Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988
29
gangi að gefa honum kost á að
tala máli sínu vegna hugsanlegrar
eða yfírvofandi brottvikningar úr
starfí. Af framburði ráðuneytis-
manna fyrir dóminum verður að líta
svo á að þeim hafí sjálfum ekki
verið fyllilega ljóst að af þessum
fundi myndi ráðast hvort stefnanda
yrði vikið úr starfí eða ekki eða
hvort ráðherra hefði þegar tekið
slíka ákvörðun. Þykir fundurinn því
ekki fullnægja kröfum laga um að
opinberum starfsmanni, sem á yfír
höfði sér brottvikningu, sé gefínn
kostur á að tala máli sínu. Ekki
hefur verið sýnt fram á, að stefn-
andi hafí að öðru leyti fengið ótví-
ræða áminningu vegna þess sem
ámælisvert hefur þótt í starfi hans.
Það vekur athygli að stefnandi var
aldrei kvaddur á fund ráðherra, né
honum gefínn kostur á að segja af
sér.“
Ætla mætti að dómurinn væri
ekki að fjalla um sama mál og ráð-
herrann í þingræðu sinni. En lítum
aftur í þingtíðindi. Undir lok ræð-
unnar segir ráðherrann:
„Ekki ætla ég að liggja undir því
að vera borinn þeim sökum að hafa
brotið lög á manni og á starfs-
manni ríkisins og beitt valdníðslu,
kemur ekki til nokkurra mála.“
í framhaldsumræðum daginn eft-
ir segir ráðherrann:
„En til mín hafa leitað menn úr
mörgum stjómmálaflokkum þeirra
erinda að spyijast fyrir um hvort
þrátt fyrir réttmæti brottreksturs-
ins sé ekki fært að koma málum
svo fyrir vegna fjölskylduaðstæðna
mannsins, Sturlu Kristjánssonar,
að hann standi ekki uppi algjörlega
tekjulaus meðan hann er að finna
sér nýtt starf. Þetta atriði var mér
töluverð hugraun í sambandi við
ákvörðun mína um brottvikning-
una. Hin köldu lög tilkynntu mér
að hjá því yrði ekki komist að nema
nafn Sturlu af launaskrá þegar í
stað og skýring ríkislögmanns var
sú að ella, ef ég héldi honum og
mælti með að halda honum á launa-
skrá, sem ég hélt nú að væri mann-
eskjulegt, yrði það e.t.v. notað í
málarekstrinum sem rök þess efnis
að ég hefði ekki talið mig alveg
vissan upp á mínar hendur að hún
væri á fullkomnum rökum reist,
þessi ákvörðun um brottvísun. Þetta
er álit lögfræðinganna og ríkislög-
manns í þessu falli.
Ég hef þess vegna mikla samúð
með þessum aðstæðum þó ég standi
fast á þeirri skoðun minni að gerð-
ir mínar hafi í hvívetna verið lög-
mætar og réttmætar og óhjákvæmi-
legar þar sem ég fékk engu um
þokað í afstöðu fyrrv. fræðslustjóra
til málanna. Því mun ég nú beita
mér fýrir því við fjármálaráðherra
að sérstök ijárveiting fáist til að
greiða manninum, Sturlu Kristjáns-
syni, fjárhæð sem svarar u.þ.b.
þriggja mánaða launum, án þess
þó og það tek ég skýrt fram, að í
því felist nokkur viðurkenning á að
brottvikningin hafí ekki í hvívetna
verið lögmæt."
Ráðherra segir okkur þama að
ríkislögmaður hafí varað við mann-
eskjulegum vinnubrögðum, þau
gætu komið sér illa síðar. Þrátt
fyrir hugraun og samúð ráðherrans
beygir hann sig fyrir hinum köldu
lögum og áliti lögfræðinganna og
ríkislögmanns. Og slíkt er miskunn-
arleysi hinnar köldu lögvísi að þrátt
fyrir mannúð og.mildi menntamála-
ráðherrans fyrrverrandi þá hefur
maðurinn, Sturla Kristjánsson,
enga fjárveitinguna fengið og bíður
íþjóðmálaum-
ræðunni á vett-
vangi kvenna
Baráttumál á vettvangi
kvenna var eitt af fundarefnum
Kjördæmisráðs Sjálfstæðis-
fiokksins á Suðurlandi í funda-
herferð fyrir skömmu þótt erfitt
kunni að vera að greina á milli
baráttumála á vettvangi kvenna
og þjóðmála yfirleitt.
