Morgunblaðið - 25.05.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.05.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988 37 AF ERLENDUM VETTVANGI Eftir ANDRÉS MAGNÚSSON. Vestur-Þýskaland: Óþekktur lögspekingur út- nefndur vamarmálaráðherra Á DÖGUNUM var tilkynnt um eftirmann Manfreds Wömers, vamarmálaráðherra Vestur-Þýskalands, sem láta mun af störfum hinn 18. maí til þess að taka við starfi framkvæmda- stjóra Atlantshafsbandalagsins. Sá sem við tekur af Wömer er dr. Rupert Scholz. Scholz tilheyrir „hvíta árgangnum“ — Der weisse Jahrgang" — en svo nefna Vestur-Þj óðveij ar þá kynslóð tuttugustu aldarinnar, sem ekki hefur gengt her- þjónustu. Hann fæddist árið 1937 og var því of ungur til þess að beijast fyrir Þriðja ríkið og var orðinn of gamall þegar Bundeswehr — Sambandsherinn — var settur á laggimar. Reuter Rupert Scholz, næsti vamarmálaráðherra Vestur-Þýskalands ásamt Helmut Kohl kanzlara: er honum stefnt gegn Genscher? chusetts tekur á móti frú Vigdísi r að verða útnefndur forsetaefni ►llege kakis I tilefni af komu forseta til Boston gekkst Útflutningsráð ís- lands ásamt liðlega 30 íslenskum fyrirtækjum og stofnunum fyrir hófí til heiðurs Vigdisi Finnboga- dóttur á Ritz-Carlton hótelinu. Nálægt 300 gestir sóttu hófíð, íslendingar búsettir í Boston og nágrenni, viðskiptavinir íslenskra fyrirtækja í Bandaríkjunum og fulltrúar þeirra sem að hófínu stóðu. í hófínu var meðal annars sýning á íslenskum fatnaði. Seinnihluta mánudags átti Vigdís Finnbogadóttir stuttan fund með Ray Flynn, borgarstjóra Boston. Þau töluðu meðal annars um íþróttir, en Boston-búar hafa verið á nálum undanfama daga vegna körfubolta. Þeir gátu hins vegar andað léttar á sunnudag þegar Boston Celtics, körfuboltalið borgarinnar, tryggði sér rétt til að leika úrslitaleiki í bandarísku úrvalsdeildinni. )ti: svið- grafar þeim í svari Seðlabankans fyrir helgi. Vill viðskiptaráðuneytið sjá lista yfír 10 stærstu kaupendur gjaldeyris vegna afborgana af lán- um hjá hverjum banka fyrir sig. Einnig óskar Jón Baldvin upp- lýsinga um hversu mikinn gjald- eyri bankamir hafí keypt umfram eftirspum viðskiptavina þeirra. „Auðvitað verða bankamir að hafa gjaldeyri tiltækan til þess að sinna óskum viðskiptavina sinna. Seðla- bankinn áskilur sér tvo virka daga til að afgreiða gjaldeyri. Ég tel ekki að svo stöddu ástæðu til að ætla að viðskiptabankamir hafí keypt gjaldeyri umfram eftirspum viðskiptavina þeirra. Þetta býggist einnig á gjaldeyrisforða þeirra áður en gjaldeyrisafgreiðsla var stöðvuð," sagði Geir Hallgrímsson. Þrátt fyrir að Scholz hafí ekki kynnst hermennsku af eigin raun telur Friedrich Fromme, einn fremsti stjómmálaskýrandi Þjóð- veija, að hann sé hinn heppileg- asti til starfans og taldi það hon- um til sérstaks hróss að litlar líkur væm til þess að hann yrði uppveðraður í návist borðalagðra hershöfðingja Sambandshersins. Gáfaður og kemur séraðefninu Scholz er stuttvaxinn maður í þybbnara lagi og lítur út fyrir að hafa tileinkað sér bæjerskan léttleika til mótvægis við prúss- neska iðjusemi. Hann þykir mað- ur orðheppinn og ómyrkur í máli, jafnvel þó hann eigi á hættu að menn fyrtist við hreinskilni hans. Hann er talinn ákveðinn og fylginn sér, jaftivel svo að hann hefur af gámngum í Vest- ur-Berlín verið neftidur „litli Napóleon". Ekki ónýtt uppnefni fyrir vamarmálaráðherra! Öllum ber saman um yfírburðagáfur hans