Morgunblaðið - 25.05.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.05.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLASIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988 VALTÝR PÉTURSSON LISTMÁLARI Valtýr Pétursson er allur og verður moldar borinn í dag. Við fráfalli hans mátti lengi búast, því að hann hafði verið heilsutæpur um árabil og heilsunni fór heldur hrakandi. Sjálfur trúði hann mér fyrir því fyrir nokkrum árum, að hver dagur gæti orðið sinn síðasti og hafði lækni sinn fyrir því. Fyrir tæpum áratug, á sextugs- afmæli sínu, hélt hann mikinn og eftirminnilegan mannfagnað á heimili sínu og þá þegar mátti sjá, að hann gekk ekki heill til skógar. Og þrátt fyrir allt framan- skráð hélt hann uppi fullri at- haftiasemi til hins síðasta, bæði sem málari og gagnrýnandi svo og á sýningarvettvangi, var t.d. driffjöðrin um sýningarhald Sept- em-hópsins alla tíð. Nei, þessi maður lét ekki deigan síga þrátt fyrir allt líkamlegt og veraldlegt andstreymi — áfram skyldi haldið, á brúnni staðið og hvergi kvikað. Valtýr var, svo sem margur veit, aldursforseti íslenzkra gagn- rýnenda og er til efs, að einhvers staðar á jarðarkúlunni sé til mað- ur, er jafti lengi var samfellt virk- ur í listrýnisskrifum eða í nálægt 36 ár. Slíkt er ekki aðeins afrek í sjálfu sér heldur dijúgum meira afrek en víðast hvar annars staðar í meira ijölmenni — það er ótví- rætt öllu auðveldara að rita list- rýni meðal milljónaþjóða en þar sem allir þekkja alla að segja má. Valtýr var einn í þessum skrif- um við blaðið í fjórtán ár og á köflum eini myndlistargagnrýn- andinn er í blöð ritaði, og á þeim tímum var hann brautryðjandi um núlistir tfmanna. Þetta á hvorki né má gleymast og einnig skal vísað til þess að hann skrifaði af mikilli vinsemd um hina yngstu nú sfðustu árin. Kannski var það vegna þess, að málverkið var aft- ur komið til vegs og það mun hafa glatt hann ómælt, þótt ekki væri hann alltaf með á nótunum um útfærslu þess. En málverkið hafði einfaldlega svo lengi verið úti í kuldanum, að honum hefur þótt mest um vert að hlúa að nýjum ftjóöngum þess. Þá markaði Valtýr dijúg spor í félagsmálum myndlistarmanna, sat sennilega lengur í stjóm en nokkur annar og þá lengstum sem gjaldkeri. Hafði þá með öll mál Listamannaskálans gamla við Kirkjustræti að gera. Valtýr tók að sér þessi störf á erfíðum tímum, er aðrir hæfari fundust ekki eða vildu ekki axla slfka ábyrgð. Hann sat og um árabil í stjóm Norræna listabandalagsins, er myndlistar- mennimir sjálfír réðu þar alfarið ferðinni, og var í forsæti funda þess í Norræna húsinu árið 1971, er ýmis mikilvæg mál voru uppi á teningnum, m.a. væntanleg Norræn listamiðstöð og staðsetn- ing hennar og vom menn þá fam- ir að hallast að Sveaborg og til- boði fínnskra stjómvalda. Ég sat þessa fundi og get borið vitni um, að Valtýr fór létt með þetta hlut- verk sitt. Á öllu mátti sjá að hann var góður tungumálamaður og átti auk þess létt um mál og var m.a. afbragðsgóður sögumaður og fyrir það hlaut hann jaftivel hrós frá þeim, sem voru honum annars andsnúnir. Nutu listamenn bessa hæfíleika hans vel í París upp úr 1950, er íslenzka nýlendan Valtýr Pétursson þar var hvað fjölmennust og menn sátu löngum á hinum nafnkenndra Select