Morgunblaðið - 19.05.1988, Page 38

Morgunblaðið - 19.05.1988, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ1988 T jnnnlitlar samninga- viðræður frá 1982 CCCP London, Reuter. SAMNINGUR um brottflutning sovéska innrásarliðsins frá Afg- anistan var undirritaður í Genf þann 14. apríl en samningavið- ræður fyrir tilstilli Sameinuðu þjóðanna höfðu þá staðið yfir linnulítið frá árinu 1982. Fulltrú- ar kommúnistastjórnarinnar í Kabúl, Pakistana og risaveld- anna beggja undirrituðu sam- komulagið en i því er m.a. gert ráð fyrir að fimm milljónir afg- anskra flóttamanna geti snúið aftur til sins heima. Sovétmenn réðust inn í landið í desember 1979 en samkvæmt vestrænum tölum, sem almennt eru viður- kenndar, hafa 115.000 sovéskir hermenn haldið til í landinu frá árinu 1984. Endir var bundinn á tveggja alda konungdæmi í Afganistan árið 1973 er Zahir Shah konungi var steypt af stóli. Leiðtogi byltingar- manna var frændi hans Mohammad Daoud. Marxistar komu Daoud hins vegar frá völdum árið 1978 og var hann myrtur í byltingunni. Árið eftir varð Barbrak Karmal forseti landsins og í desember það sama ár réðust um 80.000 sovéskir her- menn inn í landið. Ráðamenn í Kreml hafa hins vegar ævinlega haldið því fram að beiðni um hem- aðaraðstoð hafi borist frá stjóm- völdum í Kabúl. Allt frá þessu hef- ur sovéska innrásarliðið og afg- anski stjómarherinn átt í bardögum við frelsissveitir afganskra skæm- liða, sem njóta stuðnings Banda- ríkjamanna og Pakistana. Innrásin fordæmd Árið 1980 samþykkti mikill meirihluti ríkja á Állsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna ályktun þar sem skorað var á Sovétmenn að hafa sig á brott úr Iandinu. Fjöldi sambærilegra áskorana hefur síðan verið samþykktur á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna. Sama ár vom herlög innleidd í Kabúl eftir að 300 manns höfðu týnt lífi í sprengjutil- ræði. Tveimur ámm síðar hófust við- ræður um frið í Afganistan er Di- ego Cordovez, sérlegur sendimaður Sameinuðu þjóðanna hélt til Afgan- istan og Pakistan til viðræðna við ráðamenn en Pakistanar hafa stutt frelsissveitir skæmliða auk þess afganskir flóttamenn hafa leitað skjóls handan landamæranna. í júli árið 1984 skýrðu fulltrúar Sovétstjóminnar Perez de Cuellar, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, frá því að þeir styddu viðleitni samtakanna til að koma á friði í landinu. Hins vegar ítrekuðu þeir fyrri kröfur um að binda yrði enda á alla „erlenda hemaðaríhlut- un í landinu". Ári síðar átti Zia-ul- Haq, forseti Pakistans, viðræður við Míkhafl Gorbatsjov, sem þá hafði tekið við embætti aðalritara í Sov- étríkjunum, og kvaðst Sovétleið- toginn við það tækifæri vera hlynnt- ur því að leitað yrði „pólitískra lausna" á vanda afgönsku þjóðar- innar. Þessa afstöðu ítrekaði Edu- ard Shevardnadze, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, er hann ræddi við Diego Cordovez ári síðar. Risaveldin taka þátt í febrúar á þessu ári tilkynntu stjómvöld í Sovétríkjunum og Afg- anistan að brottflutningur herliðs- ins gæti hafíst 15. maí ef yfirvöld í Pakistan og Afganistan hefðu náð samkomulagi um framkvæmd hans tveimur mánuðum áður. í yfírlýs- ingunni sagði að herliðið yrði þá kallað heim á tíu mánuðum. í mars- mánuði hófst tólfta og síðasta lota Genfar-viðræðnanna og tóku þá sendinefndir frá Bandaríkjunum og Sovétríkjunum þátt í viðræðunum. Wakil, utanríkisráðherra Afganist- ans, gerði þá heyrinkunnugt að stjóm sín gæti fallist á að heraflinn yrði fluttur heim á níu mánuðum þar af helmingurinn á fyrstu þrem- ur mánuðunum. í aprílmánuði til- kynntu síðan Gorbatsjov og Naji- bullah að öllum hindmnum hefði verið rutt úr vegi og hið sama gerði Zia-ul-Haq, forseti Pakistan. Ut- anríkisráðherrar risaveldanna, þeir Eduard Shevardnadze og George Shultz höfðu átt viðræður í Was- hington skömmu áður um Afganist- an og náðist þar samkomulag um að styðja myndun bráðabirgða- stjómar í landinu. Ríkin greindi hins vegar