og þann sjaldgæfa hæfí- leika þýskra embættismanna, að taka sjálfan sig ekki of alvarlega. Hvað sem slíkum eiginleikum líður, kom útnefning hans mönn- um n\jög á óvart, því Vestur- Þýskaland er auðugt af gömlum hermönnum, sem telja má fylli- lega hæfa til þess að gegna embættinu. Helmut Kohl, kanzl- ari Vestur-Þýskalands, gerði sér grein fyrir því að útneftiing Scholz myndi koma mönnum í opna slcjöldu og greip hann því til þess ráðs að „leka“ út frétt- inni tveimur dögum áður en Scholz var opinberlega nefndur til embættisins. Meðal þeirra sem vonuðust eftir að hreppa hnossið (vamar- málaráðherra Vestur-Þýska- lands er tvímælalaust einn þriggja áhrifamestu vamarmála- ráðherra Atlantshafsbandalags- ins) var fjöldi sjálfskipaðra vam- armálasérfræðinga úr flokks- gæðingastóði Kohls auk fjöl- margra hæfra manna utan þess hóps. (Þar á meðal var Manfred Rommel, borgarstjóri í Stuttg- art, sem kynni að hafa fengið embættið út á ættemið eitt, en hann er sonur Erwins Rommels marskálks úr seinni heimsstyij- öld.) Scholz er á hinn bóginn sonur arkítekts, lögfræðingur sem helgað hefur sig fræðistörfum. Undanfarin sjö ár hefur hann mestmegnis svamlað í pappírs- flóði sem öldungaráðsmaður í Vestur-Berlín, en þar hefur hann haft dómsmál og málefni Sam- bandslýðveldisins á sinni könnu. Þá hefur hann verið einn hinna skipuðu fulltrúa Vestur-Berlínar í efri deild Sambandsþingsins í Bonn. í Vestur-Berlín hefur Scholz getið sér gott orð, sem frábær skipuleggjandi, en annars staðar í Þýskalandi — hvað þá utan þess — er hann nær óþekktur. Hann hefur í raun lítil sem engin kynni haft af hemaðarmál- um, nema ef hægt er að týna til þá lífsreynslu, að hafa verið í Berlín þegar loftárásir Banda- manna dundu á borginni og á sama tíma var faðir hans felldur í orrustunni um StalSngrað. Tók þátt í mótun vamar- málastefnunnar Fræðistörf Scholz hafa þó snert vamarmálastefnu Vestur- Þjóðveija, því hann er annar höfunda annarar af tveimur helstu lögfræðilegu álitsgerðum um stjórnarskrá Sambandslýð- veldisins. Ritgerðin var samin um það leyti sem Vestur-Þýskaland var að verða að stórveldi að nýju eftir stríð og valdhöfum hins unga lýðræðisríkis var mikið í mun að sannfæra umheiminn um friðarvilja sinn um leið og af- dráttarlausa aðild þeirra að Atl- antshafsbandalaginu. í henni er kveðið á um að ekki megi senda vestur-þýskt herlið til annarra landa en þeirra sem eru á vamar- svæði Atlantshafsbandalagsins. Yfírleitt hefur ekki mikið reynt á þessa niðurstöðu álits- gerðarinnar, en það gerðist þó þegar Vestur-Þjóðveijar neituðu alfarið beiðni Bandaríkjastjómar um að þeir sendu herskip á Pers- aflóa, en sendu á hinn bóginn skip til gæslustarfa á Miðjarðar- hafí, svo skip úr sjötta flota Bandaríkjamanna gætu haldið austur á bóginn. í framhaldi af þessu hafa menn nú velt því fyrir sér hvort Scholz kunni að túlka stjómar- skrána öðru sinni — nú til þess að ryðja úr veginum hindrunum, svo Vestur-Þjóðveijar geti geti sinnt víðtækara hlutverki á hem- aðarsviðinu en verið hefur. Slíkar hugrenningar eru þó að líkindum aðeins óskhyggja af hálfu Bandaríkjamanna, sem em langþreyttir á því að þurfa einir að sinna löggæsluhlutverki um heim allan. Minna má á í því viðfangi, að nær engin þeirrar olíu, sem fer um Persaflóa í skjóli bandarískrar flotavemdar, fer til Bandaríkjanna. Lunginn af henni fer til Vestur-Evró- puríkja og Japans, sem kosta litlu