Morgunblaðið - 25.05.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.05.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 25. MAÍ 1988 Peningaskáp stol- ið úr Shell Nesti Tvö innbrot voru framin á Akureyri aðfaranótt hvítasunnu- dags. Farið var inn i Shell Nesti við Hörgárbraut og þaðan tekin umtalsverð verðmæti. Peninga- skápur af gerðinni Crown var tekinn. Hann vegur 40 til 50 kg og er nálægt þvi að vera 40 sm á hvern kant. í skápnum voru allmikil verðmæti, en þó að mestu leyti aðeins verðmæti sem eigandanum einum koma að not- um. í fyrstu var talið að inn- brotið hefði átt sér stað um kl. 4.30, en samkvæmt upplýsingum sem rannsóknarlögreglumenn hafa aflað sér, er ljóst að það gerðist mun fyrr eða um kl. 3.00. Sömu nótt var brotist inn á bif- reiðastöðina Stefni við Óseyri og þaðan stolið 40.000 krónum í peningum. Daníel Snorrason rannsóknarlög- reglumaður sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að unnið væri . enn að rannsókn málsins. Hand- teknir voru þrír menn í gær vegna máls þessa, en fljótlega kom í ljós að upplýsingar, sem gefnar höfðu verið lögreglunni, voru ekki á rök- um reistar. Rannsóknarlögreglan biður alla þá sem veitt geta ein- hvetjar upplýsingar um mál þessi að gefa sig fram. Slökkvilið kallað að Skjaldarvík Slökkvilið Akureyrar var kall- að að dvalarheimilinu Skjald- arvik kl. 16.37 á annan dag hvíta- sunnu. Mikill reykur hafði mynd- ast á salerni á annarri hæð vist- heimilisins eftir að sígarettuösku hafði verið slegið niður i plast- poka, sem þar var innan dyra. Fljótlega tókst að heinsa til, en á heimilinu er eldvamakerfí, sem er beintengt í slökkviliðsstöðina. Skemmdir urðu minniháttar, en nokkum reyk lagði fram á herberg- isganginn á annarri hæðinni. Vist- menn þar fóru niður á fyrstu hæð- ina á meðan slökkviliðsmenn voru að störfum. Gamli Lundur: Sýning á munum Geirs G. Þormar SÝNING á listmunum Geirs G. Þormars stendur nú yfir í Gamla Lundi á Akureyri. Geir lést árið 1951 og hefur dóttir hans, Úlla Árdal, safnað saman munum eftir föður sinn víða af landinu. Yfir 70 verka Geirs eru nú samankomin f Gamla Lundi sem öll eru í eigu einstaklinga og félagasamtaka. Geir fæddist í Geitagerði í Fljótsdal. Hann lærði myndskurð hjá Stefáni Eiríkssyni í Reykjavík ásamt þeim Ríkharði Jónssyni og x_. Einari frá Miðdal. Geir fluttist til Akureyrar árið 1926 og vann við útskurð alla sína tíð. Auk þess kenndi hann teikningu við Gagn- fræðaskóla Akureyrar og.Iðnskól- ann. Úlla sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa komið eitt sinn inn í félagsheimili þar sem bikar eftir faðir hennar hefði verið, en enginn hefði vitað eftir hvem hann var þar sem hann var ekki vanur að merkja muni sína. Því ætlaði hún að setja litla skildi á verkin, merkta listamanninum. Úlla sagði að á sýningunni mætti sjá tvo útskoma stóla eftir föður sinn sem fengnir voru hjá Oddfellowum á Akureyri. Þá væru á sýningunni hinir ýmsu trébikar- ar, bréfapressa, þerriblaðaþurrka, tónsproti Björgvins Guðmundsson- ar tónskálds og göngustafur Odds Bjömssonar svo eitthvað sé nefnt. Sýningin er opin um helgar frá kl. 14 til 20 og á virkum dögum frá kl. 17 til 20. Sýningin stendur til sunnudagsins 29. maí. Morgunblaðið/Rúnar Þ6r Tveir styrkir úr Minningarsjóði Þorgerðar voru veittir við skólaslit Tónlistarskóla Akureyrar og hlutu þau að þessu sinni Helga Þórdís Guðmundsdóttir og Þórir Jóhannsson. Fyrir hans hönd tók við styrknum faðir hans, Jóhann Ævar Jakobsson. Styrkina afhenti Jón Hlöðver Áskelsson, sem er lengst til hægri á myndinni. Tónlistarskóla Akureyrar slitið í 43. sinn: Tveir styrkir veitt- ir til framhaldsnáms Tónlistarskóla Akureyrar var slitið í 43. sinn i Akureyrar- kirkju sl. föstudag. 