á um framkvæmd og ufmang hemaðaraðstoðar við hinar stríðandi fylkingar í landinu. Loks var samið um að hún skyldi vera jöfn og gagnkvæm þannig að dragi annað stórveldið úr stuðningi sínum skuli hitt gera slíkt hið sama. Sam- komulagið var síðan undirritað 14. apríl og hófst brottflutningurinn samkvæmt áætlun á sunnudag. Reuter Þann 15. maí hófst brottflutningnr sovéska hersins frá Afganistan. Hér sjást fyrstu bryndrekarnir koma til landamærabæjarins Termez í Uzbekistan. Brottflutningur sovéska hersins frá Afganistan: Fyrstu bryndrek- arnir komnir heim Termez, Reuter. LÚÐRABLÁSTUR og homaþyt- ur beið fyrstu sveitar sovéskra hermanna, sem snýr heim frá Afganistan, er hún kom í gær- morgun til bæjarins Termez á landamærum Sovétríkjanna og Afganistans. Hermönnunum, sem vora heldur þreytulegir að sögn Helenu Womack, fréttarit- ara Reuters, var fagnað sem hetjum af þúsundum manna sov- étmegin á bökkum árinnar Amudaija. Mannfjöldinn hafði beðið frá því árla um morguninn eftir fyrstu bryndrekasveitinni sem ferðast hafði 740 km á þremur dögum, frá Jalalabad í Austur-Afganistan til Kabúl og þaðan norður til bæjarins Termez á landamærum sovétlýð- veldisins Úzbekistans og Afganist- ans. „Verið velkomnir alþjóða- hyggjuhermenn góðir,“ stóð á borð- um sem veifað var er hermennimir, 1200 talsins, óku farkostum sínum eftir Vinskaparbrúnni yfir fljótið Amudaija. Fremstur fór Nikolai Novikov, 21 árs gamall, jökuþór brynvarins flutningabfls. Á eftir honum komu 229 farartæki sömu Afganistan: 10 ára styrjöld Bandaríkin, Sovótríkin, Pakistan and Afganistan hafa genaið frá samningum, sem leiða munu til brottfarar innrásarliö Sovétríkjanna úr Afganistan. Hér gefur aölíta helstu atburöi pessa áratugslanga ófriöar: ■ Mannfall Afgana: Meira en 1,2 milljónir (október 1987 ■ Mannfall Rauöa hersins: Taliö vera á bilinu 12 - 30.000 manns ■ Afganskir flóttamenn.’i október sl. voru 2,9 milljónir I Pakistan, 2,3 milljónir í íran. Aprd 1978:Kommúnistaflokkurinn gerir stjórnarbyltingu. Feb. 1979: Bandaríska sendiherranum Adolph Dubs rænt oa hann myrtur. Des. 1979: Sovótmenn ráöast inn ( 1978 1979 Afganistan og koma leppstjórn til valda. rFeb. 1980:75.000 sovóskir hermenn komnir til | Afganistan, ■ , ii; Jan. 1984: Skæruliöar ná Kandahar Sept. 1986: Skæruliöar fá fyrstu á sitt vald um stundarsakir. loftvarnaflugskeytin. Apríl 1984: Sovótmenn Feb. 1988: Gorbatsjov hefja stórfelldar loftárásir. stingur upp á brottflutningi Ágúst 1984: Pakistanar kvarta undan loft- og stórskotaliösárásum. 1980 1981 1982 1983 11984r 1985 Rauöa hersins. 1986 1987 Aprfl, 1988 Samningar um brotttör Sovótmanna undirritaöir í Genf. HEIMILD; Aasociated Press KRGN ! Morounblaöiö/ AM Fundur leiðtoga risaveldanna í Moskvu: Lögð fram tillaga um niður- skurð heraflans í A-Evrópu? gerðar. Efnt var til samkomu á aðaltorgi Termezbæjar þar sem hermönnunum var boðið upp á alls kyns kræsingar. í sjónvarpsfréttum í Sovétríkjun- um var sagt á þriðjudag að lestin hefði orðið fyrir skothríð skæruliða á leiðinni frá Kabúl en ekkert mann- tjón hefði orðið. Fregnir frá Islamabad herma að skæruliðar séu smám saman að ná hemaðarlega mikilvægum stöðum suður af Kabúl á sitt vald. Sovéska innrásarliðið fær þó að fara í friði að mestu leyti. „Við viljum að Sov- étmennimir hypji sig sem skjótast. En ætli þeir að skilja eftir dauða og eyðingu í kjölfarinu þá munum við hefna þess,“ sagði talsmaður Jamiat-i-islami, einnar helstu skæruliðahreyfingarinnar. Svo virðist sem hermenn stjóm- arinnar taki yfirleitt við bækistöðv- um sovéska hersins eftir að hann heldur norður á bóginn. Skærulið- um hefur síðan víða tekist að ná þessum bækistöðvum á sitt vald. Stjómarherinn hefur þá stefnu að láta smærri herstöðvar eiga sig en reyna að halda í hinar stærri eftir að Sovétmenn eru famir. Þetta gefur skæruliðum hins vegar kost á því að hreiðra um sig á minni stöðunum og sækja þaðan á stærri bæi og borgir. Washington, Reuter. ÓNEFNDIR bandarískir