Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988
Hitamælinga-
miðstöðvar
Fáanlegar fyrir sex, átta,
tíu, tólf, sextán, átján
eða tuttugu og sex
mælistaði.
Ein og sama miðstöðin
getur tekið við og sýnt
bæði frost og hita, t.d.
Celcius+200+850 eða
0+1200 o.fl. Hitaþreifarar
af mismunandi lengdum
og með mismunandi skrúfgangi fáanlegar.
Fyrir algengustu rið- og jafnstraumsspennur.
Ljósastafir 20 mm háir.
Það er hægt að fylgjast með afgashita, kælivatns-
hita, smurolíuhita, lofthita, kulda í kælum, frystum,
lestum, sjó og fleira.
■í-'L
Sðtyir(j§HLO®tLou’
VESTURGÖTU 16 SÍMAR 14680 ?1480
Hrein teppi
endast
lengur
Fullkomnar vélar - einföld notkun.
Það er auðvelt og ódýrt að hreinsa teppin sjálfur.
Hjá okkur færðu líka rétta þvottaefnið í hentugum
umbúðum.
Þú getur líka notað vélina til að hreinsa teppin í bílnum,
ýmiskonar áklæði og til að soga upp vatn eða aðra
vökva.
Ný aðstaða - betri þjónusta.
Vélaleigan hefurflutt í nýttog rúmgott húsnæði. Þannig
getum við þjónað þér betur.
HREIN TEPPI ENDAST LENGUR.
7eppaland • Dúkaland
Grensásvegi 13, Rvík. sími 83577 og 83430.
Um Tónlistar-
háskóla Islands
eftir Stefán Edelstein
Sigursveinn Magnússon, tónlist-
arskólastjóri, skrifar-grein í Morg-
unblaðið 4. maí sl. um frumvarp til
laga um Tónlistarháskóla íslands.
Finnur hann frumvarpinu flest til
foráttu og álítur það aðför að starf-
semi annarra tónlistarskóla. Menn
mega hafa misjafnar skoðanir á
hlutunum en það er engu að síður
bráðnauðsynlegt að ræða á mál-
efnalegan hátt um álitamál. Grein
Sigursveins er því miður ekki mál-
efnaleg og einnig er þar að finna
fullyrðingar sem ekki fá staðist, auk
þess sem a.m.k. ein rangfærsla
hefur slæðst inn.
Ég ætla að ræða eilítið um þetta
mál hér í þeirri von að þeir sem
koma til með að fjalla um frum-
varpið síðar meir, lesi þessar línur.
Löggjöf um Tónlistarháskóla ís-
lands (THÍ) er löngu orðin tímabær
og ef nokkuð mætti gagnrýna er
það fyrst og fremst, að hún hefði
átt að vera miklu fyrr á ferðinni.
Tónlistarskólinn í Reykjavík, sem
hefur verið forystuskóli á sínu sviði
allt frá stofnun hans 1930, hefur í
mörg herrans ár boðið upp á
kennslu sem er á háskólastigi. Má
í því sambandi nefna einleikara-
próf, ýmsar kennaradeildir og síðan
1982 BMús nám í tónfræðum.
Væntanleg löggjöf um THÍ er því
í raun formleg staðfesting og skipu-
lagning á staðreynd, sem þegar er
fyrir hendi. Reyndar er löggjöf um
THÍ ekki eina löggjöfm um listahá-
skóla sem á að leggja fram á Al-
þingi á næstunni, því einnig eru lög
um leiklistarháskóla og myndlistar-
háskóla í smíðum.
En víkjum að nokkrum atriðum
í grein Sigursveins.
SM spyr hvort frumvarpið um
THÍ sé fullmótað. Það er nú einu
sinni svo að lög eru mannanna verk
og því ófullkomin eins og annað frá
þeirra hendi. Hins vegar er sem
betur fer hægt að endurskoða lög
og svo verður vafalítið í þessu til-
felli. Eins og er, eru þessi lög ágæt
og þjóna vel sínum tilgangi.
SM lætur að því liggja að á ráð-
stefnu tónlistarkennara 16.—17.
apríl sl. hafi verið svo djúpstæður
ágreiningur um frumvarpið, að eng-
inn hafi treyst sér til að bera upp
stuðningsályktun um það. Þetta er
a.m.k. rangfærsla.
Það stóð aldrei til að bera upp
slíka ályktun, engin áform í þá veru
voru uppi á þessum fundi. Frum-
varpið var einfaldlega kynnt og
menn gátu tjáð sig um það.
