Morgunblaðið - 25.05.1988, Síða 36

Morgunblaðið - 25.05.1988, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 60 kr. eintakið. Framboð og fiskverð Verð á físki hvort heldur er í Bandaríkjunum eða Evr- ópu hefur verið að lækka. Að vísu sýnist verðlag á físki oft hafa næsta lítil áhrif á ákvarð- anir þeirra, sem ráða hvar hann er seldur upp úr sjó. Þessu til staðfestingar má benda á þró- unina á ferskfískmörkuðunum í Bretlandi og Vestur-Þýska- landi. Síðustu vikur hefur verð á ferskum þorski í Bretlandi fallið um 21,8% og verðið í Vestur- Þýskalandi hefur fallið um 11,1%. Sé miðað við verð á sama tíma í fyrra hefur fengist 200 milljónum króna Iægra verð fyrir fískinn núna á þess- um mörkuðum. í samtali við Morgunblaðið, sem birtist sl. sunnudag, sagði Kristján Ragn- arsson, formaður og fram- kvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, að rík ástæða væri til þess að tak- marka framboð á ferskum físki í Bretlandi og Vestur-Þýska- landi, þar sem við hefðum ekki efni á að tapa verulegu fé til sölu físksins. Útgerðarmenn ættu að sjá um þá takmörkun sjálfír, en ekki óska skipana ofan frá. „Menn verða að ráð- stafa afla sínum öðruvísi en selja hann ferskan úr landi," sagði Kristján Ragnarsson. Undir þessi orð Kristjáns Ragnarssonar skal tekið en vakin athygli á því um leið, hve undarlegt það er í raun, að formaður LÍU skuli þurfa að hafa uppi slík vamaðarorð. Þrátt fyrir að verð hafí verið að lækka jafii mikið og raun ber vitni og farið niður fyrir það, sem hægt hefur verið að fá fyrir fískinn hér á landi, og þrátt fyrir að gengið hafí verið vitlaust skráð til skamms tíma að mati þeirra sem útgerð og fiskvinnslu stunda, hætta menn ekki að selja ferskan físk úr landi til þessara markaða. Hafa stjómvöld jafnvel gripið til jafn umdeildra ráðstafana og lönd- unarbanns til að hindra að ferskur fískur sé fluttur héðan til Bretlands. Og formaður LÍU sér ástæðu til að hallmæla ósk- um félagsmanna sinna um „skipanir að ofan" til að hefta sölu á ferskum físki til útlanda. Spumingar um almennar forsendur fyrir sölu á ferskum físki til útlanda hljóta að vakna, þegar núverandi staða er íhug- uð. Hvað er það sem ræður ákvörðunum um að selja þessa afurð í Bretlandi eða Vestur- Þýskalandi, þegar verðið er svona lágt? Hvers vegna þarf opinber afskipti af málinu? Af hveiju vilja menn ekki selja fískinn á markaði hér, þar sem hærra verð fæst fyrir hann? Hvað hefur í raun verið gert til að gera fiskmarkaði á ís- landi að mörkuðum fyrir íslenskan físk? Hvers vegna koma erlendir kaupendur ekki hingað í stað þess að við flytjum vömna óselda til þeirra? Þessum spumingum verður ekki svarað hér og nú. Svör við þeim kynnu á hinn bóginn að auðvelda þeim ákvarðanir, sem hafa það í hendi sinni, hvort ferskur fískur er seldur hér á landi eða annars staðar. Það em orðin sérréttindi að mega nýta íslandsmið, þessum rétt- indum hljóta að minnsta kosti að fylgja þær skyldur, að þeir sem njóta þeirra geti sýnt fram á að þeir sækist eftir hag- kvæmasta verði fyrir afurðina. Ef til vill þarf að tengja þá kvöð réttinum, að óunninn afli sé seldur á markaði á íslandi? • • Oryggismál í sumarbúðum Fyrir réttu ári urðu miklar umræður um öryggismál í sumarbúðum fyrir böm og unglinga, einkum bmnavamir. Hefði mátt ætla að þessar um- ræður og sú gagnrýni á um- hirðu- og aðgæsluleysi sem þá kom fram leiddu til þess að í ár væri þannig búið um hnúta að rétt yfírvöld og Bamavemd- arráð gætu vafningalaust veitt umsækjendum starfsleyfi. Ann- að hefur komið í ljós. Bamavemdarráð íslands hefur ákveðið að veita þeim búðum ekki starfsleyfí í ár, þar sem brunavamir em ekki í sam- ræmi við kröfur Bmnamála- stofnunar ríkisins. Neitar ráðið þeim búðum um leyfí, sem ekki bæta úr brunavömum sínum til að uppfylla þessar kröfur. Hér er rétt að verki staðið. Sætir undran hvemig nokkmm dettur í hug að sækja um leyfí til að reka sumarbúðir fyrir böm án þess að eldvamir séu með þeim hætti að viðunandi sé talið. Reuter Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands við athöfnina í Smith Coliege þar sem hún var sæmd heiðursdoktorsnafnbót. Forseti íslands: Michael Dukakis ríkisstjóri i Massa á skrifstofu sinni. Hann sækist eftii Demókrataflokksins. Heiðruð í Smith