Morgunblaðið - 25.05.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.05.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988 MorgunblaðiA/Úlfar Ágústsson Sigurvin Guðmundsson og Guðdís Guðmundsdóttir, eiginkona hans. Óshlíðarvegur: Griótið dundi isafirði. ír „VEGURINN var þurr og góður og hvergi grjót að sjá nema einn stóran stein innanvert við ytri veggsvalirnar á Óshlíðinni þegar við fórum úteftir i eftirmiðdaginn á hvitasunnudag í fermingarveislu," sagði Sigurvin Guðmundsson á ísafirði sem varð fyrir þeirri lifsreynslu ásamt konu sinni, Guðdisi Guðmundsdóttur, að bíll þeirra stórskemmdist af gijótkasti á Óshlíð án þess að þau slösuðust. Eins og sjá má er billinn mikið skemmdur. á þaki bílsins „Við vorum á heimleið um níu- leytið um kvöldið í góðu veðri og þurru og vorum einmitt að tala um hvað þetta væri fagur dagur, þegar stóreflis steinn kom fljúgandi fram- an við bflinn og lenti á frambrett- ínu og stuðaranum vinstra megin. Um leið heyrðum við mikinn hvin og brothljóð þegar afturrúðan fór í mask og gijót dundi á þaki bflsins með þeim afleiðingum, að það bognaði niður og má sjá kúlu í toppnum eftir hausinn á mér. Mér fataðist þó aldrei aksturinn, hélt róseminni og ók viðstöðulaust um kflómetra leið fram hjá krossinum og í gegn um ytri veggsvalimar. Þar taldi ég að við værum óhult svo ég stöðvaði bflinn. Við nánari athugun þótti ekki áhættulaust að aka honum meir svo við fengum far í bæinn með öðru fólki. Við hjónin finnum bæði til i höfðinu því líklega hefur þakið eitthvað komið við okkur bæði, en að öðru leyti erum við ómeidd." Þau hjónin hafa búið á Sæbóli á Ingjaldssandi þar til síðasta haust að þau fluttu til ísaflarðar. Sigur- vin sagðist halda að rósemi sína og yfirvegun ætti hann því að þakka að hann er vanur brimlend- ingum á Ingjaldssandi og í brim- lendingu er alltaf haldið áfram þar til útúr hættunni er komið. - Úlfar Skemmdir unnar á barna- heimili MIKLAR skemmdir voru unnar á barnaheimili við Iðufell í Reykjavík um helgina. Matvæl- nm og lit var dreift um ailt hús- ið og skemmdir unnar á innrétt- ingum. Á sunnudag átti forstöðukona bamaheimilisins leið að húsinu og sá þá að brotist hefði verið inn. Þegar inn var komið blasti við ófögur sjón. Farið hafði verið í flestar vistarverur hússins og allt eyðilagt sem hægt var. Meðal ann- ars hafði verið kveikt á ofni og hann eyðilagður með því að bræða gúmmíbolta í honum. Eldinn höfðu skemmdarvargamir hins vegar slökkt sjálfir með eldvamarteppi. Þá höfðu þeir dreift mat um öll gólf og sprautað ávaxtasafa og þekjulitum um alla veggi. Engu var stolið og virðist skemmdar- fýsnin ein hafa ráðið ferðinni. VEÐUR / DAG kl. 12.00: 1° Heimild: Veóurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) -1 VEÐURHORFUR í DAG, 25. maí 1988 YFIRLIT f GÆR: Yfir Austur-Grænlandi er 1.030 mb hæð en um 500 km vestur af frlandi er 993 mb lægð, sem þokaat norð-aust- ur. Hiti breytist Iftið. SPÁ: Hæg norð-austanátt um allt land og viðast bjart veður nema við austuretröndina. Hiti á bilinu 8-10 stig aö deginum en þó sval- ara meö norð-austurströndinni. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Norðaustanátt, skýjað og vfða milt é Norö-austuriandi og Austurlandi, úrkoma við strönd- ina og A-10 stiga hiti, en bjartara á Suðvestur- og Vesturlandi og á VestfjÖrðum og 10-15 stiga hltl. Lfklega skúrir 6 Suð-austurlandi. TÁKN: O - Heiðskíi á á & Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * # * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius V y Skúrfr Él — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur -j- Skafrenningur ['? Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gœr að ísl. tíma Mtl veóur Akurayri 8 halóskfrt Raykjavfk 7 MttskýjaA Bargan 11 iéttskýjafi Halalnki 12 þokumóða Jan Mayen +2 þoka Kaupmannah. 