Morgunblaðið - 25.05.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 25.05.1988, Blaðsíða 59
Pí ÍAM-JíSLSUDAfliniiyQIM fllflAJSMUOSQM' MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988 Sigurlaug Friðjóns dóttir - Minning Fædd 14. apríl 1905 Dáin 13. maí 1988 Blandaðu sætt nú, mín systir þú svafst aldrei lengi, svefninn þar fékkstu þann fyrstan í fullkomnu næði. Vel hlífir þakið þykka á þrönghýsi grafar verði þér vært þar í myrkri, þú vaknar í Ijósi. (Bjami Thorar.) Fáein kveðjuorð um móðursystur mína, Sigurlaugu Friðjónsdóttur, Langholtsvegi 99. Hún andaðist 13. maí í Borgarspítalanum eftir nokk- urra mánaða legu þar. Hún fæddist á Hólum í Hvamms- sveit, í þeirri fallegu sveit þar sem andi landnámskvenna og karla svífur yfír vötnum og öllum örnefn- um liðinna alda og þar sem söguper- sónur Jóns Thoroddsens lifðu og dóu. Foreldrar hennar voru Sigur- björg Jónsdóttir og Friðjón Sæ- mundsson. Sigurlaug var fimmta bam foreldra sinna en bömin urðu alls sjö, fjórar systur og þrír bræð- ur sem öll em nú látin. Fjölskyldu- böndin voru afar sterk hjá Hóla- systkinum eins og_ þau vom ætíð kölluð meðal vina. Á hátíðar-, gleði- og sorgarstundum vom þau sem eitt. Átján ára gömul hleypti Sigur- laug heimdraganum og hélt til Reykjavíkur til að aðstoða veika systur sína sem dó aðeins 27 ára gömul frá þremur ungum bömum. Hún tók þá að sér heimilið fyrir mág sinn og fóstraði bömin uns hún giftist sjálf. Á lífí er aðeins systurdóttirin Nanna. Árið 1933 giftist Sigurlaug Jóni Magnússyni frá Tankastöðum. Hann andaðist á Hrafnistu 1979. Þau eignuðust þijár dætur, Kristjönu, Erlu og Sig- urbjörgu. Þijú dótturböm ólust upp hjá þeim §ins og þau væm þeirra og eitt bamabarn var augasteinninn hennar sfðustu árin. Þegar Jón féll frá og halla tók undan fæti hennar frænku minnar önnuðust dætur hennar hana af mikilli prýði. Síðustu árin átti hún athvarf á daginn í húsi aldraðra við Dal- braut. Þar leið henni vel í góðum félagsskap. Síðustu mánuðina í Borgarspítalanum var einnig hugs- að vel um hana. Undirrituð á ákaflega góðar minningar frá bemsku- og æsku- dögum í leik og starfí með dætmn- um á Baldursgötunni og Langholts- veginum, í húsinu sem Jón byggði af miklum dugnaði. Það var ávallt líf og fjör í kringum frænku mína. Hún var vinmörg, húsið ætíð fullt af gestum og gangandi. Þó frænka mín hafí kosið húsmóðurhlutverkið þá held ég að hún hefði sómt sér í hvaða hlutverki sem var. Hún hafði frábæra kímnigáfu og frá- sagnarhæfileika og augun ljómuðu þegar hún sagði frá. Gullkom eftir föðurbróður henn- ar verða kveðjuorðin: Sólin til viðar hnígur hljótt eins hefir liðið líf þitt kæra ljóss inn um hliðið dýrðar skæra gakk þú í friði, góða nótt. (Jens Sæmundsson) Dætmm og dótturbömum'sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. G.S.J. Þann 13. maí andaðist í Borg- arspítalanum elskuleg móðursystir mín, Sigurlaug Friðjónsdóttir. Hún var fædd 14. apríl 1905 að Hólum í Hyammssveit, Dalasýslu. Foreldr- ar hennar vom Sigurbjörg Jóns- dóttir og Friðjón Sæmundsson. Þar ólst hún upp með systkinum sínum og vom þau alla tíð mjög samiýnd. Nú eru þau öll látin. Til Reykjavíkur kom hún nítján ára að aldri er Kristjana, elsta syst- ir hennar, lést frá þremur ungum bömum sínum. Hún hjálpaði mági sínum að halda saman heimili hans og þriggja bama, Bibba 9 mánaða, Reyni tveggja ára og Nönnu fjög- urra ára, og ól þau upp, þar til hún giftist Jóni Magnússyni 