SM hefur af því áhyggjur hvem-
ig starfsemi THÍ eigi að falla að
núverandi skipan tónlistarfræðslu í
landinu og skólakerfi okkar yfir-
leytt. Hann þarf ekki að hafa af
því áhyggjur, því THÍ mun vitan-
lega gera sínar inntökukröfur og
taka við þeim nemendum annarra
tónlistarskóla sem lengst hafa náð
og standast inntökukröfumar. Starf
tónlistarskólanna í landinu á sér
stað að verulegu leyti á neðstu stig-
um. Það em tiltölulega fáir nem-
endur sem ná ofar og örfáir ná upp
í efstu stig, þ.e. háskólastig. Það
er vitaskuld skynsamlegast að
byggja upp og hlú að einum öflug-
um tónlistarháskóla, þar sem hæf-
ustu kennslukraftamir koma til
með að kenna (þ.m.t. kennarar frá
öðmm tónlistarskólum að sjálf-
sögðu) og nemendur fá mestu
breidd í námi og bestu aðhlynn-
ingu. Aðrar þjóðir hafa áratugum
saman haft sama hátt á. Það er
engin „séríslensk" lausn til. Við
höfum ekki ráð á 3—5 tónlistar-
háskóla„ígildum“ þar sem örfáum
einstaklingum er kennt á háskóla-
stigi eða á jaðri þess. Eða skyldi
ijárveitingavaldið vera hrifið af því
að dreifa flármunum til slfkrar
kennslu á marga staði?
Það er misskilningur hjá SM að
nemendur í Tónlistarskólanum í
Reykjavík komi til með að hafa
forgang að námi í væntanlegum
THI. Eins og ætíð er við slíkar
kerfisbreytingar, þá em nemendur
sem fyrir em í skólanum áfram í
námi við nýju stofnunina án sér-
stakra inntökuprófa þangað til þeir
hafa gengið „í gegnum kerfið".
Eftir þennan aðlögunartíma sitja
allir við sama borð.
SM setur á svið ímyndað menn-
ingarlegt stórslys, meiriháttar
ógæfu, ef fmmvarp um THÍ verður
samþykkt óbreytt. Hann segir orð-
rétt að fmmvarpið, ef að lögum
yrði, myndi „skerða starf annarra
skóla og hefta vemlega þá ótvíræðu
framsækni og hugmyndaauðgi sem
leitt hefur af (framangreindri) fjöl-
breytni í námsframboði.“
Núverandi Tónlistarskóli í
Reykjavík hefur nú ekki heft tón-
listarmenntun í landinu meira en
svo, að flestir tónlistarkennarar sem
starfa við aðra tónlistarskóla hafa
fengið menntun sína þar og/eða við
aðra tónlistarháskóla erlendis. Nýr,
öflugur og vel skipulagður THÍ mun
enn frekar bæta menntun þeirra
kennara sem útskrifast úr honum
og gera þá enn hæfari til að takast
á hendur kennslu í hinum fjölmörgu
tónlistarskólum landsins. Þannig
mun tilkoma THÍ auðga starf tón-
listarskólanna og bæta menntun
tónlistamemenda í landinu.
SM heldur því fram, að nemend-
um í tónlistarskólum landsins hafi
stórfjölgað vegna aukins og bætts
námsframboðs. Þetta er vafasöm
ályktun svo vægt sé til orða tekið.
Það gefur augaleið, að tónlistar-
skólum og -nemendum hefur fyrst
og fremst fjölgað vegna hvetjandi
löggjafar um fjárhagslegan stuðn-
ing við tónlistarskóla (lög frá 1975
sem hafa verið endurskoðuð einu
sinni síðan).
SM hefur allt á homum sér í
sambandi við meginstefnu frum-
varpsins og sér ekkert nema myrk-
ur og vonleysi í flestum greinum
þess. Ég sé ekki ástæðu hér til að
fara nánar út í þá sálma. Sem skóla-
stjóri tónlistarskóla, sem sérhæfir
sig í kennslu nemenda á grunn-
skólaaldri vil ég þó nefna eitt at-
riði. í frv. segir: „Menntamálaráðu-
.neytið getur heimilað skólanum að
starfrækja deildir neðan háskóla-
stigs, sem búa nemendur undir
æðra tónlistamám". SM finnst
þetta af og frá og sæta furðu.
