Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988
58
Minning:
Haukur Sigurðs-
son skipsíjóri
Fæddur 26. september 1922
Dáinn 8. maí 1988
Látinn er Þorgils Haukur Sig-
urðsson, fyrrum skipstjóri, 65 ára
að aldri.
Það er ekki lítið sem þjóðin hefur
að þakka mönnum eins og Hauki.
Hann sótti sjó í fulla fjóra tugi ára
og hefur hreint ekki fært lítil verð-
mæti að landi. Verður slíkt seint
fullþakkað.
Haukur fæddist á Hnausi í Flóa
í Amessýslu. Foreldrar hans voru
hjónin Sigurður Þorgilsson frá
Reykjum á Skeiðum og Vilhelmína
Einksdóttir frá Votumýri í sömu
sveit. Þau giftu sig árið 1919 og
eignuðust sjö böm. Dóu þijú þeirra
mjög ung en ljögur náðu fullorðins-
aldri: Bjami, fyrrum prestur á Mos-
felli, Haukur, sem hér er kvaddur,
Eiríkur, sjómaður á Suðureyri við
Súgandafjörð og Steingerður,
gjaldkeri, sem býr í Kópavogi.
Móðirin unga veiktist af berklum
og fór á Vífilsstaðahælið 1928 og
varð það til þess að heimilið
tvístraðist um sinn. Bömunum var
komið fyrir sínu á hverjum bænum,
hjá r.ágrönnum, Hauki á Urriða-
fossi. Sigurður seldi allt búið og fór
að vinna í Reykjavík.
Þá var það að hann hitti þar ein-
hvem dag Bjama Bjamason, er
orðinn var skólastjóri á Laugarvatni
en átti myndarbú á Straumi við
Straumsvík. Þekktust þeir lítillega
frá unga aldri og vom báðir góðir
glímumenn. Sigurður gerðist ráðs-
maður Bjama í Straumi 1930 og
tók til sín böm sín íjögur. Þetta
gerði hann til að fjölskyldan gæti
verið í nánd við eiginkonu og móð-
ur á Vífílsstaðahæli. En í nóvember
um hausið lést Vilhelmína og voru
bömin þá öll innan við tíu ára ald-
ur. Þarf ekki að fara í grafgötur
um hvílíkur harmur hefur verið
kveðinn að föður og bömum.
Er Sigurður kom að Straumi með
böm sín og ráðskonu var þar ein-
göngu sauðfj'árrækt, þetta
400—500 fjár sem Bjami átti en
Sigurður kaus að hafa blandaðan
búskap og hafði kýr, sem hann átti
sjálfur. Flestar urðu þær 6—8. Hey-
skapur var ákaflega erfiður því allt
varð að vinna með gömlu amboðun-
um, orfí og ljá. Bjami hafði keypt
nokkur eyðikot og lagt undir
Straum og landið var svo stórt að
girðingin var um 20 km að um-
máli. Fjöguira manna far, sem
Bjami átti, var í Straumi og reri
Sigurður á því til fískjar ásamt
nágrönnum eða sonum sínum. Sig-
urður var afburða duglegur maður
og ósérhlífínn og svo sterkur að
fyrir kom að hann reri einn til fískj-
ar á hinum þunga báti.
Árið 1931 réðst Guðrún Elís-
dóttir frá Borgarfírði eystra ráðs-
kona að Straumi. Varð hún seinni
kona Sigurðar og saman áttu þau
einn son, Vilhjálm, er býr á Miðja-
nesi í Reykhólasveit. Faðir Hauks
lést 1971 en stjúpa hans lifir í hárri
elli.
Ellefu ára gömul fóru bömin í
Straumi í bamaskólann í Hafnar-
fírði en höfðu notið kennslu heima
áður. Stóðu þau sig síst verr en
önnur börn í skólanum, þótt þau
sæktu skólann þrjá vetur í stað fjög-
urra. Sex km leið var frá Straumi
í skólann og varð að koma bömun-
um fyrir hjá fjölskyldum í Hafnar-
fírði um háveturinn, þá daga er
kennt var, en heim komu þau um
helgar.
Systkinin í Straumi gengu á kú-
skinnsskóm öll bemskuárin en í
skólann fóm þau á gúmmískóm,
sem skósmiður í Hafnarfirði gerði.
Sem ungingur vann Haukur utan
heimilis til að ná í aura, sem mnnu
í búið, var í girðingarvinnu og vega-
vinnu. í þá daga stungu ungiingar
ekki aflafé sínu á sig.
Haukur var tvo vetur í Laugar-
vatnsskóla og tók þaðan burtfarar-
próf 1942. Burtfararprófí frá Stýri-
mannaskólanum lauk hann 1947.
