Morgunblaðið - 19.05.1988, Page 70

Morgunblaðið - 19.05.1988, Page 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988 Woodentops á Hótel íslandi Breska rokksveitin Wood- entops, sem af mörgum er tatin ein bjartasta von bresku nýbylgj- unnar um þessar mundir, heldur tónleíka í Hótel íslandi í kvöld, fimmtudagskvöld. Til upphitunar veröa sveitirnar Daisy Hill Puppy Farm og Eins og nóttin. Woodentops stofnaöi Rolo McGinty 1984, og sér hann um söng og gítarleik auk þess sem hann er aðal laga- og textahöfund- ur hljómsveitarinnar. Frank de Freitas leikur á bassa, Símon Mawby leikur á gítar, Bennie Stap- les leikur á trommur og seinna bættist Ann Stephenson í hópinn en hún leikur á hljómborð og fiðlu. Þetta verður ekki fyrsta ferð Rolo til íslands, því hann kom hór sem barn og söng með barnakór. Eins og áður sagði leika íslensku sveitirnar Daisy Hill Puppy Farm og Eins og nóttin með Wood- entops í Hótel íslandi í kvöld. Þetta verða einkonar útgáfutónleikar Daisy Hill Puppy Farm, því sveitin tók upp plötu í vor og platan sú kom í búöir í gær. Eins og nóttin er skipuð þremur fjórðu hlutum Sogbletta og fyrrum bassaleikara Vunderfoolz og Barbie. Þetta verða fyrstu tónleik- ar sveitarinnar, sem lofar góðu a.m.k. á pappírnum. Fullkomin popp- tónlist Daisy Hill Puppy Farm þekkja margir sem uppvaxtarstað hundsins Snoopy í teiknimynda- sögu Charles Schultz sem birtist í Morgunblaðinu meðal annars. Hitt vita fœrri að til er neðansjáv- arsveit sem hefur tekið sér uppeldisstaðar einnar sögu- persónunnar. Daisy Hill Puppy eða hundabú er í þann senda frá sér fyrstu plötu, fjög- urra laga 7’, en sveitin hefur áður átt lög Daisy Hill Puppy Farm er af mörgum talin ein fremsta neðansjávarsveit landsins, en ekki eru hljómsveitar- meðlimir á sama máli; segjast bara vera að spila popptónlist. mm Morgunblaðið/Sverrir Ur Duus til Astoria Svart hvítur draumur fer utan Þær hljómsveitir sem skarað hafa framúr á íslenskum tónlist- armarkaði hvað varðar frumleika og sjálfstæða hugsun eru Sykur- molarnir og Svart hvítur draum- ur. Sykurmolarnir fara nú sem logi um akur um heim allan og S.h. draumur er á leið til Bret- lands hvar sveitin mun leika með Sykurmolunum á þrennum tón- leikum, þ. á m. á 2.000 manna tónleikum í London Astoria. S.h. draumur sendi frá sér plötu í vetur, plötuna Goð, sem gefin var út af Lakeland Records í Bret- landi. Ekki hefur platan sú selst í sama mæli ytra og afurðir Sykur- molanna, enda ieikur Draumurinn öllu tormeltari tónlist en Molarnir og því vandséð hvernig sveitin mun ganga í breska áheyrendur, ekki síst þegar við bætist að sveit- armenn hafa lýst því yfir að þeir muni ekkert gera til að koma til móts við enskumælandi áheyrend- ur. Rokksíðan hitti fyrir sveitar- menn í skúr i Kópavogi. Það stóð til að sveitin færi utan í desember sl. og átti þá að leika með Molunum, en það gekk ekki upp þá. Hvernig kom utanförin til núna? Okkur langaði að fara utan og fórum fram á það að fá að spila með Molunum. Þeir höfðu einnig lýst því yfir að þeir vildu fá íslenska sveit til að spila með sér. Þetta er stórt stökk frá Duus og það eina rétta í stöðunni, enda tími til kom- inn. Platan Goð fókk lofsamlega umfjöilun í Melody Maker og NME. Verða þá þessir tónieikar ykkar úti útgáfutónleikar? Jú, í og með. Verður komið til móts við enska áheyrendur með enskum textum eða skýringartextum neð- anmáls? Nei, enda erum við og fremst að spila fyrir okkur sjálfa í þetta sinn. Ánægjan er af því að standa fyrir framan 2.000 manns og spila. Ef eftirmálinn verður einhver þá kemur það bara skemmtilega á óvart. Við búumst ekki við neinu; við bara spilum og förum svo heim aftur og höldum áfram að spila á Duus. Eruð þið sáttir við að spila á Duus? Ekki alveg, enda erum við að fara út núna. Markmiðið er kannski ekki endi- lega það að spila fyrir sem flesta. Aðalmálið er að vera í hljómsveit og spila þá tónlist sem maður vill spila; koma svo fram og viðra það fyrir fólk. Við gerum okkur engar vonir um að ná til Bretans þó svo að við náum til 100 manns í Duus. 100 manns á Duus, er það ekki alltaf sömu 100 áheyrend- urnir sem þið erum að spila fyrir, sömu 100 áheyrendurnir sem fara á alla tónleika? Jú, þetta eru alltaf sömu 100 áheyrendurnir nema á Smekk- leysukvöldum þegar Felix Bergs- son og verslunarskólagengið kem- ur. Við spilum ekki það oft og það er allt í lagi að vera alltaf að spila fyrir sama fólkið, við breytumst ekkert. Það er gott