Morgunblaðið - 25.05.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.05.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988 Costa Rica: Farþegar o g áhöfn sluppu er þota fórst Reuter Leifar Boeing-727 farþegaþotunnar sem fórst eftir að flugmenn hennar hættu við flugtak frá flugvell- inum í San Jose á Costa Rica i gærmorgun. San Jose, Costa Rica. Reuter. MESTA mildi þykir að allir skyldu komast lífs af þegar Boeing-727 farþegaþota fórst i flugtaki á flugvellinum i San Jose á Costa Rica i gærmorgun. Þotan brunaði eftir flugbrautinni þegar flugmennimir hættu skyndi- lega við flugtak. Snerist hún í hálf- hring, rann útaf brautinni og hafn- aði á stálþili. Varð þá sprenging í þotunni, sem brotnaði í þrennt, og eldur braust út. Um borð í þotunni voru 17 far- þegar og níu manna áhöfn. Gekk þeim greiðlega að komast út og er það talið eiga sinn þátt í að ekki fór verr. Fimm úr hópnum sluppu ómeiddir en 21 slasaðist. Flestir þeirra hlutu aðeins lítilsháttar áverka. Þotan, sem nú er gjörónýt, var í eigu flugfélagsins LACSA á Costa Rica. Hún var að leggja upp í áætl- unarflug til Managua í Nicaragua og Miami í Flórída. Meðal farþega voru átta Bandaríkjamenn, tveir Kúbumenn, Austurríkismaður og Tékki. Farþegi að nafni Eladio Salazar sagði við fréttamenn að flugmennimir hefðu hætt við flugtak vegna einhverrar bilunar. Sovétmenn hafa gersem- ar á brott frá Afganistan Zilrich, frá önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. SOVÉTMENN fara ekki tóm- hentir frá Afganistan, sam- kvæmt frétt franska blaðsins Le Monde. Blaðamaður þess, Laur- ents Zecchini, varð vitni að því er Sovétmenn völdu muni úr þjóðminjasafni Afganistans. mjög fágæta muni allt aftan úr steinöld. Starfsmaður safnsins að- stoðaði sovéska sérfræðinga við að velja muni úr safninu þegar Zecc- hini sá til. Þeir höfðu þá aðallega áhuga á munum frá Kuschan- tímabilinu á 1.-3. öld. Yfírmaður ríkissafnanna í Afg- anistan er flokksbundinn kommún- isti sem hefur takmarkaða þekk- ingu á listum. Hann er þó sagður hafa tárfellt þegar hann gaf út leyfí sem heimilaði Sovétmönnum að láta greipar sópa um arfleifð afgönsku þjóðarinnar. Danmörk: Selir drep- astúr lungnaveiki Kaupmannahöfn. Reuter. UM 200 dauða seli hefur rekið á Eyrarsundsstrendur Sjálands síðustu vikur. Að sögn talsmanns dönsku landverndarsamtakanna drápust selimir úr lungna- veiki. Líffræðingar óttast að veik- in breiðist út og segja að allur selastofninn við strendur Dan- merkur, um 10 þúsund dýr, sé í hættu. Lungnaveikin er rakin til bakteríu að nafni Bordella Bronchiseptica, sem er skyld herpes- og flensuveir- um. Unnið er að athugunum á því hvemig bakterían hefur komist í selina, hvort þar sé um að ræða óvenjulegar að- stæður í umhverfinu eða mengun. Sovéski herinn yfirgefur Afganistan: Hugmyndafræðilegir loft- fimleikar án öryggisnets Kabúl-stj órnin berst fyrir lífi sínu KOMMCNISTARNIR i Kabúl losa sig nú við siðustu leifar byltingar- innar til þess að bjarga eigin skinni. Þeir sitja eftir með sárt ennið og i höfuðborginni hefur kommúnisminn breyst í andstæðu sína. Allt sem áður var byltingarsinnum heilagt gildir ekki eftir að Sovétmenn ákváðu að ljúka hinu misheppnaða Afganistan-ævintýri. Sovétmenn taka m.a. stóran hluta Telatapa-gullsins með sér. Það fannst fyrir tæpum áratug og þykir ævintýralegur fjársjóður. Verð og listrænt gildi gullmunanna, sem eru tuttugu og eitt þúsund talsins, er ómetanlegt. Sovétmenn flytja fleiri hundruð hlutanna á brott með sér í herlestum og hrifsa þannig til sín hluta af sögulegri arfleifð Afganistans. Telatapa, sem einnig er kallað Tilya Tepe, er f norðurhluta Afgan- istans. Sovéskir og afganskir fom- leifafræðingar unnu þar við rann- sóknir á árunum 1978-79 og grófu upp grafír frá öldunum fyrir og eftir fæðingu Krists. Þeir fundu minjar sem bera vitni um gífurlegt ríkidæmi svæðisins til foma og grísk áhrif á menningu þess. Gull- skálar, gullvasar, gullarmbönd, gullspennur, gullbeltisnælur