Morgunblaðið - 19.05.1988, Síða 1

Morgunblaðið - 19.05.1988, Síða 1
96 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 112. tbl. 76. árg. FIMMTUDAGUR 19. MAI 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Punjab: Síkarnir í Gullna hofinu gáfust upp Þrír frömdu sjálfsmorð og tveir voru drepnir Amritsar í Indlandi, Reuter.' UMSÁTRINU við Gullna hofið, sem staðið hafði í tíu daga, lauk í gær þegar 46 síkar gáfust upp fyrir sérsveitum indversku lög- reglunnar. Þrír til viðbótar frömdu sjálfsmorð og tveir voru skotnir til bana eftir að hafa reynt að flýja. Talsmenn lögreglunnar sögðu að í gær hefði tekist að ná nokkrum af herskáustu aðskilnaðarsinnun- um, sem beijast fyrir sjálfstæði Punjab. Lögreglustjórinn í Punjab sagði að lögreglan hefði náð öllum síkunum sem hafst hafa við í Gullna hofinu. Lögreglan hafði sagt síkunum að veifa klút væru þeir tilbúnir að gefast upp. Pimm mínútum síðar birtist appelsínugulur klútur í ein- um glugga hofsins, en í hugum síka er appelsínugult litur píslarvættis- ins. Stuttu síðar komu síkamir, þar á meðal nokkrar konur og böm, út úr hofinu og bugtuðu sig fyrir framan það áður en þeir gengu í átt til lögreglunnar. Þrír aðskilnaðarsinnanna höfðu Líbanon: Hóta að drepa erlenda gísla Beirut, Reuter. Mannræningjar hafa hótað að drepa vestræna gísla í Beirut reyni sýrlenskir hermenn að binda enda á átökin milli tveggja fylk- inga shfta í borginni. „Mannræningjamir hafa hótað að drepa alla erlenda gísla, sem þeir hafa á valdi sínu, fari sýrlensku her- mennimir inn í suðurhverfi borgar- innar,“ sagði háttsettur shíti úr þeirri fylkingunni, sem styður Sýrlendinga, við fréttamann Reuters. í fyrradag skipuðu Sýrlendingar 7.000 her- mönnum sínum að stía í sundur stríðsmönnum Amal-hreyfingarinnar og Hizbollah-hreyfingarinnar en ír- anir styðja þá síðamefndu. Talið er, að 22 útlendingar séu í höndum mannræningja, þar af tíu Bandaríkjamenn og þrír Bretar. gleypt eitur inni í hofinu. Tveir til viðbótar reyndu að flýja en sérsveit- ir lögreglunnar skutu þá til bana. Ríkisstjóri Punjab, S.S. Ray, sagði að uppgjöf síkanna væri hvorki sigur né ósigur fyrir ind- versk stjómvöld, og raunar ekki heldur fyrir aðskilnaðarsinnana. Á þriðjudagskvöld drápu aðskiln- aðarsinnar 30 hindúa, sem störfuðu við gangagröft skammt frá Chand- igarh, höfuðborg Punjab, í hefndar- skyni vegna umsátursins. Þeir sem lifðu þá árás af sögðu í samtali við fréttamann Reuters að aðskilnaðar- sinnarnir hefðu rekið verkamennina út úr húsum sínum, raðað þeim upp og hafið skothríð á þá. Sjálfstæðis- barátta síka hefur kostað 950 manns lífið á þessu ári, en í fyrra féllu 1.230 manns. Reuter Tveir lögreglumenn standa vörð við Gullna hofið í Amritsar eftir að aðskilnaðarsinnar höfðu yfirgefið það í gær. Sovétríkin: Sprenging gætí tafíð fram- leiðslu kjamorkuflauga Sovétmenn segja að sprengingin hafi orðið í efnaverksmiðju Washington, Moskvu, Reuter. EINA byggingin í Sovétrílqunum þar sem aðalhreyflamir i SS-24 kjarnorkueldflaugar Sovét- manna hafa verið framleiddir eyðilagðist í mikilli sprengingu síðastliðinn fimmtudag, að sögn talsmanna bandaríska varnar- málaráðuneytisins. Þeir segja ennfremur að sprengingin, sem varð í verksmiðju nálægt Pavlo- grad, gæti tafið framleiðslu SS- 24 eldflauga í að minnsta kosti hálft ár. Sovétmenn segja hins vegar að sprengingin hafi orðið í efnaverksmiðju, sem tengist ekki