Morgunblaðið - 25.05.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.05.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988 27 Valtýr Pétursson á vinnustofu sinni Eiríkssonar í Steinkirkju, en Jó- hann bróðir hennar lærði trésmíði af Tryggva Gunnarssyni og var m.a. yfirsmiður við smfði kirkj- unnar að Laufási við Eyjafjörð. Foreldrar Þórgunnar voru séra Ami prestur á Þönglabakka og síðar í Grenivík Jóhannesson tré- smiðs Amasonar sfðast á Ytra- Alandi í Þistilfírði og Karólína Guðmundsdóttir bónda á Brett- ingsstöðum í Flateyjardal Jónat- anssonar. Séra Ami var mikill söngmaður og hafa afkomendur þeirra Karólínu verið mjög list- hneigðir og listelskir eins og m.a. Ingimundur, söngstjóri Karla- kórsins Geysis. Valtýr missti foreldra sína komungur, móður sína 14. nóv- ember 1921 og föður 13. október 1925. Var hann síðan hjá móður- foreldmm sínum og móðursystr- um, Gunnhildi og Steingerði í Grenivík, og á Akureyri eftir lát séra Ama, en fór síðar með Gunn- hildi til Reykjavíkur, þar sem hann ólst upp á heimili þeirra Olafs Guðmundssonar útgerðarmanns. Valtý þótti mjög vænt um fóstm sína og sýndi henni ræktarsemi sem m.a. lýsti sér í því, að hann kom til hennar í morgunkaffí dag hvem meðan hún hélt heimili. Ekki bar á því að Valtýr væri drátthagur meðan hann var í Grenivík, en æskuvinur hans, Friðbjöm Guðnason, hefur sagt mér, að hann hafí þá þegar haft svo glöggt auga fyrir mótívum að hann hafí þekkt öll skip sem sigldu um Eyjafjörð svo að ekki skeikaði. A Akureyrarámnum komu hinir listrænu hæfíleikar fram og er til kompa frá þeim tíma með rissi og teikningum Valtýs. Valtýr Pétursson var fjölhæfur og fjölmenntaður listamaður. Hann var einn af brautryðjendum abstrakt-málverksins hér á landi, en sneri sér að hlutrænni list á efri ámm. Hann skrifaði um myndlist í Morgunblaðið síðan 1952 sem ég hygg að sé einsdæmi og lagði hann með því mikinn skerf til íslenskrar listasögu. Hann vann mjög að málefnum myndlistarmanna og átti ríkan þátt í byggingu Kjarvalsstaða, sem hann var heiðraður fyrir þeg- ar Félag íslenskra myndlistar- manna efndi til fyrstu sýningar sinnar þar. Þá bað sýningamefnd- in Valtý að bera fyrstu málverkin inn í salinn í virðingarskyni fyrir framtak hans og frumkvæði. Valtýr Pétursson var heims- borgari — kosmópólítan — og heima hjá sér hvort sem hann var í Flórens eða París, í byggðum Eiríks rauða eða á ferð um landið. Hann var mikill tungumálamaður og gerði sér far um að þekkja siði og háttu þeirra þjóða sem hann heimsótti og var fljótur að átta sig á sérkennum þeirra. Við hjónin áttum því láni að fagna að fara með þeim Herdísi snögga ferð til Vínar fyrir nokkrum árum. Betri leiðsögumenn um þessa há- borg evrópskrar menningar var ekki hægt að hugsa sér, þótt þau hefðu ekki komið þangað áður fremur en við. Smávægileg atvik eru stór í endurminningunni. Notaleg og kyrrlát stund yfír bjór- kollu mitt í erli stórborgarinnar kemur upp í hugann, kankvíslegt brosið á Valtý eða kímileit augun. Við vorum önnum kafín frá morgni til kvölds og nýttum tímann vel. Þó vorum við aldrei að flýta okkur og aldrei asi á neinum. Valtýr var allra manna skemmtilegastur og kunni frá mörgu að segja, mönnum og mál- efnum. Hann hafði óvenju gott minni og það var einkennandi fyr- ir hann hversu fágætlega næmur hann var á sérkenni hlutanna eða skrýtileg smáatriði í hegðun og atburðarás. Með þvílíkum athuga- semdum kryddaði hann frásögn- ina léttri kímni. Hann var ljóðelsk- ur og hafði gaman af limrum. Hann gerði það fyrir mig og sér til skemmtunar að teikna við limr- ur Kristjáns Karlssonar í Vísna- leik og hafði mikla ánægju af því. Hann var alvörumaður, drengur góður og vinur vina sinna og þau hjón bæði. Nú er þungur harmur kveðinn að Herdísi Vigfúsdóttur. Þau hjón voru náin og samrýnd svo að ein- stakt er og var það lífsgæfa þeirra. Þessar línur bera hlýjar samúðarkveðjur okkar Kristrún- ar. Blessuð sé minning Valtýs Péturssonar. Halldór Blöndal t Konur sækja sjó Bókmenntlr Erlendur Jónsson Þórunn Magnúsdóttir: SJÓ- KONUR A ÍSLANDI 1891-1981. 132 bls. Sagnfræðistofnun H.í. Reykjavfk, 1988. Þórunn Magnúsdóttir hefur viðað að sér miklu efni um íslenskar konur sem sótt hafa sjóinn síðastliðin níutíu árin. »Aðalheimild rannsóknarinnar er lögskráning íslenskra sjómanna, svonefndar skipshafnarskrár.