Morgunblaðið - 25.05.1988, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 25.05.1988, Blaðsíða 70
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988 Fegurðardísírnar stilltu sér upp með Mikka mús og Minnu fyrir Ijósmyndara Morgunblaðsins. Frá vinstri eru Guðný Elísabet Óladóttir, Guðrún Margrét Hannesdóttir, Kristín B. Gunnarsdóttir, Karen Kristjánsdóttir, Kamilla Rún Jóhannsdóttir, Guðbjörg Friða Guðmundsdóttir, Martha Jðrundsdóttir, Sigrún Eyfjörð, Linda Pétursdóttir, Halldís Hðrn Höskuldsdóttir og Guðbjðrg Gissurardóttir. *U)( Vopnfirsk stúlka ungfrú ísland 1988 Ef til vill er önnur Hófí á leiðinni, segir fulltrúi Top Shop „ÞAÐ leggur sennilega engin þjóð eins mikið í val á fegurðar- drottningunum sínum og tslend- ingar. En það virðist skila árangri þvi ef til vill er þaraa ðnnur Hófí á leiðinni," sagði Ric- hard Birtchenell, sðlu og auglýs- ingastjóri hjá verslanakeðjunni Top Shop, eftir að hafa fylgst með Fegurðarsamkeppni íslands á Hótel Islandi á mánudagskvöld. Þar var Linda Pétursdóttir, 18 ára gömul stúlka frá Vopnafirði, valin Ungfrú ísland 1988 úr hópi 11 stúlkna. í ððru sæti varð Guð- bjðrg Gissurardóttir, 19 ára Reykvikingur og í 3. sæti varð Guðrún Margrét Hannesdóttir, 20 ára, einnig úr Reykjavík. Sig- rún Eyfjörð, tvítugur Garðbæ- ingur, var valin besta ljósmynda- fyrirsætan og Halldís Höra Hðs- kuldsdóttir, 20 ára Snæfellingur, var valin vinsælasta stúlkan af stðllum sinum. Linda _ Pétursdóttir var krýnd Ungfrú ísland skömmu eftir mið- nætti að undangenginni mikilli veislu sem hófst formlega klukkan átta þegar hirðsveinar leiddu pels- klædda keppenduma í salinn. Um 600 matargestir voru í Hótel ís- landi en samt lét yfirmatreiðslu- maður hótelsins, Ólafur Reynisson, sig hafa það að bera fram nautapip- arsteik. Steikin hafði samt ekkert Qöldaframleiðsluyfirbragð og bar það vitni um bragðgæðin að veislu- gestir sáust nánast sleikja diska sína. Undir borðum var sýndur dans, sem Astrós Gunnarsdóttir samdi við verk Gunnars Þórðarsonar, Til- brigði við fegurð. Þetta verk var samið fyrir fegurðarsamkeppnina 1983 og hefur síðan verið flutt á hveiju ári en samdir við það nýir og nýir dansar. Baldvin Jónsson flutti síðan ávarp og kynnti heiðurs- gesti kvöldsins, þá Davíð Oddsson borgarstjóra, Richard Birtchenell, sölu- og auglýsingastjóra Top Shop sem kostað hefur keppnina Miss., World, og Krish Naidoo, sem stýrir fegurðarsamkeppni írlands og rek- ur þar stærsta diskótek landsins. Baldvin gat þess að Naidoo væri óánægður með það hvemig írskum Guðný Elíasabet Óladóttir, sem varð í 4. sæti, með foreldrum sínum Helgu Ólafsdóttur og Jóni Ólafsssyni. Sigrún Eyfjðrð, sem lenti i 5. sæti, var jafnframt valin besta ljós- myndafyrirsætan. Hér er hún með foreldrum sfnum, Benedikt E. Sigurðssyni og Auði Eiríksdóttur, og unnusta sínum Viðari Arnarsyni. stúlkum hefði gengið í alþjóðlegum fegurðarsamkeppnum og væri því kominn til íslands til að læra. Að þessu loknu komu stúlkumar 11 fram í sundbolum við mikinn fögnuð áhorfenda, sérstaklega ann- ars kynsins. Hitt kynið gladdist meira yfir næsta atriði, tískusýn- ingu frá tískuhúsinu Markúsi þar sem sýnd var nýjasta kvenfatatísk- an frá Þýskalandi og Frakklandi. Stúlkumar komu næst fram í íburðarmiklum kvöldkjólum sem bær höfðu margar hannað sjálfar. Eftir að hafa gengið út á sviðið vom þær spurðar nokkurra spum- inga af kynnum kvöldsins, ópera- söngvuranum Bergþóri Pálssyni og Sigrúnu Waage. Þar kom fram, þótt í skötulíki væri, viðhorf þeirra til lífsins og tilverannar og þær sem spurðar vora sérstaklega út í keppnina sjálfa vora á einu máli um að hún væri mjög þroskandi og skemmtileg. Það vakti þó mesta athygli og kátínu þegar Halldís Morgunblaóið/Keli Ungfrú ísland 1988, Linda Pétursdóttir. Við hlið hennar er Guð- bjðrg Gissurardóttir, sem varð í 2. sæti. Guðrún Margrét Hannesdóttir, sem lenti í 3. sæti, með foreldrum sínum Hannesi Nordal Magnússyni og Ástu Valdimarsdóttur. Höm Höskuldsdóttir upplýsti að hún hefði haft svín sem húsdýr í sveitinni á Snæfellsnesi. Þegar hún var spurð hvar þau hefðu verið geymd svaraði hún: við höfðum þau bara inni með hundunum þremur og köttunum tveimur! Söngvarinn Einar Júlíusson söng næst þrjú lög og um leið og hann söng það síðasta, Augun þín blá, leiddi hann fegurðardísimar fram á sviðið eina af annari og þær tóku undir með Einari í lokin. Þá vora gjafír til keppenda kynntar og sýnd- ar, m.a. sýndi Unnur Steinsson kjól frá tískuhúsinu Markúsi sem fata- hönnuðurinn Uta Raasch hannaði sérstaklega fyrir keppnina. Unnur bar einnig demantshring settan 25 demöntum frá Gulli og silfri, og samanlagt verðgildi þessara gjafa var um hálf milljón króna. Skemmtiatriðunum lauk síðan með mikilli danssýningu Dansflokks Auðar Haralds. Hápunkur kvöldins, sjálf krýn- Guðbjðrg Gissurardóttir, sem lenti i 2. sæti, með Kjartani Ólafssyni fósturfðður sínum og móður sinni, önnu Guðmundsdóttur. H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.