Morgunblaðið - 19.05.1988, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 19.05.1988, Qupperneq 76
76 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988 Reuter Alaln Prost fagnar sínum 30. sigri í Formula 1-keppni í Mónakó Prost vann sinn 30. sigur Frakkinn Alain Prost vann sinn þrítugasta sigur í Formula 1 kappakstri, þegar hann kom fyrstur í mark í Mónakó-kappakstrinum á sunnudaginn. Prost Gunnlaugur vann á McLaren eft- Rögnvaldsson jr að félagi hans skrifar Ayrton Senna gerði sig sekan um mistök á lokasprettinum eftir að hafa leitt ,keppnina í 66 af 78 hringjum sem eknir voru. Prost hefur nú góða forystu í heims- meistarakeppni ökumanna, en Ger- hard Berger frá Austurríki er hon- um næstur. Hann náði öðru sæti í Mónakó á Ferrari. ítalinn Michele Alboreto varð þriðji á Ferrari. „Ég trúði ekki mínum eigin augum, þeg- ar ég sá bremsuförin eftir Senna þar sem bíll hans rakst á. Ég var alveg búinn að sætta mig við annað sætið, fór varlega og ætlaði ekki að lenda í klandri á braut sem er erfíð þar sem hún liggur á venjuleg- um götum með veggi á varasömum stöðum. Ég reyni að ná heimsmeist- aratitilinum aftur, en aðeins með því að fara varlega“ sagði Prost eftir sigurinn. Senna vann síðustu keppni og verður að teljast líklegur til afreka í ár. Brasílíumaðurinn Nelson Piquet hlaut titil ökumanna í fyrra, en átti ekki velgengni að fagna í Mónakó. Ekið var á bíl hans áður en ræst var og hann komst ekki af stað. Bretinn Nigel Mansell hætti í 33. hring eftir að Michele Alboreto ók utaní Williams bíl hans, sem skemmdist. Aðeins 10 bílar af 26 luku keppni, sem var sú þriðja af 16 sem gilda til heimsmeistaratitls Formula 1 ökumanna. Lokastaðan í Mónakó aksturstími klukku- stundir 1. Alain Prost, McLaren.1:57,17.089 2. Gerhard Berger, Ferrari...1:57,37.499 3. Michele Alboreto, Ferrari.1:18,33.400 4. Dereck Warwick, Arrows hring á eftir 5. Jonathan Palmer, Tyrell hring á eftir 6. Riccardo Patrese, Williams hring á eftir HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐ Þmmuskot Júlíusar ná 100 km hraða Skotkraftur landsliðsmanna mældur í Japan ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik er nýkomið úr keppnisferð til Japan. Auk þess að leika þar fjóra lands- Íeiki voru framkvœmdarýms- ar mælingar á íslensku leik- mönnunum og m.a. mældur skotkraftur. Þar var Júlíus Jonasson fremstur í flokki og samkvæmt niðurstöðum mælinganna ná þrumuskot Júlíusar 100 km. hraða. Það voru nemendur í íþrótta- háskólanum í Tókyó sem stóðu fyrir þessum mælingum, en hugmyndin var að komast að hve líkamlega sterkir Július íslensku leikmenn- Sigurjánsson jmjr eru. Japanska sknfar landsliðið, sem tekur einnig þáttí Morgunblaðið/Júlíus Júlfus Jónasson lyftir sér upp í Ólympiuhöllinni í Tókýó. Hvort þetta skot hans náði 100 km. hraða er ekki vitað, en í netið fór knötturinn. Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, er hér kominn í skotstöðu með íslenska landsliðinu 1977. Hann hefur greini- lega engu gleymt. Skotkraftur landsliðsmanna Hér er listinn yfír skotföstustu leikmenn landsliðsins. Fyrst kemur meðaltal úr þremur skotum og í sviga fastasta skot viðkomandi leikmanns: Júlíus Jónasson.............99,3 (100) Stefán Kristjánsson.........96,3 (98) Óskar Ármannsson............94,6 (95) Birgir Sigurðsson...........94,0 (96) Jakob Sigurðsson............93,6 (96) Ámi Friðleifsson............93,6 (96) Jón Hjaltalín Magnússon.....93,5 (94) Bjarki Sigurðsson...........91,6 (96) Einar Þorvarðarson..........89,3 (91) Guðmundur Guðmundsson.......89,0 (90) Geir Sveinsson..............86,6 (88) Atli Hilmarsson.............86,3 (89) Karl Þráinsson..............84,6 (87) Guðmundur Hrafíikelsson.....83,3 (86) Hrafn Margeirsson...........82,0 (84) Þorgils Óttar Mathiesen.....81,0 (83) Ólympíuleikunum í Seoul, mun svo nota niðurstöðumar úr þess- um mælingum við undirbúning sinn og takmarið er að ná sama styrk og íslensku leikmennimir. Auk þess að mæla skotkraft fóm einnig fram mælingar á stökk- krafti, húðfitu, vöðvastyrk og hve liðugir íslensku leikmennimir væm. Það var þó útkoman í könn- unni á skotkrafti íslensku lands- liðsmannanna sem _ vakti mesta athygli. Júlfus Jonasson átti fastasta skotið og mældist hraði boltans 100 km. hraða á klukku- stund. KrafturíJónl Jon Hjaltalín Magnússon, formað- ur HSÍ, sem var ein mesta skytta landsliðsins hér á ámm áður, tók einnig þátt í þessari könnun. Hann náði mjög góðri útkomu og hafði á orði að hann þyrfti greinilega að taka handknattleiksskóna fram að nýju! KNATTSPYRNA / LANDSLEIKIR Amljótur valinn í fyrsta skipti Sveinbjörn Hákonarson tekinn í sátt Amljótur Davíðsson hefur verið valinn í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Portúgölum og ítölum í undankeppni Olympíuleikanna. Þetta er f fyrsta sinn, sem hann er valinn í landsliðshóp, en auk hans hafa þrír leikmenn í hópnum ekki leikið a-landsleik, þeir Guð- mundur Hreiðarsson, Kristinn R. Jónsson og Þorsteinn Guðjónsson. Siegfried Held, landsliðsþjálfari, sem kemur til landsins í dag, valdi 21 leikmann að þessu sinni. Leikur- inn gegn Portúgölum verður á Laugardalsvellinum á þriðjudaginn, én 29. maí verður leikið gegn ítölum á sama stað. Sveinbjöm Hákonarson hefur verið tekinn í sátt, en sem kunnugt er fór hann ekki með í leikina gegn Hollendingum og Austur-Þjóðveij- um vegna misskilnings. Eftirtaldir leikmenn eru í hópnum, landsleikjafjöldi í sviga: Friðrik Friðriksson, B-1909 (10), Birkir Kristinsson, Fram (2), Guð- mundur Hreiðarsson, Víkingi (0), Ágúst Már Jónsson, KR (16), Ólaf- ur Þórðarson^ ÍA (18), Heimir Guð- mundsson, IA (4), Guðmundur Steinsson, Fram (17), Viðar Þor- kelsson, Fram (15), Þorsteinn Þor- steinsson, Fram (8), Kristinn R. Jónsson, Fram (0), Jón Grétar Jóns- son, Val (1), Valur Valsson, Val (3), Halldór Áskelsson, Þór (17), Þorvaldur Örlygsson, KA (4), Guð- mundur Torfason, Winterslag (11), Amljótur Davíðsson, Fram (0), Pét- ur Ámþórsson, Fram (14), Ingvar Guðmundsson, Val (6), Rúnar Kristinsson, KR (4), Þorsteinn Guð- jónsson, KR (0) og Sveinbjöm Há- konarson, IA (8). Ormarr Örlygsson gaf ekki kost á sér, vegna prófa í Háskóla íslands. Arnljótur Davfósson. íttímw FOLK ■ LJUBOMIR Radanovic, fyr- irliði júgóslavneska landsliðsins í knattspymu, skrifaði undir tveggja ára samning í gær við belgíska 1. deildarliðið Standard Liege. Rad- anovic er 27 ára vamarmaður og á að baki 31 landsleik. Hann hefur leikið með Partizan Belgrad í júgóslavnesku 1. deildinni. I KLAUS Allofs, fyrirliði vest- ur-þýska landsliðsins í knattspymu, vonast til að verða orðinn góður hnémeiðslunum fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins sem hefst 10. júní. AUofs, sem leikur með franska lið- inu Marseille, fór í uppskurð 25. apríl. Hann sagðist geta farið að sparka bolta aftur fyrir mánaðar- mót. „Ef aðgerðinn heppnast vel vonast ég til að geta leikið með vestur-þýska landsliðinu í síðasta æfíngaleiknum fyrir EM gegn Jú- góslövum 4. júní,“ sagði Allofs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.