23. desem- ber 1934. Fátækt var mikil á þessum ámm en Jón var dugnaðarmaður og vann bæði til sjós og lands. Alltaf var nóg að borða fyrir alla, gesti og gangandi, og ávallt var hægt að hýsa alla, því þau hjón vom mjög gestrisin og nóg var hjartarýmið. Þau eignuðust þijár dætur, Kristjönu, Erlu og Sigurbjörgu. Fyrst bjuggu þau á Baldursgötunni og þaðan er margs að minnast. Árið 1949 réðust þau í að byggja sér myndarlegt íbúðarhús á Lang- holtsvegi 99 og bjuggu þar síðan allatíð. Jón andaðist 4. ágúst 1979. Enn hrannast minningamar upp, jólaboðin, afmælin, já, alltaf var gott að koma á Langholtsveginn. Húsmóðirin fagnaði öllum sem komu, alltaf svo hlý og góð og gat verið glettin og spaugsöm. Það fundum við systkinin þijú, sem fengum að alast upp saman með hennar hjálp, þó hún væri komin með eigið heimili. Okkur fannst hún alltaf vera eins og mamma okkar. Eins er með bömin okkar, þau minnast margra góðra stunda hjá henni, því hún var einstaklega bam- góð. Sigurbjörg, yngsta dóttirin, gift- ist og eignaðist þijú böm, Sigur- laugu Erlu, Jón Þór og Maríu. Þar er komin þriðja kynslóðin sem hún var viðriðin uppeldi á og ömmuböm- in áttu góðar stundir hjá henni. Loks kom langömmubamið, Elísa- bet, eins og sólargeisli inn í líf henn- ar í ellinni. Eldri dætur hennar, Gógó og Erla, hafa verið henni sérstaklega góðar dætur og hún kveður lífíð í sátt við guð og menn, því hún var trúuð og góð kona. Með ljúfa þökk fyrir liðinn dag, er leiðir skiljast hér. Við hinsta lífsins hjartaslag Guðs himinn opnast þér. (ÁgJ.) Guð blessi minningu Sigurlaugar Friðjónsdóttur, frænku minnar. Innileg samúð til dætra hennar, tengda- og bamabama. Nanna Kristbjörg Bjarna dóttir - Minning „Til foldar oss vígði hið mikla vald, hvert mannslíf, sem jörðin el- ur“ E.B.. Þó við höfum flest fyrir löngu gert okkur ljóst, að við eigum það eitt víst, að hverfa frá annríki hins daglega lífs hinna virku daga og að lokum úr tölu lifenda, gengur okkur misvel að sætta okkur við þessar einföldu staðreyndir. Okkur kemur yfírleitt á óvart þegar við fréttum lát kunningja eða vinar. Fæst okkar hafa svo æðrulausa skynsemi eða staðfasta trú, að hug- ur okkar rótist ekki af þeim tilfínn- ingum, sem vakna með okkur þegar slíkar fréttir berast. Það breytir litlu um þó við höfum vitað um sjúk- dómsbrest viðkomandi manns. Hinn 12. maí síðastliðinn dó á Landspítalanum í Reykjavík Krist- björg Bjamadóttir, sem um margra ára skeið hefur búið á Austurbrún 6. Þó síðasta lega hennar á sjúkra- húsi yrði ekki löng, aðeins nokkrir dagar var heilsa hennar búin að vera tæp um margra ára skeið. Hún hafði þurft að dvelja á sjúkrahúsum öðm hveiju en sjaldan lengi í senn, komst oftast heim fljótlega og gat sinnt sínum verkahring þar, stund- um að vísu af litlum kröftum. En viljinn til að verða að liði var góður og sjaldan djúpt á létta strengi. Enda hafði hún alltaf eitthvað „á pijónunum" og þótti gott að grípa í handavinnu. Bæði var að hún var iðjusöm, enda bar margt af hennar tómstundaverkum vott um að hend- umar vom hagar og hugmyndimar margar. Sumt af þessum munum má vafalaust telja listaverk. Ég þekkti lítið til uppmna og æviferils Kiddu, en svo var hún nefnd í daglegu tali. Hér verður æviferill hennar því ekki rakinn að neinu, það er ekki á mínu færi. Þó veit ég, eða þykist vita, að hún var Snæfellingur að uppmna, en lengst af mun hún hafa átt heima í Reykjavík eftir að hún komst tl