Fundurinn , sem var haldinn í
Hótel Selfossi, var fjölsóttur og fjör-
ugar umræður urðu eftir framsögu-
erindi kvennanna fimm á meðfylgj-
andi mynd.
enn eftir því að fá greitt orlofíð
sitt fyrir orlofsárið 1. maí 1986 til
13. janúar 1987.
Og enn mælir ráðherrann á Al-
þingi 22. janúar 1987:
„Ég get ekki gengið öðruvísi til
leiksins en að ég fái uppreisn æru
því að ég er borinn þeim sökum að
bijóta lög og beita valdníðslu. Við
það get ég ekki búið. Og hvemig
má það vera að þeir sem í hlut eiga
skuli ekki leita réttar síns eftir lög-
varinni leið?
Hvemig má þetta vera? Það
stendur skýmm stöfum hvemig
með skuli fara. Hvaða bögglingur
er þetta eiginlega? Vantreysta
menn íslenskum dómstólum? Ég hef
enga löngun til þess að standa yfír
höfuðsvörðum eins eða neins. En
ég gef ekki mannorð mitt laust
baráttulaust. Hef ég brotið lög eða
hef ég beitt valdníðslu?
Um þetta verður að fást úrskurð-
ur.“
Og síðar í sömu ræðu:
„Eg bið að lokum um aðeins eitt
því engan hef ég heyrt væna
íslenska dómstóla um sérdrægni.
Engan hef ég heyrt halda því fram
enn sem komið er að við getum
ekki fullkomlega treyst réttsýni
þeirra. Ég bið um að þetta mál
gangi þá leið og ég skal taka við
mínum dómi ef það fellur á mig.
Það kostar auðvitað stöðuna
mína en það skiptir engu máli. Það
kemur ekki til nokkurra mála. Ekki
eitt einasta andartak mundi ég silja
á þeim stól eftir að dómstóll hefði
fellt þann úrskurð að ég hefði brot-
ið lög á einstaklingi og beitt hann
valdníðslu, ekki eitt einasta andar-
tak.“
Nú er úrskurðurinn fenginn, nú
hefur dómstóll fellt úrskurð er
hljóðar svo:
„ ... í hvorugu tilviki þykja sak-
ir hins vegar nægilega alvarlegar
til að réttlæta fyrirvaralausa brott-
vikningu að fullu.
Framkvæmd frávikningarinnar
að formi til þykir og hafa verið
ábótavant, sbr. fyrirmæli laga nr.
38/1954.
í ljósi þeirrar meginreglu að
starfsmanni sé fyrst vikið úr stöðu
um stundarsakir, að sakir þær sem
bomar voru á stefnanda voru ekki
nýtilkomnar og að stefnandi var
ekki sakaður um refsivert atferli,
þykir aðferð ráðherra við frávikn-
ingu stefnanda úr starfí fræðslu-
stjóra Norðurlands eystra hafa ver-
ið of harkaleg og fyrirvaralaus og
verður ekki talin lögmæt í skilningi
laga nr. 38/1954.“
í ljósi þessara tilvitnana í þær
upplýsingar er ráðherrann gaf Al-
þingi á sínum tíma um framgöngu
sína i þessu máli og samráð sitt við
ríkislögmann þá skil ég bréfkom
þeirra félaga í DV 12. apríl á þann
veg að ríkislögmaður hafi fengið
ráðherrann fv. til þess að gangast
við því, að hann hafí farið full fijáls-
lega með staðreyndir sér til halds
og trausts þegar að honum var sótt
á þingi forðum.
„AUra lagaákvæða var gætt í
fyllsta samráði við ríkislögmann um
brottvikningu þessa," sagði ráð-
herrann í þingræðu 20. janúar
1987, en nú 11. apríl skrifar hann:
„Ríkislögmaður eða samstarfs-
menn hans vom ekki spurðir um
það hvort skilyrði væm fyrir því
að lögum að veita Sturlu lausn,
hvorki um stundarsakir né að fullu."
Skyldi þetta vara eina veilan í
málflutningi ráðherrans í þingræð-
um í þessu máli? Væri ekki full
ástæða til að athuga það, þingmenn
góðir?
Illt hefði það verið ef ríkislög-
maður hefði fullvissað ráðherra um
lögmæti brottvísunarinnar, varið
gjörðina fyrir dómi og tapað málinu.
En hvemig má það vera að ríkis-
lögmanni tókst ekki að rata leið
samninga og sátta í þessu máli í
nafni hagsýni, ráðdeildar og mann-
úðar?
