Morgunblaðið - 19.05.1988, Side 79

Morgunblaðið - 19.05.1988, Side 79
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988 79 fa&mt FOLX ■ ENSKA blaðinu Match- Weekly barst fyrir skömmu lesendabréf frá stuðningsmanni Norwich City. Hann vildi óska Sigurði Jónssyni til hamingju með markið sem hann skoraði fyrir Sheffield Wednesday í vetur, gegn Norwich. „Það var mikill heiður að fá að sjá þetta mark. Þetta hlýtur að vera eitt af bestu mörkum tímabilsins." Bréfritari segist aðeins muna eftir einu marki sem líktist þessu, en það var mark sem Justin Fashanu skoraði gegn Liverpool fyrir nokkrum árum. ■ SHEFFIELD Wednesday hefur gefíð Gary Owen frjálsa sölu. Owen lék síðast á Grikklandi. Howard Wiikinson hefur áhuga á Graham Rix sem hefur fengið fijálsa sölu frá Arsenal. Rix er þrítugur og hefur einnig rætt við Chelsea og Q.P.R. Hann er frá Yorkshire og Sheffield því í næsta nágrenni. ■ ORÐRÓMUR var á kreiki um að Jim Gregory, hinn nýi stjómar- formaður Portsmouth og fyrrum eigandi Q.P.R., vildi fá Gerry Francis sem framkvæmdastjóra. Hann hefur staðið sig vel hjá Bri- stol Rovers. Af þessu verður þó ekki, því Francis skrifaði undir samning til eins árs til viðbótar hjá Bristol Rovers í gær. ■ JOHNNY Metgod, hollenski leikmaðurinn sem kom til Totten- ham fyrir tæp 250.000 pund, er kominn á sölulista hjá Terry Vena- bles. Þá hefur John Chiedozie, Nígeríumaðurinn fótfrái, fengið öjálsa sölu, en hann var keyptur fyrir 350.000 pund árið 1984. Hann hefur aðeins leikið 53 deildarleiki og verið meiddur í baki síðastliðin tvö ár. ■ SKOSKA knattspymusam- bandið hefur gert stærsta samning í sögu sambandsins. Andvirði samn- ingsins er 2,5 milljónir punda fyrir búninga á öll landslið Skota, en samningurinn gildir til fímm ára. KNATTSPYRNA Gríska félagið Panionios vili fá Guðmund Torfason til sín Guðmundurfórtil V-Þýskalands í gærtil að kanna tilboð frá félaginu GRÍSKA féiagíð Panionios frá Aþenu vill fá Guðmund Torfa- son, landsiiðsmiðherja í knattspyrnu, til liðs við sig. Félagið hefur haft augastað á Guðmundí um tíma og fór Guðmundur til V-Þýskalands í gær, til að kanna hvað Pani- onios, sem er eitt af topplið- unum í Grikklandi, hafi upp á að bjóða. Þetta mái er á frumstigi, þann- ig að ég lítið sagt um það að svo stöddu. Ég hef áhuga að vera nokkur ár til viðbótar í at- vinnuknattspymunni og mun kanna vel þau tilboð sem ég kem með til að fa. Ég ætla ekki að ana að neinu,“ sagði Guðmundur í viðtali við Morgunblaðið. Guðmundur sagði að ef hann fengi ekki gott tilboð á næstunni, gæti farið svo að hann kæmi heim tjl að leika með Fram í sumar. Ég hef sent inn félagaskipti til KSÍ, með þeim fyrirvara að Wint- erslag samþykki þau félagaskiptL Winterslag hefixr yfirtráð yfír mér og getur seit mig hvert sem félag- ið vUI, svo framarlega að ég sam- þykki þá söhi,“ sagði Guðmundur. „Ef ég fæ gott tilboð, þá mun ég taka því. Þá kæmi ég ekki heim til að leika með Frarn," sagði Guðmundur, sem sagðist ætla að' hugsa sinn gang vel áður en hann tæki ákvörðun hvað hann gerði. Guðmundur Torfason sést hér sækja að marki A-Þjóðveija í landsleik á Laugardalsvellinum. KNATTSPYRNA / 2. DEILD Oskabyijun ÍR-inga setti SeHyssinga út af leginu Tvö mörk ÍR-inga íbyrjun leiks- ins setti Selfyssinga algjörlega út af laginu og náðu þeir sér aldrei á strik eftir þaö og uröu aö sætta sig viö tap, 1:3. Selfossliðið kom ákveðið inn á gerfigrasvöllinn í Laugardal og greinilegt að þeir ætluðu sér stóra hluti í leiknum. Þeir áttu ■■■ nokkur góð skot á Andrés mark ÍR en Þor- Pétursson steinn Magnússon skrifar markvörður sá við þeim öllum. Það kom því eins og köld vatnsgusa framan í Selfyssinga og fjölmarga