Morgunblaðið - 25.05.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.05.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988 Hagstj órn á villigötum kvæði í lögum nr. 85 frá 8. nóv. 1982 á þá leið, að verði sjóðeign (Viðlagasjóðs) yfír 2%« allra bruna- tryggðra eigna, skuli iðgjöld lækka um helming. Falla niður ef sjóðeign- in verði yfír 3%o, en hefjast á ný ef sjóðeign fer niður fyrir 2%o. eftir Guðjón F. Teitsson I. Glappastjórnun með tollum í grein, sem birtist í Morgun blað- inu hinn 4. marz sl., gagnrýndi ég, að verðtollur af bílum keyptum tií landsins skyldi frá 1. marz 1986 hafa verið lækkaður úr 70% í 10% og með því ýtt undir gífurlega aukna Qárfestingu í þessum innfluttu tælq'- um, sem taka árlega til sín stórfé I erlendum rekstrarvörum, fymast yfirleitt sjálf til ónýtis á 10—15 árum og eru loks að stórum hluta lítið nýtt á endingartíma sínum. Núverandi ríkisstjóm var mynduð hinn 8. júlí 1987 með mörgum sömu ráðherrum og verið höfðu f fráfar- andi ríkisstjóm, sem stóð að áður nefndri tollalækkun af innfluttum bllum, og munu þá þegar á þeim 16 mánuðum, sem liðnir voru frá toll- breytingunni hafa verið fluttir inn nærri 30.000 bílar. Um það bil þref- alt fleiri en á tilsvarandi tíma fyrir tollbreytinguna. En hið samanlagða cif-verð virðist þó hafa verið ekki aðeins þrefalt heldur nánast fímm- falt miðað við fýrri tfð, sem auðvitað gefur til kynna, að yfírleitt höfðu verið keyptar inn dýrari tegundir bfla en áður. Mun ríkisstjóminni á síðastliðnu hausti ekki hafa litist alls kostar vel á þá þróun, sm orðin var varðandi bílainnflutninginn og ákvað því að draga á ný úr áhuga til innkaupa á þessu sviði með nýjum þungaskatti, sem nam 2 kr. á hvert kg flestra bfla á síðari helmingi árs 1987, en kr. 2,15 á kg fyrir hvom árshelming 1988. En hemlunarskattur þessi var auðvitað að því leyti ranglátur, að hann kom á bfla þeirra, sem á sfnum tíma höfðu greitt 70% innflutning- stoll og hinna, sém aðeins greiddu 10%. Gegn hinu sfðastnefnda var þó ákveðið að vinna a.m.k. að nokkru leyti í sambandi við nýjan innflutning með stighækkandi verðtoltsauka samkv. reglugerð með gildistöku 1. jan. 1988, f aðalatriðum sem hér greinir. Eigin sprengirými vtrðtoll*- þungibUs 9ÓM vébu1 cm« auki % Allt að700 kg 0-1000 5 701 að 800 kg 1001-1300 13 801 að 900 kg 1801-1600 20 901 að 1100 kg 1601-2000 27 1101 að 1300 kg 2001-2300 37 1301 að 1600 kg 2301-3000 47 Yfir 1500 kg Yfir 3000 55 Skýrslur um innflutning bfla á þessu ári, þegar þetta er skrifað, benda samt til þess, að minni árang- ur hafí orðið af nefndum hemlunar- aðgerðum en vonast hafði verið til, og vfða ofbýður nú bílamergðin ger- samlega gatnakerfí og geymsluskil- yrðum, þannig að til vandræða er. — Hefir tjónahætta aukizt svo, að vá- tryggingafélög töldu sig þurfa að fá 60% hækkun iðgjalds fyrir hina al- mennu skyldutiyggingu á þessu ári, auk rúmlega 3.000 kr. iðgjalds á ári fyrir eiganda sem farþega. Má samkv. þessu áætla, að umrætt skyldutiyggingariðgjald hafi að með- altali hækkað um nálega 68%. Ótalin er þá áhætta af tjónum á þeim bíl, sem tjóni veldur (húftrygg- ingaráhætta), sem ætla má að aukizt hafí í lfkingu við skyldutiyggingará- hæjttu. í höfuðborginni, þar sem bflaöng- þveitið er sjálfsagt mest, hefír það svo mjög angrað bílaeigen.dur, að stöðumælagjöld hafa verið snar- hækkuð; fimmfölduð í gömlu mið- borginni, og sektir fyrir umframtfma hækkaðar úr kr. 300 í kr. 500, sam- hliða því að eftirlit hefír verið hert. Þá hafa sektir fyrir brot á um- ferðarlögum farið lú-aðhækkandi að