Morgunblaðið - 25.05.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.05.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988 Reuter Heimsmet í kartöfluflysjun HoUendingurinn Nico Dijkhuijsen settí á dögunum nýtt heimsmet i kartöfluflysjun og sló þar með eigin met. Fólst metið í þvi að flysja 2017 kg af kartöflum á 48 klukkustundum. Dijkhuijsen svaf ekki á meðan flysjuninni stóð, en með tiltækinu vonast hann eftir ódauð- leika á siðum Heimsmetabókar Guinness. Kína: Minnst 78 fórust í flóðum í Jianyang Peking, Reuter. Fréttastofan Nýja Kína skýrði frá þvi á mánudag að i það minnsta 78 manns hefðu farist i miklnm flóðum í Jianyang i suð- austur Kína um hvitasunnuhelg- ina. Auk þess hefðu 204 slasast á þessu svæði og ekki væri enn vitað hversu margir hefðu farist í öllu Fujian-héraði, þar sem flóð- in áttu sér stað. PARÍS 2xíviku daglegt tengiflug ! FLUGLEIÐIR \ -fyrir þíg- Flóðin, sem fýlgdu í kjölfar mik- ils úrfellis frá á fostudag, lögðu undir sig 20.000 hektara ræktaðs lands og talið er að 60.000 skepnur hafí drepist. Rúmlega 400 brýr eyðilögðust og samgöngur lögðust algjörlega niður á svæðinu. Yfirvöld á svæðinu sögðu á mánudag að úrhellinu hefði linnt og von væri á tíu þúsund hermönn- um og sjálfboðaliðum til hjálpar- starfa. Þá hefðu þúsundir manna verið fluttar af svæðinu. Dagblað alþýðunnar skýrði frá því að rign- ingin hefði komið veðurfræðingum á óvart og hún hefði orðið þegar kaldir og hlýjir loftstraumar hefðu mætst. Embættismaður í Fujian sagði að flóðin hefðu valdið miklu efna- hagslegu tjóni, því meðal annars hefði 126 verksmiðjum verið lokað. Stærsta fljótið, Min-fljót, hefði til að mynda orðið tveimur metrum hærra en venjulega. Sovétríkin: Tillögur Gorbatsiovs virð- ast hafa hlotið hljómgrunn Lígatsjov leggur áherslu á einhug r Moskvu, Daily Telegraph. DRÖG AÐ áætlunum Míkhaíls Reuter Jegor Lígatsjov hvíslar einhverju að Vítalfj Vorotníkov, forsætisráð- herra Rússneska rikjasambandsins, en að baki má grilla í Viktor Tsjebríkov, yfirmann KGB. Gorbatsjovs, aðalritara sovéska kommúnistaflokksins, um frek- ari breytingar á stjórnmála- og efnahagssviðinu voru á mánudag samþykktar af allsheijarfundi miðstjórnar Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Gorbatsjov settí fundinn og sleit honum og beindi Sovétleiðtoginn við bæði tæki- færin sjónum sínum að sérstakri flokksráðsstefnu, sem hefst hinn 28. næsta mánaðar, en hana sækja um 5.000 fulltrúar, sem Gorbatsjov vonast til að veití sér fulltingi. Ekki varð fullljóst hversu miklu Gorbatsjov fékk framgengt — hvort honum hafí tekist að sannfæra þingheim um ágæti tillagna sinna eða hvort hann hafí þurft að draga í land í sumum málum vegna and- stöðu harðlínumanna. Þeir hafa að undanfömu sífellt færst í aukana, telja nógu langt gengið í frjálsræð- isátt og hafa fengið sig fíillsadda af slagorðum á borð við „perestroj- ku“ og „glasnost". Jegor Lígatsjov, aðalhugmynda- fræðingur flokkins og næstráiðandi Gorbatsjovs, sem aukin heldur er sagður vera Gorbatsjov Þrándur í Götu, sagði á mánudag að mið- stjómin hefði verið einhuga í málum þessum og lagði áherslu á það að tillögumar hefðu verið samþykktar einhljóða. „Allsheijarfundurinn samþykkti mjög mikilvægt skjal — kennisetningar fyrir flokksráð- stefnuna." Gorbatsjov hefur harðlega neitað