Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.05.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988 AKUREYRI Blaðberar Morgunblaðsins á Norðnrlandi samankomnir á Akureyri. Morgunbiaðið/Rúnar Þðr Bjðmsson 120 blaðberar á Norðurlandi á Morgunblaðshátíð á Akureyri UM ÞAÐ bil 120 blaðberar Morg- unblaðsins á Norðurlandi, allt frá Skagaströnd austur til Vopna- fjarðar, ásamt sextán norðlensk- um umboðsmönnum mættu á hátið á Hótel KEA sem Morgunblaðið hélt þeim síðastliðinn sunnudag. Glens og glaumur ríkti á meðal viðstaddra þennan dag og gafst krökkunum gott færi á að kynn- ast hvert öðru. Þetta er önnur hátíðin af sex sem Morgunblaðið heldur blaðberum sinum i tilefni af 75 ára afmæli blaðsins á árinu, þann 2. nóvember nk. Fyrsta sam- koman fór fram i Vestmannaeyj- um og eftir eru afmælisskemmt- anir blaðsins i Stykkishólmi, á ísafirði, Selfossi og Egilsstöðum. Tekið var á móti gestunum í and- dyri hótelsins um hádegi á sunnudag og þeim afhentar peysur merktar Morgunblaðinu. Að því búnu var sest að snæðingi. Hanna Björk Þrastar- dóttir í útbreiðsludeild, Lilja Leifs- dóttir innheimtustjóri og Jóhanna Víborg verkstjóri dreifingadeildar sáu um alla skipulagningu í sam- starfi við starfsmenn Akureyrar- deildar blaðsins, þeirra Rúnars Ant- ^ onssonar, Ásbjargar Hjálmarsdóttur, Jódísar Jósefsdóttur sem starfa við afgreiðslu og dreifingu blaðsins, Jó- hönnu Ingvarsdóttur blaðamanns og Rúnars Þórs Bjömssonar Ijósmynd- ara. Eftir borðhald og myndatöku var sýnt myndband, sem gert hefur ver- ið um starfsemí Morgunblaðsins. Fjallað er um ábyrgð og skyldur starfsmannanna, allt frá því er frétt verður til og þar til hún kemst í póstkassa viðkomandi lesenda, og rejmir þar ekki síst á blaðberana því Aníta Stefánsdóttir 15 ára og Júlíus bróðir hennar, 13 ára, frá Hrísey. Sigrún Bárðardóttir og Anna Skúladóttir frá Ólafsfirði. án þeirra væri til lítils að gefa út blað. Næst á dagskránni var hinn síhressi Ómar Ragnarsson, sem fór á kostum að vanda, og undirleikari hans, Haukur Heiðar Ingólfsson. Ómar skemmti gestum með söng og látum — eins og honum er einum lagið. Ga, ga, mu, mu, mjá, mjá, voff, voff og bra bra lagið var tekið ásamt öðrum góðum lögum og eftir hálftíma hlátrasköll stjómaði Ómar spumingakeppninni: „Hvað held- urðu?“ Sigurvegarar fengu vasadiskó í verðlaun og snældur. Fimm árnm eldri en Mogginn Eins og áður kom fram komu krakkamir víða að og sumir langt að, flestir hópanna komu i rútum og þurftu því ýmsir að vakna snemma til að komast á áfangastað. Vopnfirð- ingamir vöknuðu til dæmis klukkan 5 um morguninn enda þurftu þeir að leggja af stað tímanlega kl. 6 til að ná hátíðinni á Akureyri. Blaða- maður ræddi við nokkra blaðbera í veislunni. Elstur þeirra er Jóhannes Jóhannesson á Akureyri sem nýlega hefur hafið störf fyrir blaðið. Hann verður áttræður á árinu, þann 29. nóvember nk., og er því fímm ámm eldri en Morgunblaðið. „Ég fór að bera út blaðið 19. desember 1986 og kom það til af einhveijum mis- skilningi. Ég var áskrifandi að blað- inu og misskildi einn reikninginn sem ég fékk í hendumar og fór því á Akureyrarskrifstofuna til þess að vita vissu mína í þessu efni. Þá vant- aði einmitt blaðbera í ákveðið hverfi og sló ég til. Ég ber út 82 blöð á degi hveijum og finnst mér þetta Jóhannes Jóhannesson, elsti blaðberinn á Akureyri, en hann er fimm árum eldri en Morgun- blaðið. Sigríður Dagný Þrastardóttir, 12 ára blaðberi í innbænum á Akur- eyri. góð hressingarganga fyrir mig. Stundum hitti ég kunningjana á leið- inni og rabba lítillega við þá.