Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988 Brottflutningnr sovéska innrásarliðsins frá Afganistan Skæruliðar ætla að hefna grimmd- arverka herliðsins - segja talsmenn skæruliða Peshawar, Pakistan, Reuter. TALSMENN afganskra skæruliða segja að grimmdarverka sovéska innrásarliðsins og kommúnistastjórnarinnar í Kabúl verði hefnt en kveðast jafnframt vera reiðubúnir til að „náða“ óbreytta hermenn þegar að brottflutningi sovéska innrásarliðsins frá landinu lýkur. Skæruliðum ber ekki saman um hvort ráðgert er að gera árásir á herflutningalestir Sovétmanna á leið út úr landinu en leiðtogi sam- taka sjö hreyfinga skæruliða kveðst hlynntur slíkum aðgerðum. Gulbuddin Hekmatyar, leiðtogi heildarsamtaka sjö skæruliðahreyf- inga, hefur hvatt til þess að ráðist verði á brynvagnalestir Sovétmanna á leið út úr landinu en fyrsta lestin hélt í gær frá Kabúl áleiðis til so- vésku landamæranna. Talsmenn annarra hópa skæruliða segja hins vegar að einungis verði gerðar árás- ir á sovésku hermennina telji skæru- liðar þá ógna sér. Að öðrum kosti hyggist skæruliðar beina kröftum sínum að þeim stöðvum afganska stjómarhersins sem ekki njóta lengur hervemdar Sovétmanna. Vestrænn embættismaður í Pakistan kvaðst í gær telja að skæruliðar biðu þess að brottflutningurinn væri vel á veg kominn áður en þeir létu til skarar skríða. „Hví skyldu þeir fóma mannslífum í tilgangslausum bar- dögum nú þegar sigur er í augsýn?“. Ekki kveðið á um vopnahlé Í Genfar-sáttmálanum um brott- flutning sovéska innrásarliðsins frá Afganistan, sem undirritaður var í apríl, er ekki kveðið á um vopnahlé í bardögum innrásarliðsins, stjómar- hersins og skæruliða. Fulltrúar kommúnistastjómarinnar í Kabúl og stjómvalda í Pakistan, sem skotið hafa skjólshúsi yfir skæruliða og gífurlegan flölda flóttamanna, undir- rituðu samkomulagið sem og fulltrú- ' ar risaveldanna. Bandaríkjamenn hafa veitt skæruliðum hemaðarað- stoð og er gert ráð fyrir að bæði stórveldin haldi áfram Jafnri og gagnkvæmri" hemaðaraðstoð við bandamenn sína í landinu. Skærulið- ar hafa á hinn bóginn lýst yfir því að þeir hyggist hundsa samkomulag- ið þar sem gengið hafí verið framhjá réttum fulltrúum afgönsku þjóðar- innar. Hafa þeir heitið því að koma stjóm Najibullahs frá og em frétta- skýrendur almennt þeirrar skoðunar að búast megi við harðvítugum átök- um í landinu eftir að sovéska innrás- arliðið hefur haft sig á brott. Raunar hefur innanlandsófriður öldum sam- an sett mark sitt á sögu afgönsku þjóðarinnar. Til marks um þetta má geta þess að frá árinu 1901 hefur öllum þjóðhöfðingjum landsins ýmist verið steypt af stóli eða þeir myrtir. Glæpaverk Najibullahs Gulbuddin Hekmatyar sagði í gær að þeir sem barist hefðu „gegn lönd- um sínum" á tilteknum landsvæðum gætu farið fram á náðun svo framar- lega sem þeir gerðu það einum mán- uði eftir að sovéska herliðið hefði verið kallað heim frá þeim stöðum. Játuðu viðkomandi mistök sín og iðr- uðust þeirra hefðu þeir ekkert að óttast. Talsmaður samtaka Hek- matyars, „Jamiat-i-lslami“, sagði það alkunna að margir Afganar Reuter Sovéskir hermenn fagna heimkvaðningunni skömmu áður en haldið var af stað áleiðis til sovésku landamæranna frá Kabúl í gær. hefðu verið neyddir til samstarfs við kommúnistastjómina í Kabúl og þessu fólki yrði þyrmt. „En þeir sem gerðust sekir um morð og glæpi munu taka út sína refsingu," bætti hann við. Skæruliðar hafa einkum hug á að hafa hendur í hári embættismanna stjómar Najibullahs, forseta Afgan- istan, og ráðamanna innan hersins og öryggislögreglunnar. „Vilji þessir menn halda lífí verða þeir að fara til Sovétríkjanna," sagði einn tals- maður skæruliða í Peshawar í Pakist- an. „Þegar Najibullah stýrði öryggis- lögreglunni lét hann drepa allt of marga," sagði sá hinn sami. Getum sjálfir varið afgönsku byltinguna - sagði Najibullah forseti er hann kvaddi sovéska herliðið Kabúl, Reuter. BROTTFLUTNINGUR sovéska herliðsins, sem gerði innrás í Afganist- an árið 1979, hófst á sunnudag þegar um 1.300 sovéskir hermenn héldu þá frá borginni Jalalabad í austurhluta landsins til höfuðborgar- innar Kabúl. 