Þann 1. júlí 1950 steig Haukur
mikið gæfuspor er hann kvæntist
fágætri mannkostakonu, Hólmfríði
Bjamadóttur hárgreiðslumeistara,
dóttur Bjama Jónssonar yfirverk-
stjóra í Hamri og konu hans, Ragn-
heiðar Einarsdóttur. Frá 1955 hefur
heimili þeirra staðið á Hlíðarvegi
55 í Kópavogi og hafa þau eignast
sex böm, fímm dætur og einn son.
Þau em: Ingunn Guðrún, gift Valdi-
mar Emi Sverrissyni, Sigurður,
kvæntur Guðrúnu Svövu Pálmars-
dóttur, Guðrún, gift Liljari Sveini
Heiðarssyni, Sif, gift Gísla Karls-
syni, Steingerður, trúlofuðuð Guð-
jóni Magnússyni og Ragnhildur
Bima. Fyrir hjónaband eignaðist
Haukur Sigríði Valdísi sem gift er
Ómari Sigurðssyni. Em bamaböm
Hauks 17 talsins og eitt bama-
bamabam átti hann.
Haukur var hagmæltur vel og
átti létt með að yrkja. Er Ingunn,
elsta dóttir þeirra Fríðu, fæddist,
orti hann yndislegt kvæði; sem þessi
erindi em í:
Eg bið að drottis líknarhönd þig leiði,
svo lendir þú ei út á eyðihjam;
ég bið að ávallt götu þína hann greiði,
gæfu svo þú verðir ávallt bam.
Trúðu ávallt á hinn tigna drottin,
treystu því að hann hugsar um sitt;
minnstu þess hvar manngæskan er sprottin,
mundu að þú ert jólabamið mitt.
Það er fágætt að horfa upp á
jafnsamrýmda fjölskyldu og fjöl-
skyldan á Hlíðarvegi 55 var. Hjónin
bám falslausa ást í bijósti hvort til
annars, leið best saman og um þau
safnaðist fjölskyldan. Alltaf var á
heimilinu rúm fyrir unga fjölskyldu
einhvers bama þeirra, svo auðveld-
ara yrði henni „að eignast þak yfír
höfuðið í rólegheitum". Það var
sannarlega hollt veganesti bömum
þeirra, tengda- og bamabömum að
sitja við þann heimilisarin.
Á heimilinu var ekki aðeins rúm
fyrir nánustu fjölskyldu, heldur
vom fjölskyldubönd við systkini
hjónanna beggja og þeirra íjöl-
skyldna rækt af mikilli alúð. Yfir
dymm heimilisins á Hlíðarvegi 55
í Kópavogi hefðu vel mátt standa
þessi orð úr Biblíunni: „Kærleikur-
inn gjörir ekki náunganum mein,
þess vegna er kærleikurinn fylling
lögmálsins." (Rómveijabréf 13.10.)
Fríða og Haukur vom vinir mínir
og minna í þess orðs sönnustu
merkingu. Við Haukur vom skyld
að langfeðgatali, áttum sameigin-
legan langalangafa í Ófeigi ríka
Vigfússyni á Fjalli á Skeiðum og
fann ég til mikils andlegs skyldleika
við Hauk er við ræddum saman um
þjóðmál t.d., og í fari hans skynjaði
ég karimennskuna, æðmleysið, ró-
lyndið, fumleysið og hina skörpu
greind sem mér fínnst einkenna
ýmsa menn af Fjalls- og Reykjaætt.
Foreldrar okkar Fríðu vom í hópi
fmmbyggja í Kópavogi, reistu sér
sumarbústaði á svæði sem nú af-
markast af Hlíðar- og Fífuhvamms-
vegi og var ekki sjaldan sem við
bömin í bústöðunum við lækinn
fómm í „kýló“ á fögm sumarkvöld-
um.
Hauki kynntist ég þegar foreldr-
ar mínir lánuðu mér og mínum
bústað sinn að sumarlagi fyrir og
um 1960. Böm okkar vom á líku
reki, svo fjölskyldumar féllu vel
saman.
Frá 1942—62 var Haukur á tog-
uram. Hann fór 19 ára gamall sem
háseti á togarann Venus frá Hafn-
arfírði sem Vilhjálmur Ámason var
skipstjóri á og var þar í fímm ár.
Tvö ár var hann háseti og 2. stýri-
maður á bv. Keflvíkingi hjá Hall-
dóri Gíslasyni en fór svo á síld.
Hinn 8. nóvember 1950 réðst hann
til Júpítersfélagsins í Reykjavík, fór
háseti til Bjama Ingimarssonar á
Neptúnusi og vann sig upp í að
taka við skipinu af Bjama þegar
hann fór á nýja Júpíter.