11 léttskýjaó Narssaraauaq 1 heiðskfrt Nuuk 1 léttskýjað Ósló 9 slqíjað Stokkhólmur 10 heiðskfrt Þórshöfn 8 alskýjað Algarve vantar Amsterdam 12 rigning Aþena vantar Barcelona 14 léttskýjað Chicago vantar Feneyjar 16 þokumóða Frankfurt 12 akýjað Glasgow 10 skýjað Hamborg 11 skýjað Laa Palmas vantar London 10 akýjað Los Angelas vantar Lúxemborg 14 akýjað Madrid 10 heiðakfrt Malaga 17 þokumóða Mallorca 12 léttskýjað Montreal vantar New York vantar Paris 1« akýjað Róm 16 þokumóða San Dlego vantar Wlnnipeg vantar Starfsmenn álvers- ins taka afstöðu til tilboðs ÍSAL í dag STARFSMENN álversins í Straumsvík hafa verið á fundum undanfama daga að ræða tilboð ÍSAL, sem sett var fram siðastlið- inn föstudag. Samninganefnd starfsmanna hafnaði tilboðinu. Á laugardag sendi ÍSAL öllum starfsmönnum álversins bréf, þar sem sagt var að tilboðið stæði enn. í dag er að vænta niðurstöðu af fundum starfsmann i hinturn ýmsu starfshópum um tilboðið. Samninganefndir beggja aðila Stakk konu með hníf LÖGREGLAN í Reykjavík var kvödd að húsi i borginni i fyrri- nótt, þar sem maður hafði lagt til konu sinnar með hnif. Konan er ekki mikið slösuð. Maðurinn og konan höfðu setið að drykkju um kvöldið og þegar á leið urðu þau ósátt. Maðurinn greip þá hníf og lagði til konunnar. Hún var flutt á slysadeild, en meiðsli hennar eru ekki alvarleg. höfnuðu samningstilboði hins á föstudaginn. ÍSAL áréttaði sitt tilboð á laugardag í bréfi, sem sent var öllum starfsmönnum álversins. Hefst bréfið með þessum orðum: „Við stöndum við tilboðið." í því er sagt að það standi sem samningstilboð þrátt fyrir bráðabirgðalög ríkis- stjómarinnar, enda hafi tilboð ÍSAL verið formlega lagt fram og bókað hjá ríkissáttasemjara áður en lögin tóku gildi. í bréfinu eru borin saman laun samkvæmt bráðabirgðalögun- um annars vegar og hins vegar sam- kvæmt tilboði ÍSAL. Þar kemur fram að fyrir mismunandi starfshópa ál- versins munar allt frá rúmum 48 þúsund krónum upp í rúmar 65 þús- und krónum yfir samningstfmann á laununum. Eru laun samkvæmt til- boði ISAL sem þessu nemur hærri. Samningstfminn er frá 15. aprfl 1988 til 10. aprfl 1989. öm Friðriksson trúnaðarmaður starfsmanna álversins vildi ekki í gær tjá sig um hug starfsmanna til þessa tilboðs. Hann sagði félög þeirra vera að flalla um viðbrögð við þvf, hvort ætti heldur að taka tilboðinu, eða að láta lögin ákveða launin. Hann sagði niðuretöður liggja fyrir í dag. Hvalarannsóknaáætlun íslendinga: Mótmæli og með- mæli undir nafni Rannsóknaáætlun íslendinga fékk bæði meðmæli og var mótmælt á fundi vfsindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins f sfðustu viku að sögn Halldórs Ásgrfmssonar sjávarútvegsráðherra. Vfsindamönnum var gefmn kostur á að gefa upp afstöðu til einstakra áætlana undir nafni í skýrslu nefndarinnar til hvalveiðiráðsins en engin eiginleg atkvæða- greiðsla fór fram. Halldór sagði að nokkrir hefðu á þennan hátt lýst sig mótfallna rann- sóknaveiðum íslendinga, og aðrir hefðu tekið afstöðu með áætluninni en margir hefðu setið hjá. Hann sagði að almenn ánægja hefði verið með hvalatalninguna sfðastliðið sumar og á þessum fundi hefði ver- ið lagt fram meira af rannsóknar- gögnum en nokkru sinni fyrr. ís- lensku vísindamennimir hefðu einn- ig undirbúið þennan fund mjög vel og lagt á sig gífurlega vinnu til þess. Halldór sagðist ekki geta metið hvemig skýrslu vísindanefndarinnar yrði tekið í hvalveiðiráðinu sjálfu, en íslendingar myndu fylgja sínum málum þar fast eftir. Halldór sagð- ist hafa verið búinn að ákveða að fara ekki á ársfund ráðsins vegna ástands mála hér heima en hann sagðist ætla að endurmeta það yfir helgina, sérstaklega með tilliti til þess að niðuretaða hefði fengist f ríkisstjóminni um efnahagsaðgerðir. Árefundurinn hefst 30. maf en hann verður haldinn á Nýja Sjálandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.