björn Theodórsson for- stöðumaður þróunarsviðs Flugleiða ræða um hentugan út- búnað til líkamsræktar. Flestir ætla í unglingaviimuna Þeir Kári Halldórsson, Ólafur J. Einarsson og Reynar Ell- urp komu í Borgartún síðastliðinn föstudag til að láta skrá sig við Vinnuskólann eða í unglingavinn- una sem kölluð er. Þeir eru að ljúka námi í sjöunda bekk Haga- skóla og sögðu flesta bekkjarfé- laga sína ætla f unglingavinnuna í sumar. Strákamir reyndu ekki að fá vinnu annars staðar og kváðust gera ráð fyrir „þokkalegu" kaupi. Ekki vissu þeir hvar í borginni þeir myndu vinna en sögðust þó vita að þeir fengju bara að vinna fjóra tíma á dag og fannst það heldur súrt í broti. Krakkar sem lokið hafa áttunda bekk grunn- skóla vinna hins vegar venjulegan átta stunda vinnudag. Hjá þeim sem aðeins vinna hálfan daginn er vinnan fyrir hádegi eina viku og eftir hádegi hina næstu. Morgunblaðið/KGA Kári Halldórsson, Ólafur J. Einarsson og Reynar Ellurp ætla í unglingavinnuna í sumar. Þeir eru i Hagaskóla og ljúka prófum í vikulokin. HREYSTI Yfirmenn Flugleiða 1 líkamsrækt C lugleiðir gáfu gott fordæmi I ins og senda þá í heilsurækt. Sex ■ er ákveðið var að bæta líkam- legt ástand yfírmanna fyrirtækis- vikna sumamámskeið í Heilsu- garðinum í Garðabæ varð fyrir valinu. Um er að ræða alhliða líkamsþjálfun, en tiigangur nám- skeiðsins er að bæta úthald þátt- takenda og styrk auk þess aið ná af þeim nokkmm kílóum. Að sögn Gríms Sæmundsen, eins af eigendum Heilsugarðsins, er öll áhersla lögð á fagmennsku og öryggi í þjálfuninni. Næringar- fræðingur veitir ráðgjöf og læknir skoðar þátttakendur áður en nám- skeið hefst og í lok þess. „Fólk fær mjög ítarlegar upplýsingar," segir Grímur, „hver og einn færir það sem hann aðhefst hér inn í æfínga- bók auk staðreynda um líkams- ástand fyrir og eftir námskeið. Æft er þrisvar í viku og oftar ef vill." Fimm hópar hressa nú upp á líkama og sál á sumamámskeiði og líklegt er að annað námskeið hefjist í lok mánaðarins. Yfírmenn Flugleiða bjuggu sig undir átök síðastliðinn sunnudag og höfðu samráð við lækni og næringar- fræðing. Meðfylgjandi myndir eru teknar við það tækifæri. Morgunblaðið/KGA Undirbúningur fyrir starf sumarsins stendur sem hæst í bækistöðvum Vinnuskóla Reykjavíkur við Borgartún. Skráningu 13-15 ára unglinga til vinnn lýkur á föstudaginn. Á myndinni eru f.v. Amfinnur Jónsson skólastjóri Vinnuskólans, Guðrún Jónsdóttir sem vinnur á skrifstofu skólans og Sigurðúr Lyngd- al yfirkennari. VINNUSKÓLI REYKJAVÍKUR Sumarstarfið framundan Liðlega þúsund reykvískir ungl- ingar taka til starfa hjá Vinnu- skóla Reykjavíkur, ungiingavinn- unni, í byijun næsta mánaðar. Skráning stendur til föstudagsins 20. maí í bækistöðvum Vinnuskól- ans við Borgartún 3, en unglinga- vinnan er ætluð krökkum sem lokið hafa sjöunda og áttunda bekk grunnskóla. Starfstimi Vinnuskól- ans er júní og júlí en til að forvitn- ast um verkefnin sem bíða ungling- anna var haldið inn í Borgartún á fund Amfínns Jónssonar skóla- stjóra og Sigurðar Lyngdal yfír- kennara skólans. „Vinnuskólinn hirðir fyrst og fremst um umhverfí skóla, íþrótta- svæði og ýmis opin græn svæði sem tilheyra boiginni eins og í Laugar- dal, Hljómskálagarði og Miklatúni. Þá srjá sjö hópar um að snyrta garða ellilífeyrisþega sem um það biðja. Nokkrir hópar mála leiktæki á leik- völlum borgarinnar og sömuleiðis verða flokkar unglinga við gróður- setningu í Heiðmörk. Einn hópur heldur áfram að byggja vinnuskúra fyrir skólann en þegar eru til fjórir skúrar sem svipar til gömlu gulu skúranna nema hvað þessir eru litríkari og bera ótrúlegustu nöfn. Loks munu vinnuhópar að líkindum skiptast á um að hreinsa til í Viðey til að fá dálitla tilbreytingu." Hvað um félagsstarf? „Nemendur Vinnuskólans eiga samkvæmt starfsreglum skólans rétt á tveimur launadögum á starfstímanum til félagsstarfa. Þeir eru skipulagðir af okkur í samvinnu við íþrótta- og tómstundaráð. Þetta eru hópdagar, þar sem hver hópur fyrir sig gerir eitthvað skemmtilegt í samráði við leiðbeinanda sinn, og hverfadagar, þar sem allir hópar hverfís hittast og sprella." „Undanfarin ár hefur hver hópur farið út úr bænum einn dag sumars- ins í náttúruskoðunarferð. Þess í stað verður borgin kynnt ungling- unum f sumar, ýmsar stoftianir hennar og fyrirtæki, og svo Vinnu- skólinn sjálfur. Úr því minnst er á félagsstarfíð sem greinir skólann frá öðrum vinnustöðum má ekki gleyma lokaferðinni sem orðin er fastur liður. Tvö síðustu sumur hefur þorri nemenda ásamt starfs- mönnum skólans farið til Þingvalla í lok júlímánaðar og haldið hátíð. Þá hefur skólanum verið slitið að lokinni gönguferð, leikjum, þraut- um og grillveislu." Gerist eitthvað á ykkar vegum utan vinnutíma? „Já, tómstundastarf á vegum Vinnuskólans hefur reynst vinsælt. Leitað hefur verið tilboða í sam- vinnu við íþrótta- og tómstundaráð um sitthvað sem unglingamir geta aðhafst utan vinnutíma. I fyrrasum- ar bauðst krökkunum að fara á okkar vegum í keilu, badminton, golf, á hestbak og í veiðiferðir. Jafn- framt var haldið knattspymumót fyrir þá sem vildu og farið í sigling- ar með vélbátnum Jónasi feita." Guðrún Jónsdóttir vinnur á skrif- stofu Vinnuskólans í Borgartúni en þar er opið virka daga frá átta til fjögur. Hún sagði að í sumar yrðu leiðbeinendur við skólann 75 tals- ins. Kaup er greitt á hálfs mánaðar fresti og tekur mið af unglinga- taxta Dagsbrúnar. Þá metur verk- stjóri í samráði við yfirmenn skól- ans hvort greiða skuli kaupauka fyrir vel unnin störf. Unglingamir vinna ekki endilega næst heimili sínu, heldur þar sem mest þörf er fyrir þá, enda er þeim séð fyrir strætisvagnamiðum eða akstri í og úr vinnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.