Morgunblaðið - 25.05.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.05.1988, Blaðsíða 43
?.§ HUÖAauJHVflgl MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988 43 TAFLA I Matsverð bústofnsins nú kr. 1.110.000 Matsverð túnsins, 32,4 ha kr. 479.000 Matsverð fjárhúsa og hlöðu kr. 393.000... 1.982.000 Búmark var 384 ærgildi, en fullvirðisréttur er fyrir 315 ærgildi Vetrarfóðraðar 1986—1987 vom 330 kindur Afurðir árið 1987 vom þessar: Kjöt eftir vetrarfóðraða á 27,1 kg Kjöt eftir vetrarfóðraða gimbur 15,1 kg Ull af hverri kind 1987—1988 3,1 kg „Reiknað kjöt“ alls 7.760,0 kg Tekjur af íjárbúinu árið 1987 um það bil kr 1.900.000 Skertar vegna framleiðslu umfram fullvirðisrétt um kr. ... 300.000 — Mismunur kr. 1.600.000 TAFLA II Fjárveitingar 1985—1988: Tst. Reykhól.: Möðruvö.: Skriðukl.: Sámsst.: Samanl.: 1985, þus. kr. 609 984 838 1.103 3.534 1986, þús. kr. 1.236 1.755 1.820 1.940 6.751 1987, þús. kr. 1.414 2.435 2.271 2.724 8.844 1988, þús. kr. óskipt 8.000 Samanl. þús. f. hveija st.: 3.259 5.174 4.929 5.767 Játvarður Jökull Júliusson „Rannsóknir í sauðfjár- rækt og jarðrækt hafa haldist í hendur um áratugi „og stuðst hvor við aðra“ lengst af. Nú hefur verið þrengt að gróður- og ræktunartil- raununum síðari árin. Þær látnar dragast saman vitandi vits, þó ljótt sé að segja. Hvað tæki við þegar sauð- fjárræktinni yrði kippt burt?“ eignast verðmætara sauðfé. Meiri, betri og verðmætari ull til að vinna úr. Hefír betri markaðsvöru að selja. Líku máli gegnir um hrein- hvítar gærur. Þær eru hráefni í miklu seljanlegri vöru en nokkum tíma fæst af gulskræpóttu fé. Allt er þetta á réttri leið. Þessa þætti málsins mætti ræða meir en hér er svigrúm til. Þijú atriði ber hæst og er rétt að nefna. 1. Hvorki ráðunautar né sauð- fjárbændur hafa nýtt sér nógu fljótt né vel það þrönga svig- rúm sem þó hefur verið til að dreifa Reykhólastofninum víðar. Þar verður að breyta til batnaðar. 2. Enn er yfrið nóg verkefni við að halda ræktuninni áfram önnur 26 ár í viðbót og færa út kvíamar. 3. Hér hefur þegar verið unnið svo merkilegt afrek á sviði búvís- inda, að með öllu er óþolandi að stofna því í tvísýnu í höndum ókunnugra, enda óverjandi gagnvart samtíð hvað þá framtíð. Eftir þessa tvo innskotskafla, kemur aftur að furðulegu fréttinni frá RALA, um „að leigja búskap- inn“. Spurt um matsverð og arð Eg hugsaði að fróðlegt væri að fá á hreint um tekjumar, hvemig „mikill halli" verður til. Hvað vildi sá vita sem byði í jörðina og búið á leigu? Ég spurði um fullvirðis- réttinn, um vænleik sláturfjárins og um ullina. Ég spurði líka um matsverð bústofns og fasteigna, þess sem auglýst er til leigu. Sjá töflu I Áburður á 30 ha, orka, vinna við búskap, heyskap og hirðingu, kostar hvergi nærri þessa upphæð, hvað þá ef ekki væri skerðingin. Ánum ekki gefíð gramm af kom- fóðri fyrr en á sauðburði. Þama hafa fengist hrein og merk svör, bæði bein og óbein. Sauðfjárbúið í „Stöðinni" ber uppi jafnvel meira en þess hluta af rannsóknakostnaðinum. Reykhólastöðin og hinar Næst er að bera saman við aðr- ar tilraunastöðvar, þar sem búið er að koma réttri skipan á hlut- ina, „aðskilja búrekstur og rann- sóknastarfsemi", tiltekið á Möðm- völlum og Skriðuklaustri. Sjá töflu II Óskipta fjárveitingin 1988, 8,0 mkr., er einnig fyrir Tilraunabúið á Hesti, sem fékk 1987 2,117 mkr. Hún kemur í stað samsvar- andi fjárveitinga 1987, 8,237 mkr., hvar sem sú lækkun á að koma harðast niður. Sámsstaðir einir og sér fá úr- skipt rekstrarfé 1988, 3,801 mkr., auk viðhalds- og stofnkostnaðar, einir stöðva á þessu ári. Á 3 ámm (85—87) er rekstrarfé til Reykhóla 1,7 mkr. mínna en til Skriðu- klausturs. 