Haukur ofkældist eitt sinn í
fískitúr til Grænlands og fékk
berkla upp úr því. Hann fór veikur
í land í sepember 1960 en tók við
skipstjóm á bv. Úranusi af Helga
Kjartanssyni vorið 1961 og var með
skipið við góðan orðstír á annað ár.
Eftirfarandi er haft eftir Ólafí
Bjömssyni, skipstjóra í Keflavík,
sem var náinn vinur Hauks:
„Fyrstu kynni mín af Hauki vom
þau að hann kom 19 ára gamall á
Venus vorið 1942 og þar héldu
menn plássi aðeins með því að vera
duglegir. Það var ekki algengt að
unglingar hefðu þrek og dugnað til
að halda slíku plássi. Okkur varð
strax mjög vel til vina. Hann var
þeirrar gerðar að hann var fámáll
og komust ekki allir inn að beini á
honum en ég naut þess að komast
það og við urðum njög nánir vinir
og vomm það alla tíð þó við höfum
ekki oft verið í sambandi hvor við
annan hin seinni ár. Hann fór hefð-
bundna leið duglegra togaramanna
og fór í Stýrimannaskólann. Hann
var sérstakur lánsmaður í hjóna-
banndi sínu og það var honum mik-
ill styrkur þegar hann veiktist af
berklum, því auðvitað er það mikið
áfall að fá slíkan sjúkdóm og verða
að gefa upp það ævistarf sem stefnt
var að. Haukur var dæmigerður
maður til þess að uppfylla þær
hörðu kröfur sem gerðar vom og
em til þeirra manna sem ætla að
verða togaraskipstjórar. Eftir veik-
indin hafði hann ekki þrek til að
stunda þetta lífsstarf. Þann stutta
tíma sem hann var togaraskipstjóri
var hann sérdeilis farsæll, bæði
hvað afla og annað varðaði. Hann
átti fyrir sér ömggt starf hjá þessu
mæta fyrirtæki, því hann hafði
unnið sér traust og tiltrú ráða-
manna þess, en þeir gerðu meiri
og .strangari kröfur til manna en
almennt gerðist. Ég efast ekki um
að sjálfur hefði hann kosið að vera
þar áfram. Ég á mjög góðar minn-
ingar um Hauk. Hann var skarp-
greindur og á allan handa máta vel
gerður maður.“
Eftir að Haukur lét af skipstjóm
á Úranusi var hann skipstjóri á
ýmsum bátum. Hann keypti ásamt
öðmm bátinn Hilding VE 3, sem
gerður var út frá Reykjavík, veiddi
vel á hann en varð fyrir því tjóni
að vegna þurrafúa varð að brenna
á bátinn á rúmsjó.
Tvö ár, 1974—76, dvaldist fjöl-
skyldan á Suðureyri við Súganda-
fjörð. Fór Haukur þangað til að
leiðbeina Súgfírðingum við troll-
veiðar. Einnig fékkst hann við við-
gerðir á veiðarfæram o.fl.
Árið 1979 fór hann stýrimaður
á Keflavíkurtogarann Bergvík, sem
Kristinn Gestsson er skipstjóri á og
var þar á fimmta ár en kom þá í
land og fór að vinna í BYKO.
Tengdasonur Hauks, Gísli Karls-
son, var með honum á Bergvíkinni.
Honum segist svo frá: „Ég
gleymi aldrei atviki, sem gerðist er
við vomm á siglingu út af Straum-
nesi í vonskuveðri. Við fengum á
okkur brotsjó er lagði skipið á hlið-
ina. Ég sat í borðsal ásamt öðmm
skipveijum en Haukur var á frívakt
t
Jarðarför
KRISTfNAR JÓHANNSDÓTTUR
frá Mýrartungu
verftur gerð frá Fossvogskirkju miftvikudaginn 18. maíkl. 15.00.
Jóhann Jónsson.
t
Kveftjuathöfn um föftursystur okkar,
SOFFÍU PÁLMADÓTTUR MAINOLFI
fyrrum kaupkonu á Laugavegi 12,
fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 19. maí kl. 13.30.
Auður Ingvarsdóttir,
Sigurður Ingvarsson.
Pálml Ingvarsson.
Lokað
Lokað eftir hádegi miðvikudaginn 18. maí vegna útfarar
JÓNASAR GUNNARSSONAR kaupmanns.
Kjötborg, Ásvallagötu,
Kjötborg, Stórholti.
Lokað
Skrifstofur okkar verða lokaðar í dag vegna jarðarfarar
INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR.
