Morgunblaðið - 25.05.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 25.05.1988, Blaðsíða 57
Lilja Eyþórsdóttir „Það er ekki fýsilegl að eignast barn við nú- verandi aðstæður, hvað þá að vera barn. A ekki að taka tillit til allra við uppbyggingu þessa þjóðfélags? Hvenær eru börnin æskileg fyrir þjóðfélagið? Hvort eiga börnin að vera æskileg fyrir þjóðfélagið eða þjóðfélagið æskilegt fyrir þau?“ hafa ekki efni á þessu er rekstrar- grundvöllur þeirra varla sterkur. Ef litið er síðan á tölur frá Ríkis- endurskoðun um flugstöðina. Fram- kvæmdakostnaður hennar er 2 milljarðar 992 milljónir þ.e. tæpir 3 milljarðar króna. Kostnaðaráætlun- in hljóðaði upp á 2 milljarða 121 milljón króna. Mismunur á áætlun og raunkostnaði er 876 milljónir. Tölumar taka yfir tímabilið frá hausti 1983 til hausts 1987, þ.e. 4 ár. Framlag ríkisins til uppbygging- ar dagvistarheimila á sama tíma var 301 milljón og 713 þúsund. Rúmlega 301 milljón fór til upp- byggingar dagvistarheimila þegar tæpir 3 milljarðar fóru í eina flug- stöð. Ætli sé ekki óhætt að fullyrða að fjármagn til uppbyggingar dag- vistarheimila hafi aldrei farið fram úr áætlun heldur þvert á móti. Flug- stöðvarbyggingin fór tæplega 900 milljónir fram úr áætlun, þ.e. þrisv- ar sinnum hærri upphæð en fór til uppbyggingar dagvistarheimila á sama tíma. Einu viðbrögðin eru að þetta sé svolítið leiðinlegt en fundn- ar eru skýringar og enginn er ábyrgur. Samt er ekki langt síðan að fræðslustjóri einn var rekinn úr starfi með skít og skömm vegna þess að hann fór fram úr fjárlögum í þágu bama og unglinga. Það er greinilegt að það er ekki sama hver á í hlut, bömin eða gæluverkefni ráðamanna. Fjölmargar kannanir hafa verið gerðar og ráðstefnur haldnar til að fá skýrt fram stöðu kvenna og bama. Jafnréttisráð, jafnréttis- nefndir, launþegasamtök, félagsvís- indadeild Háskólans o.fl. o.fl. hafa staðið fyrir könnunum og ráðstefn- um um kjör og aðbúnað kvenna og bama í þjóðfélaginu. Þar ber allt að sama bmnni, gengið er á rétt bama og kvenna í þessu þjóðfé- lagi. Það koma niðurstöður og ályktanir um úrbætur en allt kemur fyrir ekki. Það gerist fátt. Með aukinni þátttöku kvenna í atvinnulífínu versnar aðbúnaður bama. Samt gæti vinnumarkaður- inn ekki verið án þátttöku kvenna. Er það ekki skylda að hlúa að öllum einstaklingum á þeirra forsendum og eftir þeirra kröfum? Getum við látið það viðgangast að allir hafí ekki sama rétt? Ráðamenn þjóðar- innar ráðstafa fjármagni okkar. Þeir skipta því á þau verkefni sem þeir álíta að sé hagkvæmast fyrir MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988 57 þjóðfélagið í HEILD. Við sjáum hvað þeir telja ekki hagkvæmast fyrir þjóðfélagið í HEILD að setja mikið fjármagn í þá málaflokka sem tengjast uppvexti og menntun bama. Ráðamenn þjóðarinnar hlusta ekki á raddir kvenna og bama. Forystumenn launþegasamtaka hlusta ekki heldur á raddir laun- þega. Kannski er of sterkt til orða tekið þegar sagt er að það sé ekki hlustað, því þeir hlusta oft mjög kurteisir, en það nær heldur ekki lengra, þeir taka ekki mark á því sem við erum að segja. Margar konur hafa