1,9 mkr. minna en til Möðmvalla og 2,5 mkr. minna en til Sámsstaða. Þetta segir ekki alit, hvað Reyk- hólabúið hefír orðið að bera uppi. Á sömu 4 ámm (85—88) hefír ekkert verið veitt til viðhalds- eða stofnkostnaðar á Reykhólum. Til- raunabúið á Hesti fékk til viðhalds 0,5 mkr. (87). Möðmvellir fengu til viðh. 0,3 mkr. (86) og stofnk. 5,9 mkr. (öll árin). Skriðuklaustur fékk til viðh. 0,95 mkr. (85 og 86 fyrir Hús Gunnars Gunnarssonar á Skriðu- klaustri) + annað viðhald 0,8 mkr.. (87). Sámsstaðir fengu til viðhalds 1,0 mkr. (86—88) og stofnk. 2,2 mkr., þ.e. til tækjakaupa (85, 86 og 88). Það er í skjannabirtu þessara staðreynda, sem raunhæft er að skoða ummælin um að „aðskilja búrekstur og rannsóknastarfsemi" á Reykhólum. Kjördæmi ráðherranna Áður sagði frá hveijir vom trú- ir yfír litlu, frá liðsemd og dugn- aði stjómarliðanna 5 á Alþingi fyrir Tilraunastöðina á Reykhól- um, allra þingmanna Vestflarða- kjördæmis. Formaður fjárveit- inganefndar og hinir þingmenn Vestfjarða duga landbúnaðarráð- herranum betur í kjördæmi hans og forsætisráðherrans. Þar fá Sámsstaðir allt í allt 5,501 mkr., sem áður segir og Stóra-Armót 3,0 mkr. Það er á vegum Búnaðar- sambands Suðurlands, en ekki á vegum ríkisins. Hver er stefna RALA? Fréttin áðumefnda greinir skil- merkilega eftir forstjóranum, að RALA hafí ákveðið að einbeita sér að því að byggja upp éina tilrauna- stöð í sauðfjárrækt. Stjóm RALA sér aðeins Hest í Borgarfírði. Ætlar sér að flytja Reykhóiastofn- inn þangað. Þar fer saman viljinn og valdið. Þeir stóm fyrir sunnan bera hiklaust fyrir borð hag þeirra sem minnst mega, stijálla byggða á Vestfjarðakjálka. Haft er eftir Þorsteini forstjóra RALA: „Tilraunastarfsemi yrði áfram á Reykhólum, meðal annars í jarðrækt." Er hægt að treysta þessu? Það er erfítt eins og í pott- inn er búið. Hvað annað yrði rann- sakað? Hvað yrði rannsakað í jarð- rækt? Á að byija á nýjungum? Á að rækta skóg? Á að rækta skjól- belti og gera fjölda nytjajurta ár- vissan? Á að græða upp flæmi með lúpínu? Þama veltur allt á skýmm svömm. Rannsóknir í sauðfjárrækt og jarðrækt hafa haldist í hendur um áratugi „og stuðst hvor við aðra“ lengst af. Nú hefur verið þrengt að gróður- og ræktunartilraunun- um síðari árin. Þær látnar dragast saman vitandi vits, þó ljótt sé að segja. Hvað tæki við þegar sauð- fjárræktinni yrði kippt burt? Yrði byijað á öðm? Ætli ekki að yrði heldur sagt, að ekki tæki því að reka svona litla stofnun? Þá væri orðið stutt að takmarki þeirra afla, sem allt níða niður á landsbyggð- inni, og því frekar sem §ær er höfuðborginni. Höfundur er bóndi og rithöfund- ur. NÝR ÞURRKARIFRÁ Vestur-þýsk gæði á þessu verði, engin spurning! Umboðsmenn um land allt. ABG AFKÖST ENDING GÆÐI Og verðið er hreint ótrúlegt! Kr. 49.247,- stgr. AEG Lavatherm 720 w þurrkarinn frá AEG er gœddur þeim einstöku hæfileikum að þétta gufuna sem myndast við þurrkun- ina og þarf því engan útblástursbarka til að losna við hana. Þetta er afskaplega þægilegt, það eina sem þú þarft að gera er að setja hana í samband og byrja þurrkunina. Síðan losar þú bara bakka fullan af vatni í vaskinn eftir hverja notkun. Þessi þýski gæðaþurrkari fæst bæði i alhvitu og i hvítu með brúnu stjórnborði og er til afgreiðslu strax. A E G heimilistœki — því þú hleypir ekki hverju sem er í húsverkin! BRÆÐURNIR Lágmúla 9, sími: 38820
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.