Morgunblaðið - 17.05.1988, Page 75

Morgunblaðið - 17.05.1988, Page 75
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988 75 Egilsstaðir: Bjami Jónsson og Ast- rid sýna í húsi RARIK Egilsstöðum. BJARNI Jónsson listmálari opnaði málverkasýningu á Eg- ilsstöðum á uppstigningardag. Við opnun sýningarinnar flutti Bjami stutt erindi um íslensk áraskip, sögu þeirra og þróun en Bjarni gjörþekkir það efni eftir að hafa myndskreytt rit- verk Lúðviks Kristjánssonar um íslenska sjávarhætti. Sam- hliða sýningu Bjarna sýnir Astrid Ellingsen pijónahönnuð- ur módelkjóla úr íslensku ein- gimi. Astrid Ellingsen hefur um ára- raðir hannað pijónaflíkur og gerði lengi uppskriftir fyrir Álafoss og ýmis tímarit. Einnig hefur Astrid haldið pijónanámskeið víða um land. Uppskriftir eftir hana hafa komið í norsku kvennablöðunum KK og Alles. Hér á Egilsstöðum stendur sýn- ing Bjarna og Astrid fram yfir helgi en um hvítasunnuna verður sýningin sett upp á Seyðisfirði en þaðan eru nokkrar myndir á sýn- ingunni. - Björn Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Bjami Jónsson og Astrid Ellingsen við verk sín í húsi RARIK á Egilsstöðum. Myndimar sem Bjami sýnir nú em akrýlmyndir, vatnslitamyndir og teikningar. Myndefnið er mikið sótt í þjóðhætti okkar en einnig em þama óhlutlægar myndir. Bjami hefur haldið margar sýn- ingar hérlendis og tekið þátt í samsýningum erlendis. Hann teiknaði fyrir Ríkisútgáfu náms- bóka um árabil og fyrir aðra út- gefendur. Viðamesta verk hans er skýringamyndir í hið mikla rit- verk íslenskir sjávarhættir en við það vann hann í 26 ár. 36 lista- ménn hlutu starfslaun ÞRJÁTÍU og sex listamenn hafa hlotið starfslaun, tveir til tólf mánaða, 17 til sex mánaða og 17 til 3ja mánaða. í fréttatilkynn- ingu frá menntamálaráðuneyt- inu segir, að 138 umsóknir hafi borist og að á fjárlögum ársins séu tíu milljónir króna til umráða í starfslaun. ' Tólf mánaða starfslaun hlutu: Georg Guðni Hauksson, myndlistar- maður, og Jónas Tómasson, tón- skáld. Sex mánaða starfslaun hlutu: Eyjólfur Einarsson, myndlistarmað- ur, Guðjón Ketiisson, myndlistar- maður, Guðný Magnúsdóttir, mynd- listarmaður, Guðrún Kristjánsdótt- ir, myndlistarmaður, ína Salóme Hallgrímsdóttir, myndlistarmaður, Jakob Jónsson, myndlistarmaður, Jenný E. Guðmundsdóttir, mynd- listarmaður, Kristín Jónsdóttir, myndlistarmaður, Kristján Steingrímur Jónsson, myndlistar- maður, Magnús Kjartansson, myndlistarmaður, Messíana Tómas- dóttir, leikmyndateiknari, Ragn- hildur Stefánsdóttir, myndlistar- maður, Selma Guðmundsdóttir, píanóleikari, Sigurður Þórir Sig- urðsson, myndlistarmaður, Svava Bjömsdóttir, myndlistarmaður, Sverrir Ólafsson, myndlistarmaður, og Þuríður Fannberg, myndlistar- maður. Þriggja mánaða starfslaun hlutu: Anton Helgi Jónsson, rithöfundur, Ágústa Agústsdóttir, söngkona, Björg Örvar, myndlistarmaður, Finnur Torfi Stefánsson, tónskáld, Grétar Reynisson, myndlistarmað- ur, Guðlaugur Þór Ásgeirsson, myndlistarmaður, Guðni Franzson, tónlistarmaður, Guðrún Gunnars- dóttir, myndlistarmaður, Harpa Bjömsdóttir, myndlistarmaður, Haukur Tómasson, tónskáld, Hulda Hákon, myndlistarmaður, Kjartan < Ólason, myndlistarmaður, Kristinn “ G. Jóhannsson, myndlistarmaður, 3 María Sigurðardóttir, leikari, Olga jr Guðrún Ámadóttir, rithöfundur, g Pétur Stefánsson, myndlistarmað- ur, og Ragna Hermannsdóttir, myndlistarmaður. í úthlutunarnefnd áttu sæti: Arn- ór Benónýsson, sr. Bolli Gústafsson og Ámi Gunnarsson. — Ef þú færð þér TA ofnloka nnna, þarftn líklega aldrei að hngsa meira nm ofnloka W I Fyrir alla húseigendur skiptir örugg og góð ending, þægindi og minni orkukostnaður mestu máli við val á ofnlokum. • • Oryggl . Nýi hitastýrði ofnlokinn frá TA er úr sterkri bronsblöndu, AMETAL, sem kemur í veg fyrir að sinkið í lokahúsinu og pakkdós- inni tærist. AMETAL bronsblandan hefur staðið sig mjög vel í íslensku hitaveituvatni og eykur endingu lokans til muna og um leið öryggi húseigandans. Þægindi . Hitaneminn í TA ofnlokanum er fylltur koparblönduðu vaxi, sem hefur það í för með sér, að svörun lokans við andvara frá opn- um glugga verður hægari. Ofninn fyllist því ekki af vatni sem engin þörf er fyrir. Þetta kemur í veg fyrir óreglu á hitastiginu og leiðir til sparnaðar og þæginda. Sveigjanleiki . TA ofnlokann er hægt að for- stilla til að draga úr eða auka vatnsrennslið í samræmi við hitaþörf hvers ofns. Þannig er hægt að koma í veg fyrir óþarfa vatnsrennsli með tilheyrandi kostnaði. Sveigjan- leiki lokans gerir það líka að verkum, að sami lokinn hentar á alla ofna, óháð stærð og staðsetningu. • Yfir 40 ára góð reynsla af TA vörum á íslandi • Við bjóðum 5 ára ábyrgð á pakkdósinni. • Þú færð TA ofnlokann í öllum helstu byggingar vöruverslunum. Með þér í veitun vatns V ÍSLEIFUR JÓNSSON HF. Bolholti 4, Reykjavík, símar 36920 og 36921

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.