Morgunblaðið - 19.05.1988, Page 32

Morgunblaðið - 19.05.1988, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988 Stærð Verð 155 SR 13 Kr. 2.600.- 165 SR 13 Kr. 2.900.- 175 SR 14 Kr. 3.800.- 175/70 SR 13 Kr. 3.900.- 185/70 SR 14 Kr. 4.200.- STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR FRÁ OFANGREINDUM VERÐUM ER 7% en að auki getum við boðið mjög hagstæð greiðslukjör: VILDARKJÖR VISA eða EUROKREDIT: Lág eða engin útborgun — og jafnar mánaðarlegar greiðslur allt upp í 8 mánuði! Sendum gegn póstkröfu um land allt. Vegna tollalækkunar um áramótin og hagstæðra magninnkaupa getum við nú boöið hina þekktu BRIDGESTONE sumarhjólbaröa á ÓTRÚLEGU VERÐI. Nefnd semur nytt húsnæðisfrumvarp Félagsmálaráðherra hefur skipað nefnd tíl að ganga frá tillögnm að skipan hins almenna húsnæðislánakerfis í framhaldi af álitsgerð vinnuhóps um þetta efni dags. 23. mars sl. Hlutverk nefndarinnar er að semja lagafrumvarp um breytta skipan hins almenna húsnæðislána- kerfis með hliðsjón af þeirri leið sem vinnuhópurinn mælir með í álits- gerð sinni og koma með þær tillög- ur aðrar um þetta efni, sem nefnd- in telur réttar og nauðsynlegar. í nefndinni eiga sæti fulltrúar stjómar og stjómarandstöðu ásamt aðilum vinnumarkaðarins. Formað- ur nefndarinnar er Kjartan Jó- hannsson alþingismaður. Aðrir nefndarmenn eru Ásmundur Stef- ánsson, forseti ASÍ, Gunnar J. Frið- riksson, formaður VSÍ, Júlíus Sól- nes, alþingismaður, Kristín Ást- geirsdóttir, sagnfræðingur, María Ingvadóttir, viðskiptafræðingur, Steingrímur J. Sigfússon, alþingis- maður, og Þráinn Valdimarsson, framkvæmdastjóri. Til að starfa með nefndinni era tilnefndir Bolli Þór Bollason, hag- fræðingur, Ingi Valur Jóhannsson, deildarstjóri, og Yngvi Öm Kristins- son. hagfræðingur. Á það er lögð áhersla að nefndin ljúki störfum það tímanlega að hægt verði að leggja fram laga- frumvarp um endurskipulagningu almenna húsnæðislánakerfisins í byijun næsta þings, segir í frétt frá félagsmáiaráðuneytinu. Nýr skemmtiferða- batur til heimahafnar Stykkishólmi. FJÖLDI manns fagnaði komu skemmtiferðabátsins Hafrúnar þegar hann kom til hafnar í Stykkishólmi 3. maí. Lúðrasveit Stykkishólms undir stjóm Daða Þórs var til staðar og lék við bíla- vogina hressileg lög á meðan beð- ið var eftir að báturinn sigldi inn í höfnina. Bílaröðin um alla hafnargötuna og fánar í hún um allan bæinn. Þetta var líka einstæður atburður, því svona farartæki hefur ekki fyrr sést rása um Breiðaflörð. Pétur Ágústsson skipstjóri kom með bátinn frá Noregi. Með honum vora þeir Óskar Eyþórsson, skip- stjóri, en hann mun verða með bát- inn að mestu leyti í sumar enda kunnur og reyndur hér á Breiðafirði og Snorri Ágústsson var einnig með I förinni. Fréttaritari hitti Pétur Ágústsson að máli stuttu eftir komuna hingað í Hólminn og sagði hann að báturinn hefði reynst mjög vel og traustur og farið fram úr björtustu vonum. „Við voram 3 daga,“ sagði Pétur, „á ferðinni suður með