Morgunblaðið - 25.05.1988, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988
Ungfrú ísland í faðmi fjölskyldunnar. Foreldramir, Pétur Olgeirs-
son og Ásta Dagný Hólmgeirsdótir, sitja við hlið hennar, en fyrir
aftan stendur vinur hennar, Eyþór Guðjónsson, og Sævar bróðir
hennar.
Urslitin komu
mjög á óvart
- segir fegurðardrottning íslands 1988
nAð sjálfsögðu komu úrslitin
mér mjög á óvart,“ sagði Linda
Pétursdóttir, nýkrýnd fegurðar-
drottning íslands, við Morgun-
blaðið. Linda er 18 ára Vopnfirð-
ingur, dóttir hjónanna Ásu
Dagnýjar Hólmgeirsdóttur og
Péturs Olgeirssonar, og stundar
nám á nýmálabraut í Armúla-
skóla í Reykjavík.
„Ég ætlaði að fara heim í sumar
til að vinna en mér er sagt að ég
þurfi sennilega að endurskoða það,“
sagði Linda þegar hún var spurð
hvort þessi úrslit hefðu ekki brejftt
framtíðaráformum hennar. í nóv-
ember verður hún fulltrúi íslands í
keppninni um Miss World, sem
Hólmfríður Karlsdóttir vann 1985.
Linda sagði að auðvitað myndi
titillinn breyta ýmsu en þó reiknaði
hún með að lífíð gengi að mestu
sinn vanagang. Hún ætlaði að ljúka
menntaskóla og færi sfðan vonandi
að vinna við áhugamál sín: tungu-
mál og leggja til dæmis stund á
þýðingar; og ferðalög og vera leið-
sögumaður erlendis. Hún hefur ekki
komið nálægt sýningarstörfum en
sagðist þó geta hugsað sér að vinna
eitthvað við slíkt í framtíðinni.
Af öðrum áhugasviðum nefndi
Linda bókmenntir, sérstaklega verk
Williams Shakespeares. Aðspurð
um uppáhaldsleikritið nefndi hún
Rómeó og Júlíu og einnig Hamlet,
en sagði að verkin væru öll
skemmtileg. Hún sagðist reyna að
lesa aðrar bækur þegar tími gæfist
til og þá það sem hún hefði við
höndina hveiju sinni.
Linda sagði að undirbúningurinn
fyrir keppnina hefði verið strangur
og stanslausar æfingar sfðasta
mánuðinn. Á sfðustu vikum hefur
Linda lést um 8 kíló, um 6 kíló
fyrir fegurðarsamkeppni Austur-
lands sem hún vann, og síðan um
2 kíló fyrir fegurðarsamkeppni ís-
lands. „Þetta er dálftið erfítt en
maður lét sig þó hafa það og erfið-
ið var þess viiði,“ sagði Linda Pét-
ursdóttir.
'ngin, var skömmu eftir miðnætti.
Stúlkumar stilltu sér upp á sviðinu
°g dómnefndarmennimir komu
hver á eftir öðmm með umslög sem
innihéldu nöfii þeirra stúlkna sem
fengu viðurkenningar og verðlaun.
María Baldursdóttir kom með um-
slagið sem innihélt nafn vinsælustu
stúlkunnar, Halldísar Hömar Hös-
kuldsdóttur. Friðþjófur Helgason
kynnti bestu ljósmyndafyrirsætuna,
Sigrúnu Eyflörð. Öm Guðmundsson
kynnti hver lent hefði í 5. sæti, en
það var Sigrún Eyfjörð, Sóley Jó-
hannsdóttir afhenti umslagið sem
innihélt n^fn Guðnýar Elísabetar
Uladóttur sem lenti í 4. sæti og
Sigtryggur Sigtryggsson kom með
umslag merkt 3. sætinu, <en f því
•enti Guðrún Margrét Hannesdóttir.
Sigriður Guðlaugsdóttir, sem varð
i 3. sæti í fyrra, krýndi Guðrúnu
Margréti.
Spennan var komin í hámark
þegar Erla Haraldsdóttir afhenti
umslagið merkt 2. sætinu. Þegar
nafn Guðbjargar Gissurardóttur var
•esið upp þóttust þó flestir vissir
um að Linda Pétursdóttir hefði
hreppt titilinn, enda reyndist nafn
hennar koma upp úr umslaginu sem
Ólafur Laufdal, formaður dóm-
Uefndarinnar, afhenti kynninum.