og aðr- ir gullskrautmunir leyndust í fjár- sjóðnum. Hann hefur aðeins verið sýndur opinberlega einu sinni. Nú er hann geymdur í kjallara forseta- hallarinnar í Kabúl. Þar er listasafn sem aðeins ráðamenn í afganska kommúnistaflokknum og sendifull- trúar Sovétmanna hafa aðgang að. Sovéskir sérfræðingar hafa skoð- að Telatapa-munina gaumgæfílega undanfamar vikur og valið úr fjög- ur hundruð muni sem verða fluttir til Moskvu fyrir lok maf. Þeir völdu meðal annars óvenjulega geit með löng, margsnúin hom og hringlaga fætur; armband með ljónynjuhöfði úr tyrkjasteinum; bijóstnælu með mynd af Kúbid, ríðandi höfrungi og einstaklega vel unnið belti úr skfragulli. Það er ómögulegt að verðleggja beltið en sérfræðingar telja að geitin, sem er ekki nema 13 cm há, sé að minnsta kosti 5 milljóna dollara (215 milljónir ísl. kr.) virði. Grípir úr þjóðminjasafninu Sovétmenn láta sér ekki nægja að hirða munina frá Telatapa. Þeir hafa einnig tekið um 200 muni úr þjóðminjasafninu sem franskir fomleifafræðingar hjálpuðu afgön- Þess þekkjast engin dæmi að gagnbylting innan kommúnista- flokks hafí gengið jafn hratt fyrir sig. Kommúnistaflokkur Afganist- ans hélt upp á tíu ára afmæli apríl- byltingarinnar með því að ryðja burt öllum „ávinningum byltingar- innar". Þjóðnýtingu f landbúnaði hefur verið snúið við. Jafnvel stórbændur fá jarðir sínar aftur. Flóttamenn sem snúa heim frá Pakistan eða íran fá allar sínar eigur aftur í hendur hvort sem um er að ræða hús, fyrirtæki eða banka. Ffyrir skemmstu lét stjómin eitt af opinberum sveitasetrum sínum, Höll númer fjögur, hinum fyrri eig- anda í té. Það var meira að segja búið að gera húsið upp á glæsilegan hátt. Kommúnistar hafa boðið Banda- ríkjamönnum vinsamlegast að taka aftur við eignarhlut sínum í Inter- conti, glæsilegasta hóteli Kabúl, sem í millitíðinni hafði verið skírt Mf.'lmah Pall. Að minnsta kosti áttu þeir endilega að taka að sér hótelstjómina. I apríl síðastliðnum tók stjómin á móti nokkrum tugum kaupsýslumanna úr hinum vest- ræna heimi og hvatti þá til að fjár- festa f landinu. Kaupmenn á hinum frægu mörk- uðum í Kabúl, sem reyndar fengu að starfa að mestu f friði undir stjóm kommúnista, hafa nú fijálsar hendur um viðskipti sfn. Þessir frægustu kaupahéðnar Suður-Asíu mega nú kaupa og selja og flytja vörur inn og út að vild. Engin skriffínnska eða þreytandi hömlur á gjaldeyrisviðskiptum tefja nú kaupmennskuna. Nú verður í reynd hægt að skipta afganskri mjmt í erlendan gjaldeyri því öll viðskipti miðast við svartamarkaðsgengið. Svartimarkaðurinn við Kabúl-fljót hefur fyrir löngu tekið við hlutverki ríkisbankanna. Á veggjum húsa og á opinberum skrifstofum hangir ekki lengur mynd flokksformannsins. Hann kallar sig nú Najibullah á ný. Á meðan hann var byltingarsinnaður kallaðist hann Najib því sfðustu atkvæðin minntu um of á Allah. Allah snýr aftur Já, Allah er snúinn aftur. í mál- gagni flokksins er eiður svarinn við vilja Allah. Rúmlega tuttugú þús- und Múllar (prestar) þiggja nú laun frá ríkinu. Til þess að renna stoðum undir trúna hafa kommúnistamir í Kabúl meira að segja stofnað fslamskan háskóla. Slíkur mennta- stofnun var ekki einu sinni fyrir hendi þær aldir sem múhameðstrú- armenn réðu yfír Afganistan. Pílagrímar geta nú ferðast til Mekku á kostnað hins opinbera. Nýja stjómarskráin — þar sem fjölflokkakerfí er ein af undirstöð- unum — bannar lög sem „sært geta hin helgu lögmál íslams". Fjölkvæni er ekki lengur bannað, hver múha- meðstrúarkarlmaður má taka sér Qórar eiginkonur. Stjómin hefur beint því til starfsmanna hins opin- bera að neyta ekki matar né drykkj- ar á meðan dagsbirtu gætir í föstu- mánuðinum Ramadan af tillitssemi við tilfinningar hinna trúuðu. Þó stjómin leggi mikið á sig til þess að vinna hylli múhameðstrú- aðra þá slær vinsemdin við pólitíska andstæðinga öll met. Stjómin hefúr um að stofna árið 1922. Safnið á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.