Morgunblaðið - 25.05.1988, Síða 25

Morgunblaðið - 25.05.1988, Síða 25
MORGUNBLABIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988 25 Björn S. Stefánsson „Eftir ábendingar mínar og Gustafssons mátti Gísli skilja, að þetta þyrfti hann að gera, að endursemja þá kafla, sem lutu að þjóð- félagsgerðinni og við- haldi hennar og um- breytingum.“ aðir í ríkisdölum, sem var í húfi, ef landbúnaðurinn brást, það var líf almennings. Sá, sem skilur þetta ekki, hlýtur að misskilja flest annað varðandi afstöðu 18. aldar manna til bjargræðisvega þjóðarinnar. Þegar litið er til baka má skilja hvaða forsendur vantaði til fram- þróunar. Reynslan skar úr um það á fyrri hluta 19. aldar, að efna- bændur og kaupmenn höfðu fullan hug á að nýta gæði sjávarins og gerðu það, þegar forsendur voru til þess, og héldu þannig uppi því merki, sem Ólafur Stefánsson hóf með atvinnurekstri sínum. Ekki hafa verið færð rök að því, að tengsl landbúnaðar og sjávarútvegs hafi spillt þar fyrir, hvorki í löggjöf né í atvinnuháttum. „Sérhver öld skapar sagnritun í sinni mynd.“ Svo ályktar Gísli í lok rits síns. Það hlýtur samt að vera keppikefli hvers sagnfræðings að skila þannig verki, að það sé sem minnst skapað í mynd höfundarins eins. Gísli hefur ekki skapað þjóð- félagssögu 17. og 18. aldar í mynd sinnar aldar með riti sínu, til þess er hún um of hlaðin hleypidómum, sem öldin mun ólíklega vilja eigna sér. Auk þess sem ótamin dómgimi einkennir verkið (ég dæmi ekki um miðkafla ritsins, verzlunarsöguna í þrengri skilningi, því að til þess hef ég ekki forsendur), vantar þar skiln- ing nútímans á forsendum farsællar samkeppni. Einnig skortir skilning á því, hvemig almenningur tryggði afkomu sína á 17. og 18. öld, þeg- ar flest vantaði, sem almenningur hagnýtir sér nú til að jafna hag sinn, svo sem lífeyrisréttindi, trygg- ingar, innstæður, fasteignir og lán. Höfundur erþjóðfélagsfræðingur. RITVÉLAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TÖLVUHÚSGÖGN Talaðu við okkur um nýju tölvustýrðu þvottavélina og þurrkarann frá Miele. RITVELAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TÖLVUHÚSGÖGN fyrir dömur og her: 6 afsláttur á bolum, skyrtum, peysum, jökki vorvörum frá CIAO 24. til 28. maí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.