Bar, er halla tók degi. Að sjálfsögðu fylgir það manni, sem svo mjög er í sviðsljósinu, að vera umdeildur og mátti Valtýr þola marga ádrepuna á sig á opin- berum vettvangi sem listrýnir og vitanlega sýnu meiri á bak við tjöldin. En hann lét það lengstum lftt á sig fá. Valtýr var maður mælsku og gleði á sínum bestu árum og af- köst hans sem málara voru á köfl- um með ólíkindum. Hér kom hann víða við, hreifst af mörgum straumum f núlistum dagsins og mun m.a. hafa verið fyrsti íslenzki málarinn til að mála hreint flatar- •málsmálverk (geometríu). Slík hnitmiðuð formfesta átti þó ekki við hann til lengdar og við tók hinn svonefndi „tassismi" og ljóð- ræn abstraktsjón ásamt ab- strakt-expressjónisma. Ég held að innsæ hughrif hans hafí átt best við upplag hans, að hveiju sem hann gekk og á það einnig við síðustu tímabil hans, sem voru sjálfur hlutveruleikinn og lands- lagið. Stílamir eru hér ekki aðalat- riðið heldur hitt, að á öllum tíma- bilum listar sinnar gerir hann marktæk verk, sem munu lifa — framtíðin á eftir að flokka það besta, sem eftir hann liggur, og það er trúa mín, að fram komi að hér voru mörkuð dýpri spor í íslenzkri myndlist en margur hyggur eða vill viðurkenna. Síðasti áratugurinn mun hafa verið Valtý um margt þungur í skauti, því að auk heilsuleysisins varð hann fyrir lágkúrulegu að- kasti, bæði sem málari og gagn- rýnandi, og veit ég að hann tók það nú nærri sér, enda lítil heil- indi þar að baki. Það er til umhugsunar að mað- ur, sem stóð á tveimur erfíðum vígstöðvum í eldlínunni lengur en nokkur annar samtfmamaður hans og í raun lengur en nokkrum öðrum mun fært á þessari öld, skyldi hljóta slík örlög í stað þess að hljóta virðingu og viðurkenn- ingu fyrir hugrekkið og opinberan heiður. Hér gildir ekki sú regla skynseminnar að vera sammála, enda slík störf alltaf umdeild, heldur að halda einarðlega fram skoðunum sínum og veit ég t.d. að hann dró listamenn aldrei í pólitfska dilka í skrifum sfnum né gerðum og svo hafði hann þá meginreglu, að vera varkár f fyrstu umfjöllun um frumraun ungra listamanna. En ofurvið- kvæmni í fámenni varð oft til að skrif hans urðu misskilin og kannski var það þess vegna, sem hann benti mér á þessa gullvægu reglu, sem voru einu heilræðin sem hann vék að mér, er ég hóf störf við blaðið. í þessu litla eyrfki vilja allir halda stíft fram sínum skoðunum, sem er í lagi, en hins vegar er það ekki í lagi að hinir sömu lfti þannig á málið, að ef maður sé á öndverðum meiði, sé maður um leið andstæður þeim. Slfkur hugs- unarháttur hlýtur hvarvetna ákaf- lega lága einkunn. í ár voru t.d. 10 virtir myndlistargagnrýnendur heimspressunnar, sem árlega eru lagðar fyrir þijár spumingar og ávallt þær sömu, svo til ósammála í öllum atriðum, en ég, efast ekki um að þeir meti og virði allir skoð- anir hinna, enda lýðræðislegast. Og hví skyldi Valtýr Pétursson ekki njóta þess sóma, sem honum ótvírætt bar í lifanda lífí, spyr maður ósjálfrátt að leiðarlokum. Viðurkenning er hveijum manni mikilsverð, en óverðskuldaður andróður hlýtur að leggjast á sál- ina. Hér bar Valtýr sig vel, svo sem skrif hans síðustu árin em lifandi vottur um, en hann gat virkað nokkuð þungur og dapur á köfl- um, þótt stutt væri í glettnislegt