1 gær héldu hermennirnir ásamt 270 skriðdrekum og brynvörðum bílum í norðurátt áleiðis til sovésku landamæranna. Sov- éska herliðið í landinu, sem telur um 115.000 menn, mun hafa sig á brott á niu mánuðum, samkvæmt samkomulagi sem gert var fyrir tilstilli Sameinuðu þjóðanna. Sovésku hermennimir voru kvadd- ir í útjaðri Kabúl og þakkaði Naji- bullah, forseti Afganistan og leiðtogi kommúnistastjómarinnar í landinu, þeim unnin störf. Lúðrasveitir léku hergöngulög er bryndrekalestin hélt af stað. Þúsundir afganskra her- manna og óbreyttra borgara kvöddu Sovétmennina og héldu margir fán- um ríkjanna tveggja á lofti. I Kabúl ■mfr Afgönsk kona, klædd samkvæmt boðum Kóransins, gengur framhjá veggspjaldi í Kabúl þar sem segir: „Sovésku hermenn! Afganska þjóðin þakkar ykkur og kveður". hefur gífurlegum fjölda veggspjalda verið komið fyrir þar sem sovéska herliðininu er þökkuð aðstoðin í bar- dögum stjómarhers og skæruliða undanfarið átta og hálft ár. Er Najibullah flutti kveðjúávarp sitt heyrðust skothvellir í Hindu Kush-íjöllum skammt norður af höf- uðborginni og töldu menn víst að þar væru skæruliðar á ferð. Najibullah sagði það rangt vera að sovéska herliðið hefði gert innrás í landið eins og fullyrt hefði verið í erlendum fjölmiðlum þvert á móti hefði það komið til hjálpar „afgönsku bylting- unni" þegar brýna nauðsyn bar til. Nú gætu stjómvöld í Afganistan hins vegar sjálf „varið byltinguna“ án aðstoðar Sovétmanna. Allt var með kyrrum kjörum í Kabúl en á laugardag týndu 16 manns lífí í sprengjutilræði í mið- borginni og fjórir til viðbótar létu lífið í eldflaugaárásum skæruliða. Ottuðust árás skæruliða Að sögn Helenar Womack, frétta- ritara /íeuíers-fréttastofunnar, sem er í för með sovéska herliðinu, gekk ferðin frá Jalalabad til Kabúl að ósk- um. Kvaðst hún hafa heyrt skot- hvelli kveða við í hæðunum fyrir ofan veginn sem ekið var eftir og einu sinni sagðist hún hafa heyrt skothríð nærri veginum. Leiðin frá Jalalabad til höfuðborgarinnar er um 140 kíló- metra löng og tók ferðin átta klukk- stundir. Akveðið var að heimiia 20 erlendum fréttamönnum, þar af fjór- um konum, að fylgjast með brott- flutningnum en sovéskir embættis- menn lögðu á það ríka áherslu að ferðin kynni að reynast hættuleg ákvæðu frelsissveitir afganskra skæruliða að gera bryndrekalestinni fyrirsát. Að sögn Helenar Womack ríkti mikil spenna bæði í röðum blaða- og hermanna á leiðinni til Kabúl og létti öllum mjög er til borg- arinnar var komið. í fréttum sovéska sjónvarpsins á sunndagskvöld sagði að skæruliðar hefðu gert þijár mis- heppnaðar árásir á bílalestina. Kallaðir heim í nafni „perestrojku“ Fjölmenni mikið var viðstatt kveðjuathöfn í Jalalabad á sunnudag. Sovésku hermönnunum voru færð blóm en sumum var þó augljóslega annað en þakklæti i huga því nokkr- ir stjómarandstæðingar ötuðu so- vésku skriðdrekana auri. Nokkrir sovéskir herforingjar lásu samtímis tilkynningu frá miðstjóm sovéska kommúnistaflokksins þar sem sagði að þörf væri á kröftum hermannanna á heimaslóðum til þess að unnt yrði að hrinda áætlun sovéskra ráða- manna um endurreisn efnahagslífs- ins (perestrojku) í framkvæmd. Að sögn Helenar Womack var greinilegur léttir og fögnuður í röð- um sovésku hermannanna yfír því að brottflutningurinn skyldi vera hafínn. „Margir okkar hafa hrifíst mjög af þessu landi. En nú er kom- inn tfmi til að fara, okkur fínnst við hafa gert það sem við gátum,“ sagði einn þeirra. Annar sem varð eftir í Jalalabad kvaðst vera leiður yfír því að sjá á bak félögum sínum. „Ég verð kominn heim eftir mánuð, ég held éggeti þraukað eilítið lengur,". Að sögn sovésks herforingja, Vladimírs Bogdanovs, er gert ráð fyrir því að brottflutningi herliðsins frá Jalalabad verði lokið innan tveggja vikna fyrir fund þeirra Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovétleið- toga og Ronalds Reagans Banda- rílqaforseta f Moskvu sem hefst þann 29. þessa mánaðar. Samkvæmt ákvæðum Genfar-sáttmálans um heimkvaðningu sovéska herliðsins skulu hermennimir allir hafa snúið til síns heima eftir níu mánuði og er gert ráð fyrir því að helmingur heraflans hafa verið fluttur til Sov- étríkjanna fyrir 15. ágúst. Súdan: Sjö menn myrtir Khartoum. Reuter. FIMM útlendingar og tveir Súd- anir voru myrtir í Khartoum, höfuðborg Súdan í fyrradag, er vopnaðir menn réðust inn í hótel og veitingastað, þar sem útlend- ingar, einkum starfsmenn hjálp- arsamtaka, venja komur sínar. Þrír menn með líbönsk vegabréf hafa verið handteknir vegna málsins. Mennirnir skutu af vélbyssum og vörpuðu jafnframt handsprengjum á Acropole-hótelið og Sudan Club- veitingahúsið. Atvikið átti sér stað aðeins hálftíma áður en ný ríkis- stjóm sór embættiseið í forsetahöll- inni, sem er steinsnar frá morð- staðnum. Fjögurra manna brezk fjölskylda var meðal þeirra, sem myrtir voru á Acropole-hótelinu, en um 20 manns sátu að snæðingi er sprengju var varpað inn í matsal hótelsins. Auk þeirra sem biðu bana særðist 21 maður í árásinni á hótelið og veitingastaðinn. Að sögn sjónar- votta voru þrír menn að verki, hin- ir sömu og hafa verið handteknir. Maður var handtekinn er hann fleygði frá sér vélbyssu fyrir utan hótelið skömmu eftir árásina. Fimm menn til viðbótar, allt Palestfnu- menn, sem bjuggu á öðru hóteli, voru einnig teknir til yfirheyrslu. Ríkisstjórnin, sem tók við völdum á sunnudag, er þjóðstjórn. Forsæt- isráðherra er Sadeq al-Mahdi, leið- togi Umma-flokksins, en hann veitti einnig fráfarandi stjórn forstöðu. í stjóminni sitja 29 ráðherrar. Hass- an al-Tourabi, leiðtogi hinnar her- skáu fylkingar múhameðstrúar- manna, NIF, sagðist hafa gengið til samstarfs við al-Mahdi eftir að hafa verið lofað að löggjöf Kórans- ins yrði að landslögum fyrir júnílok. Þau munu þó aðeins ná yfír múha- meðstrúarmenn. Refsingar i anda Kóransins voru látnar niður falla eftir að herinn steypti Jaafar Ni- meiri, forseta, í byltingu í apríl 1985. ísrael: Tveir Pal- estínumenn drepnir Tel Aviv, Reuter. ÍSRAELSKAR hersveltir skutu tvo Palestínuaraba til bana í gær og særðu nokkra til viðbótar. Mennirnir höfðu gert aðsúg að ísraelum, en ofbeldisalda braust út að nýju á hernumdu svæðun- um í gær. Talið er að ofbeldisaldan standi í tengslum við trúarhátíðina Eid Al-Fitr, en með henni lýkur helgi- mánuðinum Ramadan. Að undan- förnu hefur lítið verið um óeirðir eða blóðsúthellingar á hemumdu svæðunum og hefur verið bent á að Arabar séu lítt til ófriðar líkleg- ir þegar þeir fasta frá sólarupprás til sólseturs í heilan mánuð. Óttast er að ofbeldi kunni að bijótast út af fullum krafti að nýju, nú þegar Ramadan er lokið. Hafa Israelar þegar hert varúðarráðstaf- anir til þess að reyna að hamla gegn slíku. ERLENT r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.