Á öllum stigum málsins hefur
undirritaður leitað sátta og samn-
inga og á Sjallafundinum 29. jan-
úar 1987 hafði ráðherrann þetta
að segja um þann möguleika:
„Það barst bréf til fjármálaráð-
herra í dag frá lögmanni Sturlu
Kristjánssonar þar sem boðið er upp
á að leitað verði sanngjamra samn-
inga. Fjármálaráðherra, það er leit-
að til hans eftir okkar reglum, um
sókn í slíku máli, og ég mælti með
því við fjármálaráðherra að sest
yrði þegar í stað niður til þess að
reyna að sættast í málum, vegna
þess að hér á landi eigum við aldr-
ei helst að taka öðruvísi á málum
en að reyna að sætta þau, sætta
þau þannig að báðir og allir megi
vel^við una.“
í sömu ræðu segir ráðherrann:
„Ekkert, engin króna getur orðið
til ráðstöfunar í gegnum hendur
menntamálaráðherra nema með
samþykki og skriflegri uppáskrift
fj ármálaráðherra sem síðan fer inn
á fjáraukalög og er samþykkt af
Alþingi sjálfu. Enginn eyrir er til
ráðstöfunar fyrir mig utan við fjár-
lög með öðrum hætti."
Hvers vegna var aldrei sest niður
og reynt að sættast? Hver hindraði
það? Hver keyrði málið af hörku
fyrir dóm? Hver tók ráðin af
menntamálaráðherra og hver fékk
íjármálaráðherra til þess að skrifa
upp á milljóna kostnað mennta-
málaráðuneytisins af öllu brambolt-
inu sem forða mátti með samning-
um?
Kostnaður af Ólafsævintýrinu er
einn sér milljónatala, hann er enn
á launaskrá sem fræðslustjóri Norð-
urlandsumdæmis eystra. Norður-
ferðir lögmanna, skrifstofustjóra,
deildarstjóra og fulltrúa ráðuneytis
og ríkisendurskoðunar á tímabilinu
frá því í janúar 1987 til mars 1988
til ávirðingaleitar kosta hundruð
þúsunda fyrir utan alla heimavinnu
þeirra við málatilbúnað. Og hver
varð heildarkostnaður ríkisins (fyrir
utan hlut sveitarfélaga landsins) af
samanburðarúttekt á fjárhag,
starfsháttum og samskiptum
fræðsluskrifstofa landsins við ráðu-
neytið, úttekt sem samkvæmt ráð-
herrabréfi frá 18. febrúar 1987 átti
að verða sáttagrunnur.
í úttektamefndina voru skipaðir
alls 19 aðilar og var hún að störfum
fram á sumar 1987. Kostaði sú
úttekt milljónir? Hvers vegna var
ekki sest að samningum og sáttum
að þessari úttekt fenginni?
Hver hindraði það að þessi út-
tekt, sem er tímabær og upplýs-
andi, yrði opinber gerð og lög fram
sem málsgagn fyrir dómi? Naumast
sá er fyrirskipaði úttektina.
Nú að gengnum dómi í héraði
er enn rúm til sátta og samninga.
Hvemig væri að líta á samanburð-
arúttektina, læra af reynslunni og
bera í brestina, því „bót er oss heit-
ið ef bilar ei dáð“.
Akureyri í apríl 1988.
■ Höfundur er fyrrverandi fræðslu-
stjóri Norðurlandskjördæmis
eystra.
Taylor ísvélar
lofyrirliggjandi
Hagstætt verd.
Góð kjör.
Eiríkur Ketilsson
Heildverslun, Vatnsstíg 3.
Símar: 23472, 25234, 19155.
STUDENTA-
STJARNAN
14 karata
gull
hálsmen
eða
prjónn
Verð kr.
2400.-
Jón Sigmundsson,
skartgripaverslun, Laugavegi 5, sími 13383.
MAI TILBOÐ
Xlvi
GÆÐA DISKLINGAR I
Tvíhliða 51/4,f í plastboxi. Þú kaupir
20 stk. en færð afhent 30 stk.
Frá vinstri: María E. Ingvadóttir viðskiptafræðingur , séra Hanna
María Pétursdóttir , Drífa Hjartardóttir bóndi , Sigríður Þórðardótt-
ir oddviti og Arndis Jónsdóttir kennari. Morgunblaðið Arni Johnsen
STÆKNIVAL
Grensásvegi 7, 108 Reykjavlk, Box 8294, S: 681665 og 686064