Morgunblaðið - 25.05.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.05.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988 Ájazzballett- sýningu Jazzballet Jóhanna Kristjónsdóttir íslenski jazzballettflokkurinn sýndi á Hótel íslandi: Atriði úr „Sweet Charity" í upp- færslu Lori Leshner, atriði úr „Moving on“ eftir Evrol Pucker- ing og „Something Real“ eftir Karl Barbee. Þetta var þriðja sýning og sú síðasta hjá Islenzka jazzballett- flokknum á vetrinum. Flokkurinn var stofnaður í september í fyrra, að loknu inntökuprófí sem dansarar úr ýmsum skólum borgarinnar gengu undir. DrifQöður í uppbyggingu jazz- balletts hérlendis og frumkvöðull er óumdeilanlega Bára Magnúsdóttir, enda var henni þakkað sérstaklega að sýningu lokinni. Jazzballett nýtur vaxandi hylli og enda slíkir dansar oft undirstaða í hvers kyns söngleikjum, svo að góð- ir dansarar í greininni ættu að vera eftirsóttir og hafa ýmsa möguleika á starfí. En jazzballett er líka holl og hagstæð líkamsrækt, sem fólk stundar sér til hressingar og heilsu- bótar, án þess beinlínis að stefna að frama á sviði. Sýningin á Hótel íslandi nú fyrir hvítasunnuhelgina var litrík og §ör- leg. Sýnd voru sólóatriði og hóp- dansar og tóku niu stúlkur þátt i sýningunni og gestadansari í seinni hlutanum, úr „Sweet Charity" var Júlíus Hafsteinsson. Jazzballett útheimtir ekki aðeins mýkt og fími og tilfínningu fyrir hiynjandi af dönsum, þegar að því er komið að túlka á sviði þarf dans- ari einnig að hafa mímik á valdi sínu og leikrænar hreyfíngar, svo að inn- tak dansins skili sér til fullnustu. Það vakti athygli mína og heilmikla hrifningu, að ýmsir dansaranna höfðu náð valdi á ofannefndu og varð það til að auka á gildi sýningar- innar. Seinni hlutinn var mjög fagmann- Mynd frá æfingu. lega fluttur, en ýmis atriði í fyrri hluta vöktu og eftirtekt fyrir alhliða hæfni dansara. Ég er að vísu ekki neinn sérfræðingur um jazzballett en leyfí mér að nefna „Billie Holliday Blues" eftir Karl Barbee, sem Soffía Marteinsdóttir flutti og „Nið hafs- ins“ eftir Evrol Puckering í flutningi Margrétar Ólafsdóttur. „Sumar í San Pedro", var flutt af Nadine Banine af miklum kráfti og ástæða er til að taka fram að atriðin í fyrri hlutanum voru öll meira og minna ánægjuleg fyrir augað. Sýningunni var virkta vel tekið og aðsóknin bendir óumdeilanlega til þess að ekki skorti áhuga á þess- ari listgrein. SEM VALIÐ HAFA MAZDA 323 HUOTA AÐ HAFA RETT FYRIR SERN MAZDA 323 hefur jafnan verið ímynd hins fullkomna fjölskyldubíls því hann býður upp á fullkomnun þeirra þátta, sem skipta mestu máli í slíkum bíl. Hann er fallegur, lipur í akstri, aflmikill, sparneytinn og óvenju rúmgóður. 1988 árgerðin af þessum geysivinsæla bíl er með ýmsum útlitsbreytingum, fjölmörgum tæknileg- um nýjungum og nýrri luxusinnréttingu. MAZDA 323 fæst í yfir 20 gerðum: 3, 4, 5 dyra eða Station. Einn þeirra hentar þér örugglega! MAZDA 323 kostar nú frá aðeins kr.449.000 (gengisskr. 04.03.88) BILABORG HF. FOSSHÁLSI 1.S.68 12 99 Bretland: Breytingar á knattspyrnu í sjónvarpi St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. NÝTT sjónvarpsfyrirtæki hefur boðið 200 milljónir punda (16 milljarða ísl. kr.) fyrir réttinn til að sjónvarpa knattspyrnuleikjum f Bretlandi í tíu ár. BBC og ITV hafa brugðist hart við þessu boði. British Satellite Broadcasting, BSB, er sjónvarpsfyrirtæki, sem á gervihnetti. Það mun hefja útsend- ingar í Bretlandi á þremur rásum næsta sumar. Fyrir rúmri viku lagði stjóm ensku deildakeppninnar fyrir aðildarfélög sín tilboð frá BSB upp á 200 milljónir punda fyrir réttinn til að sjónvarpa knattspymuleikjum í tíu ár. Talið er líklegt, að gengið verði að þessu tilboði 3. júní næst- komandi. Enska knattspymusambandið og ensku deildimar munu stofna nýtt fyrirtæki með BSB, ef af þessu verður. BSB mun þegar í stað leggja fram níu milljónir punda (730 milljónir kr.). Sameignarfyrirtækið mun síðan hirða hagnaðinn af sjón- varpssendingum af knattspymu- leikjum, hvort sem sent er út um gervihnött, kapalkerfí eða leikir seldir á myndböndum. Talið er, áð hagnaðurinn af þessu geti numið meira en 25 milljónum punda (2 milljörðum kr.) á áiri. Fram til þessa hafa BBC- og ITV-sjónvarpsstöðv- amar einokað markaðinn á útsend- ingum af knattspymuleikjum. Báð- ar stöðvamar hafa brugðist mjög illa við þessari nýju samkeppni og neitað að eiga nokkur viðskipti við fyrirtæki, sem tengd eru BSB með einhveijum hætti. Þau eiga nú í samningum við yfírvöld knattspym - unnar um rétt til að sjónvarpa næstu tvö ár frá leikjum og hyggj- ast greiða fyrir það tíu milljónir punda (um 8Q0 millj. ísl. kr.). Fyrir það fá þau að sjónvarpa þeint 23 leikjum á ári. B9B er eitt af hinum nýju fyrir- tækjum, sem eru að koma inn á markaðinn nú. Nýlega var stofnað fyrirtækið Eurosport í Genf, í eigu News Intemational, fjölmiðlafyrir- tæki Ruperts Murdochs (rekur Sky- channel) og Screensport, sem er í eigu W. H. Smith, bókabúðakeðj- unnar (sendir út íþróttamyndir í níu klukkustundir á dag). Hver sem niðurstaðan í þessum ágreiningi verður, stöðvar enginn fjölmiðla- byltinguna, sem nú ríður yfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.