Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988 63 Minning: Svavar Jóhannsson frá Patreksfirði Fæddur 14. nóvember 1914 Dáinn 6. mai 1988 í dag, 17. maí, fer fram frá Foss- vogskirkju útfðr vinar okkar Svav- ars Jóhannssonar. Svavar var fæddur Patreksfírð- ingur og bjó þar og starfaði lengst- an hluta ævi sinnar, enda bar hann alla tíð hag og framgang staðarins mjög fyrir brjósti. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Þórarinsdóttir og Jóhann Jóhannsson frá Skarði í Fnjóskadal, kennari á Patreksfirði, en Jóhann andaðist langt um aldur fram, er Svavar var aðeins tveggja ára og fluttist móðir hans þá með hann í foreldrahús, en þau voru Andrésa Andrésdóttir og Þórarinn Arnason, bjuggu þau $ Hliðskjálf á Patreksfirði og ólst Svavar þar upp til ellefu ára aldurs er móðir hans giftist Kristjáni Guðbrandssyni byggingameistara, miklum öðlings- manni, og átti Svavar heimili hjá þeim til fullorðinsára ásamt hálf- systur sinni, Hrafnhildi Kristjáns- dóttur. Eins og títt var fór Svavar snemma að vinna fyrir sér og vann þá hin ýmsu störf sem til féllu og aflaði sér þannig fjár til þess náms er þótti gott á þeim tíma, þótt eigi væri um langskólagöngu að ræða, en hann bætti sér það upp með sjálfnámi. Um tuttugu og tveggja ára aldur réðist hann sem starfsmaður á sýsluskrifstofuna á Patreksfirði, en þá var sýsumaður Jóhann Skafta- son, ættaður frá Skarði í Fnjóska- dal, og starfaði Svavar með honum allt þar til Jóhann sótti um Þingeyj- arsýslu og settist að á Húsavík, en Ari heitinn Kristinsson tók við sýslumannsembætti og starfaði Svavar áfram með honum, en hann dó snögglega eftir stuttan starfs- aldur og má sjá hversu mikið traust var borið til Svavars að hann var settur sýslumaður án dómsvalds í nálega eitt og hálft ár, eða þar til Ásberg Sigurðsson tók við embætt- inu. Skömmu síðar stofnar Sam- vinnubankinn útibú á Patreksfirði og þegar leitað var eftir útibús- stjóra beindust augu forráðamanna að Svavari og fór svo að hann tók við því starfi og gegndi því uns hann fluttist hingað suður í Víði- hvamm 7 í Kópavogi, en hóf þá hálfsdagsstarf við aðalbankann í Reykjavík og gegndi því í rúmlega tvö ár, eða meðan starfsaldur leyfði. Á yngri árum tók Svavar virkan þátt í félagsmáium og var í mörg ár formaður íþróttafélagsins Harð- ar og tók þátt í leiksýningum með því og öðrum félögum á staðnum. Hann var einnig formaður Skóg- ræktarfélags Patreksfjarðar. Svav- ar var alla tíð framsóknarmaður og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, þar á meðal var hann í hreppsnefnd í nálega 40 ár. Sva- var var fréttaritari Ríkisútvarpsins og Tímans um fjölda ára, einnig var hann formaður kaupfélags- stjómar og stjómar Hraðfrystihúss Patreksfjarðar í áraraðir og á seinni ámm sínum á Patreksfírði var hann fulltrúi í Fjórðungssambandi Vest- §arða. 7. júlí 1945 giftist Svavar eftirlifandi konu sinni, Huldu Pét- ursdóttur, sem einnig var frá Pat- reksfirði, mikilli sómakonu. Þau vom óvenju samiýnd og samhent og byggðu sér fljótlega hús og fal- legt heimili að Aðalstræti 84, eign- uðust þau þrjú mannvænleg böm, sem öll em uppkomin og búin að stofna sín heimili, en þau em Jó- hann, Sigþór og Unnur og em bamabömin orðin 8. Eiga þau nú um sárt að binda vegna fráfalls ástkærs afa sem jafnan tók á móti þeim með hlýju og kærleika. Ég fluttist til Patreksflarðar í ágúst 1951 og hugðist dvelja þar um skamman tíma, en kynntist fljót- lega konu minni, Ingibjörgu Helga- dóttur, sem var Patreksfirðingur, og árin urður 12 á staðnum. Svavar var fremur stór maður og hafði ömgga framkomu og fas og fannst mér í fyrstu að hann væri nokkuð strembinn og merkilegur með sig, en sú tilfínning hvarf fljótlega við nánari kynni. Það fór svo að við hjónin keyptum 2ja herbergja íbúð á neðri hæði í húsi þeirra hjóna og skapaðist fljótlega