Noregsströnd- um, fóram rólega og keyrðum ein- ungis á daginn. Þá voram við þrjá daga á leiðinni til íslands. Við kom- um líka við á Hjaltlandi og í Færeyj- um og stoppuðum þar lítilsháttar. Þá komum við á Homafjörð og tók- um þar eldsneyti, en til Reykjavíkur komum við svo í gær (2. maí). Við voram heppnir með veður og hraði bátsins var eins og upp var gefið þegar við festum kaup á honum. Allur búnaður er fyrsta flokks og farþegasalurinn mjög rúmgóður þegar til farþegafjölda er tekið. Ég á von á því að þessi bátur eigi eftir að veita mörgum ógleymanlega för um Breiðafjörðinn, enda til þess kominn. Fyrir utan að stunda áætl- unarferðir er hugmyndin að hópar geti tekið bátinn á Ieigu og ráðið þá hvaða staðir verða skoðaðir, en allt verður þetta samningsatriði," sagði Pétur. _ Ámi Tugmilljóna útgjöld eru vegna taps á Alafossi vestra Aætlanir í september bentu til að reksturinn stæði í jámum Hótel Höfn: Sigurðar Sólmundarson sýnir Sigurður Sólmundarson heldur sina áttundu myndlistarsýningu á Hótel Höfn, dagana 20.-23.maí n.k. Sigurður sýnir að þessu sinni 30 myndir sem allar eru gerðar á þessu og síðasta ári. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14-22 nema föstudaga en þá er opið frá 20-22. Myndimar era að unnar úr íslenskum jarðefnum. Framkvæmdasjóður, sem átti 98% hlutafjár í gamla Álafossi, þarf að standa skil á tugmilljóna viðbótarútgjöldum vegna taps sem varð á rekstri dótturfyrir- tækis ÁJafoss í Bandaríkjunum á síðasta ári. Gögn um stöðu fyrir- tækisins í september síðastliðn- um bentu til þess að rekstur Ála- foss í Bandaríkjunum stæði i járnum. Við þau var stuðst í við- ræðum um sameiningu Álafoss og Ullariðnaðardeildar SÍS. Nú stendur yfir gerð ársreikninga og er Ijóst að tap á rekstri dóttur- fyrirtækisins nemur tugum mil\j- óna króna. JmUGESTOnE STÓRFELLD VERÐLÆKKUN sís og eigendur Álafoss skuld- bundu sig til skila fyrirtækjunum með ákveðna eiginfjárstoðu inn í nýja samstarfið. Það mun því lenda á Framkvæmdasjóði að standa und- ir tapinu. Að sögn Þórðar Friðjóns- sonar formanns stjómar Fram- kvæmdasjóðs er nú unnið að gerð ársreikninga Álafoss og taldi hann ekki tímabært að nefna nákvæmar tölur um tapið fyrr en reikningam- ir verða lagðir fram í byijun næsta mánaðar. Þórður færðist undan að skýra frá því, að svo stöddu, hveiju um væri að kenna að sameiningin hefði byggst á svo ónákvæmum áætlunum en sagði að stærsti liður- inn í tapi fyrirtækisins væri að vera- lega hefði dregið úr sölu á síðasta fjórðungi ársins. Morgunblaðið/Árni Helgason Frá komu skemmtiferðabátsins Hafrúnar til Stykkishólms. Stykkishólmur: Stuðlaðu að öryggi þínu og þinna í umferðinni í sumar — nýttu þér hagstætt verð okkar greiðsluskilmála og kauptu NÝJA úrvals BRIDGESTONE hjólbarða undir bílinn!! __ DEKKJAMARKAÐURINN FOSSHÁLSI 13—15 (vestan við nýja Bílaborgarhúsið) SÍMI 68-12-99 á nýjum sumarhjólbörðum! Framkvæmdasj óður: Dæmi um verð:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.