Morgunblaðið - 25.05.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.05.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988 SEGÐU BLESS VIÐ BLETTIIMA Fáið undrið inná heimilið Hreinsar óhreinindi og bletti sem, hverskyns þvottaefni og blettaeyðar ráða ekki við. Fáein dæmi: Olíur, blóð, gras, fita, lím, gosdrykkja-, kaffi-, vín-, te-, eggja-, snyrtivörubletti, byrópenna-, tússpenna og fjölmargt fleira. Ofnæmisprófuð. Föst og fljótandi. VANiSH undrasápan eykur mátt venjulegs þvottaefnis. Prófið í forþvott. Fæst í flestum matvöruverslunum. Heildsölubirgðir: LOGALAND, HEILDVERSLUN. Símar: 1-28-04 og 2-90-15. REIKNIVÉLAR prentarar tölvuhúsgogn Atlaga að tilrauna- stöðinni á Reykhólum eftir Játvarð Jökul Júlíusson Frétt lætur lítið yf ir sér 5. maí kom samþjöppuð frétt í Mbl. frá Rannsóknastofnun land- búnaðarins, 38 línur. Hana ber sérkennilega að. Er um að RALA hafi „auglýst sauðfjárbú tilrauna- stöðvarinnar á Reykhólum til leigu frá næstu fardögum". Ekki segir hvort blaðið eða for- stjóri RALA sótti á, en feitletrað stendur: „Þorsteinn Tómasson for- stjóri RALA segir að ákveðið hafí verið að leigja tilraunastöðina vegna fjárhagserfíðleika RALA. Mikill halli hefði verið af rekstri tilraunastöðvanna og væri stofn- unin að reyna að aðskilja búrekst- ur og rannsóknastarfsemi með því að leigja búskapinn." Eins og það geti rétt af hallann. Búskapnum er kennt um hann allan. „Alltaf er söngurinn sarni" í garð landbúnaðarins. Líka úr þess- ari átt. Þama er bara staðhæft. Engin dæmi tínd til eða borið við að sanna með tölum, að eitt með betri sauðfjárbúum landsins sé orðið kross á stofnuninni. Ég, sem þetta rita, varð hugsi yfír. Ég þekki gildi sauðfjárbú- skapar af langri lífsreynslu. Veit hver auðsuppspretta sauðíjárrækt er við hagkvæm skilyrði. Minnist þess þegar ég var um tvítugt, þá komst ég upp úr sárustu fátækt- inni við það að fá keyptar í einu 20 ær. Nú á rannsóknabú með 330 ám að vera að ríða Rannsókna- stofnun landbúnaðarins á slig. Svo er önnur hlið á málinu. Það er kveðja 5 stjómarþingmanna Vestíjarðakjördæmis til nýja sveit- arfélagsins okkar ársgamals, Reykhólahrepps. Varla verður nú um þá sagt, að þeir hafí reynst trúir yfír litlu. Spurning hvort nokkurt annað kjördæmi hefur svo lakt þingmannagengi? Þar í form- ann fj árveitinganefndar. Þeim virðist nákvæmlega skítsama þó öxin sé reidd að rótum Tilrauna- stöðvarinnar á Reykhólum. Hana má búta sundur svo lítið beri á, leigja og síðan losa sig við. Eg þegi ekki eins og þeir. Þegi ekki við öllu röngu. Ég veit hvað ég er að segja. Ég hefí fyrir augun- um, þekki og veit um aðstöðuna á Reykhólum: Byggingar standa á gömlum merg, 32 ára með endurbótum og nýjungum allt til alls, þar á meðal hitaveita til að súgþurrka. Þraut- ræktað úrvalstún, ríflega 30 ha. Sérlega kjamgott upprekstrarland á tveimur eyðijörðum inni í Þor- skafírði í 20—30 km fjarlægð, í Hvannahlíð og á Hjöllum. Síðast en ekki síst: Bústofninn hrein- ræktað úrvals fé, sem á engan sinn líka í landinu. Um „Reykhólastofninn“ Erlend fjárkyn fluttust til lands- ins öðru hvoru á liðnum öldum. Með þeim kom kláði aftur og aft- ur. Dó því megnið af útlendu kynj- unum út. Þó lifði í landinu kolótt fé hymt, black face. Annað skipt- ir máli hér. Vitað er að Bogi Bene- diktsson (1723—1803) í Hrappsey flutti inn eða eignaðist spánskt fé, hrúta, væntanlega Merino-fé. Sumir telja eiginleika skosks Cheviot-fjár í þeim stofni. Sam- kvæmt arfsögn barst stofninn frá Hrappsey með heimanmundi Ing- veldar Bogadóttur að Stað í Hrúta- fírði, þaðan með heimanmundi Hildar Guðmundsdóttur (1795— 1862) að Stað í Steingrímsfirði og þaðan með heimanmundi Ingveld- ar Sigurðardóttir (1833—1911) að Kleifum í Gilsfírði. Þar og í Ólafs- dal varð vinnumaður einn, afburða fjármaður, til að rækta það seint á 19. öld svo orð fór af og raun ber vitni: „Kleifakynið." Sú rækt- un hélt áfram fram eftir þessari öld, bæði á Kleifum og víðar, m.a. á kynbótabúi í Ólafsdal, uns skor- ið var niður um miðjan 5. áratug- inn. Vestan niðurskurðarlínunnar, Þorskafj. — Steingrímsfj., hafði sá stofn verið ræktaður hvað mest og best hjá Sturlaugi í Múla í Nauteyrarhreppi. Fluttist þaðan til baka á Strandir, einnig að Kleif- um. Sigurður Elíasson tilrauna- stjóri á Reykhólum var byijaður fjárrækt, en lenti í niðurskurði 1959. Hann aftók að keppa við bændur um líflömb 1960, en valdi lömb úr öllu „Steingrímsfjarðar- hólfínu" 1961. Þá hófst sú ræktun á Reykhólum, sem víðkunn er orð- in. Afrek í búvísindum Samvinna arkitekts og húsa- smiðs er alþekkt. Arkitektinn fær hugmyndina. Sér sköpunarverkið fyrir sér í hugljómun. Húsasmiður- inn er samverkamaður hans við að gera það að veruleika. Stefán Aðalsteinsson búfjár- fræðingur er í hópi örfárra fær- ustu og þekktustu búfjárerfða- fræðinga sem nú eru uppi. Hann er „arkitekt" þess hreinhvíta fjár- stofns, sem verið hefur „í smíðum“, sem tilraunastjórinn á Reykhólum hefir ræktað þessi 26 ár síðan um fjárskiptin. Meistaraverk Stefáns er lifandi listaverk. Hjörðin endumýjast ár- lega að hluta, fegrast, hreinsast og festast erfðimar. Verður alveg ný á hverjum u.þ.b. 9 ámm, þó samt sé hún sú sama. Árangurinn er sá, að þjóðin KAUPUM ALLA AAAIIlIj JUk A I Tökum á móti brotajárni, samkvæmt samkomulagi, í endurvinnslu okkar að Klettagörðum 9 við Sundahöfn. sindraAstálhf BORGARTÚNI 3t, SlMI 272 22 (10 LÍNUR) tölvubúnaði Jag kynnum við sérstaklega viðskipta- hugbúnað. Auk þess sýnum við nýjungar í vélbúnaði frá HEWLETT PACKARD OKI m m ORTOLVUTÆKNI Ármúla 38 108Reykjavík Sími: 687220
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.