Morgunblaðið - 17.05.1988, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988
61
fólk berst í kyrrþey og vill standa
sig og gera vel. Mig langar til að
tileinka Báru, konu Daða, og böm-
um þeirra ljóðlínu úr sálmi, þýddum
af Matthíasi Jochumssyni og er það
einlæg von mín að þær megni að
ylja þeim í þeim heljargreipum kuld-
ans, er nístir sálir þeirra nú:
Guð leiði þig, en líkni mér,
sem ei má lengur fylgja þér,
en ég vil fá þér englavörð,
mins innsta hjarta bænargjörð
Guð leiði þig.
Fyrir hönd skólasystkina Daða
úr Verzlunarskólanum öll okkar
skólaár og árin þar á eftir sendi
ég Báru, bömum þeirra, foreldrum
og öðrum vandamönnum hugheilar
samúðarkveðjur frá okkur öllum,
mökum okkar og fyölskyldum og
biðjum góðan Guð að styrkja þau
í sorg þeirra.
Amdís H. Björnsdóttir
Að kveðja ættingja og vini er
ávallt sárt. Oftast er þó einhver
aðdragandi að því. En að fráfalli
Daða var enginn aðdragandi, eng-
inn.
Fyrir u.þ.b. tveimur vikum áttum
við árg. ’63 frá Versló 25 ára af-
mæli. Saman var kominn glaðvær
hópur, sem reglulega naut þess að
hittast á ný. I góðra vina hópi er
erfitt að sjá hveijir hafa elst. Daði
var einn aJf þeim, sem minnst hafði
breyst. Alltaf jafn unglegur, hress,
elskulegur og lék við hvem sinn
fíngur.
Við rifjuðum upp gömlu góðu
árin, eins og gerist og gengur, þeg-
ar maður hittist ekki of oft. Og ljúft
þótti mér að hafa verið „peysu-
fatadaman" hans, þegar við braut-
skráðumst.
En nú er Daði horfínn. Við skóla-
systkinin eins og allir aðrir, sem
þekktu þennan hugljúfa dreng, er-
um harmi slegin.
Eiginkonu og bömum votta ég
mína dýpstu samúð.
Minning hans mun lifa björt í
okkar huga.
Helga Guðmundsdóttir
hestaheilsu, eins og stundum er að
orði komist. Áttu hinar erfiðu jökla-
og óbyggðaferðir vafalaust ríkan
þátt í því. Það var eiginlega ekki
fyrr en allra síðustu árin, að hann
• kenndi meins þess, er varð honum
að aldurtila.
Er ég nú renni huga yfír hálfrar
aldar kynni okkar Ama Haralds-
sonar er margs að minnast og
margar ánægjustundir áttum við á
þessum langa tíma. Hann var léttur
í lundu, mannblendinn, hafði vfða
farið og hafði frá mörgu að segja
á gamansaman hátt. Hann hafði
eftirtektarverða framkomu,
skemmtilega frjálsmannlega en
alltaf háttvís og öruggt fas, sem
þó var algerlega laust við sýndar-
mennsku. Hann var greiðvikinn og
hjálpfús og hafði sérstakt lag á að
miðla af þekkingu sinni, ekki síst
varðandi ferðalög og útivist, án
þess að nokkm sinni jaðraði við
afskiptasemi. Hann var í hópi
þeirra, sem svo sannarlega lífga upp
á tilveruna. Það veldur ávallt sökn-
uði þegar slíkir menn kveðja, en
þeirra er líka gott að minnast.
Jón Bjarnason
í einu ljóða Davíðs Stefánssonar
má finna þessa hendingu:
Hver lítil stjama sem lýsir og hrapar,
er ljóð, sem himinninn sjálfur skapar.
Þessar línur snerta strengi í
hjarta mér þegar_ ég minnist
tengdaföður míns Áma Haralds-
sonar, sem í dag verður til moldar
borinn, en hann andaðist að kvöldi
10. maí. Viðmót hans og hlýja var
það ljós sem vermdi mig frá því ég
kynntist honum fyrst og slíkar gjaf-
ir em sannarlega himneskar. Ég
minnist þess hve stór hann var í
öllu því sem hann veitti og þakklát-
ur því minnsta sem fyrir hann var
gert. Minning hans lifír björt í huga
mér og ef allar stjömur lýstu eins
skært og hans, yrði aldrei myrkur.
Guð geymi og varðveiti elsku
Áma.
Jóna
Jón T. Jörunds-
son — Kveðjuorð
Fæddur 10. september 1932
Dáinn 8. mai 1988
Það er með þakklæti í huga að
ég minnist frænda míns og vinar
Torfa JÖmndssonar, sem ég hafði
kynnst náið og þekkt síðustu
þrjátíu árin sem hann lifði. Ég
minnist þess sérstaklega hve
þakklátur hann var eiginkonu
sinni, Hildigunni Sigvaldadóttur,
sem ættuð er úr Svarfaðardalnum
eins og hann, fyrir hjálp hennar
við að koma sonum þeirra á legg,
eins og hann orðaði það, ala þá
upp við kristnar siðvenjur og gera
þá að góðum þjóðfélagsþegnum.
Nú síðustu árin eftir að allir
drengimir vom famir að heiman,
nema sá yngsti, Jón Berg, fór
hann að leita heimilda um langafa
sinn „Hákarla Jömnd", líf hans
og störf, sem skipstjóri og útgerð-
armaður hákarlaskipa, og vakti
það jafnframt áhuga hans á ætt-
fræði og var hann búinn að skrá
mest alla ættingja sína í báðar
ættir eins langt aftur og
kirkjubækur og aðrar heimildir ná.
Að lokum, nú þegar hann er
farinn, minnist ég hans sem eins
af þeim sem ég gat alltaf treyst
að myndi standa við orð sín, og
mun það vera það besta sem hann
gat gefíð drengjunum sínum í
veganesti á ókomnum ámm. Ég
votta svo móður hans, Guðlaugu
Gísladóttur, systur hans, Þorgerði
Jömndsdóttur, eiginkonu hans,
Hildigunni Sigvaldadóttur, sonum
þeirra og tengdadætrum og böm-
um þeirra einlæga samúð mína.
Þorsteinn Jónsson
í Kaupmannahöfn
FÆST
Í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖDINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁDHÚSTORGI
Kl
FremsHr meö fax
aCQhf
SKIPHOLT117
105 REYKJAVlK
SÍMI: 91 -273 33
HITACHI ORBYLGJUOFNAR
vandaðir — öruggir — ódyrir
heimilistæki
KRINGLUNNI - SÍMI (91)685868
HELLUR
&ÞREP
FAGMENNSKAIFYRIRRUMI
Innlend verksmíð hefur sannað sig bæði í gæðum og endingu.
__________________Hafðu okkur með í ráðum.__________________
Skrifstofan er opin frá kl. 09:00 til kl. 17:00 virka daga.
M MEISTARAFÉLAG HÚSASMIÐA
OWB SKIPHOLTI 70 - REYKJAVlK SÍMAR: 31277 OG 36977
Viö eigum ávallt á lager hellur, þrep,
kant- og hleðslusteina í ýmsum stærð-
um og gerðum. Hellur í gangstéttir,
bílastæði, innkeyrslur, leiksvæði, úti-
vistarsvæði o.fl. Hleðsluefni í úrvali til
ýmissa nota. Þrepin og kantsteinninn
henta hvar sem er. j
Veldu góðan stein í sumar, !
hann fæst hjá okkur. í-
STÉTT
Hyrjartiöfða 8,110 Reykjavik - Sími 686211.