þroska. Þar vann hún sitt ævistarf, sem að miklu var bundið heimili hennar og bömum. Kidda var tvfgift. Með fyrri manni sínum Baldvin Sigurvinssyni eignaðist hún tvo syni, Indriða og Ragnar, sem lést fyrir nokkmm ámm. Hún harmaði hann mjög. Með síðari manni sínum Garðari Kristjánssyni átti Kidda tvær dætur, Díönu Sjöfn og Jóhönnu Steinunni. Bamabömin era orðin nokkuð mörg og böm þeirra farin að líta ljós þessarar veraldar. Allt þetta skyldulið var henni mjög kært. Auk þess rækti hún kynni við frændfólk sitt og vini. Kynni mín af Kiddu vom ekki teljandi fyrr en síðustu þijátíu árin eða tæplega það, síðan Hjalti bróð- ir minn varð sambýiismaður henn- ar. Tvisvar naut ég dvalar á heim- ili þeirra, í fyrra sinnið meðan ég var að komast á ról eftir sjúkrahús- vist, en í síðara skiptið var ég á fárra vikna námskeiði. Ég naut umhyggju þeirra hið besta og átti með þeim góðar og skemmtilegar stundir, sem ég minntist með þakk- læti nú að leiðarlokum. Kristbjörg var fædd 16. ágúst 1912. Hún lést, eins og áður sagði, hinn 12. maí síðastliðinn. Við hjónin og böm okkar minn- umst hennar með söknuði, en þakk- læti fyrir góðar samvemstundir. Við biðjum þess að henni famist vel yfír móðuna miklu. Ástvinum hennar biðjum við blessunar Guðs. Kristbjöm verður jarðsett í Foss- vogskirkjugarði í dag miðvikudag- inn 25. má Vigfús Einarsson t Faðir okkar og tengdafaðir, SIGURÐUR JÓNSSON, áðurtil heimilis á Nýlendugötu 4, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 20. þ.m. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju 1. júní kl. 10.30. Alda Björk Sigurðardóttir, Hans Pátur Jónsson, Magnús Jón Sigurðsson, Sigrfður Edda Ólafsdóttir. t Uppeldissonur minn og fósturfaðir, SIGURÐUR STEFÁNSSON, bóndi, Lönguhlíð, Vallahrepp, S-Múlasýslu, andaðist á Vífilsstööum 23. maí. Fyrir hönd aðstandenda, Guðlaug Sigurðardóttir, Tómas Tómasson. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaöir og afi, ÞÓRÐUR SIGURÐSSON, Stlgahlfð 22, andaðist í Borgarspítalanum 21. maí. Guðlaug Erlendsdóttir, Erlendur Þórðarson, Una Hlfn Gunnarsdóttir og barnabörn. t Sonur okkar, bróðir og mágur, VALDIMAR UNNAR VALDIMARSSON sagnfræðingur, Skeljagranda 2, Reykjavfk, lést af slysförum í London 21. maí. Alda Hanna Grímólfsdóttir, Valdimar Guðlaugsson, Sævar Valdimarsson, Jóhann Elfar Valdimarsson, Anna Marfa Jónasdóttir, Elísabet Sólstað Valdimarsd., Karl Asbjörn Hjartarson, Guðlaugur Viðar Valdimarsson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐFINNA SKAGFJÖRÐ, Snorrabraut 42, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. maí kl. 15.00. Jón Skagfjörð, Unnur Kristjánsdóttir, Sigrfður Skagfjörð, Ingimar Guðmundsson og barnabörn. t Áskær vinkona mín og frænka okkar, GUÐRÚN INGVARSDÓTTIR, Elliheimilinu Grund, áður Vitastfg 11, veröur jarðsungin frá Fríkirkjunni, fimmtudaginn 26. maí kl. 13.30. Vigdfs Gissurardóttir og systkinabörn. t Ástkær móðir mín, JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR, Brávallagötu 10, sem lést 10. þessa mánaðar f Landakotsspíta, verður jarðsungin fimmtudaginn 26. maí kl. 1 3.30 frá Akureyrarkirkju. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Unnur Axelsdóttir. Systir okkar, t PÁLÍNA TÓMASDÓTTIR, Háteigsvegi 28, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. maí kl. 13.30. SigurðurTómasson, Helga Tómasdóttir, Guðrún Tómasdóttir, Aðalheiður Tómasdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.