Morgunblaðið - 19.05.1988, Side 69

Morgunblaðið - 19.05.1988, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988 69 Reuter Starfsmaður Bonhams uppboðsfyrirtækisins heldur á hinu um- deilda höfði Maorihöfðingjans, sem stendur til að selja á uppboði. DEILT UM HÖFUÐ Mótmæli vegna fyrirhugaðs uppboðs Reuter etta húðflúraða höfuð af höfðingja Maori-ættflokksins á Nýja-Sjálandi verður boðið upp hjá Bonham uppboðsfyrirtækinu í London þann 20. maí næstkom- andi. Höfiiðið var flutt til Bret- lands fyrir 150 árum síðan, en hjá Maori-ættflokknum tíðkaðist áður fyrr sá siður að varðveita höfuð þeirra óvina sem þeir felldu, og einnig höfuð þeirra Maori- manna sem féllu í bardögum. Höfuð af óvinum ættflokksins voru sett á stengur sem hafðar voru umhverfís þorpin f þeim til- gangi að koma í veg fyrir árásir óvina á þau. Sá siður að þurrka mannshöfuð á þennan hátt á uppruna sinn að rekja til Pólinesíu, og lagðist hann af hjá Maori-ættflokknum árið 1865, en nokkuð var um að þeir skiptu við hvíta menn á þurrkuð- um höfðum og skotvopnum, og drápu þeir þá jafnvel þræla sína í þeim tilgangi. Mikil ólga er nú á meðal tals- manna Maori-ættflokksins vegna hins fyrirhugaða uppboðs, og hafa þeir kraflst þess að umrætt höfuð verði ekki boðið til sölu. Samtök í London, sem hafa það á stefnu- skrá sinni að verja réttindi ætt- flokka, hafa hótað að stefna upp- boðsfyrirtækinu fyrir dómstóla. Samtökin telja að fyrirhugað upp- boð beri vott um fyrirlitlegt virð- ingarieysi í garð ættflokksins. I bréfl til uppboðsfyrirtækisins halda þeir fram þeirri skoðun, að það sé glæpsamlegt athæfl að koma í veg fyrir að hægt sé að jarðsetja líkamsleifar á löglegan og viðeigandi hátt. Talsmenn Bon- hams segjast skilja sjónarmið þeirra sem vilja að höfuðið verði flutt til Nýja-Sjálands, en segjast þó verða að gæta hagsmuna um- bjóðanda síns og kröfu hans um að selja það. Höfiiðið sem um ræðir er talið vera af ungum Maorimanni, sem mun hafa fallið f bardaga árið 1820, og er það í eigu einkaaðila. Uppboðsfyrirtækið telur að um 6000 sterlingspund fáist fyrir höf- uðið. Talið er að um það bil 150 höfuð af þessu tagi séu varðveitt í heiminum, og þar af eru um 50 þeirra í söfnum í Bretlandi, eða í eigu einkaaðila. Christie’s upp- boðsfyrirtækið í London fyrir- hugar að bjóða upp 29 hauskúpur í næsta mánuði, og þar á meðal nokkur þurrkuð höfuð. Hlutir þessir sem eru í eigu safnara frá Sviss eru flestir frá Amazonsvæð- inu, og verða þeir væntanlega boðnir upp í næsta mánuði. COSPER — Ég mátti svo sem vita að Fía frænka myndi ekki deyja hjálparlaust. lyfH- vognar f'j* Eigum ávallt fyrirliggjandi 'Mr hinavelþekktu BV-hand- lyftivagnameð 2500 og 1500 kílóa lyftigetu. BiLDSHÖFÐA W SiMI:672444 STÚDENTA- STJARNAN Jón Sigmundsson, 14 karata gull hálsmen eða prjónn Verð kr. 2400.- skartgripaverslun, Laugavegi 5, sími 13383. anda -- - húsgo9n SAUX húsgogn unga 'ó'ks,nS' FALLEG OG VÖNDUÐ HÚSGÖGN I ALLA ÍBÚÐINA §§■ " " á ra6a saman á tiötmarga Þar sem góðu kaupin gerast. 2 Kopavogi 44444 ÚTSM-A'- _ - eftO/n l UIOW AF SLÁTTUB ALLT AÐ ^"torösstólar, hæginda- Leöurbúsgogrvsk Bnnigvegg-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.