Cc o g fundur með Du Boston, frá óla Birni Kárasyni, fréttaritara Morgrinblaðsins. FRÚ Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, var sæmd heiðurs- doktorsnafnbót við Smith College, í Northamton í Massachus- etts, á hvitasunnudag. Á mánudag átti forseti stuttan fund með Michael Dukakis, ríkisstjóra í Massachusetts, en hann sækist eftir útnefningu demókrata í forsetakosningunum, síðar á þessu ári. árið 1980 hefði haft á stöðu Smith College er virtur kvenna- háskóli, stofnaður árið 1871 og það er aðeins á síðari árum sem karlmönnum hefur verið veittur aðgangur að skólanum til fram- haldsnáms. Sex íslenskar konur hafa stundað nám við skólann og mun Valborg Sigurðardóttir hafa útskrifast þeirra fýrst árið 1945 9g var hún nú í fylgd með forseta íslands. Maiy Maples Dunn, rektor Smith College, sagði í ávarpi þeg- ar Vigdís Finnbogadóttir var heiðruð, að hún hefði verið fyrsta konan sem hefði verið kjörinn for- seti lýðveldis í heiminum. Þá rakti hún í stuttu máli fyrri störf for- seta og hvaða áhrif kjör hennar kvenna á íslandi. Um leið og Vigdís Finnbogadóttir tók við heið- ursdoktorsnafnbótinni var fjórum öðrum konum veittur sami heiður: Jill Ker Canway, sagnfræðingur og fyrrverandi rektor Smith Col- lege, en tímaritið Time útnefndi hana konu ársins árið 1976; Bar- bara A. Black, sagnfræðingur í lögum og fyrsta konan sem gegn- ir starfí deildarstjóra við lagaskóla Columbia University; Katherine Woodruft Fanning, ritstjóri Chríst- ian Science Monitor, eins af virt- ari dagblöðum Bandaríkjanna, en hún var fyrst kvenna kjörin form- aður samtaka bandarískra rit- stjóra (American Society of New- spaper Editors); Mary McCarthy, ríthöfundur, og Gloria Steinem, rithöfundur og þekkt kvenrétt- indakona, en hún útskrifaðist frá Smith College árið 1956. Liðlega 700 nemendur Smith College voru útskrifaðir stuttu áður en konumar fímm voru heiðr- aðar og fögnuðu þeir sérstaklega þegar Vigdís Finnbogadóttir og Gloria Steinem tóku við nafnbót- inni. Fundur með Dukakis Á mánudagsmorgun tók Mic- hael Dukakis, ríkisstjóri Massac- husetts, á móti Vigdísi Finnboga- dóttur í ráðhúsi fylkisins. Dukakis verður að öllum líkindum forseta- efni Demókrataflokksins í kosn- ingunum í nóvember næstkom- andi. Fundur Dukakis og Vigdísar Finnbogadóttur stóð í um það bil tuttugu mínútur, en engar yfírlýs- ingar vora gefnar að honum lokn- um enda um einkafund að ræða. Jón Baldvin óskar meiri upplýsinga um gjaldeyrísviðskit Oll kurl um gjaldeyri skiptiu munu koma til - segir Geir Hallgrímsson Seðlabankastjóri „ÞAÐ er unnið að málinu i samstarfi við Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra. Við viljum gefa heildstæða skýrslu. Öll kurl munu koma til grafar," sagði Geir Hallgrímsson bankastjóri Seðlabankans aðspurður um beiðni Jóns Baldvins Hannibalsson- ar starfandi viðskiptaráðherra um fullnægjandi upplýsingar um gjaldeyrisúttekt viðskiptabankanna dagana fyrir uppstign- ingardag. Ráðherra sendi Geir bréf á hvitasunnudag þar sem hann segir að hluta spurninga sinna um sama efni sé ósvarað. Þá telur ráðuneytið að „óþarfa hártoganir“ komi fram í frétta- tilkynningu Seðlabanka sem hann sendi frá sér fyrir helgi. „Þessi orðsending er ekki svara verð út af fyrir sig,“ sagði Geir aðspurður um ávítur ráðuneytis- ins. „Því var haldið fram af Jóni Baldvin og Alþýðublaðinu að Seðlabankinn vildi ekki gefa upp- lýsingamar en það er fjarri sanni. Þetta er aukaatriði. Meginatriðið gagnvart Jóni Baldvin er að spumingum hans var svarað samkvæmt orðanna hljóðan. Hann spurði ekki um ann- að en yfirfærslur fyrir meira en eina milljón króna. Inni í þeim 1400 milljónum króna sem ekki hefur verið gerð grein fyrir era gjaldeyriskaup þeirra sem keyptu fyrir minna en milljón króna auk afborgana og vaxta af erlendum lánum sem ekki era tilgreindar í þeim upplýsingum sem gjaldeyri- seftirlitið fær sjálfkrafa frá bönk- unum.“ í bréfí Jón Baldvins er farið fram á skýrslu um heildarapphæð gjaldeyriskaupa og yfírfærslna 9.-11. maí, dag fyrir dag. Þá skuli gerð grein fyrir heildargreiðslum banka vegna afborgana og vaxta af erlendum lánum sem bankamir endurlána innlendum aðilum, en ekki var gerð frekari grein fyrir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.