Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988 milljarða erlendis og er á hausnum, drengur, sagði maðurinn, líklega á sjötugsaldri og hafði verulega áhyggur af yfirvofandi verkfalli VR. Og annar maður í einkennis- klæðnaði hreinsunardeildar Reykjavíkurborgar og reykti lítinn vindil varð að fá að tjá sig: — Þeir vilja meira en aðrir: Það er búið að semja við stærstu verkalýðs- félögin og þeir hjá VR eru að fara fram á meira en við fengum. Og enn á ný tók sá að tjá sig sem hafði svo miklar áhyggjur af verk- fallinu. — Þetta er ein alsheijar heimtu- frekja. Við íslendingar, ein ríkasta þjóð heims, erum svo góðu vanir að við viljum ekkert minna en á annað hundrað þúsund krónur í mánaðarlaun. Og eftir því sem fólk- ið hefur meiri laun því meiri er eyðslan. Ég veit t.d. um hjón sem tilheyra nú ekki beint forréttinda- stéttinni sem eiga sjö bíla. Hann á tvo, hún tvo og böm þeirra þijú einn bíl hvert. — Hann er leigubílstjóri og hún einkaritari í stóra fyrirtæki. Og hvað með allar utanlandsferðimar? í ár fara fleiri íslendingar í sumar- leyfi á baðstrendur erlendis en nokkum tímann áður. Ekki er það auralaust fólk, sagði sá sem hafði svo miklar áhyggjur af verkfallinu. Og þama við búðarborðið í mat- vöraversluninni var viðskiptavinur, karlmaður á að giska um sextugt, sem taldi tíu til fimmtán prósent gengisfellingu framundan. — Og svo er kvennalistinn á góðri leið með að komast í meirihluta, manneskjur sem aldrei hafa þurft að bera ábyrgð á neinu og vilja það heldur ekki. Já, þetta er ráðvillt þjóð, sem hefur ekki hugmynd um þau miklu forréttindi sem hún býr við miðað við aðrar þjóðir, sagði hann. Og leigubílstjórar sem aka fólki um höfuðborgina segja þær fréttir að það séu margir kvartandi án þess að vita eiginlega hvað verið er að fara fram á annað en hærri laun. í miðri síðustu viku, rétt fyrir mánaðamótin, heyrði ég á tal nokk- urra karla og kvenna, sem sátu við borð í matsal Lindar, hótels Rauða krossins við Rauðarárstíg, að mála- miðlunartillaga sáttasemjara í deilu VR og vinnuveitanda væri ekki sér- lega vinsæl. — Það er glæpur að semja um þessa smán, sagði miðaldra maður með hökutopp og yfirvararskegg sem minnti ekki lítið á Lenín í út- liti. Hann ræddi stöðu verkfallsins við sína félaga við borðið og var þungorður í garð atvinnurekenda. — Það er ófyrirgefanlegt glap- ræði að semja um þess hungurlús, sagði kona á að giska um fertugt sem sat gegnt manninum. — Hvert ætlar þú í sumarleyfinu? spurði hún sessunaut sinn, mann á svipuðu reki, með alskegg sem minnti ekki lítið á Kastró. — Ég ætla í hnattferð með fyöl- skylduna. Við föram til Kaup- mannahafnar um miðjan júlí og svo þaðan til Asíu og Ameríku og verð- um um það bil tvo mánuði í ferða- laginu. — Eitthvað kostar það, sagði sá sem líktist Lenín í útliti. — Þijú til fjögur hundrað þúsund fyrir mig, konuna og strákinn. Ég hef bætt við mig í vetur yfirvinnu á skrifstofunni, vinn oftast til tíu á kvöldin, svaraði sá sem ætlar í hnattferð með fjölskylduna. Tveir menn, sem báðir þreifa daglega á slagæð þjóðlífsins, Bragi Kristjónsson bóksali og Oddur Ól- afsson ritstjómarfulltrúi á Tíman- um vora einmitt að ræða málin þegar verkfall VR hafði staðið í tæpa viku. Það var í fombókaversl- un Braga við Vatnsstíg. Ég var þar einnig til að fá einhveija andlega næringu á þessum alvöratímum. í versluninni hjá Braga kemst maður næstum í snertingu við guðdóminn, staður og stund víðsfjarri átaka- svæðum í miðri stéttarbaráttunni. Það var málþing um stöðu mála og umræður svo fijóar að synd að ekki skyldi múgur og margmenni fá að njóta. Það var farið yfir stöðu íslenskra efnahagsmála, yfirvofandi gjaldþrot einstakra fyrirtækja og fagnað velgengni annarra. Ég var mest þiggjandi, Oddur og Bragi hafa í gegnum árin öðlast mikla þekkingu á íslensku þjóðlífí. Fjöl- miðlamenn fengu sinn skammt af gagnrýni og alls engin bölsýni ríkjandi þrátt fyrir verkfall og upp- lausn í þjóðlífinu. Svo var komið hádegi og í yfirliti hádegisfrétta nýjar fréttir af verkfalli verslunar- manna, sem setti stöðugt meiri svip á þjóðlífið. Á homi Hverfisgötu og Frakkastígs vora smiðir og bygg- ingaverkamenn að slá upp mótum fyrir nýrri stórbyggingu og við gatnamótin sá ég hvar glæsilegur fólksbíll ók yfir á rauðu ljósi og hvarf eins og flugskeyti sem skotið er út í himingeiminn ... HREINLÆTI Hvít CORSICA hreinlætistæki frá Sphinx í setti á frábæru verði. •f ÞORLÁKSSON & NORÐMANN H.F. RETTARHALSI 2 SÍMI 8 38 33 Bíóhöllin: „Aftur til baka“ frumsýnd BÍÓHÖLLIN hefur tekið til sýninga kvikmyndina „Aftur til baka“ . Leikstjóri er Frank Perry og með aðalhlutverk fara Shelley Long, Judith Ivey, Gabriel Byrne og Corbin Bernsen. í frétt frá kvikmyndahúsinu segir m.a. um sögu- þráðinn: Lucy er gift fegranarskurðlækni, á son og er ham- ingjusöm eiginkona og móðir. Nú gerist það að Lucy kafnar þegar hún er að borða en systir hennar, Zelda vekur hana upp frá dauðum einu ári eftir andlátið. Lucy byijar á því að fara á fund manns síns en finn- ur hann í rúminu með annarri konu. Shelley Long og Corbin Bernsen í hlutverkum sínum í kvikmyndinni „Aftur til baka“ sem sýnd er í Bíó- höllinni. l^lil m EDDUKJOR 1988 Frá 15.-30. júní og 8.-30 ágúst býður Hótel Edda þér að gista nóttina fyrir aðeins 863.- krónur á mann í tveggja manná herbergi m/handlaug. Tilboð þetta gildir fyrir minnst fjórar nætur, sem hægt er að gista allar á einu hóteli eða eina nótt á hverjum stað. Gistingu má einungis panta með tveggja daga fyrirvara eða skemmri. Leitaðu nánari upplýsinga hjá Ferðaskrifstofu ríkisins í síma: 25855 eða á Edduhótelunum. Forsala hefst 16. maí. Líttu á björtu Miðarnar Edduhótel er ávallt skammt undan. Fardu Edduleiðina í sumar og þér mun líða vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.