Hann segir orðrétt „að með þessu
sé verið að lýsa vantrausti á störf
tónlistarskólanna". Fyrr má nú rota
en dauðrota. Til að bytja með skal
á það bent, að þessi háttur er mjög
víða hafður á í tónlistarháskólum
annarra landa. Ég veit um þesskon-
ar deildir í tónlistarháskólum á
Norðurlöndunum, í Þýskalandi,
Bretlandi og í Bandaríkjunum og
einnig í Austur-Evrópuríkjum. Þær
eru yfirleitt smáar í sniðum. Mikil-
vægi þeirra er augljóst: Þær sjá
kennaradeildum tónlistarháskólans
fýrir nemendum við æfingakennslu.
Þær eru því einnig vettvangur fyrir
nýjungar og tilraunir í kennslu-
starfi. Ekki hef ég áhyggjur af eða
minnimáttarkennd gagnvart slíkum
deildum. Þær eru hlekkur í heildar-
uppbyggingu kennaranáms á há-
skólastigi. SM virðist líta á þessa
heimild sem beina ógnun við tilveru-
rétt annarra tónlistarskóla og vera
yfirlýsing á vantrausti. Þetta er
auðvitað staðhæfing sem nær engri
átt.
LÖGREGLAN í Reykjavík dreifir
um þessar mundir upplýsinga-
blaði til allra skólabarna á aldrin-
um 6-12 ára, í tilefni af árlegri
reiðhjólaskoðun.
A blaði þessu er að finna allar
upplýsingar um það, sem þarf að
vera í lagi svo hjólin séu örugg í
„Við skulum líta fram
á við og ekki missa sjón-
ar af meginmarkmið-
inu: Að búa vel í haginn
fyrir traustan tónlistar-
háskóla sem mun halda
utan um og enn frekar
efla okkar blómlega
tónlistarlíf og veita til-
vonandi hljóðfæra-
kennurum og tónlistar-
kennurum okkar bestu
menntun.“
Ég vona að þeir menn sem eiga
eftir að fara höndum um þetta
frumvarp, bæði leikir sem lærðir,
og ekki síst alþingismenn, þ.m.t.
menntamálanefndir beggja deilda
Alþingis, láti víðsýni og skynsemi
ráða við umfjöllun og afgreiðslu
þessa frumvarps. Vissulega má
breyta því og laga það eitthvað til,
því eins og áður sagði, er ekkert
mannanna verk fullkomið. Eftir
nokkur ár má endurskoða lögin.
Það sem skiptir máli er að frv. til
Iaga um THI verði samþykkt á
næsta löggjafarþingi og þar ráði
ríkjum skynsemi og víðsýni og
málefnaleg afstaða en ekki þröng-
sýni. Grein SM er því miður ekki
skrifuð af víðsýni. Hún er ómálefna-
leg og reynir að gera marga þætti
frumvarpsins tortryggilega með
hálfsannleika, órökstuddum fullyrð-
ingum og stórslysakenningum.
Við skulum líta fram á við og
ekki missa sjónar af meginmark-
miðinu: Að búa vel í haginn fyrir
traustan tónlistarháskóla sem mun
halda utan um og enn frekar efla
okkar blómlega tónlistarlíf og veita
tilvonandi hljóðfærakennurum og
tónlistarkennurum okkar bestu
menntun (þeir munu margir hveijir
nú sem endranær sækja sér frekari
viðbótarmenntun erlendis og er það
af hinu góða).
Við tónlistarmenn og tónlistar-
kennarar erum sundurleitur hópur
sem því miður höfum ekki alltaf
sýnt samstöðu. í þessu máli dugar
ekki annað er samstaða og lofar
undirskrift 60 tónlistarmanna á
dögunum til stuðnings frumvarpinu
góðu um framhaldið.
Ég vil að lokum segja þetta: Ég
met SM sem góðan dreng og prýðis-
mann og ætla mér ekki að standa
í ritdeilum við hann. Þessi grein er
ekki annað en viðbrögð starfsbróður
við orðum hans. Um frekari skrif
af minni hálfu um þetta mál er
ekki að ræða.
Höfundur er skólastjóri Tón-
menntaskólans í Reykjavík.
umferðinni. Það er von lögreglunn-
ar, að foreldrar spyiji böm sín eftir
þessu blaði og hjálpi þeim að koma
reiðhjólunum í gott lag fyrir skoð-
unina. Hún fer fram í síðustu viku
maí og verður auglýst nánar í skól-
um og fjölmiðlum.
Árleg reiðhjólaskoðun