Morgunblaðið - 19.05.1988, Page 51

Morgunblaðið - 19.05.1988, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988 51 Kaupfélag Árnesinga: Áf engisvarnaráð: Áhyggj- ur vegna uppsagna ÁFENGISVARNARÁÐ sam- þykkti á fundi sfnum þann 11. maí s.l. að lýsa yfir áhyggjum sinum vegna þess að tveir reyndir menn, sem unnið hafa að fræðslu um skaðsemi vímuefna, hafa sagt störfum sínum lausum vegna af- stöðu ráðherra og alþingismanna til sölu áfengs öls hér á landi. í samþykkt fundarins segir m.a.: „Ljóst er að fræðsla um vímuefni kemur að litlu gagni enda víða er- lendis nú lögð meiri áhersla á annað forvamarstarf. Áfengisvamaráð skilur vel og er sammála rökum þeirra sem hyggjast hverfa frá störfum en vekur athygli á að ef til vill hefur aldrei verið meiri þörf mannvals við forvamar- störf en nú. Því væntir Áfengisvam- aráð þess að þeir ágætu menn, sem nú em líkur á að hverfí frá störfum sjái sér fært að beita kröftum sínum áfram í þágu forvama og binndindis- uppeldis." (Úr fréttatilkynningfu) Brotist inn um bjartan dag BROTIST var inn í kjallaraíbúð við Barmahlíð á mánudagsmorg- un og þaðan stolið sjónvarpi, hljómtækjum og fleiru. Innbrotið var framið á meðan íbúi brá sér frá í tvo tíma, frá kl. 9.30-11.30. Þjófurinn braut rúðu í útihurð, teygði sig í lásinn og opn- aði. Hann hefur gefíð sér góðan tíma til að stela og tók meðal ann- ars sjónvarp, myndlykil og dýra hljómtækjasamstæðu. Þá rótaði hann í skúffum og skápum. Rann- sóknarlögregla ríksins vinnur nú að lausn málsins. Ur27,7 milljóna hagn- aði í 13,5 milljóna tap Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Vöruhús Kaupfélags Árnesinga á Selfossi. Selfossi. AFKOMA Kaupfélags Árnesinga versnaði á síðastliðnu ári og halli varð á rekstrinum að upphæð 13.5 milljónir. Árið áður varð 27,7 milljóna króna hagnaður. Heildarvelta nam 1.228,2 miiyón- um og jókst um 22,8% frá 1986. Heiidarvörusala var 945 miljjón- ir króna. Þetta kom fram á aðal- fundi kaupfélagsins sem haldinn var fyrr í maímánuði. Orsakir hallans voru að fjár- magnskostnaður jókst um 40 millj- ónir milli ára og launakostnaður um 43,3%. Önnur rekstrargjöld fyr- ir utan vexti, opinber gjöld og af- skriftir hækkuðu um 21,1%. Heild- arvelta félagsins jókst um 22,8% frá 1986. Mest vörusala var í Vöruhúsi KÁ þar sem salan var 572,6 milljónir og 104,1 milljón í verslun KÁ í Þorlákshöfn. Afskriftir námu 28 milljónum. Fjárfest var fyrir 38,2 milljónir og voru aðal íjárfesting- amar kaup á eignum Búnaðarsam- bands Suðurlands í Laugardælum og nýsmíði verslunarhúss í Þorláks- höfn. Heildarlaunagreiðslur námu 179.5 milljónum. Á aðalfundinum var samþykkt að mæla með því við stjóm félags- ins að gerð verði tilraun til að leigja út einhver af útibúum félagsins sem rekin hafa verið með halla. Því var einnig beint til stjómar að hún leit- aði allra leiða til að snúa halla- rekstri til betri vegar með hagræð- ingu í rekstri og sölu eigna. Með þeirri samþykkt náðist full eining um að selja sem fyrst eldra verslun- arhús kaupfélagsins. Á aðalfundinum kom ekki fram mikill áhugi fyrir sameiningu kaup- félaga á Suðurlandi. — Sig. Jóns. SAMVUmjBANKtm i ■í , s< v;0jý* *■ • ■ Til mots við draum með 20-50% afsiætti ★ pelsar ★ hattar og húfur ★ kvenfatnaður úr leðri og rúskinni; kápur, buxur, pils, dragtir og kjólar ★ herrafatnaður úr leðri; stakir jakkar og buxur ★ kvenkápur úr ieðri blnslakl tækifæri! 50% afsláttur á öllum pelsuni í litluni númerum. 50% útborgun og afgangurinn á 6 mánuðum, vaxtalaust. Þegar draumurinn er minkapels getur hann orðið að veruleika núna. VORTILBOÐ 88 frá 16/5 - 23/5. Opið frá kl. 13 til 18. PELSINN Kirkjuhvoli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.