setið í ráðum og nefnd- um þar sem mikilvægar ákvarðanir eru teknar um forgangsröð og áhersluþætti. Þær hafa tekið þátt í störfum fullar áhuga og bjartsýni þar sem þær eru nú komnar í að- stöðu til að ráða ráðum. En hvað gerist? Ein kona sem átti sæti í stjóm Húsnæðisstofnunar ríkisins kynnti sér allt mjög vel og tók virk- an þátt í störfum stjómarinnar. Á einn fundinn mætti hún vel undirbú- in með mál sem skiptir margar konur og fjölskyldur þeirra vemlegu máli. Hún bað um orðið, röðin kom að henni, hún lagði málið fyrir, út- skýrði og rökstuddi. Og viti menn, allir hlustuðu, eða hvað? Næsti maður fékk orðið og fór að tala um mál sem hafði verið til umræðu áður en hún fékk orðið. Það var eins og hún hefði ekkert sagt. Hver er skýringin á svona fyrirbæri? Eru konur ósýnilegar? Eða hvísla konur kannski? Nú er nóg komið Kannað hefur verið viðhorf fólks til fjölmiðla og fréttaflutnings. Mik- ill meirihluti aðspurðra telur að fréttaflutningur hér á landi sé góð- ur. Níutíu og fimm prósent að- spurðra segir að góð frétt eigi að innihalda kjama málsins, þ.e. að skilja kjamann frá hisminu. Sigrún Stefánsdóttir fjölmiðlafræðingur hefur m.a. kannað hlut kvenna í íslenskum fréttum hjá Ríkissjón- varpinu, þ.e. hve oft þykir ástæða til þess _að fá konu í íslenskt frétta- viðtal. Á 21 árs tímabili voru konur 8,4% viðmælenda en árið 1986 13%. Af þessu má álykta að konur em hismið en ekki hluti af kjamanum. í könnun Sigrúnar kom líka fram að sjávarútvegsmál em í þriðja sæti. í fréttum um sjávarútvegsmál var aðeins talað við 1 konu en sú kona var að útskrifast frá vélstjóra- eða stýrimannaskólanum og spurði fréttamaður hana hvað hún ætlaði nú að fara að gera. Konur virðast varla vera til í þjóðfélaginu. Ég get ekki stillt mig um að minnast á eina konu sem er ekki ósýnileg og hún hvíslar ekki. Hún er í ríkis- stjóm og heitir Jóhanna Sigurðar- dóttir. En hveiju hefur hún mætt frá sínum samstarfsmönnum í ríkis- stjóm? Hún er sökuð um að vera ómálefnaleg, leggja mál fyrir illa undirbúin, vera ósamvinnuþýð, vera hömndssár og óþarflega viðkvæm. Félagsmálaráðherra hefur verið og er að leggja fram mál sem skipta fjölda fólks miklu máli, ekki síst böm og konur. Við sjáum viðbrögð ráðamanna þegar kona heldur til streitu félagslegum úrbótum sem styðja og styrkja fjölskylduna. Nú er nóg komið! Við konur höf- um alltof lengi lag?tð okkur að þjóð- félaginu en ekki þjóðfélagið að okk- ur og bömum okkar. Þetta verður að breytast. Það verður að horfast í augu við þá staðreynd að úrbóta er þörf. Böm okkar eiga rétt á góðum dagvistum, góðum skólum og síðast en ekki síst ömggu um- hverfi. Það er búið að gera nóg af' könnunum og til em margar leiðir til úrbóta. Nú er þörf fyrir fram- kvæmdir. Það eina sem vantar er VILJA, vilja ráðamanna. Þar hefur mýndast flöskuháls því ráðamenn þjóðarinnar hafa ekki vilja til að bæta aðstæður bama og kvenna. Forustumenn launþegasamtaka hafa heldur ekki vilja til að bæta kjör láglaunahópa. Það ætti að vera hægur vandi að gera kröfu um að atvinnurekendur, ríki og sveitarfé- lög greiði í sjóð, bamasjóð sem væri ráðstafað