eða engu til þess að halda þessari lífæð sinni opinni. Staðreyndin er sú að Þjóðveij- ar hafa lítinn áhuga á slíku hlut- verki. Menn em enn ekki búnir að gleyma þeim köflum mann- kynssögunnar þegar Þjóðverjar seildust til áhrifa utan Evrópu, en þeir vom allir stuttir og bám lítinn ávöxt þegar tilraunimar enduðu einfaldlega ekki með skelfíngu. Meðal þýsks almenn- ings syrgja menn ekki glatað heimsveldi, eins og hendir í mörgum öðmm stórveldum, sem muna mega sinn fífíl fegri. Scholz er á hinn bóginn ein- dreginn stuðningsmaður Atl- antshafsbandalagsins, þó svo að hann geri sér engar grillur um hlutverk þess. Vestur-þýskir hagsmunir em honum efstir í huga. Vandasamt verkefni fyrir höndum Fyrsta verkefni hans sem vamarmálaráðherra verður að tryggja Qárframlag Vestur- Þjóðveija til sam-evrópskrar orr- ustuþotu, en til smíði hennar leggja Þjóðveijar Vs á móti Bret- um. Það ætti þó að ganga fljótt og vel fyrir sig — mun erfíðara verður að skipuleggja og fram- kvæma meiriháttar breytingar innan Sambandshersins, sem miða að því að endumýja vígbún- að og færa skipulag hans i nýtískulegra horf fyrir aldamót. Kohl kanzlari hefur þegar heitið því að meira fé muni renna til vamarmála en gert var ráð fyrir í ijárlögum. Kanzlarinn hefur lagt á það ríka áherslu að þrátt fyrir að slökun liggi nú í loftinu megi Sambandsherinn aldrei vera óviðbúinn átökum. Háttsettir yfírmenn í hemum hafa enda kvartað undan því á opinberum vettvangi að allt of litlu fé sé varið til vamarmála og að þeir þurfí bæði fleiri og betri vopn að ógleymdum frekari mannafla. Þá þarf hinn nýi vam- armálaráðherra að takast á við afvopnunarvandann, en Vestur- Þjóðveijar em ekki alveg á sama máli og bandamenn þeirra um hvemig standa beri að þeim — sérstaklega þegar rætt er um endumýjun þeirra kjamorku- vopna Atlantshafsbandalagsins, sem eru í Vestur-Þýskalandi. Mótleikur Kohls gegn Genscher? Aðaldeilan fer þó ekki fram á vettvangi Atlantshafsbandalags- ins, heldur innan Þýskalands. Vamarmálaráðuneytið hefur átt í vök að veijast gegn Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra, sem hvatt hefúr til frekari afvopnunar- 1 samninga við Sovétmenn, en emb- ættismenn ráðuneytisins leggja áherslu á að öryggishagsmunir Vestur-Þjóðveija verði að sitja í fyrirrúmi — ekki megi senya um afvopnun, nema tryggt sé að ör- yggi landsins verði meira fyrir bragðið. Hafa sumir stjómmálaskýrend- ur leitt að því getum að Kohl hafí valið Scholz, sem er yfírlýstur íhaldsmaður, til þess að skapa mótvægi við Genscher og skoð- anabrasður hans, sem Kohl þykir vera allt of undanlátssamir við Kremlveija — ekki síst þegar litið er til árangurs þeirrar stefnu NATO, að semja beri af styrk- s leika. í viðtali við útvarpsstöð í Köln, hinu fyrsta sem Scholz veitti eftir að skýrt var frá útnefningu hans, ræddi hann um nauðsyn þess að afvopnun væri í réttu hlutfalli við bætta sambúð austurs og vesturs. >- „Við verðum að fjalla um jþessa hluti í sömu andrá," sagði ráð- herrann tilvonandi. Hann hikaði hins vegar ekki við að gagnrýna svokallaða friðarsinna, sem helst er að finna í röðum Græningja og f auknum mæli innan Jafnaðar- flokksins, en þeim hefur vaxið fiskur um hrygg eftir að Gor- batsjov hóf Glasnost-hjal sitt. Sagði Scholz þá vera menn lítilla sanda og lítilla sæva. Byggtá Daily Telegraph, Tbe Ecoaomist og Der Spiegel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.