því að um nokkra óeiningu sé að ræða milli svonefndra „íhalds- manna" og „róttæklinga" innan Kremlarmúra. Á hinn bóginn er líklegt að menn eigi eftir að leita með logandi ljósi í ræðum hans á miðstjómarfundinum og freista þess að fínna frekari vísbendingar um klofning eða samkomulag. Litlar mannabreytingar Mannabreytingar í forystuliði kommúnista eru vanalega tilkynnt- ar eftir allsheijarfundi miðstjómar- innar, en enn sem komið er hefur ekki verði skýrt frá neinum mikils- verðum brottvikningum eða klifri upp valdastigann, ef frá er talin brottvikning flokksleiðtoga Arm- eníu og Azerbajdzhan, en hana má rekja til þjóðemisólgunnar við ræt- ur Kákasus en ekki pólitískra átaka í Kreml. Einn maður, Viktor Karpov forseti Rithöfundasambandsins, var þó hækkaður í tign og er nú orðinn fullgildur félagi í miðstjóminni, en í henni sitja um 300 manns. Karpov og Rithöfundasambandið þykja með íhaldsömustu öflum innan Komm- únistaflokksins. Talið er að „kennisetningamar“ svonefíidu marki stefnuna í um- bótaátt á næsta tveimur og hálfu ári. í þeim kunna að vera faldar tillögur um breytingar á skipulagi og vinnubrögðum Komúnnista- flokksins. Enn er ekki vitað hvort Gor- batsjov minntist á einn viðkvæm- asta þátt komandi flokksráðsstefnu í ræðum sínum á miðstjómarfund- inum, en það er hvemig hinir 5.000 fulltrúar á ráðstefnunni skulu vald- ir. Ákafar deilur hafa verið uppi um hvemig velja beri fulltrúana og skjaldsveinar Gorbatsjovs em sagð- ir óttast að varðhundum gamla kerfísins takist að smala á fundinn „íhaldsmönnum", sem ekki líst á að hróflað sé við kenningunum — hvað þá því forréttindakerfi, sem þeir hafa notið góðs af um áratuga- bil. Gorbatsjov hefur lýst því yfir að hann sé hlynntur að tími sá sem flokkskommissarar sitji í embætti sé takmarkaður og hefur gengið svo langt að segja að embætti aðalrit- ara flokksins (sjálfs sín) þyrfti ekki að vera yfír slík tímamörk hafíð. Stuðningsmenn Gorbatsjovs segja að við slíkar aðstæður yrðu embættismenn að líkindum skilvirk- ari. Þeim væri ljóst að forréttindi þeirra væm ekki endilega til lífstíðar. Þeir benda einnig á að óeðlileg áhrif flokksins á ákvarðan- ir í efnahagsmálum og á stjóm fyr- irtækja myndu ef að líkum lætur einnig dvína. Þess í stað vilja þeir treysta völd ráðanna („sovétanna"), en í þeim er flokksaðild ekki nauðsynlegt skil- yrði fyrir setu og innan tíðar kann að vera kosið til þeirra með fleimm en einum í framboði til hvers sætis. Fjodor Búrlatskíj, sem er hátt- settur í menntamannageira Komm- únistaflokksins, sagði í samtali við The Daily Telegraph, að breytingar þær, sem kynnu að vera gerðar á stefnuskrá flokksins í sumar, kæmu vart til framkvæmda fyrr en á flokksþinginu 1991. Á hinn bóginn er það Gorbatsjov og áætlunum hans bráðnauðsjmlegt að fá afgerandi stuðning flokks- þingsins nú, því bregðist það kann að halla undan fæti fyrir Sovétleið- togann og svonefnda umbótastefnu hans fyrr en varir. þeirra SUMARKJÖR: CHEVROLET MONZA Við erum í sumarskapi og viljum stuðla að því að sem flestir geti farið í sumarleyfið á glænýjum Chevrolet Monza,fólksbíl sem hæfir íslensku vegakerfi. Þess vegna gefum við kr. 25.000 í sumargjöf með hverjum Monza seldum til mánaðamóta. ________• BíLVANGURsf HOFÐABAKKA 9 SIMI 687300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.