til að bæta aðbúnað bama. Góð uppvaxtarskilyrði bama koma öllum til góða því bömin em jú undirstaða og uppspretta þjóð- félagsins. í 3. grein 1. kafla laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla segir: „Hvers kyns mismunum eftir kynferði er óheimil. Þó teljast sér- stakar tímabundnar aðgerðir, sem ætlaðar em til að bæta stöðu kvenna til að koma á jafnrétti og jafnri stöðu kynjanna, ekki ganga gegn lögum þessum. Það telst ekki mismunun að taka sérstakt tillit til kvenna vegna þungunar eða bams- burðar.“ Þessi grein heimilar tímabundnar aðgerðir og launþegasamtök geta hæglega unnið að bættri stöðu kvenna út frá þessari grein ef VILJI er fyrir hendi. En hann vantar, ekki hjá okkur heldur hjá ráða- mönnum. Það vantar pólitískan framkvæmdavilja — það er þessi margfrægi flöskuháls. Bijótum flöskuhálsinn. Höfundur er fóstra en starfar nú sem gjaldkeri hjá Búnaðarbanka íslands. Hún starfar einnig í borg- armálahópi Kvennalistans. Stúdentar MT1973 15 ára stúdentafagnaðurinn verður haldinn 11. júní næst- komandi í Norðursal Hótels íslands (ath. það er ekki lengur á Hallærisplaninu). Einstakir bekkir munu hittast fyrir fagnaðinn, hafið því samband við eftirfarandi tengi- liði: A bekkur: Danfríður Skarphéðinsdóttir, h. 689194, v. 11560. B bekkur: Alfreð Jóhannsson, h. 666323. C bekkur: Ingi Sverrisson, h. 17196, v. 623020. R bekkur: Margrét Gísladóttir, h. 671122, v. 33090. S bekkur: Ágúst Ásgeirsson, h. 651026, v. 691125. T bekkur: Þorsteinn Sigurðsson, h. 30049, v. 11517. X bekkur: Margrét Helgadóttir, h. 656699, v. 651399. Y bekkur: Vilhjálmur Guðjónsson, h. 28883. Nefndin: Eysteinn Haraldsson, Ólafur Hauksson og Þór- ólfur Halldórsson. Konica UBIX UÓSRITUNARVÉLAR TA ofnlokar || ÍSLEIFUR JÓNSSON hf. Bolholti 4, Reykjavík, símar 36920 og 36921 0DEXION MAXI-plastskúffur varðveita smáhluti Margar stœrðir og litir fyrirliggjandi. Utsölustaöir: LANDSSMIÐJAN HF. — Verslun Ármúla 23 - Sími (91 )20680 STRAUMRÁS SF. — Akureyri Sími (96)26988 HARALD JOHANSEN — Skipa- og byggingavöruverslun Seyðisfirði — Simi (97)2205 LANDSSMIÐJAN HF. STÚDENTA- STJARNAN 14 karata hálsmen prjónn Verð kr. 2400.- Jón Sigmundsson, skartgrípaverslun, Laugavegi 5, sími 13383. BORGARAFUNDUR íbúar í Hvassaleiti, Háaleiti, Fossvogi, Bústaðahverfi og Blesugróf! Miðvikudaginn 25. maí 1988 kl. 20.30, mun Borgarskipulag Reykjavíkur efna til borg- arafundar í samkomusal Réttarholtsskóla. Á fundinum verða kynnt drög að hverfa- skipulagi fyrir borgarhluta 5, þ.e. Hvassa- leiti, Háaleiti, Bústaðahverfi, Fossvogs- hverfi og Blesugróf. Hverfaskipulag er unnið í framhaldi af nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík. í því er fjallað sérstaklega um húsnæði, umhverfi, umferð, þjónustu og íbúaþróun og áhersla lögð á livar breytinga er þörf og hvar þeirra er að vænta. Á fundinum verður óskað eftir ábendingum og athugasemdum frá íbúum. Virk þátttaka ibúa er ein af forsendum fyrir góðu skipu- lagi. III BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR Borgartúni 3, sími 26102 105 Revkiavík z
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.