556 nem- endur stunduðu nám á vorönn í skólanum allt frá fjögurra ára aldri til fimmtugs. Kennarar voru 30 talsins, en skólastjóri er Jón Hlöðver Áskelsson. Skól- inn hefur efnt til 45 tónleika á vetrinum og tónlistarmenn hvaðanæva að landinu hafa heimsótt skólann og haldið tón- leika. Hljómsveitir skólans hafa farið í tónleikaferðir um Norð- urland og leikið meðal annars á Blönduósi, Ólafsfirði og Húsavik. Kennt hefur verið á 25 mismun- andi hljóðfæri og voru 96 nemend- ur í forskóladeild, 120 í blásara- deild, 105 í strengjadeild og 95 í píanódeild. Skólinn fékk hingað til lands víðþekktan tónlistarmann í vetur, Englendinginn Sydney Sutcliffe, sem stjómaði kammer- hljómsveitinni og stýrði námskeiði við skólann. Þrír nemendur útskrifast nú í ár frá tónlistarbraut MA og ljúka þar með stúdentsprófí. Þeir eru Amhildur Valgarðsdóttir, Helga Þórdís Guðmundsdóttir og Sigrún Jónsdóttir, allar á píanó. Framundan er þátttaka blás- arasveita skólans i landsmóti skólahljómsveita, sem fram fer á Norðfirði dagana 14.-21. ágúst. Einnig er stórsveit tónlistarskól- ans að undirbúa þátttöku í vinar- bæjarmóti sem fram fer í ágúst í bænum Randers í Danmörku. Við skólaslitin fór fram styr- kveiting úr Minningarsjóði Þor- gerðar, en þeim sjóði er ætlað að styrlqa efíiilega nemendur úr Tón- listarskóla Akureyrar til fram- haldsnáms. Styrki að þessu sinni hlutu þau Helga Þórdís Guð- mundsdóttir sem heldur til fram- haldsnáms til Reykjavíkur í píanó- leik í haust og Þórir Jóhannsson, sem nú stundar nám við Tónlistar- skóla Reykjavíkur. Styrkimirvom hvor um sig að upphæð 30.000 kr. og em þau Helga og Þórir 20. og 21. nemendumir sem fá veittan styrk úr sjóðnum frá stofnun hans. Sundæfíngar og kirkju- sókn um miðjar nætur Mikill erill var hjá lögreglunni ina og í bænum var mikil ölvun á Akureyri um hvitasunnuhelg- yfir hátíðina. Gleðilegustu frétt- Könnun æskulýðsráðs: Stúlkur vinna meira en piltar með skóla MEIRA virðist vera um að stúlkur stundi launaða vinnu með skólastarfi bæði á og utan heimilis heldur en piltar. óverulegur munur er á launa- vinnu unglinganna utan heimil- is eftir aldri en 38% 7. bekkinga unnu fyrir launum á heimili sínu, 28% 8. bekkinga en aðeins 13% 9. bekkinga, samkvæmt könnun er æskulýðsráð Akur- eyrar stóð fyrir á meðal þess- ara nemenda fyrir skömmu. 26,9% pilta sögðust vinna með skóla utan heimilis og 23,1% þeirra sögðust vinna fyrir launum á heimilinu. 35,1% stúlkna starfa utan heimilis með skóla og 28,9% á heimilinu. Enginn umtalsverður munur virðist hafa verið á vinn- utíma kynjanna en nokkuð skýr munur er á vinnutíma aldurs- hópanna þannig að yngri krakk- amir vinna meira. Hvorki er marktækur munur á launum pilta og stúlkna né á launum aldurs- flokkanna. Þá er ekki tiltakanleg- ur munur á þeim vasapeningum, sem piltar og stúlkur fá á viku en vasapeningar eru meiri hjá 9. bekkingum en hjá 7. bekkingum. Algengast er að vasapeningar á viku hverri séu þetta frá 100 krón- um og upp í 2.000 krónur, en aðeins 3% sögðust fá meira en 2.000 krónur á viku. iraar voru hinsvegar þær að engin slys urðu í umferðinni á vegum úti þessa fyrstu ferða- helgi sumarsins. Kristinn Einarsson varðstjóri á Akureyri sagði að hópar unglinga af Suðurlandi og Suðumesjum hefðu farið á eftir góða veðrinu norður og flestir gist á tjaldstæði bæjarins ofan við sundlaugina þrátt fyrir að það hefði ekki form- lega verið opnað. Dansstaðir voru lokaðir yfir helgina, en aðfaranótt annars í hvítasunnu var leyfður dansleikur í Freyvangi þar sem saman komu nokkur hundruð ungl- ingar. Kristinn sagði að mikið líf hefði verið í bænum_ fram undir morgun þess daga. „Ég hef trú á því að unglingunum hafí tekist að valda einhveijum ónæði og hneyksla aðra með framferði sínu um helgina. Nokkuð bar á því að gestir notuðu sér sundlaugina þó lokuð væri og skiptu klæðin þá ekki öllu máli. Þá tókum við fímm pilta inni í Akureyrarkirkju, sem reyndar hafði verið opin, en þeir höfðu spennt upp söfnunarbauk, sem stendur í anddyri kirkjunnar," sagði Kristinn. „Agi og ábyrgð virðist ekki allt- af skipta ýkja miklu máli hér á landi. Fólk veður yfír allt og alla eins og því sjálfu lystir án þess að spyija kóng eða prest. Ég tel okkur Akureyringa þó mun betur setta en höfuðborgarbúa hvað þetta snertir," sagði Kristinn. Tveir árekstrar urðu í mið- bænum í gær. Engin slys urðu á fólki, en flytja þurfti einn bílinn með kranabíl í burtu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.