Morgunblaðið - 25.05.1988, Side 66

Morgunblaðið - 25.05.1988, Side 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988 Leikursá er mér kær Leikurað læra1-3 3 góðar vinnubækur með þroskandi föndurverk- efnum fyrir böm á forskólaaldri. Nóg að teikna, lita, klippaoglíma. Bömin skemmta sér konunglega um leið og þau læra ýmis vinnubrögð og hugtök sem koma sér vel við lestramámið síðar. Ódýrar, góðarog skemmtilegarföndurbækurfyr- iryngstu bömin. og menning Síðumúla 7-9. Sími 688577. Laugavegi 18. Sími 15199-24240. Sjónvarpið hvatt til að sýna áfengisvarnarmyndina aftur Kæri Velvakandi. Nú hefur bjórfrumvarpið, sem aldrei skyldi verið hafa, verið sam- þykkt á Alþingi. Þar með flæðir bjórinn inn í landið innan árs og hann verður áreiðanlega mörgum . tii tjóns. Eina vonin að hann verði hafður dýr svo menn leggist síður í bjórþamb. Minnihluti þingmanna virðist hafa áhuga fyrir að stemma stig við áfengisbölinu. Það eitt að reisa og reka hæli fyrir diykkju- sjúklinga dugir skammt ef þjófélag- ið framleiðir stöðugt fleiri og fleiri. Ég vil hvetja til þess að Ríkissjón- varpið sýni aftur kvikmyndina sem Afengisvamarráð lét gera. Þessi mynd var ekki gallalaus, meiri áherslu hefði átt að leggja á þann óhugnað sem fylgir drykkjuskap. á hún fyHjiega skilið að sjást á Þó var ýmisiegt gott í myndinni og siq4nUm á ný. Bindindismaður Tvískinnungsháttur Til Velvakanda. Gæti Sjónvarpið ekki sýnt aftur myndina frá Alþingi þegar bjór- frumvarpið var til seinustu af- greiðslu í efri deild og Salome gerði grein fyrir atkvæði sínu. Ég missti því miður af þessum „menningar- viðburði" og ég veit að margir hefðu viljað eiga hann til minningar á myndbandi.þar sem hún (Salome) bar þessa stórkostlegu virðingu fyr- ir Sameinuðu þjóðunum og æsku landsins, en auðvitað enga fyrir sjálfri sér. Og ekki myndi það spilla að fá á myndinni þá Guðmund Garð- arsson og heilbrigðisráðherra sitt til hvorrar handar. Og til þess að hafa þetta allt í stfl, væri sjálfsagt að gefa út tilkynningu og með það í huga sem á undan er gæti hún hljómað eitthvað á þessa leið: Bjór- inn í bílinn, vimuna á veginn: öryggisins vegna. Salome & Co og þá væri allt í þessu fínasta flna. Arni Helgason Víkverji Fyrir skömmu gerði Víkveiji það að umtalsefni, að Danir hefðu verið kærðir fyrir dómstóli Evrópu- bandalagsins vegna þeirra reglna sem þar gilda um að öl skuli aðeins selt í flöskum. Telja samaðilar Dana að EB, að þessar reglur um öl á flöskum og skilaskyldu á glerinu séu í gildi til þess að koma í veg fyrir innflutning á öli, þar sem út- lensk fyrirtæki geti ekki uppfyllt skilaskyldu-skilyrðin. Danir segja aftur á móti, að þeir hafi þessar reglur til vemdar umhverfí sínu. I Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag var skýrt frá því á blað- síðu 2, að uppi væru hugmyndir um það hér hjá okkur að setja regl- ur um einnota umbúðir utan um öl og gos- og svalardrykki, þar sem stefnt skuli að aukinni endumýt- ingu og áróðri fyrir bættri um- gengni. Víkverji las þessa frétt af athygli en tekur sárt að þurfa að upplýsa að hann átti erfítt með að skilja hana. Telur Víkveiji einsýnt að blaðamaður hafi haft undir hönd- um opinber gögn um drög að hinni nýju reglugerð um einnota umbúðir og vitnað til þeirra. Var fréttin á stofnana- og tæknimáli og hörð undir tönn eins og þessi setning sýnir: „Komið verði á framleiðslu- gjaldi sem að hluta gæti stýrt því hvaða umbúðir væm hagkvæmar markaðslega séð og væru þá um- búðir sem eru endumotaðar gjald- fríar, en gjald á plastflöskur og plastdósir verði 30% af jöfnunarút- skrifar söluverði, svo dæmi séu tekin." Og ennfremur mátti þarna lesa þessa setningu: „Á umbúðum sem hvorki em til endumotkunar né endumýt- ingarkerfi fyrir hendi sé 20% af flat- armáli prentunar á umbúðir varið til upplýsinga um umgengni og hreinna land." XXX ótt Víkveiji ætti erfítt með að skilja einstaka þætti í tillögun- um um þessar nýju reglur, áttar hann sig vonandi á tilgangi þeirra. Hljóta allir að fagna því að af opin- berri hálfu sé reynt að stemma stigu við umhverfísspjöllum með aðgerð- um af þessu tagi. Er raunar furðu- legt hve lítinn áhuga við íslending- ar, sem emm háðari innflutningi á ails kyns vamingi en aðrar þjóðir, emm lítið gefnir fyrir hugmyndir um endurvinnslu eða tilraunir tii að stunda slíkt hér á landi. Eins og svo margt annað í þjóðlífi okkar er þetta áhugaleysi á endur- vinnslu líklega til marks um að við séum enn á sóunar- og eyðslustigi hinna nýríku. Við þurfum að taka út meiri þroska áður en við kom- umst á stig þeirra þjóða, sem hafa komið röð á reglu á þessa hluti eins og aðra. Nægir þar að nefna Sviss- lendinga sem passa ekki aðeins að safna gleri og slíkum hlutum heldur hafa þann sið, að dagblöðum og öðmm pappír er aðeins hent út af heimilum á ákveðnum degi vikunn- ar, svo að auðvelt sé að flytja hann ! í endurvinnslustöðvar — en Sviss- lendingar státa sig bara af engri verðbólgu og traustum gjaldmiðli. XXX Isunnudagsblaði Morgunblaðsins mátti einnig lesa aðra frétt er snertir umhverfi okkar, var hún á forsíðu blaðsins og var um baráttu manna í Bretlandi fyrir því, að garð- sláttur verði ekki stundaður með hávæmm vélum fyrir klukkan 9 á morgnana og eftir klukkan 18; hann verði og bannaður á sunnu- dögum og löggiltum hátíðisdögum. Hafa samtökin „Hatursmenn háv- aðans" verið beðin um drög að regl- um um þetta efni. Vonandi verða tillögur þeirra auðskildar öllum, þótt áreiðanlega verði erfítt að ná samstöðu um þær, því að mörgum þykir þar eins og hér sjálfsagt að slá garfinn sinn á kvöldin eða um helgar. Á liðnum vetri leiddi áhrifamikil fgrein hér í Morgunblaðinu til þess að samtök gegn hávaða vom stofn- uð hér á landi. Telur Víkveiji sig þegar hafa heyrt merki þess að starf þeirra skili árangri; fínnst honum minna um glamur frá versl- unum á götum úti en áður. Skyldu þessi samtök hafa skoðun á því, hvenær heppilegast sé að nota garð- sláttuvélar með mótor?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.