undanfömu. Eru algengustu-sekt- arákvæði nú á bilinu frá kr. 1.000 til kr. 4.000, og er um að ræða allt að þreföldun eða fjórföldun frá apríl 1985 til marz 1988, sem má senni- lega að ekki litlu leyti tengja hinum skefjalitla innflutningi. Afleiðingar framangreinds hafa orðið þær, að þrátt fyrir umrædda lækkun innflutningstolls, og nú mest á smáum bflum, treystir fjöldi manna sér ekki lengur til að gera út þá bíla, sem keyptir hafa verið, og bíða nú þúsundir slfkra bíla á sölustöðvum án þess Ifkur séu á að þeir lendi annars staðar en á sorphaugunum. Munu þannig fara f súginn mikil verðmæti, sem ásamt hóflausri eyðslu í rekstur ökutækja virðist eiga verulegan þátt í efnahagslegum glundroða og vandræðum f Iandinu. Innfluttur vamingur verður yfír- leitt ekki greiddur nema með útflutn- ingi f staðinn, þar sem sjávarafli er yfírgnæfandi þýðingarmestur. En jafnvel á því sviði, þar sem íslending- ar munu næst þvf að vera samkeppn- isfærir um sölu afurða á heimsmark- aði, reka þeir sig á, að þeir geta ekki nema að mjög takmörkuðu leyti ráðið söluverði sínu. Leiðir þvf f ógöngur, þegar upp hleðst slfkur framleiðslukostnaður hér á landi, að endurgreiðsla fæst ekki á erlendum markaði. T.d. mun ekki reynast fært f sambandi við útflutningsvörur að innifela yfirleitt í söluverði þeirra kostnað af einkabifreiðum fyrir sam- svarandi næstum hvem einasta full- orðinn starfsmann, sem vinnur utan heimilis. En það er mælt að einsdæmin séu verst, og víst er að hér á landi virð- ist fólk sammála um það, að of lítil skattlagning sé mun fátíðarí en of mikil skattlagning, og skal þvf hér á eftir nefna eitt dæmi til stuðnings þeirrí skoðun. II. Hóflaus skattheimta hengd á brunatrygfgingfar Eldgos í Heimaey f Vestmannaeyj- um 1973 leiddi sem kunnugt er af sér stórkostlegt eignatjón og röskun byggðar, sem flestum eða öllum landsmönnum mun hafa þótt eðlilegt að bætt yrði að mestu eða öllu leyti Guðjón F. Teitsson af almannafé. Munu einhveijar bæt- ur upphaflega hafa verið greiddar úr Bjargráðasjóði, en eftir tjón af snjóflóði í Norðfirði 1974 vom sett lög (nr. 52 27. maí 1975) um Við- lagatryggingu fslands, sem ætlað var að standa straum af tjónabótum vegna náttúruhamfara og tók við fyrra hlutverki Bjargráðasjóðs hvað þetta snerti. Hafa iðgjöld til viðlagatryggingar frá upphafí verið tengd öllum vá- tryggingum, sem innifalið hafa áhættu af bruna, svo sem skyldu- trygging húseigna, fijálsar bruna- tryggjngar innbúa, vörubirgða o.fl. Munu iðgjöld vegna nefndra eigna frá upphafí hafa verið lögbundin sem 0,25% af vátryggðu verðmæti. Þá var með lögum nr. 83/1987 breytt svonefndu brunavamagjaldi, sem f gildi hafði veríð um nokkurra ára skeið skv. lögum, þannig að nefnt gjald varð 0,045%« ajf brunatryggð- um fjárhæðum í stað 1,75% af við- komandi iðgjöldum vátryggingarfé- laga, og skyldi þetta hækka skatt- tekjumar. Hið mikla og algerlega sérstæða tjón af eldgosinu í Vestmannaeyjum var sjálfsagt aðalhvati þess að sett vom lög um viðlagatryggingu og iðgjald í því sambandi. — Munu fáir hafa búizt við því, að þessi iðgjalda- taka yrði viðvarandi með áhleðslu af söluskatti o.fl., en sú hefír þó orð- ið raunin, þrátt fyrir takmarkanaá- 15 ár em nú liðin frá umræddu gosi í Heimaey, og er með tilliti til þess fróðlegt að athuga hvaða skatt- lagning er látin fylgja algengustu bmnatryggingum á því herrans ári 1988. Skulu hér tekin dæmi um bmna- fyyff£Ón8u ibúðarhúss úr steinsteypu f Reykjavík 1988 fyrir 6 millj. kr. og bmnatryggingu innbús í sama húsi fyrir 2,5 mil(j. kr. I. Brunatrygging íbúðarhúss kr. 6 millj. Viðaukaskattgjðld miðaðvið l.lið% 1. Iðgjaid á vegum borgarinnar 0,14%. 