Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988 í ÞINGHLÉI Stefán Friðbjarnarson Yerzlunarbaiin vestan Kaplaslgóls- vegar og austan Rauðarárstígs - samkvæmt lögum sem giltu fram á þetta ár „Þetta þing er að ýmsu leyti sérstætt. Óvenjumörg þingmál hafa verið til meðferðar. En þó að þingið hafi verið óvenju athafnasamt í setningu nýrrar löggjafar þá er það og með ein- dæmum, að á þessu þingi vóru felld brott helmingi fleiri lög en þingið samþykkti og stafar það af timabærri lagahreinsun sem fram hefur farið í kjölfar ályktunar Alþingis þar um.“ Þannig komst Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs þings, að orði við þinglausnir síðastliðinn mið- vikudag. I Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, lagði fram frumvarp árla þings „um brottfall ýmissa laga á sviði viðskiptamála". Frumvarpið gerði ráð fyrir að fella niður 118 lög og 10 lagagreinar úr öðrum lögum. í athugasemdum við frum- varpið sagði m.a.: „Frumvarp þetta hefur verið samið af viðskiptaráðuneytinu í því skyni að afnema ýmis úrelt lagaákvæði, m.a. ákvæði um verzlunarstaði, og stuðla með því að nauðsyniegri lagahreinsun í lagasafni, en útgáfa nýs lagasafns er nú í undirbúningi. Við samn- ingu þessa frumvarps var óskað eftir umsögn Lagastofnunar Há- skóla íslands. í umsögn Laga- stofnunar komu fram ýmsar þarf- legar athugasemdir og ábending- ar sem jafnframt var höfð hliðsjón af við endanlega gerð þessa frum- varps." I framsögu með frumvarpinu sagði ráðherra: „í lagasafninu úir og grúir af ákvæðum sem ekki hafa gildi lengur en verða ekki felld niður Svipmynd frá Alþingi. Atkvæðagreiðsla í lokaönn þingsins. Hendurnar sem á lofti eru benda til þess að stjórnarfrumvarp sé að verða að lögum. í þinghléi í dag er hinsvegar ekki fjallað um lög- gjöf heldur grisjun lagaskógarins. sem gildandi lög í landinu án at- beina Alþingis. Ég vil því beita mér fyrir því sem nefna mætti lagahreinsun og er unnið að því verkefni varðandi þá málaflokka aðra, sem ég fer með í ráðuneyti Þorsteins Pálssonar." Ráðherra sagði að skipta mætti úreltum _ lagaákvæðum í tvo flokka. í fyrri flokkinn falla lög sem framkvæmd hafa verið sam- kvæmt sínu efni, „einnota lög“, sem óþarfi sé að geyma í laga- safni. I síðara flokkinn falla lagaá- kvæði „sem eru að formi til í fullu gildi en algjörlega hætt að fram- fylgja". Rétt er að geta þess að Alþingi kaus vorið 1985 sérstaka nefnd til að vera til ráðuneytis um fram- kvæmd þingsályktunartillögu um lagahreinsun og samræmingu laga. II Sem dæmi um lög sem hætt væri að framfylgja nefndi ráð- herra nokkur atriði af handahófi. Hér verða tínd til þijú: 1) lagaákvæði um siðferði presta, sem finna má í lögum um kirkjunnar mál. Ráðherra sagði „siðferðismat þjóðarinnar hafa breytzt á þeim öldum sem liðnar eru frá því ýmis ákvæði af þessu tagi vóru leidd í lög og menn fram- fylgja þeim reyndar ekki á okkar dögum". 