kjarnorkueldflaugum. Þrír líklega eldflaugaframleiðslu Sovét- manna. Sprenging varð í verk- smiðju sem framleiðir eldflauga- eldsneyti í Las Vegas í Banda- ríkjunum 4. maí, þar sem tveir fór- ust. Ekki var ljóst í gær hvað hefði valdið sprengingunni í Sovétríkjun- um. PAVLOGRAD Skammt frá borainni er eldflaugahreyflaverksmiöjan, I sem eyddist í mikilli spreng-1 ingu síöastliöinn fimmtudag. I Morgunblaöiö / AM Noregur: Eitraðir þörungar ógna fiskeldisstöðvum Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara SVARTUR sjór af eitruðum þör- ungum hefur drepið allan fisk í 14 norskum fiskeldisstöðvum síðustu tvo dagana og blasir nú gjaldþrot við sumum þeirra. Virðast þörungarnir hafa borist með straumnum frá vestur- strönd Svíþjóðar þar sem þeir hafa einnig valdið miklum usla. Sjávarlíffræðingar vita ekki enn fyrir víst um hvaða þörungategund er að ræða en þeir óttast, að plág- an geti borist alla leið norður að Sognsæ á Vesturlandinu. Pyrir eig- Morgunblaðsins. endur sumra fiskeldisstöðvanna er áfallið svo mikið, að þeir komast líklega ekki hjá gjaldþroti, þar sem komið hefur í ljós, að fiskurinn var ótryggður hjá nokkrum þeirra. I mörgum fiskeldisstöðvum á Suðvesturlandinu hefur allur fiskur verið skorinn vegna óttans við, að þörungamir drepi hann. Er hann síðan seldur og tapið því minna en ella hefði verið. Þörungamir leggjast á tálknin í fiskinum og og kæfa hann á aðeins tveimur klukkustundum. fórust og fimm slösuðust í sprengingunni. „Þetta var gríðarleg sprenging," sagði talsmaður bandaríska vamar- málaráðuneytisins í samtali við fréttamann Reuters. „Eina sem eft- ir er af einni byggingu verksmiðj- unnar er hola í jörðinni. Aðalhreyfl- ar SS-eldflauganna hafa hvergi verið framleiddir nema í þessari byggingu. Það tekur líklega hálft ár að hefja framleiðsluna að nýju,“ sagði hann meðal annars. Talsmaður sovéska utanríkis- ráðuneytisins, Gennadíj Gerasímov, sagði í samtali við fréttamann Reut- ers í Moskvu að sprengingin væri hvorki tengd eldflaugaeldsneyti né eldflaugum. Hann sagði að þrír hefðu farist og fimm slasast í sprengingu í efnaverksmiðju í Ukraínu sem framleiddi sprengiefni sem notuð væru í iðnaði. í yfirlýsingu leyniþjónustu bandaríska vamarmálaráðuneytis- ins segir hins vegar að sprengingin hafi orðið í verksmiðju sem fram- leiði fast eldsneyti í eldflaugar. Þar segir einnig að sprengingin tefji Bandaríska vamarmálaráðuneytið * Ognvænlegasta kjarnorkuvopnið Kjamorkueldflaugar Sovétmanna af gerðinni SS-24 eru að öllum líkindum öflugustu gereyðingarvopn sem smíðuð hafa verið. í nýútgef- inni ársskýrslu bandaríska vamarmálaráðuneytisins um styrk herafla Sovétríkjanna segir að eldflaugamar, sem em langdrægar, geti borið tíu kjamaodda 9.920 kílómetra leið. Flaugamar eru geymdar í jám- brautarvögnum og eru því hreyfanlegar. Er af þessum sökum talið nánast óhugsandi að unnt yrði að eyðileggja eldflaugamar áður en þeim yrði skotið á loft í hugsanlegum kjamorkuátökum. Herafli Sovét- manna ræður einnig yfir eldflaugum af gerðinni SS-25, sem einnig eru hreyfanlegar og bera einn kjamaodd. Frank Carlucci, vamarmála- ráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá því í síðasta mánuði að Sovét- menn hefðu komið tíu SS-24-flaugum fýrir á jámbrautarvögnum. Bandaríkjamenn ráða hins vegar enn ekki yfir hreyfanlegum lang- drægum landeldflaugum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.