embætt- ismenn sögðu í gær að Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi kynni að leggja fram tillögu á leið- togafundinum í Moskvu um næstu mánaðamót þar sem gert væri ráð fyrir brottflutningi um 100.000 sovéskra hermanna frá Austur-Evrópu. Embættismenn- irair lögðu áherslu á að engin slík tillaga hefði formlega verið kynnt í viðræðum þeirra við hina sovésku starfsbræður sína. Þeir bættu við að tillaga í þessa veru kæmi til með að hafa „gríðarleg" áhrif í Vestur-Evrópu færi svo að Sovétleiðtoginn legði hana fram í viðræðum sínum við Ron- ald Reagan Bandaríkjaforseta. Upplýsingar þessar komu fram á ráðstefnu sem haldin var í gær í Washington þar sem rætt var um stöðu afvopnunarmála. Embættis- mönnunum bar þó ekki saman um hvort líklegt mætti telja að Gorb- atsjov legði tillögu þessa fram á Moskvu-fundinum. Einn viðmæl- enda Æeute/s-fréttastofunnar sagð- ist telja það harla ólíklegt. Ráða- menn innan Rauða hersins myndu leggjast gegn einhliða fækkun her- liðsins í Austur-Evrópu og samn- ingamenn Sovétstjómarinnar teldu það vafalítið hæpna ráðstöfun að leggja slíkt fram þar sem fyrir- hugaðar væru nýjar viðræður um stöðugleika á sviði hins hefðbundna herafla í Evrópu. Embættismönnunum bar saman um að Bandaríkjamenn myndu svara þessari tillögu á þann veg að Atlantshafsbandalagið sem heild þyrfti að taka þátt í samningavið- ræðum sem þessum. Þá myndu full- trúar Bandaríkjastjómar vafalítið halda því fram að slík tillaga væri í raun marklaus væri ekki gert ráð fyrir ströngu eftirliti. Sögðu heim- ildarmennimir ljóst að Sovétmenn mættu auðveldlega við niðurskurð- inum þar eð þeir nytu mikilla yfir- burða á sviði hins hefðbundna her- afla í Evrópu. Hins vegar kynni til- laga sem þessi að hafa mikil áhrif á stjómmálaástandið í Vestur- Evrópu, samband Bandaríkja- manna og bandamanna þeirra í álf- unni og áætlanir Atlantshafsbanda- lagsins um endumýjun vopnabún- aðar í Vestur-Evrópu. Fullvíst þykir að leiðtogamir muni ekki undirrita samkomulag um helmingsfækkun langdrægra kjamorkuvopna á Moskvu-fundin- um eins og upphaflega hafði verið stefnt að. Á hinn bóginn er talið hugsanlegt að ýmsir smærri samn- ingar, sem varða tvíhliða samskipti ríkjanna, verði ræddir og ef til vill undirritaðir. Hefur sáttmáli um sameiginlegt eftirlit með kjamorku- tilraunum einkum verið nefndur í þessu samhengi. Einn heimildar- manna Reuters-fréttastofunnar sagði í gær að svo kynni að fara leiðtogamir gerðu með sér sátt- mála, sem kæmi til með að skuld- binda bæði risaveldin til að skýra með ákveðnum fyrirvara frá eld- flaugaskotum í tilraunaskyni þó svo þau væm algjörlega takmörkuð ýmist við sovéskt eða bandarískt yfirráðasvæði. Yrði slíkur sáttmála vafalaust til þess að skapa aukið traust í samskiptum risaveldanna. Fram að þessu hafa sovéskir ráða- menn jafnan haldið því fram að Bandaríkjamenn varði ekkert um tilraunir með eldflaugar svo fram- arlega sem flugleið þeirra sé innan sovéskrar lofthelgi. Utanríkisráð- herrar stórveldanna þeir Eduard Shevardnadze og George Shultz ræddu hugmynd þessa á fundi í Genf í sfðustu viku og voru við- brögð sovésku embættismanna sögð hafa verið Jákvæð". Noregnr: Metolíufram- leiðsla í apríl Ósló. Reuter. OLÍUVINNSLA Norðmanna á Norðursjávarsvæðinu varð meiri í aprílmánuði síðastliðnum en nokkru sinni fyrr. Nam vinnslan í apríl 1,2 milljón- um tunna á dag, samkvæmt könn- un, sem Reu£er-fréttastofan gerði hjá olíuvinnslufyrirtækjum. I mars- mánuði síðastliðnum nam vinnslan 1,18 milljónum tunna á dag, sem var metframleiðsla til þess tíma. En sérfræðingar segja, að ekki verði farið fram úr því marki, sem norsk stjómvöld hafa sett sér um 7% niðurskurð áætlaðrar fram- leiðsluaukningar. Norðmenn hafa staðið við niður- skurðaráætlanir sínar frá því í febrúar 1987, en með niðurskurðin- um var ætlunin að styðja OPEC- ríkin í þeirri viðleitni sinni að auka stöðugleika í heimsmarkaðsverði á olíu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.