Magnea Magnúsdóttir, sem varð í
2. sæti í síðustu fegurðarsam-
keppni, krýndi bæði Guðbjörgu og
Lindu.
Eftir að veislugestir höfðu klapp-
að fegurðardísunum lof í lófa, og
þær tekið við hamingjuóskum frá
ættingjum og vinum, gátu þær loks
aðeins slakað á. Þær settust síðan
að miðnæturmáltfð með ómældu
kampavíni á meðan aðrir fóru að
liðka fætumar undir stjóm Ðe Lónlf
BIú Bojs.
Þegar Morgunblaðið spurði Rich-
ard Birtchenell hvemig honum hefði
líkað skemmtunin sagði hann að
þetta hefði verið vel undirbúin
hátíð. Greinilega hefði ekkert verið
sparað til að gera hana sem glæsi-
legasta og sennilega legði engin
önnur þjóð eins mikið á sig til að
velja fulltrúa sinn í fegurðarsam-
keppni.
Birtchenell var mjög hrifínn af
íslensku kvenfólki og sagði að það
væri ótrúlega mikið af fallegum
stúlkum, ekki aðeins á sviðinu held-
ur einnig f salnum og þar hefði
hann séð fullt af stúlkum sem ættu
vel heima í keppninni um Miss
World. „Þetta virðist vera náttúm-
auðlind íslendinga," sagði Birtch-
enell.
Hann sagði síðan að Linda Pét-
ursdóttir, Ungfrú ísland 1988, væri
sérstakiega glæsileg stúlka sem
ætti góða möguleika í keppninni
um Miss World. „Hófí var stórkost-
•eK °g mjög vinsæl; hún er senni-
•ega vinsælasti sigurvegari keppn-
innar síðasta áratuginn. En kannski
er önnur slík þama á leiðinni," sagði
Richard Birthenell.
Skólaslit og tónleik-
ar í Söngskólanum
FIMMTÁNDA starfsári Söng-
skólans í Reykjavík er nú að
ljúka. Um 150 nemendur hafa
stundað nám við skólann i vetur,
115 í fullu námi en um 35 í hluta-
námi í kvöldskóla. Skólinn út-
skrifar að þessu sinni einn söng-
kennara, Ingu Jónínu Backman,
og sex nemendur luku VIII. stigi,
sem er lokapróf úr almennri
deild. Prófdómari í vor var John
Streets frá konunglegu bresku
tónlistarskólunum og dæmdi
hann stigpróf yfir eitt hundrað
nemenda bæði í söng og píanó-
leik. Við Söngskólann starfa nú
þrjátíu kennarar og skólastjóri
er Garðar Cortes.
Vortónleikar á vegum Söngskól-
ans verða sem hér segir: VIII. stigs
tónleikar verða miðvikudaginn 25.
maí kl. 20.30 en þá syngja Sólrún
Hlöðversdóttir, Ragnheiður Láms-
dóttir og Þórdís Þórhallsdóttir. Og
fimmtudaginn 26. maí syngja Ólöf
G. Ásbjömsdóttir og Stefán Amgr-
ímsson, sem einnig em að ljúka
VIII. stigi. Báðir þessir tónleikar
verða í Tónleikasal Söngskólans að
Hverfisgötu 45. Mánudaginn 30.
maí kl. 20.30 verða svo VIII. stigs
og söngkennaraprófstónleikar í
Norræna húsinu. Þar syngja Björk
Jónsdóttir, sem er að ljúka VIII.
stigi, og Inga J. Backman, sem
útskrifast sem söngkennari í vor.
Píanóleikarar úr starfsliði skól-
ans munu koma fram með nemend-
unum á þessum tónleikum. Það em
þau Catherine Williams, David
Knowles, Jómnn Viðar og Kolbrún
Sæmundsdóttir. Aðgangur er öllum
heimill og ókeypis nema á tónleik-
Inga J. Backman, nýútskrifaður
söngkennari frá Söngskólanum i
Reykjavík.
ana í Norræna húsinu þar er verð
aðgöngumiða kr. 300.
Skólaslit og lokatónleikar Söng-
skólans verða svo í íslensku óper-
unni sunnudaginn 29. maí; skóla-
slitin kl. 15.00 og lokatónleikamir
kl. 16.00. Aðgöngumiðasala er við
innganginn en styrktarfélögum
hafa þegar verið sendir miðar. Að
tónleikunum loknum verður boðið
upp á kaffíveitingar í Söngskólan-
um.