sú vinátta milli okkar sem varað hefur í 34 ár. Vomm við í þeirri íbúð uns við flutt- um I hús er við byggðum á Aðal- stræti 90 svo ekki var langt milli vina. Margs er að minnast frá þess- um samvistarámm, t.d. margra úti- leguferða inn í Vatnsíjörð, en á þeim ámm náði vegurinn áleiðis suður ekki lengra, veiðiferða í Langadalsá í ísaijarðardjúpi auk margra sumarleyfisferða sem við fómm saman um landið og þar einna minnisstæðust .ferð sem við fómm norður í land á nýjum Mosk- vits sem þau hjónin vom nýbúin að eignast og var hann einn sá fyrsti sem kom til landsins, en hann var svo vélarvana að við þurftum að bakka honum upp brekkur ef þær vom mjög brattar en alla leið til Axaiflarðar fómm við og heim aftur og nutum öll hverrar stundar. Við hjónin fluttum frá Patreksfirði 1963 en vináttan slitnaði ekki þótt vík væri milli vina og áttum við saman margar ógleymanlegar ánægjustundir bæði þegar þau hjónin komu í heimsókn hingað suður eða við fómm vestur, en svo styttist vegalengdin snögglega aft- ur, er þau hjónin fluttu hingað í Kópavoginn og aðeins fáeinar götur skildu í milli. Það er stutt milli lífs og dauða og enginn veit hver annan grefur, en þrátt fyrir að Svavar þurfti að beijast á tveimur vígstöðvum í veik- indum sínum, brá okkur hjónum er við heyrðum af andláti hans. Góðir vinir em gulli betri og það hafa þau hjónin verið okkur og það mun taka nokkum tíma að sætta sig við það skarð sem Svavar skilur eftir því það er vandfyllt, en trúin um að við lifum þótt við deyjum og að við eigum öll eftir að hittast að nýju og halda áfram vinskapnum gefur okkur nokkra huggun. Við hjónin biðjum guð að styrkja alla ástvini hans. Inga og Steini Svavar Jóhannsson, fyrrv. bankaútibússtjóri á Patreksfirði, er látinn og verður kvaddur hinstu kveðju í Fossvogskirkju í dag. Mig langar til að minnast hans með nokkmm kveðju- ogþakkarorðum. Svavar var fæddur í Patreksfirði 14. nóvember 1914. Hann stundaði nám í Héraðsskólanum á Núpi árin 1933 til 1935. Meirihluta starfsævi sinnar vann Svavar hjá sýslumanns- embættinu á Patreksfirði, eða frá 1936 til 1964, fyrstu árin sem sýslu- skrifari, en frá 1946 sýslufulltrúi og í veikindaforföllum sýslumanns settur sýslumaður. Þegar Samvinnubanki íslands opnaði útibú á Patreksfirði árið 1964 gerðist Svavar forstöðumaður þess og gegndi því starfí til ársins 1982. Svavar flutti til Kópavogs árið 1982 og gerðist þá starfsmaður aðalbankans í Reykjavík. Auk þeirra starfa, sem frá er greint hér að framan, gegndi Svav- ar ijölda trúnaðarstarfa í þágu byggðarlagsins, var meðal annars formaður stjómar Kaupfélags Vest- ur-Barðstrendinga og Hraðfrysti- húss Patreksfjarðar og jafnframt einn af stofnendum þess. í hrepps- nefnd Patrekshrepps var hann um fjömtíu ára skeið. Svavar naut trausts samferðamanna sinna, öll störf hans einkenndust af vand- virkni og trúmennsku. Árið 1945 kvæntist Svavar Huldu Pétursdóttur. Þau eignuðust þijú böm. Skoðun mín er sú, að það hafí verið áfall fyrir byggðar- lagið, þegar þau hjónin fluttu burt. Vegna starfa minna í Barða- strandarsýslu hlaut ég að hafa nána samvinnu við Svavar Jóhannsson, bæði þegar hann starfaði hjá sýslu- mannsembættinu og í Samvinnu- bankanum. Oft þurfti ég að leita til hans, þiggja góð ráð og fyrir- greiðslur. Fyrir samstarfið þakka ég af heilum huga og ekki síður það að fá notið vináttu þeirra hjóna alla tíð, þar féll aldrei á skuggi. Við hjónin vottum frú Huldu og bömum hennar innilegustu samúð okkar. Ólafur E. Ólafsson UMBOÐSMENN UIVl LAND ALLT ágí$miiu m mfrm m IPUII m GiMMivimsmF/iim Réttarháls 2 s. 84008 & 8A009 • Skipholt 35 s. 31055 QTSMJv- í anöa - húsgo9n SÍUX öúsgogn / FALLEG OG VÖNDUÐ HÚSGÖGN í ALLA ÍBÚÐINA ___--------- m má raöa 9ráu' Þar sem góðu kaupin gerast. 2 Kópavogi 44444
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.