augnatillit. Her vil ég minnast þess sem ég las á dögunum í bók um eina mestu leikkonu, sem Danir hafa eignast, Jóhönnu Luisu Heiberg f. Pátges (1812—1890), sem var gift hinum mikla leikhúsmanni, þjóðleikhússtjóra, rithöfundi og gagnrýnanda Johan Ludvig Hei- berg (1791-1860). Meðal þess síðasta sem hann reit í kompur sínar, var hugleiðing um viður- kenninguna, en honum mun hafa sámað andvaraleysi samtíðar- manna sinna. „Mörgum þykir miður, að þeir hafí ekki hlotið þá viðurkenningu, sem þeir álíta að þeir verðskuldi. Þar sem verðleikar eru sannarlega fyrir hendi, undrar mann ekki að þeir óski viðurkenningar, því það er mannlegt að vilja hafa áhrif á aðra, og það er eðlilegt að maður vilji njóta ávaxtanna af þeim tijám, sem maður hefur gróður- sett. En þegar maður sér, hversu mikillar viðurkenningar er aflað á yfírborðinu með annarlegum að- ferðum að undirlagi hins viður- kennda sjálfs, vegna þess að verð- leikar hans einir dugðu ekki til, þá getur sérhver vanmetinn hugg- að sig með því, að hann fékk ekki það sem hann ekki stal. Mesta óhamingjan er ekki að sakna viðurkenningar, heldur að hafa vanrækt sjálfur að veita öðr- um hana; að hafa lifað með göfug- um mönnum og stórgáfuðum, sem manni sýndist vera venjulegt fólk og gera sér ekki grein fyrir eigin blindu fyrr en um seinan." Þessar staðreyndir hafa víst alltaf verið í gildi og er hollt að hugleiða, og kannski aldrei frekar en í dag á fjölmiðla- og fjöltækni- öld. Víst er, að ekki verður gengið framhjá Valtý Péturssyni, er sam- anlögð íslenzk listasaga 20. aldar- innar verður skrifuð. Hvorki sem málara, listrýni né áhrifavalds í félagsmálum. Og það verður von- andi stóra viðurkenningin hans. Bragi Ásgeirsson í dag fer fram útför Valtýs Péturssonar listmálara. Valtýr kom fram á sjónarsviðið sem list- málari eftir síðari heimsstyijöld, á mestu breytingartímum íslensks þjóðfélags og listalífs á þessari öld, sem þátttakandi f abstrakt- listinni og var hann virkur þátt- takandi í listum .og listaumræðu í fjóra áratugi sem listmálari og gagnrýnandi en kannske ekki síður í félagsmálum myndlista- manna. En hann var gjaldkeri FÍM frá 1952—68 og formaður félagsins 1969—73, einnig í stjóm íslandsdeildar Norræna mynd- listabandalagsins frá 1951 og formaður þess á árunum 1969—73. Vann hann mikið og gott starf á þessum ámm í þágu myndlistamanna. Valtýr var löng- um umdeildur eins og gjama er um menn sem koma hlutunum á hreyfíngu og þora að standa á sinni meiningu. Enda þótt ég kynntist Valtý ekki nema lítillega, fann ég strax að það var eldhugi á ferð. Mig langar að þakka fé- lagsstörf Valtýs í þágu FÍM. Ég sendi eiginkonu, ættingjum og vinum samúðarkveðjur. Daði Guðbjörnsson, Formaður FÍM. Valtýr Pétursson listmálari er til moldar borinn í dag. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða. Þó er fráfall hans óvænt og sárt, en hann lést í svefni á heimili sínu að morgni sunnudagsins 15. maí. Að Valtý stóðu sterkir þing- eyskir stofnar. Hann fæddist í Grenivík 27. mars 1919, sonur hjónanna Péturs Einarssonar kennara þar og Þórgunnar Ama- dóttur. Pétur var sonur hjónanna Einars bónda og feijumanns á Skógum í Hnjóskadal Einarssonar og Kristbjargar Bessadóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.