“ Jó- hannes vann á sínum yngri ámm hjá Vegagerðinni. Hann varð að hætta þar eftir nokkur ár vegna slyss, sem hann lenti í, og starfaði næstu ellefu ár við sútun. Þá fór hann í Slippstöð- ina, þar sem hann var í þijú ár. Nýbyijaðar á Ólafsfirði Þær stöllur Sigrún Bárðardóttir og Anna Skúladóttir, sem báðar em 12 ára Ólafsfirðingar, sögðust vera rétt byijaðar að bera út Morgun- blaðið. Hinsvegar væm þær nokkuð vanar starfinu þar sem þær hefðu áður borið út önnur dagblöð. „Við tökum saman 33 blöð og skiptum bunkanum á milli okkar. Þetta hefur gengið áfallalaust fyrir sig, en fyrst þegar við vomm að byija kom það fyrir að við mgluðumst á húsum." Sigrún sagðist ætla til Bolungarvíkur í sumar til systur sinnar og fengi hún líklega starf í bæjarvinnunni þar. Anna reiknaði hinsvegar með því að vera heima í sumar, líklega í bæjarvinnunni í Ólafsfirði. Fékk alltaf nammi Sigríður Dagný Þrastardóttir, 12 ára Akureyringur, ber út blöð til íbúa í innbænum svokallaða. „Ég hef bo- rið út í eitt og hálft ár, en í sumar ætla ég í sveit nálægt Sauðárkróki og svo ætla_ ég að ferðast eitthvað um landið. Á meðan fæ ég vinkonu mína til að taka við blaðburðinum." Sigríður sagði að blaðburðurinn gengi yfírleitt mjög vel og fólk væri mjög almennilegt. Hún ber út um leið og skóla lýkur í hádeginu og stundum segir hún að pabbi sinn hjálpi sér. „Einu sinni átti til dæmis kona heima í innbænum sem gaf mér alltaf nammi þegar ég kom og rukkaði hana. Hún er flutt eitthvert annað núna svo að annar blaðberi hlýtur að njóta góðs af því í dag.“ Amma hjálpar stundum Aníta Stefánsdóttir, 15 ára Hríseyingur, hefur verið umboðs- maður fyrir Morgunblaðið í Hrísey síðustu þijú árin. Bróðir hennar, Jú- líus, 13 ára, ætlar að taka við starf- inu í haust þar sem Aníta fer í skóla á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu. „Bróðir minn hefur séð um blað- burðinn í Hrísey og ég sé um reikn- ingana. Amma hjálpar stundum upp á ef ég fer í frí eða er lengi í skólan- um, en hún er umboðsmaður fyrir annað dagblað." Aníta sagðist ætla að vinna í ffystihúsinu í sumar og Júlíus ætlar að starfa í unglingavinn- unni og í saltfiskvinnu í Hrísey. Alls eru um eitt þúsund blaðberar Morgunblaðsins á landinu, þar af um 600 á höfuðborgarsvæðinu. Þeim var boðið til skemmtunar á Hótel Sögu fyrir tveimur árum. Því fá þeir 400 blaðberar, sem eru á landsbyggð- inni, veislu nú á afmælisárinu. Þá fá allir blaðberamir sérstaka Morg- unblaðsklukku í afmælisgjöf og verð- ur hún send þeim á afmælisdegi þeirra á árinu. Snorri Bjarnason umboðsmaður á Blönduósi, Matthías Jóhannsson umboðsmaður og fréttarítari á Siglufirði og Ólafur Bernódusson umboðsmaður á Skagaströnd. Umboðsmenn Morgunblaðsins á Norðurlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.