Morgunblaðið - 17.05.1988, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988
Útboðsstefna Sjónvarps-
ins nýtur stuðnings kvik-
myndagerðarmanna
Samtal við Hrafn Gunnlaugsson
Nýlega birtust í dagblöðum
mótmæli frá Starfsmannafélagi
Sjónvarps vegna þeirrar stefnu
dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins
að.bjóða út sum af verkefnum
stofnunarinnar til einstaklinga
og einkafyrirtælqa.
í kjölfar þess sendi Félag kvik-
myndagerðarmanna frá sér yfír-
lýsingu, þar sem lýst var yfír
fiillum stuðningi við stefnu dag-
skrárstjórans, og jafnframt hef-
ur Samband íslenskra kvik-
myndaframleiðenda lýst yfír
stuðningi við stefnu Sjónvarpsins
um aukin útboð.
í stuðningsyfírlýsingu Félags
kvikmyndagerðarmanna segir
m.a.:
„Með auknum útboðum hefur
Sjónvarpið skapað grundvöll fyr-
ir kvikmyndagerðarmenn til
starfa við gerð vandaðs efnis auk
framleiðslu á leiknum myndum
fyrir kvikmyndahús.
Einnig má benda á að útboð
stuðla að stöðugri endumýjun í
hópi þeirra sem framleiða efni
fyrir Sjónvarpið og síður er
hætta á stöðnun.
Jafnframt má benda á það,
að útboð leiða til sveigjanlegri
reksturs. Með útboðskerfínu þarf
Sjónvarpið ekki að liggja með
eins mikið af dýrum tækjum og
mannskap allt árið, heldur greið-
ir aðeins fyrir þann búnað, sem
á þarf að halda við hvert verk-
efni.
FK lítur á útboðin sem eitt
af grundvallaratriðum þess að
blómleg kvikmyndagerð geti
þrifíst í landinu og harmar þá
skammsýni, sem gert hefur vart
við sig m.a. hjá meðlimum Út-
varpsráðs og hjá Starfsmannafé-
lagi Sjónvarpsins og komið fram
í gagnrýni á þessa stefnu Sjón-
varpsins."
Og Samband íslenskra kvik-
myndaframleiðenda ályktaði eft-
irfarandi:
Samband fslenskra kvikmynda-
framleiðenda fagnar þeirri
stefnu Ríkissjónvarpsins að
bjóða út verkefni til sjálfstæðra
fýrirtælqa.
Sjónvarpinu hefur lengi verið
legið á hálsi fyrir að standa ekki
við þær sjálfsögðu skyldur að
styðja við bakið á íslenskri kvik-
myndagerð. Með þessari nýjung
hefur Sjónvarpið gert heillavæn-
lega bragarbót bæði með því að
gefa kvikmyndafyrirtækjum
tækifæri og gæta jafnframt
ýtrustu hagsýni með því að inn-
leiða nútímalegri vinnubrögð.
Að lokum lýsir SÍK yfír fullum
stuðningi við nýlega ályktun
Félags kvikmyndagerðarmanna
af sama tilefni."
í framhaldi af þessum skrifum
hafði Morgunblaðið samband við
Hrafn Gunnlaugsson dagskrár-
stjóra; en það er öðru fremur
hans verk að þessari stefnu hef-
ur verið fylgt hjá sjónvarpinu.
Hrafn hafði þetta um málið
að segja:
í stuttu máli: Stefnan er sú
að fá sem mest og best dagskrár-
efni fyrir sem fæstar krónur og
fá jafnframt að kalla til starfa
okkar hæfustu fagmenn og lista-
menn á sviði sjónvarps og kvik-
mynda.
Staðreyndin er sú, að svo til
allt okkar úrvalsfólk á sviði sjón-
varps- og kvikmyndagerðar star-
far hjá hinum fijálsu fyrirtækj-
um sem vaxið hafa upp á undanf-
ömum árum. Þetta eru ýmist
fyrrverandi starfsmenn Sjón-
varpsins, eða fólk sem hefur
menntað sig erlendis.
Það er mér því mikil ánægja
að fá þessa traustsyfírlýsingu frá
Félagi kvikmyndagerðarmanna
og Sambandi íslenskra kvik-
myndaframleiðenda.
Hrafn Gunnlaugsson
Betri og öruggari vegvísi hefði
ég ekki getað fengið um það að
ég væri á réttri leið og ég mun
halda ótrauður áfram að bjóða
út verkefni til okkar hæfústu
kvikmyndagerðarmanna og
treysti því að ég eigi þar fullan
stuðning bæði framkvæmda-
stjóra Sjónvarps og útvarps-
stjóra.
Bæði þættir og heimildar-
myndir eru komin í útboð. Sjón-
varp á að reka eins og gott bóka-
safn, en ekki vera prentsmiðja;
bókasöfn kaupa bækur, en fram-
leiða þær ekki endilega sjálf.
