Morgunblaðið - 25.05.1988, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 25.05.1988, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988 61 Auður Hannes- dóttir — Minning Fædd 12. ágúst 1916 Dáin 8. janúar 1988 Þ6 að fomu björgin brotni, bili himinn og sökkvi í mar — allar sortni sólimar. Aldrei deyr þó allt um þrotni endurminning þess sem var. (Gr. Th.) Alltaf kemur dauðinn manni á óvart. Þó er ekkert jafn sjálfsagt fyrir okkur 511. Þó lífíð og dauðinn standi alltaf hlið við hlið eru þau andstæður, sem við höldum aðskild- um í lengstu lög, jafnvel þó sjúk- dómur og fleira hafi bent á það sem í vændum var. Við vissum öll að Auður hafði ekki gengið heil til skógar síðastliðið ár, en að hún væri á förum datt fæstum i hug, við vildum nefnilega eiga hana vísa í Langagerði 66. En hvemig er það, eigum við hana ekki einmitt vísa, þar sem hún dvelur nú. Það er mín trú. Ég sakna hennar Auðar frænku minnar mikið. Traust var hún og trygglynd líkt og nafna hennar Vésteinsdóttir forðum. Hún var alltaf hin sama og reyndi aldrei að sýnast önnur en hún var. Auður var fædd á Eiríksstöðum í Svartárdal 12. ágúst 1916. For- eldrar hennar voru Svava Þorsteins- dóttir og Hannes Ólafsson. Bjuggu þau sín fyrstu búskaparár á Eiríks- stöðum, en þar höfðu áður búið foreldrar Hannesar, Helga Sölva- dóttir og Ólafur Gíslason. Síðar bjuggu þau Svava og Hannes um hríð í Hamrakoti á Asum uns þau fluttu á Blönduós. Þá var Auður komin til Reykjavíkur. Mér er minn- isstætt þegar Auður kom suður. Ég hafði ekki séð hana frá því að hún var stelpukom og þama stóð hún stór og myndarleg, hún frænka mín frá Eiríksstöðum. Ég man hvað þeim leist vel á hana fósturforeldr- um mannsins mlns, en þar vorum við til húsa okkar fyrsta hjóna- bndsár. Auður kom sér vel við alla. Við skruppum stundum í bíó, það var nú helsti munaðurinn I þá daga. Allir voru þó furðu ánægðir og mikið var stundum hlegið. Auður fór fljótt að vinna hér og varð eftir- sótt. Dugleg var hún og glaðlynd. Hún vann um nokkurra ára bil á matsölu á Vesturgötu 10. Bundust þær varanlegum vináttuböndum, Ósk, húsmóðirin, og Auður. Segir það sína sögu að Auður lét dóttur sína heita hennar nafni. Auður giftist 1942 ágætum manni, Sigurði Hjálmarssyni húsa- og bflasmið, er lengi vann hjá Agli Vilhjálmssyni. Sigurður var val- menni, greindur vel og hagmæltur. Þeim búnaðist vel Auði og Sigurði þrátt fyrir ómegð, en böm þeirra urðu sex. Eina dóttur átti Auður Herragarður og Herrahús í myndatexta með frétt um flutning Herrahússins í nýtt húsnæði við Laugaveginn urðu þau mistök að nafn Herragarðsins slæddist þar inn. Herragarðurinn er auðvitað annað fyrirtæki og verzlanir þess í Aðalstræti og Kringlunni. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. áður en hún giftist. Hún ólst upp hjá afa sínum og ömmu á Blöndu- ósi til 9 ára aldurs, en þá lést Hann- es af slysförum og flutti þá Svava með telpuna suður. Dvöldu þær hjá Auði og Sigurði uns Svava lést. Þetta var stórt heimili. Þar við bættust langvarandi veikindi, en þrír drengjanna áttu við sjúkdóm að stríða um margra ára skeið. Sem betur fer hafa þeir allir náð góðri heilsu og gegna góðum störfum í þjóðfélaginu. Það segir sig sjálft að þama var stór hlutur móðurinn- ar. Það var á slíkum stundum, að Auður sýndi hvað í henni bjó. Þeg- ar dóttir hennar, Iðunn, lést með sviplegum hætti erlendis fór Auður og sótti dóttur sína látna og bam hennar er hún tók að sér og reynd- ist vel eins og við var að búast. Máltækið foma segir, að þar sem hjartarúm sé skorti ekki húsrúm. Það sannaðist fullkomlega hér. Þessi hógværa og hlédræga kona óx við hveija raun. Það var ekki illa valið ljóðið, sem sungið var við kistu hennar, „Hótel jörð“. Fátt hefur snortið mig dýpra, en að heyra hið fagra og táknræna ljóð sungið á kveðjustundinni. Ég fann samstundis að þetta var það sem best átti við og einmitt á þessari stundu skein sólin inn um kór- glugga litlu fallegu kapellunnar í Fossvogi. Auður hafði fengið sinn sveig. Systkinum hennar, bömum og bamabömum bið ég blessunar Guðs. Þakkir færi ég frænku minni fyrir allt fyrr og síðar. Þórhildur Sveinsdóttir Magnús Geirsson - Kveðja Fæddur 15. júní 1915 Dáinn 2. mai 1988 Héma lágu léttu sporin löngu horfin sama veg. Sumarblíðu sólskinsvorin saman gengu þeir og ég vinir mínir allir allir eins og skuggar liðu þeir inn í rökkur hljóðar hallir hallir dauðans einn og tveir einn og tveir (Guðmundur Guðmundsson skólaskáld) í hringiðu jarðlífsins em þeir oft dýrkaðir mest sem vom raunvem- lega ómerkilegri persónur en mað- urinn sem gengur