2. Viðlagatrygging 0,25%o 3. Brunavamagjald 0,045%« 4. Söluskattur 25% kr. 840,00 kr. 1.500,00 270 kr. kr. 2.610,00 kr. 652,50 kr. 3.262,50 178,57 32,14 77,68 288,89% II. Brunatrygging innbús kr. 2,5 mil(j. 1. Iðgjald vátr. félags 0,85%o 2. Viðlagatrygging 0,25%« 3. Bmnavamagjald 0,045%« 4. Söluskattur 25% Vátiygging efnislegra verðmæta til lífsframfæris manna er heilbrigð og nauðsynleg, og virðist þvf alrangt að ríkið skattleggi slíka starfsemi, eins og hér er gert, án tillits til efna og ástæðna, enda mun hliðstæða vart eða ekki finnast í löndum ná- grannaþjóða, þar sem yfirleitt mun andstaða gegn allri opinberri skatt- lagningu nauðsynlegra vátrygginga. Hér skal ekki haft á móti hóflegri söfnun í varasjóð til að mæta tjónum af völdum náttúmhamfara, en rétt- ara virðist að sá sjóður byggist á skynsamlegri hlutdeild f þeim tekjum rfkisins, sem afíað er frá landsfólkinu meira í samræmi við efni og ástæður einstaklinganna en hér hefír átt sér stað og lýst hefír verið. kr. 2.125,00 kr. 625,00 29,41 kr. 112,50 5,29 kr. 2.862,50 kr. 715,63 33,68 kr. 3.578,13 68,38% Skal bent á, að þótt einstaklingur sé skráður eigandi að íbúð og inn- búi, þá getur allt verið í skuld, og leigutaki án eigna þarf væntanlega að endurgreiða leigusala allan nauð- synlegan vátryggingakostnað, sem leggst á það, sem tekið er á leigu. Varðandi frjálsar vátryggingar þá verkar skattlagning sem hemill, þannig að fátækt fólk kaupir síður eða ekki hinar nauðsynlegu tiygg- ingar og lendir svo f vandræðum eða á óæskilegum bónbjörgum, þegar tjón ber að höndum. Höfundur er fyrrverandi forstjóri Skipaútgerðar ríkisins. Bók um ársreikn- inga fyrirtækja ÚT er komin hjá Frjálsu framtaki bókin „Hvemig lesa á ársreikn- inga fyrirtækja". Höfundar eru Árni Vilhjálmsson prófessor og Stefán Svavarsson lektor og lögg- iltur endurskoðandi. í kynningu á bókarkápu segir: „t ársreikningi fyrirtækis er að finna fróðleik um afkomu þess og fjár- hagslega stöðu. Við gerð ársreikn- ings er stuðst við sérstakar reglur. Sumar þeirra em studdar langrí hefð, en jafnframt er um að ræða reglur, sem ætlað er að svara áhrifum þrál- átrar verðbólgu hér á landi, og hafa þær haft veruleg áhrif á efni árs- reikninga. Hætt er við, að sá, sem er ókunnugur þessum reglum, geti misskilið boðskapinn, sem ársreikn- ingur flytur, t.d. um hagnað fyrir- tækisins. Þessu riti er ætlað að fræða lesandann um þau sjónarmið og þær reglur, sem beitt er við gerð ársreikn- ings, og þar með að auðvelda honum að hafa fullt gagn af þeim ársreikn- ingum, sem koma honum fyrir sjón- ir.“ Bókinni er skipt f átta meginkafla og em fyrirsagnir þeirra: Rekstrar- reikningur, efnahagsreikníngur, fjár- magnsstreymi, skýringar f ársreikn- ingi, skýrsla stjómar, áritun endur- skoðanda, fráviksaðferð við reikn- ingsskil og greining á ársreikningi. Einnig er sett upp dæmi um ársreikn- ing fyrirtækis. AHNI VII H.IALMSSON STEI AN svavahsson , HVERNIG LESA Á ARSREIKNINGA FYRIRTÆKJA Fijást framtak hf. gefur bókina út f samvinnu við Hlutabréfamarkað- inn hf. Bókin er prentuð f Prentsmiðj- unni Odda hf. VIÐSKIPTAVINIR VORLEIKS’88 1 | Varan kemur III landsins 10. júní n.k. með m/s Bakkafossi 'a og verður afgreidd í Skeifunni 3G (áður Egill Ámason). Allar nánari upplýsingar verða veittar f sfmum 686337 a og 686204 eftir 5. júní og í auglýsingu sem birt verður ® í Mbl. og DV fimmtudaginn 9. júní n.k. ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.