Nú eru 5 leikstjórar með leik-
verk í vinnslu og undirbúningi
hjá Sjónvarpinu; þau Kristín Jó-
hannesdóttir, Egill Eðvarðsson,
Friðrik Þór Friðriksson, Lárus
Ýmir Óskarsson og Stefán Bald-
ursson.
Öll þessi verk nema eitt eru
unnin að hluta til í verktakavinnu
eða útboði, þannig að til starfa
hafa fengist bestu kvikmynda-
gerðarmenn sem við eigum.
Ný kynslóð dagskrárgerðar-
manna er að vaxa upp, sem vinn-
ur sínar dagskrár sjálfstætt,
bæði efnislega og tæknilega,
þannig að dagskrárgerðarmenn-
imir eru nú sjálfír famir að
klippa og setja saman sínar eigin
dagskrár.
Yfírlýsing „starfsmannafé-
lagsins" kom mér því ekki á
óvart. Þetta fólk er öðm fremur
að hugsa um eigin hagsmuni,
en ekki hag Sjónvarpsins eða um
betri dagskrá.
Breytingin sem er að eiga sér
stað á sviði sjónvarps, er svipuð
og átti sér stað á dagblöðunum
þegar blaðamenn fóm að setja
greinar sínar sjálfír og starf setj-
ara gjörbreyttist og öll prent-
tækni.
Samskonar breyting er að eiga
sér stað í sjónvarpsgerð í dag
með tilkomu nýrrar tækni, en
það er alltaf til fólk sem lítur svo
á að ný tækni sé sett því til höf-
uðs. Þetta fólk tefur fyrir breyt-
ingum, og því miður á fólk af
þessari gerð alltaf auðveldara
uppdráttar innan ríkisstofnana
heldur en úti á hinum fijálsa
vinnumarkaði. Ég hef hins vegar
notið fulls stuðnings þess unga
og kraftmikla fólks sem vinnur
á innlendri dagskrárdeild og það
skiptir miklu máli.
Sjónvarpið er eign allra lands-
manna og á að þjóna þeim, en
ekki haga sér eins og klúbbur.
Atvinnubótastarfsemi er- ekki
hlutverk Sjónvaipsins. Ég hefði
kosið að leysa þetta mál innan
veggja Sjónvarpsins, en úr því
yfírlýsingar „starfsmannafélags-
ins“ og félaga kvikmyndagerðar-
manna hafa birst í blöðum, er
mér nauðugur einn kostur að
svara.
TÖLVUPRENTARAR
HITACHl ÖRBYLGJUOFNAR
vandaðir — öruggir — ódýrir
rösbis ;
^/•RÖNNING
•//f// heimilistæki
KRINGLUNNI - SÍMI (91)685868
Rithöfundasjóður íslands:
Tuttugu og fjórir rithöf-
undar fá 90 þúsund hver
Stjóm Rithöfundasjóðs íslands hef-
ur ákveðið að úthluta 24 rithöfund-
um í viðurkenningarskyni úr Rithöf-
undasjóði árið 1988, hveijum um
sig 90 þúsund krónum.
Rithöfundamir eru:
Aðalsteinn Ingólfsson, Auður
Haralds, Flosi Ólafsson, Fríða Á.
Sigurðardóttir, Gils Guðmundsson,
Guðjón Sveinsson, Gylfí Gröndal,
Hannes Sigfússon, Heiðrekur Guð-
mundsson, Jóhanna Álfheiður
Steingrímsdóttir, Johannes Helgi,
Jón Óskar, Jónas Ámason, Kristján
Jóhannsson, Margrét E. Jónsdóttir,
Nína Björk Ámadóttir, Ómar Þ.
Halldórsson, Pétur Gunnarsson,
Sigfús Daðason, Sigurjón Guðjóns-
son, Stefanía Þorgrímsdóttir, Stef-
án Jónsson, Sverrir Hólmarsson og
Vigdís Grímsdóttir.
Stjóm Rithöfundasjóðs íslands
skipa nú þessir menn:
Ölga Guðrún Ámadóttir rithöf-
undur, Runólfur Þórarinsson deild-
arstjóri og Hjörtur Pálsson rithöf-
undur sem er formaður stjómarinn-
ar. Reykjavík,
9. maí 1988.
Tvanst fjití ig
gerir gæfumuninn
Bankabréf Landsbankans eru traust og arðvænleg fjái:
festing. Þau eru gefin út af Landsbankanum og aðeins seld
þar. Bankabréfin eru með endursölutryggingu sem
skuldbindur Landsbankann til að sjá um endursölu
innan ákveðins tíma.
Sé greiðsla fyrir gjaldfallin Bankabréf ekki sótt strax, bera þau
almenna sparisjóðsvexti þar til greiðslu er vitjað.
Bankabréf Landsbankans eru eingreiðslubréf með gjalddaga eftir eitt til
fimm ár. Þau fást í 50.000,-, 100.000,- og 500.000,- króna einingum.
Nánari upplýsingar fást hjá Verðbréfavið-
skiptum, Laugavegi 7 og hjá verðbréfa-
deildum í útibúum bankans um land allt.
L
Landsbanki
Islands
Banki allra landsmanna