2) Úrelt ákvæði um löggilta verzlunarstaði og mörk verzlunar- lóða. Dæmi: í lögum, sem giltu þar til frumvarp það er hér um ræðir var samþykkt fyrir fáum vikum, það er í lögum um verzlun- arlóð Reykjavíkur nr. 13/1903, og enn er að finna í lagasafninu, „má ekki verzla í Reykjavík vest- an við Kaplaslq'ólsveg eða austan við Rauðarárstíg. Viðskiptaráðu- neytið treystir sér ekki að beita slíkum ákvæðum", sagði ráð- herra, „enda þjóna þau engum skynsamlegum tilgangi lengur". 3) Sem dæmi um lög sem enga merkingu hafa lengur nefndi ráð- herra lögin um friðun héra, sem vóru sett í tilefni af fyrirhuguðum innflutingi á þeirri dýrategund til þessað drýgja bú bænda í landinu. „Ég vona að þetta frumvarp, sem ég tel vera þarfa nýjung í löggj afarstarfinu, “ sagði við- skiptaráðherra, „verði upphaf að vorhreingemingu í lagasafninu á vegum allra ráðuneyta." III Öll mál hafa tvær hliðar, einnig lagahreinsun, þó meir en tímabær kunni að vera. Og nauðsynlegt er að horfa um öxl engu síður en fram á veginn. Það fannst að minnsta kosti Steingrími J. Sigf- ússyni, formanni þingflokks Al- þýðubandalagsins, sem ganga vildi hægt um gleðidyr lagagrisj- unar. Hann sagði orðrétt í þing- ræðu: „Ég hef þá afstöðu í þessu máli að móta þurfí reglur um það við hvað skuli styðjast þegar ákveðið er hvaða ákvæði skulu brottu felld og hveiju megi að skaðlausu halda í lagasafni. Ég er þeirrar skoðunar eins og fleiri þingmenn, að sum fom ákvæði megi gjaman standa í lagasafni þjóðarinnar þó að þau hafí kannski ekki stórkostlegt hvers- dagslegt gildi. Ég minni í því sam- bandi á að enn er það svo að hæstaréttardómar falla inn á milli rökstuddir með eða gmndvallaðir á ákvæðum Jónsbókar. Og þó að það sé yfirleitt á einhveijum af- mörkuðum sviðum, þá sýnir þetta svo ekki verður um villst að ástæða getur verið til þess að láta fom ákvæði réttar halda sér þar sem það á við.“ Steingrímur sagði út af fyrir sig rétt að ákvæði um löggildingu verzlunarstaða, sem væm „nokk- uð úrelt orðin" og „í flestum til- fellum óþörf" féllu úr lagasafni. „Þó er það þannig," sagði hann, „að viss söguleg eftirsjá er að því að úr lagasafninu falli þessir stað- ir. Á bak við löggildingu þeirra er ákveðin saga... Þama fellur niður sem verzlunarstaður Hraun- höfn á Melrakkasléttu, svo dæmi sé tekið, hvar veginn var Þorgeir Hávarsson og heygður er skammt frá og lesi menn lagasafn og sjái þennan stað rifjast auðvitað upp sú saga. Það er kannski ekki nægjanleg réttlæting þess að hafa það inni í lagasafni, en ég nefni þetta dæmi og fleiri mætti taka til þess að sýna að á tölvuöld er ef til vill ekki svo óskaplegt óhag- ræði að þvi þó að lagasafnið sé eitthvað ítarlegra, eitthvað þykk- ari bók en ella.“ Segj fólk svo að ekki séu íhalds- menn enn á þingi. Og satt er og rétt, að flas er ekki til fagnaðar. En tímans rás verður ekki stöðv- uð. Dagurinn í dag er annar en gærdagurinn. Og morgundagur- inn verður annar en sá er við lifum á þessu augnabliki. Það var raun- ar meiri fastheldni á úrelt ákvæði en góðu hófi gegndi að viðhalda í lögum verzlunarbanni vestan Kaplaskjólsvegar og austan Rauð- arárstígs fram á árið 1988, þrátt fyrir viðblasandi vemleika í höfuð- borginni. Og sjálfsagt má betur grisja lagaskóginn. Það eykur ekki á almenna virðingu fyrir landslögum að hafa þar heilu bálkana sem enginn virðir, ekki framkvæmda- eða löggjafarvald- ið, ekki almenningur. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÁGÚST ÁSGEIRSSON Yfirvöld í Vestur- Berlín skera upp her- ör gegn reykingum Tóbaksframleiðendur óttast um sinn hag YFIRVOLD í Vestur-Berlín hafa skorið upp herör gegn reyking- um og hyggjast með þvf taka forystu í heilsuverndarmálum i Vestur-Þýzkalandi. Tóbaksframleiðendur óttast um sinn hag og saka hið opinbera um kúgun og mismunun, sem kunni að leiða til árekstra og ofbeldis milli reykingamanna og reyklausra. Vindlingaframleiðendur í Vest- ur-Þýzkalandi segja að sér vegið. Segja þeir að hið opinbera hafi kastað stríðshanska með því að taka gagnrýnilaust undir kröfur manna, sem ekki reykja. í Vestur-Þýzkalandi vilja menn, sem beijast gegn reykingum, að stjórnin í Bonn, Evrópubandalagið og Alþjóða heilbrigðismálastofnun- in geri átak gegn reykingum. Segja þeir allar aðgerðir til að draga úr reykingum hingað til hafi verið hálfkák. Yfirvöld í Vestur-Berlín hafa tek- ið undir kröfur hinna reyklausu. Ulf Fink, félagsmálaráðherra í Berlín, hefur sagt reykingamönnum stríð á hendur og ákveðið að leggja út í herferð gegn reykingum. Hefur sú ákvörðun reitt vestur-þýzka tób- aksframleiðendur til reiði og hafa n Reykingabandalag Evrópu Hlutlatl (% reykmga- / manna ) Danmork Holland Grikkland Spánn Frakkland Bretland V-Þýzkaland Lúxemborg Portúgal italia ^: irland 6850. Belgia Pakki á dag Árlegur kostnaöur viö aö reykja pakka á dag (DM = 23 ísl. krónur) Samtals: Fram- leiöslu- kostnaöur 1967 664 2ÍT 'mwiwi 1977 986 1987 1421 DM 290 387 DM Skattar (tollar og söluskattur) þeir snúið vöm í sókn gegn Fink. Talsmaður tóbaksframleiðenda hefur haldið því fram að ákvörðun Finks muni ekki aðeins hafa í för með sér tekjutap fyrir þá, heldur einnig leiða til innanlandsófriðar. Fullyrti hann að tilgangurinn með herferð Finks væri að æsa menn sem ekki reykja upp gegn reykinga- mönnum. „Það verður alið á sundr- ungu milli reykingamanna og reyk- iausra og við erum á góðri leið inn í þjóðfélag þar sem menn gera upp sín mál með ofbeldi," hefiir Emst Briickner, talsmaður tóbaksfram- leiðenda, sagt. Máli sínu til stuðnings vísa tób- aksframleiðendur til atviks í neðan- jarðarlest Rotterdam-borgar þar sem æstur reyklaus maður beit stykki úr nefí reykingamanns, sem reykti í lestinnni í trássi við reykingabann og kurteisislegar óskir farþega um að láta af þeirri iðju. Tóbaksframleiðendur halda því fram að reykingamönnum sé mis- munað og kúgun og valdbeiting af hálfu hins opinbera muni aðeins reita menn til reiði og draga úr virð- ingu manna fyrir yfírvöldum. Miðstöð tókbaksframleiðslunnar í Vestur-Þýzkalandi er í Vestur- Berlín. Sex fyrirtæki þar í borg framleiða 80% þeirra sígaretta, sem reyktar eru innanlands. Hafa þau notið rekstrarstyrkja hjá borgar- yfirvöldum og er það sagt eiga sinn þátt í sterkri markaðsstöðu þeirra. Ef reykingavamimar reynast árangursríkar er starf að minnsta kosti 4.500 manna í Vestur-Berlín einni í hættu. Og samdráttur í tó- bakssölu mun ekki aðeins bitna á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.