« I skipshafnarskránum er þess getið á hvaða skipum konur voru skráðar og hversu lengi. Ennfremur hvaða störfum þær gegndu um borð. »Frá því að konur komast inn í sjósóknina á öðrum tugi tuttugustu aldar eru þær á skipum af nær öllu tagi,« seg- ir Þórunn. Fyrstu áratugina, sem Þórunn tekur fyrir, var hvað mest um farþegaflutninga sjóleiðis. Landshluta á milli ferðaðist fólk með strandferðaskipum. Og til annarra landa varð ekki öðru vísi komist, að sjálfsögðu. Þá gegndu konur til- teknum kvennastörfum á skipunum; voru skipsjómfrúr, þemur, þjónar og svo framvegis. Af yfirliti Þómnnar sést að það hafa einkum verið ungar konur sem sóttu í þess háttar störf. Vel má hugsa sér að nokkur ljómi hafi þá leikið um þjónustustörf á millilandaskipum — l(kt og flugfrey- justarfið síðar. Færri konur gengu þá í hefð- bundin karlastörf á sjó. Fordæmi vom þó ærin, frægast frá fyrri öld af Þuríði formanni sem minnisstæð var fyrir fleira en sjósóknina. Þegar nær dregur nútímanum gerist al- gengara að konur gangist inn f hlut- verk sem körlum vom áður ætluð. Fáeinar konur hafa t.d. aflað sér skipstjómarréttinda. »Þær konur,« segir Þómnn, »sem hafa skipstjóm- arréttindi, hafa oft verið spurðar hvort þær hafi orðið fyrir mismunun í námi eða starfi. AJlar hafa þær Þórunn Magnúsdóttir neitað slíku staðfastlega og talið sig hver um sig hafa notið jafnréttis á við piltana.* Svo virðist sem það séu einkum stúlkur frá sjómannaheimil- um sem ráðast á fiskiskip og afla sér starfsréttinda. Þriðjungur þessarar bókar er nafnaskrá: skrá um sjókonur 1891- 1981. Þar eiga konur að finna nöfn sfn, þær sem skráðar hafa verið á skip á umræddu tímabili. Ekki eru þó öll kurl komin til grafar því auk þeirra hafa margar konur róið til fiskjar á smábátum, óskráðar. Sú saga er ekki rakin hér, enda naum- ast tiltækilegt að safna um það tæm- andi heimildum. Þómnn hefur valið þann kostinn að styðjast nær ein-, göngu við ritaðar heimildir og vinna síðan tölulega úr þeim. Bókin er því fremur þurr aflestrar. En þar sem athyglin beinist að kvennasögu þessi árin, og þá einkum atvinnusögu kvenna, er vel til fundið að sjó- mennsku kvenna skuli gerð skil með þessum hætti. Kvöldverðarboðið Erlendar baekur Jóhanna Kristjónsdóttir Howard Fast: The Dinner Party Útg. Hodder& Stoughton 1987 RICHARD Cromwell, banda- rískur þingmaður er farsæll í starfi sínu. Hann kvæntist á sínum tíma forríkri konu, Dorothy. Hún er af gyðingaættum og það er nefnt hér vegna þess að afstaða tengdaföður þingmannsins, Augustus gamla efnamanns, á eftir að hafa djúp- stæð áhrif á framvindu málsins, ekki sízt í krafti þess að hann vilí trúa á gyðinglegan uppmna sinn. Þau hjónin hafa eignast tvö ágætlega mannvænleg böm, Eliza- betu og Leonard og þau em við nám og koma heim öðm hveiju og allt leikur í lyndi. Að sönnu mætti Leonard fara að gefa stúlk- um ívið nánari gaum, að mati for- eldra hans. Hjónabandið er slétt út á við, en það er gmnnt á undir- öldunni og hvort þau halda áfram að búa saman, hjónin, eða hann herðir sig upp í að skilja svo að hann geti gifst ástkonunni, Joan, er svona í athugun. .Utanríkisráðherrann sjálfur hef- ur sent Richard orð þess efnis, að hann og illræmdur aðstoðarmaður hans, Justin vilji gjaman koma til kvöldverðar hjá þeim hjónum og óskað er eftir að tengdaforeldmm þingmannsins verði boðið líka. Það er sýnilegt að framkvæmdir gamla mannsins í ákveðnum heimshluta mælast miðlungi vel fyrir. Hug- myndir þingmannsins sjálfs um hvemig stjómin leikur flóttamenn frá Mið-Ameríku koma við sögu. Samt lítur þetta ágætlega út. Bömin koma heim og með þeim er vinur Leonards, Jones, sem er svertingi. Það liggur einhver óhugnaður í loftinu þrátt fyrir fág- 9 Howard Fast Auttior of thc WstscHiiití Livvtte saga THE DINNER að og pússað yfirborðið, og smám saman fara að upplýsast mál sem ógemingur er að tala um, horfast í augu við, hvað þá heldur lifa með. Samt er ekki víst þau eigi neinna kosta völ, alvaran hefur tekið við af yfírborðskenndu lífí og kaldar staðreyndir blasa við. Sagan gerist öll á þessu eina kvöldi og hún er nokkuð mögnuð, einkum þegar á líður. Sýnir hetju- skap sem kemur á óvart og dregur upp sannferðuga mynd af við- brögðum manneskja þegar ands- ðænis hryllilegum örlögum er stað- ið. Fróðleikur og skemmtun fyrirháa semlága!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.