Daginn eftir skólaslitin fara síðan
fram inntökupróf í skólann fyrir
næsta vetur.
Leiklistarhátíð í Helsinki:
Islenskur leikstjóri
hjá Færeyinmim
FÆREYSKA sýningin á Stjörnu-
bami, sem Brynja Benedikts-
dóttir leikstýrði verður sýnd á
norrænu leiklistarhátíðinni í
Helsinki 28. mai og er þetta í
fyrsta skipti sem Færeyingar
taka þátt í hátíðinni.
Brynja Benediktsdóttir sagði, í
samtali við blaðið, að hún hefði
sett upp leikritið Stjömubam hjá
Sjónleikarfélaginu í Þórshöfn í mars
sl. Um er að ræða nýtt færeyskt
verk eftir Minu Reinert, með tónlist
eftir Jakob Thomsen. Sagði Brynja
verkið mjög nýstárlegt, þar væri til
skiptis litið til fortíðar Færeyinga
og framtíðar og eitt hlutverkið
væri í höndum vélmennis. Sjónleik-
arfélagið bindi miklar vonir við
þetta boð á hátfðina í Helsinki og
vonuðust þau jafnvel til að það yrði
stökkpallur inn í atvinnumennsku.
Ekkert atvinnuleikhús er í Færeyj-
um.
Brynja sagðist því miður ekki
geta farið með Sjónleikarfélaginu
til Helsinki, því hún væri bundin
hér heima við gerð kvikmyndar,
sem frumsýnd verður á Listahátíð.
En hún hefði farið til Þórshafnar
og enduræft verkið og búið leikar-
ana undir þátttöku í hátfðinni.
Þing um vinnuvernd á Norðurlöndum:
Fjallað m.a. um álag
og álagssjúkdóma
SAMEIGINLEGT fulltrúaþing
þeirra stofnana sem annast
vinnueftirlit og vinnuvemdar-
verkefni á Norðurlöndum verður
haldið í Reykjavík dagana 25. -
28. þ.m. Þar verður m.a. fjallað
um hvemig hægt sé að draga
úr hættu á stórslysum vegna
efnanotkunar og efnafram-
leiðslu, álag og álagssjúkdóma
og hvernig hægt sé að hamla á
móti skaðlegum áhrifum sem
fylgja streitu og andlegu álagi
við vinnu.
Þing sem þessi eru haldin annað
hvert ár og er þetta það sextánda
í röðinni. Verkefnin sem tekin verða
fyrir að þessu sinni eru: Nýjar að-
ferðir við vinnustaðaeftirlit, þekk-
ing og fæmi vinnueftirlitsmanna,
forvamir gegn álagssjúkdómum,
sálrænir áhættuþættir, að koma í
veg fyrir stórslys, fyrirtækjaheilsu-
vemd og vinnueftirlit.
Inngangserindi em flutt um
hvert efni og síðan farið nánar í
saumana á þeim. Eyjólfur Sæ-
mundsson forstjóri Vinnueftirlits
ríkisins reifar efnið: „Að koma í veg
fyrir stórslys" og byggir þar m.a.
á þeim athugunum sem hann og
fleiri hafa gert á hættu frá ammon-
íaksgeymum Áburðarverksmiðj-
unnar í Gufunesi. Þama verður og
greint frá niðurstöðum umfangs-
mikillar rannsóknar sem atvinnu-
sjúkdómadeild Vinnueftirlitsins
hefur gert á einkennum frá stoð-
og hreyfikerfi hjá íslendingum al-
mennt og starfsfólki í fiystihúsum
sérstaklega.
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra setur þingið sem
haldið er á Hótel Sögu. Vinnueftir-
lit ríkisins hefur annast undirbúning
þess og em þáttakendur um 80.
Það er Norræna ráðherranefndin
sem veitir fjárstyrk til þinghaldsins.
(Fréttatilkynning.)
BÍLABORG H.F.
FOSSHÁLS11, SlMI 6812 99
FRAMRÚÐlfr
VIÐGERÐIR
Nú er hægt að gera við
skemmdar framrúður,
í flestum tilfellum meðan
beðið er.
Örugg og ódýr þjónusta.
Þjónustustöðvar víða um
land.
Nýtt! Nýtt!
Óléttuföt
Manda
Kjörgarði,
Laugavegi 59. '