að vissu leyti að eiga þennan hóp að þegar okk- ur langar til að spila. Hvað ætlið þið að spila úti? Það verður líklega svipuð dag- skrá og hérna heima, líklega að- eins breiðari, meira af eldri lögum. Lfka Bensínskrímslið skrfður? Það er kannski einn af plúsunum að í London verður enginn að öskra á Bensínskrímslið skríður, eða á Mónakó, eða á Öxnadals- heiði. Okkur finnst ekki leiðinlegt að spila þessi lög, en þau detta út fyrr eða síðar, enda eigum við fullt af nýjum lögum sem okkur langar til að fara að spila fyrir fólk. Er tónlistin að breytast hjá ykk- ur? Já og nei, við erum að reyna að halda meiri vídd í tónlistinni, að vera ekki alltaf fastir í einhverju pönki. Það er reyndar alltaf verið að kvarta yfir því við okkur að við skulum ekki spila bara eina tegund tónlistar. Þetta er lauslát sveit sem liggur undir hvaða tónlistarstefnu sem er. á Snarlsnæld- unum. Það er Erða- númúsík sem gefur plötuna út. Rokksíöu- útsendari tók hús á sveitar meðlimum. Segið mér frá plötunni. Það er fátt um hana að segja; heimsfrægð í aðsigi. En tónlistin? Þetta er bara hávaði, stolnir bútar og stolnir textar. Það er í raun ekkert um hana að segja. Hvaðan koma lögin sem eru á plötunni? Þetta eru bara innantóm popp- lög með innantómum textum. Við erum ekki textahljómsveit. Það er hálf fáránlegt hér á (slandi hve mikið er talað um textana. Maður á að vera Ijóöskáld ef maður er í hljómsveit, þetta er einhver veiki. Það þarf ekki að vera neitt spunn- ið i textana, en það er allt í lagi ef það er það. Textarnir eru bara skreyting, röddin er bara hljóöfæri. Af hverju þá ekki að syngja bara „úaúaúa“? Það er svo hallærislegt. Okkur finnst skipta máli hvað lagið heitir og hvernig það hljóm- ar. Orðin sjálf aftur á móti skipta minna máli. Það er þó ekki þar með sa’gt að við leggjum ekki eitt- hvað í þá texta sem við gerum. Það getur veriö mikil hugsun á bak við innantóma texta. Hvað enskuna varðar þá syngj- um við á ensku vegna þess að við teljum að enskan sé hvort sem er að yfirtaka landið. Enskan er annað tungumál íslenskrar æsku. Þið eruð þá að láta undan þrýstingnum? Við erum bara á undan okkar samtíð; enskan verður orðin alls- ráðandi á íslandi eftir tuttugu til þrjátíu ár. Sjáðu bara Stöð 2. Þetta var Ifka sagt fyrir tuttugu til þrjátíu árum. Já, en við spáum því að íslensk- an komi til með að hverfa, enda hallærislegt mál. Hver er framtfð hljómsveitar- innar? Við höldum bara áfram, maöur veit aldrei hvað gerist. Við erum ekkert að fara í snyrtingu og pökk- un. Það er geysileg alvara á bak við sveitina, þetta er engin menntaskólasveit. Er það mfnus að vera mennta- skólasveit? Það má eins spyrja hvort það sé einhver plús að vera mennta- skólasveit. Það fer eftir þvf hvort þú ert f menntaskóla eða ekki. Það er bara tilviljun að við fórum í menntaskóla og við höldum áfram að vera í menntaskóla vegna þess að við nennum ekki að vinna. Ekki værum við kallaðir sambandssveit ef við værum allir að vinna hjá Sambandinu. Veltum fyrir okkur poppheimin- um fslenska. Nú er honum oft skipt upp í popp, s.s. Model, Stuðmenn og Greifana, framsæk- ið popp/rokk, s.s. Megas og Bleiku bastana, og neðansjávar- tónlist, s.8. S.h. draum, Ham og ykkur. Eruð þið sáttir við þá nið- urröðun? Nei alls ekki. Við eigum ekkert sameiginlegt með S.h. draum eða Ham. Við kunnum bara ekkert að spila og þessvegna er þetta allt svo hrátt hjá okkur að allir halda að við séum að leika ferlega þunga tónlist. Það eru oftast blaðamenn sem eru að reyna að skipa okkur á bás. Þannig að eftir þvf sem þið náið betri tökum á hljóðfærunum fserist þið nær poppinu. Já og það er ekkert að því að vera popphljómsveit. Eruð þið ánægðir með plöt- una? Já, hæfilega ánægðir. Þetta er kannski tilraun til að gera full- komna popptónlist, en við erum ekkert yfir okkur ánægðir. Þetta lýsir þó hljómsveitinni eins og hún er í dag. Platan er gefin út af Lakeland f Bretlandi, gerið þið ykkur ein- hverjar hugmyndir um frama úti? Við eigum aldrei eftir að gera neitt hér á landi, við erum búnir að gera allt sem hægt er að gera á íslandi. Annarseigum við ekkert erindi út fyrr en eftir þrjú til fjögur ár, við höfum ekkert fram að færa þar eins og er. Maður veit aldrei hvernig þetta þróast. Er markmiðlð . að gera full- komna popptónlist? Maður lætur þau orð falla, en markmiðið er kannski frekar að gera okkur til geös; að gera það sem við viljum gera.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.