á götunni hljóð- lega og án þess að slá um sig ein- hverskonar yfírborðskennd. Hann getur aftur á móti verið hugarfars- lega séð mun betri maður. Einn af þeim var Magnús Geirsson sem nú hefur kvatt sinn jarðneska ævidag. Magnús var sonur Geirs Sigurðs- sonar skipstjóra og konu hans, Jónínu Jódísar Ámundadóttur, en hún var frá Hlíðarhúsum og á þeim sama stað áttu þau hjónin heima, Vesturgötu 26A, en hún lést árið 1918. Bróðir Magnúsar heitins, Ámundi, er einnig látinn fyrir mörg- um ámm. Sigurður bróðir þeirra er einn eftirlifandi. Ég þekkti Magnús heitinn vel og hann þekkti einnig móðurbræður mína vel, en ég var ekki með honum í vinnu alla þá starfsdaga sem hann átti að baki sér, en ég kannaðist við hann sem hæglátan og ágætan mann. Það er saknaðarefni þegar þannig menn hverfa skyndilega af sjónarsviðinu en minningin lifir áfram í björtu ljósi. Ég vil að endingu votta eftirlif- andi konu hans, Hansínu Hannes- dóttur, og öðm hans nánasta skyld- fólki mína samúð. Blessuð sé minn- ing hans. Hin langa þraut er liðin nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt. Nú sæll er sigur unninn og sólin björt upprunnin á bak við dimma dauðans nótt. (Vald. Briem) Þorgeir Kr. Magnússon t Þökkum innilega öllum þeim sem auösýndu samúð og hlýhug viö andlát og jaröarför DAÐA EYSTEINS JÓNSSONAR, Marbakkabraut 22, Kópavogi. Sérstaklega þökkum viö Lionsklúbbi Kópavogs, Lionessuklúbbn- um Ýr, Lionsklúbbnum Munin, Ungmennafélaginu Breiðablik, skólasystkinum úr Verzlunarskóla Islands, Þórunni Björnsdóttur og Marteini H. Friðrikssyni. Béra M. Eirlksdóttir, ' Marfa Björk Daðadóttir, Kristrún Lilja Daðadóttir, Atli Már Daöason, Elfsabet Hjólmarsdóttir og systkini. Leiðrétting I blaðinu á laugardaginn fyrir hvíta- sunnu birtist minningargrein um Aðalheiði Pálsdóttur. I fyrirsögn er hún kennd við Hvalsnes. Hér er um misritun að ræða. Hún var jafnan kennd við Hamra í Breiðdal. Hún var fædd á Hvalsnesi í Stöðvar- fírði. Þessi misskilningur leiðréttist hér með. t Innilegar þakkir færum viö öllum þeim ættingjum og vinum sem sýndu okkur hlýhug og samúö viö andlót og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, MAGNÚSAR ÁRNASONAR, Túngötu 14, Patreksfiröl. Margrót Gunnlaugsdóttir, Árni Magnússon, Anna Valsdóttir, Slgrfður Harðardóttir, Bruno Poulsen, barnabörn og aðrir aðstandendur. Minning’: Ingibjörg Sigmarsdóttir Fædd 7. apríl 1928 Dáin 25. mars 1988 Móðursystir mín og nafna Ingi- björg Sigmarsdóttir, eða Bússa eins og hún var alltaf kölluð af ættingj- um sínum og vinum andaðist á Fjórðungsjúkrahúsi Akureyrar 25. mars sl. Ékki óraði mig fyrir því í desember sl. þegar hún gat veitt öðrum aðstoð sína, að hún ætti svo stutan tíma eftir hér með okkur. Hún Bússa átti ekki marga sína líka. Fómfysi, góðmennska og um- burðarlyndi vor hennar einkenni. Við systraböm hennar hér á Akur- eyri fóram ekki varhluta af hennar gæðum. Okkur var hún ætíð sem önnur móðir. Ég gleymi aldrei þeirri gleði og hamingju sem lýsti sér í andliti hennar er ég bað hana að halda á syni mínum Sigmari undir skím. Það var eins og hún hefði fengið stóra vinninginn í happ- drætti. Og þegar ég kom til hennar á sjúkrahúsið síðustu dagana sem hún lifði, lét hún aldrei hjá líða að spyija eftir Sigmari. Fyrir hönd systkina minna, Svölu, Óla, Maju og Eyglóar vil ég þakka Bússu okkar fyrir allt og allt. Ég kveð móðursystur mína hinstu kveðju og ég gleymi henni aldrei. Ingibjörg Salóme Egilsdóttir t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaöir og afi, GUÐMUNDUR VIÐAR GUDSTEINSSON, Efstasundi 67, veröur jarösunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 27. maí kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélagiö. Salvör Jakobsdóttir. Nfna Guðmundsdóttir, Jakob Viöar Guðmundsson, Kolbrún Guömundsdóttir, Halla Guömundsdóttir, Ingibjörg Guömundsdóttir, Grótar örn Júlfusson, Kristfn Helgadóttir, Gunnar Steinn Almarsson, Kjartan Kjartansson, Baldur Þóröarson og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug viö andlát og jaröar- för eiginmanns mins, föður okkar, tengdafööur, afa og langafa, ÓLAFS INGVARSSONAR, Vatnsnesvegi 27, Keflavfk. Kristfn Guömundsdóttlr, Haraldur Ólafsson, Halldóra Þorsteinsdóttir, Sigrföur Ólafsdóttir, Eyjólfur Lárusson, Róbert Ólafsson, Sveinsfna Kristinsdóttir, Guörfður Ólafsdóttir, Hannes Kristófersson, barnabörn og barnabarnabörn. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar gremar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin vélrituð og með góðu línubili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.