Lögmannsstofan Hverfisgötu 50,
Ásgeir Þór Árnason hdl.,
Óskar Magnússon hdl.
í koju. Þar sem skipið lá á hliðinni
og hurð í borðsal var gegnt þeirri
hlið sem skipið lá á, gekk okkur
mjög erfíðlega að komast upp gólf-
ið að hurðinni. Greip mikil örvænt-
ing um sig. Mér tókst að komast
fyrstur að hurðinni og sá ég þá
Hauk koma aftur eftir ganginum,
brúnaþungan en yfirvegaðan. Er
við komum upp á dekk var ljóst að
við höfðum misst bæði belg og poka
útbyrðis og hafði hleri fyrir flot-
troll farið í sjóinn en hékk í skipinu
á vírstroffu, sem gat slitnað þá og
þegar. Það gengu boðaföllin yfir
skipið og afar erfitt var að athafna
sig. Þá komu vel í ljós þeir eðliskost-
ir sem mér fundust ætíð einkenna
þennan vitring og höfðingja. Með
fáum orðum, yfírvegaður og ákveð-
inn, sagði hann mönnum hvað hver
ætti að gera og framkvæmdi sjálfur
öll vandasömustu og erfíðustu verk-
in til að bjarga þessu verðmæta
stykki úr sjó. Er við höfðum gengið
frá því sem aflaga hafði farið, sagði
hann okkur að fara undir þiljur.
Sjálfur kom hann síðastur, tók af
sér yfírhöfnina, drakk með okkur
kaffí og spjallaði um daginn og
veginn eins og ekkert hefði í skor-
ist. Þar fór fyrir heill, sannur og
trúr höfðingi sem aldrei gleymist."
Eftir að Haukur lagðist banaleg-
una seint á síðasta ári hafði hann
orð á því við mig hve dásamlegrar
aðhlynningar hann nyti á deild A6
í Borgarspítalanum. Glaðastur var
hann samt er af honum bráði og
hann gat farið heim og legið þar.
Tók Fríða sér frí frá vinnu til að
geta sinnt honum. Hann lést í Borg-
arspítalanum þann 8. þ.m.
Þau em falleg orðin, sem nafni
hans, 7 ára gamall, sagði eftir að
afí hans var orðinn rúmfastur: „Ég
vildi að ég ætti óskabmnn, þá gæti
ég óskað mér að afa myndi batna.“
Hauk, vin minn, kveð ég með
söknuði og Fríðu og fjölskyldunni
allri sendi ég einlségar samúðar-
kveðjur.
Rannveig Tryggvadóttir
Þann 8. maí bámst mér fréttir
af andláti Hauks fóðurbróður míns.
Þetta vom fréttir sem komu að vísu
ekki að óvömm en mann setur
hljóðan og minningamar hrannast
upp.
Þennan dag skein sól í heiði,
golan var hressandi og vorið og
sumarið innan seilingar.
Minningar mínar um Hauk vom
í svipuðum anda — tengdar birtu
og sólskini, ferskleika og vori.
Sól ég sá
svo þótti mér
sem ég sæi göfgan guð;
henni ég laut
hinsta sinni
alda heimi í.
(úr Sólarljóðum)
Við Þóra vottum elsku Fríðu og
öllu frændfólki mínu innilegar sam-
úðarkveðjur.
Bjarki Bjarnason
Mig langar til að minnast tengda-
föður míns, Hauks' Sigurðssonar,
sem í dag er kvaddur hinstu kveðju.
Útför hans fer fram frá Kópavogs-
kirkju.
Ég kom fyrst inn á heimili Hauks
og Fríðu fyrir tæpum átta ámm og
ekki tók langan tíma að sjá að þama
var mikill maður, traustur og
hjartahlýr.
Haukur varði mest allri starfsævi
sinni til sjós og margar góðar og
skemmtilegar minningar átti hann
frá þeim ámm. Þegar hann sagði
sögur af sjónum, þá var frásagnar-
hæfileiki hans þannig, að það var
unun að hlusta á.
Árið 1982 hætti Haukur til sjós,
eftir rúmlega fjögurra áratuga
starf, og tók að starfa hjá BYKO.
Þá gat hann verið meira heima hjá
fjölskyldu sinni, sem var honum svo
mikils virði. Síðastliðið haust þurfti
Haukur að hverfa frá vinnu sinni,
sökum sjúkdóms þess, sem nú hefur
bugað þennan sterka mann.
Eftir að Haukur veiktist kom enn
betur í ljós að sjálfsstjóm hans var
með eindæmum. Aldrei skipti hann
skapi þessa mánuði sem hann var
rúmliggjandi, þó að kvalir hans
væm óbærilegar.