Morgunblaðið - 19.05.1988, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 19.05.1988, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988 Hliðargötur ferða- þjónustunnar / /*• Tilvalið þótti að sýna ferðamönnunum hvar landsþekkt skáld bjó á fyrri öldum, en þegar komið var með ferðamennina á staðinn sáust varla bæjarrústirnar fyrir alls kyns drasli s.s. olíutunnum, spýtna- braki, steypurörum o.fl. í baksýn voru raðir af aflóga vinnuvélum. eftirBirnuG. Bjamleifsdóttur Ferðaþjónusta á íslandi hefur tekið mikinn Qörkipp á allra síðustu árum ekki sfst í dreifbýlinu. Um það vitna bæði ferðamálasamtökin sem stofnuð hafa verið í öllum landshlutum og ekki síður sú aukna fjölbreytni í ferðavali sem orðið hefur. Á mörgum dreifbýlisstöðum er nú boðið upp á ferðir og aðra afþreyingu þar sem ekkert sérstakt var á seyði fyrir ferðamenn fyrir nokkrum árum. Má þar nefna báts- ferðir um Breiðamerkurlón, báts- ferðir með spaðabátum frá Vík, ferðir á Vatnajökul frá Höfii í Homafirði, hestaferðir norður Kjöl og víða um aðra landshluta, hesta- ferðir, gönguferðir og veiðiferðir á Amarvatnsheiði, bátsferðir í Mjóa- §örð og bátsferðir um Breiðaflörð. Víða um land er hægt að komast á hestbak, f bátsferðir og í sjó- stangaveiði. Eftir því sem mér skiist em ferðimar oft famar með fáa farþega hveiju sinni svo að ekki er alltaf mikill hagnaður hjá þeim sem að ferðunum standa, en framtakið sýnir aukinn áhuga og aukna með- vitund um það sem kallast ferða- þjónusta. Auk fyrrgreindra ferða eru víða í boði hinar hefðbundnu skoðunar- ferðir í bíl þar sem leiðsögumaður er fenginn til að hafa ofan af fyrir farþegunum, sýna þeim merkisstaði og segja frá landi og þjóð. Þegar slíkar skoðunarferðir eru skipulagð- ar er haft í huga að velja staði þar sem einhver eftirminnileg persóna hefur búið, einhver eftirminnilegur atburður hefur gerst eða valin er leið þar sem sést opinber bygging, atvinnufyrirtæki eða fallegt útsýni. Ekki er víst að aliir þessir staðir hafí verið eða séu í alfaraleið dags daglega og þegar farið er a veija greiðfærustu ökuleið milli staðanna sem skoða á eru hugsanlega famar ýmsar hliðargötur. Og þá getur ýmislegt óvænt komið í Ijós sem ekki blasir við frá framhliðinni, ýmislegt sem enginn hefur tekið eftir að var til staðar, en ýmislegt sem hið glögga gestsauga dæmir staðinn eftir. Þetta minnir á það „Ekki er víst að allir þessir staðir hafi verið eða séu í alfaraleið dags daglega og þegar farið er að velja greið- færustu ökuleið milli staðanna sem skoða á eru hugsanlega farnar ýmsar hliðargötur. Og þá getur ýmislegt óvænt komið í ljós.“ þegar forsetaheimsókn var í vænd- um á ónafngreindum stað á ís- landi. Bæjarbúar vildu sýna forseta sínum hvað staðurinn væri hrein- legur og snyrtilegur, en ekki vannst tími til að mála allar hliðar húsanna og voru bakhliðar sumra húsanna skildar eftir. Þegar forsetinn fór óvænt f kvöldgöngu um kvöldið valdi hann fáfamari leiðir og sann- leikurinn kom í ljós. Mig langar til að sýna þér, les- andi góður, fáeinar myndir sem teknar voru á stöðum sem nýstofn- uð ferðamálasamtök töldu sýning- arverða og áhugaverða fyrir ferða- menn vegna sögunnar sem að baki bjó. Vonandi verða þessar myndir til þess að minna okkur á að í skoðu- arferðum fyrir ferðamenn þarf ekki síður að huga að umhverfinu en sögunni. Munum að ferðamennimir em gestir okkar sem við viljum gjaman að fái jákvæða mynd af staðnum okkar. Svo jákvæða að þeir geti mælt með þvf við vini sína að þeir fari líka að skoða staðinn. Ánægður farþegi er nefnilega besta auglýsingin. Höfundur er leiðsögumaður. Þegar ferðamennirnir snéru sér við og ætluðu að ganga inn í hóp- ferðabilinn blasti við þessi sjón: Brotajámshaugur, grotnandi stýris- hús af bát, tómir trékassar, rúlla undan vir og fleira i þeim dúr. Siðan var haldið að fallegum útsýnisstað, en rétt við veginn hafði einhver losað sig við gamla jólatrés„seriu“, plastfötu, peysu, síldar- dós, bunka af tímaritum, strigaskó, gosflösku, límtúbu, masónit- plötur, dós undan bílabóni og svo mætti lengi telja. Þegar á útsýnisstaðinn sjálfan kom tók ekki betra við: Miðstöðva- rofn, ryðguð málningardós, leifar af gamalli eldhúsinnréttingu og við himin bar búðarvog og skældan stól með skærgrænu áklæði. Ga rðverkfæri uiMtn Grandagarði 2 - sími 28855 - 101 Rvík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.