Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988 Fjölbrautaskóli Suðurlands: Tilraunakennsla á hús- stjómarbraut gafst mjög vel Selfossi. Á liðnum vetri var nemendum i Fjölbrautaskóla Suðurlands boð- ið upp á nám á hússtjórnar- braut, i matreiðslu, fatasaumi og fatahönnun. Kennsla í matreiðslu fór fram á haustönn en i fata- gerð og fatahönnun á vorönn. Kennslu í þessum greinum var komið á eftir umíjöllun starfshóps með erindisbréf frá menntamála- ráðuneyti. Að mati nefndarinnar er pnarkmið með námi á þessari braut að kenna heimilishald fólki sem ekki hyggur á frekara nám á því sviði og einnig að þjóna sem kynn- ing á hinum lengri og sérhæfðari brautum. Þór Vigfússon skólameistari átti sæti í starfshópnum. Hann sagðist ánægður með hvemig til hefði tek- ist með þetta nám í vetur og greini- legt að það félli í góðan jarðveg og næði til nemenda. Næsta vetur er fyrirhugað að bjóða upp á 10 tíma á haustönn í matreiðslu og 10 tíma í fatagerð og fatahönnun á hús- stjómarbraut. Einnig verða þessar greinar boðnar sem almennar val- greinar í skólanum. Kennsla í matreiðslu fór fram í skólaeldhúsi Gagnfræðaskólans og í eldhúsi veitingastaðarins Inghóls. Það sem laut að fatasaumi og hönn- un var kennt í Oddhól sem er kaffi- stofa smiða frá því skólinn var í byggingu. Hús þetta varð eftir á lóðinni og kom sér vel. Keypt var ein saumavél en aðrar saumavélar fengnar frá Hússtjómarskólanum á Laugarvatni. Nemendur og kennarar héldu sýningu á afrakstri vinnunnar í fatasaumi og hönnun og buðu starfsfólki skólans og öðrum að skoða. Auk fatnaðarins hafa nem- endur með sér heim möppu fulla af pmfum, starfslýsingum og snið- um sem afrakstur námsins og vinn- unnar á önninni. Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Ánægðir nemendur og kennarar að lokinni vel heppnaðri tilraun á hússtjómarbraut. Guðrún Jóns- dóttir Kolbeins kennari i fatahönnun, Ragnar Þór Sigþórsson, Sigurborg Harðardóttir, Marí Dóróthea Jensdóttir, Sigurlin Bjargmundsdóttir, Hildur Magnúsdóttir og Ragnheiður Hafsteinsdóttir kennari í fatasaumi. Atriði úr kvikmyndinni „Hárlakk" sem sýnd er i Laugarásbíói. Laugarásbíó sýn- ir „Hárlakk“ Laugarásbíó hefur tekið til sýninga kvikmyndina „Hár- lakk“. Leikstjóri myndarinnar er John Waters og með hlutverk fara Divine, Debbie Harry, Pia Zadora og fleiri. í fréttatilkynningu frá Laugar- ásbiói segir um myndina: Myndin er um feita stúlku sem verður stjama í dansþætti á sjón- varpsstöð. Verður það mikið áfall fyrir fallegu pabbastelpuna sem telur að hún sé sú besta. Það gust- ar um þegar móðir sigurvegarans kemur á svæðið, en móðurina leik- ur Divine. Hann hefur haldið skemmtanir í Evrópu í Reykjavík en Divine lést úr hjartaáfalli fyrir tveimur mánuðum. Konica U-BIX UÓSRITUNARVÉLAR [ raðauglýsingar — radauglýsingar — raöauglýsingar Aðalfundur íslenska útvarpsfélagsins hf. verður haldinn föstudaginn 27. maí, kl. 14.30, í Víkingasal Hótels Loftleiða. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Útgáfa jöfnunarhlutabréfa. Tillögur sem leggja á fyrir á fundinum skulu hafa borist stjórn eigi síðar en viku fyrir ofan- greindan tíma. Stjórnin. FLUGVIRKJAFÉLAG ÍSLANDS Flugvirkjar Almennur félagsfundur Almennur félagsfundur verður í Borgartúni 22 í dag, þriðjudag 17. maí, kl. 17.00. Atkvæðagreiðsla um tillögu til að heimila stjórn og trúnaðarráði að boða vinnustöðvun. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. | fundir — mannfagnaðir | Hljóðfæraleikarar! Framhaldsaðalfundur Félags íslenskra íiljómlistarmanna verður haldinn þriðjudag- inn 24. maí 1988 kl. 20.30 í sal Tónlistar- skóla FÍH . Fundarefni: Laga-og reglugerðarbreytingar. Önnur mál. Stjórnin. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar húsnæói 11 boöi ^ SPANN Eignist eigiö orlofshús á mjög hagstæðu verði á sólríkasta stað Spánar. Sveigjanlegir greiðslu- skilmálar. Kynning daglega á Laugavegi 18 virka daga kl. 9-18, lau. og sun. kl. 14-17. Reglulegar kynnisferðir. Orlofshús, G. Óskarsson & Co., símar 17045 og 15945. I.O.O.F.Ob. 1.P. = 1695178'ó = Tónleikar í Kringlunni Æskulýðskór Hjálpræðishersins frá Stavangri í Noregi heldur tónleika í Kringlunni í dag 17. maí kl. 17.30. Tilkynning frá Skíðafé- lagi Reykjavíkur Hlaupaæfingar félagsins hefjast miðvikudaginn 18. mai kl. 18.00 við sundlaugarnar í Laugadaln- um. Stjórnandi er Ágúst Björns- son, símar 12371 og 31295. Geymið auglýsinguna. Skiðafélag Reykjavikur. m ÚtÍVÍSt, G..!,n Miðvikudagur 18. maí kl. 20.00 Þjóðleiðin til Þingvalla 2. ferð. Reynisvatn-Miðdalur. Létt og skemmtileg ganga. Verð 400 kr. frítt f. börn m. fullorðn- um. Brottförfrá BSl, bensinsölu. Sjáumst. Útivist. 50 ÁRA Húnvetningafélagið Aðalfundur Húnvetningafélags- ins i Reykjavik verður haldinn i Skeifunni 17, þriðjudaginn 24. maí 1988 kl. 20.00 stundvíslega. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður tekin ákvörðun un nafn á félagsheimilinu. Rætt um sumarferöalag. Stjórnin. m Utivist, Hvrtasunnuferðir Utivistar 20.-23. maí: Fjölbreyttar ferðir við allra hsefi 1. Þórsmörk. Góð gistiaðstaða í Útivistarskálunum Básum í fal- legu og rólegu umhverfi. Ýmsir möguleikar á göngu- og skoöun- arferðum um Mörkina og Selja- vallalaug. 2. Básar-Fimmvörðuháls-Mýr- dalsjökull. Gist í skálum. Ferö fyrir gönguskiðafólk. 3. Breiðafjaröareyjar-Purkey. Siglt í Purkey frá Stykkishólmi og dvalið þar i tjöldum. Sannköll- uð náttúruparadis. Á heimleið siglt um Suöureyjar. Einstök ferð. 4. Snæfellsnes-Snæfellsjökull. Gist á Lýsuhóli. Sundlaug, göngu- og skoðunarferðir um fjöll og strönd og á jökulinn. Fá sæti laus. Upplýsingar og farmiðar á skrif- stofunni, Grófinni 1, símar: 14606 og 23732. Útivist. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 í dag kl. 17.30 verða tónleikar í Krínglunni meö Æskulýðskór Hjálpræðishersins frá Stavangri í Noregi. Kl. 20.00 verður norsk- ur þjóðhátíðarfagnaður í Grensáskirkju. Fjölbreytt dag- skrá í umsjá æskulýöskórsins. Norskar veitingar. Hátiðin fer fram á norsku. Allir velkomnir. 1927 60 ára 1987 FERDAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Hvítasunnuferðir Ferðafélagsins 20.-23. maí: 1) Öræfajökull(2119m) Lagt upp frá Virkisá v/Svinafell, gengið upp Virkisjökul, utan Fall- jökli og áfram sem leið liggur á Hvannadalshnúk. Gist i svefn- pokaplássi á Hofi. 2) Þórsmörk - Fimmvörðuhóls Gönguferðir um Mörkina og yfir Fimmvörðuháls að Skógum. Gist í Skagfjörösskála/Langadal. 3) Snæfellsnes - Snæfellsjökull Gengið á Snæfellsjökul (1446 m) og farnar skoðunarferðir á láglendi. Gist í svefnpokaplássi í félagsheimilinu Breiðabliki. Brottför i allar ferðirnar kl. 20.00 föstudag 20. maí. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.Í., Oldugötu 3. ATH.: Greiðslukortaþjónusta. Til athugunar fyrír ferðamenn: Um hvítasunnu verður ekkl leyft að tjalda I Þórsmörk vegna þess hve gróður er skammt á veg kominn. m"rywY~y”.j|yv".yYy—-yy*""" kennsla jaiao Snyrti- og litgreininganámskeið. Kynning á Sothys og NO.7 snyrti- vörum. Ráðgjöf milli kl. 16 og 17. Módelskólinn Jana, Hafnarstræti 15, s. 43528.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.