aðdáendur þeirra, sem fylgdu liðinu til Reykjavíkur í gær, að það var ÍR sem náði forystunni. Bragi Bjömsson braust af harðfylgni upp kantinn og sendi hann fyrir markið og þar náði baráttujaxlinn Hallur Eiríksson að þruma knettinum í mark Selfyssinga. Hallur var síðan aftur á ferðinni fjórum mínútum síðar er vöm Sel- fossliðsins náði ekki að hreinsa eft- ir skot ÍR. Hann náði þá knettinum en var hrint og Guðmundur Marías- son dómari dæmdi því réttilega víta- spymu. Karl Þorgeirsson skoraði síðan ömgglega úr vítaspymunni 2:0 fyrir IR. Það sem eftir lifði hálfleiksins skeði fátt markvert og varðist ÍR liðið vel. Selfoss var meira með boltann en allan brodd vantaði í sóknarleik- inn. Seinni hálfleikur byijaði svipað og sá fyrri; Selfoss sótti en ÍR náði skyndisókn og skoraði. Dæmd var aukaspyma á Selfoss liðið út við hliðarlínuna og Knútur Bjamason lyfti boltanum skemmtilega inn í vítateiginn. Þar var Halldór Hall- dórsson réttur maður á réttum stað og skallaði knöttinn fallega í netið. Morgunblaðið/Sverrir Oft skall hurö nærrl hælum við mark ÍR-inga, Hér sést Guðmundur Magnússon sækja að marki þeirra, en knötturinn fór rétt fram hjá. Við þetta var allur vindur úr Sel- fyssingum og ÍR lagði áherslu á að halda fengnum hlut. Selfoss var meira með boltann, en þegar ÍR- ingar náðu skyndisóknum var oft mikið óðagot á vamarmönnum Sel- fyssinga. Undir lok leiksins fór bolt- inn í hönd eins vamarmanna ÍR og Guðmundur Magnússon náði að lagfæra stöðuna í 3:1. Bestu menn IR voru vamarmenn- imir Guðjón Ragnarsson og Einar Ólafsson. Þorsteinn Magnússon var ömggur I markinu ög einnig áttu þeir Hallur Eiríksson og Bragi Bjömsson ágætan leik. Selfóssliðið náði sér engan veginn á strik í þessum leik og greinilegt að gerfígrasið. háði þeim. Heimir Bergsson var einna skástur en ann- ars er þetta örugglega leikur sem þeir vilja gleyma sem fyrst. ■« Maður leiksins: Guðjón Ragnars- son, ÍR íkvöid Knattspyma 1. deild: Keflavflcurv. ÍBK-KR...kl. 20.00 2. deild: Kópavogsv. UBK-FH.........20.00 4. deild: Þorlákshafnarv. Ægir-Skotf. R. .20.00 Gervigrasv. Ármann-Hvatberar .20.00 KNATTSPYRNA / BELGélA „Amór er ekki til sölu“ - segirVerschnern framkvæmdastjóri Anderlecht. „Óvíst hvort ég verð áfram hjá Anderlecht," segir Arnór Guðjohnsen SAMNINGUR Amórs Guö- johnsen við belgíska fólagið Anderlecht rennur út í vor. Nokkur félög hafa sýnt honum áhuga, en Arnór hefur ekki ákveðið hvort hann veröur áfram hjá félaginu. Michel Verschnern, framkvæmda- stjóri Anderlecht, hefur hins- vegar sagt aö Arnór sé ekki til sölu, hann sé liöinu of mikil- vægur. Amór á nú í viðræðum við And- erlecht. Félagið hefur boðið honum langtíma samning, en'Amór segist aðeins vilja semja til 1-2 ára. „Ég tel jafna möguleika á að ég fari frá félaginu og að ég verði áfram,“ sagði Amór í samtali við Morgynblaðið. „Ég er með ágætan samning og hef ekki mikinn áhuga á að fara til nágrannalandanna. Þó væri kannski spennandi að leika í Vestur-Þýskalandi. Það hafa nokkur félög haft sam- band við mig, en það er allt á byij- unarstigi og ég hef ekki ákveðið neitt ennþá. Nu er það úrslitaleikur bikarkeppninnar sem skiptir höfuð- máii og ég mun einbeita mér að honum.“ Goethaels líklega ófram Sá sem hefur stjómað liði And- erlecht er Raymond Goethaels og hann mun að öllum líkindum verða endurráðinn. Hann er ekki titlaður þjálfari, enda má hann ekki sjá um þjálfun, eftir að hafa verið viðriðinn mútuhneyksli. Hann er því kallaður „tækniiegur ráðunautur,“ en velur þó liðið og stjómar því I leikjum. Hann var ráðinn í stað George Lee- kens, sem var rekinn í vetur. ■I Arnór QuAJohnsen.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.