Morgunblaðið - 25.05.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.05.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988 ;;; ÐAGVIST BARIVA EFRA-BREIÐHOLT Iðuborg — Iðufelli 16 Vantar fóstru eftir hádegi á leikskóladeild. Einnig vantar starfsmann í sal eftir hádegi. Vantar yfirfóstru allan daginn á dagheimilis- deild frá 15. júní. Upplýsingar gefur forstöðumaður í símum 76989 og 46409. Símar 35408 og 83033 ÚTHVERFI Síðumúlio.fl. AUSTURBÆR Stórholt Stangarholt Meðalholt Óðinsgata VESTURBÆR Túngata KOPAVOGUR Hraunbraut1847 Sljórnarbót er vonlaus án persónukjörs fulltrua eftirJónas Pétursson Til þess að ná þeim markmið- um, sem eru líf og framtíð íslensks þjóðfélags: Byggð um allt ísland í jafnvægi lífsskilyrða hvers lands- hluta. Þar sem samstilltir kraftar náttúrulegra gilda, búvits og fé- lagsanda fólksins í fóstri náttúru svæðisins til sjávar og sveita, í þekkingu samtímans, eru siðræn lög lífsbókarinnar! Megininntak er manngildi. Stjómarbót er vonlaus án per- sónukjörs fulltrúa. Persónukjör, þar sem hver maður velur aðeins hluta fulltrúa. Efling sveitarfélag- anna verði gerð með stjómsýslu- stigi sem nær yfir hvert svæði, þeim sem í það eru kjömir eru valdir úr sveitarstjómarmönnum hvers svæðis, þeirra, sem gefa kost á sér af eigin hvötum, eða eftir óskum annarra á svæðinu. Allir kjósendur svæðisins velja úr þeim hópi þijá menn. Skrifa á á sérstakan Iq'örseðil nöfn þriggja manna úr hópi þeirra sem f fram- boði em. Þá skiptir ekki máli hvort þeir eru í einum hópi eða þremur, á einum eða þremur listum, ef það skilst betur, og þar raðað í staf- rófsröð. Jafnframt því að breyta í þetta kerfí fylgir ákvörðun um alla málaflokka úr ríkiskerfinu til sveitarfélaganna ásamt yfírstjóm á hveiju svæði. Þar má ætla að um verði að ræða 30—40% af ríkisreikn. síðustu ára. Á móti því kemur sama upphæð ríkistekna, segjum t.d. 35 hundraðshlutar, sem skiptast á milli svæðanna eftir gjaldeyrisöflun hvers svæðis, og greiðast mánaðarlega til hvers svæðis þ.e. þeirrar yfír- stjómar sem felst í viðbótar stjómstiginu. Svæði, fjórðungur, fylki, þing! Hvaða nafn sem verður valið, hefí ég ákveðið form í huga, sem ég hefí áður kynnt, og kynnt hefír einnig verið í stjómarskrárdrög- um. En hugmyndin en Vestur- land, þ.e. núverandi 2 kjördæmi, Norðurland, eins og stendur að Fjórðungssambandi Norðurlands, — Austurland, frá Gunnólfsvík á Skeiðarársand, — Suðurland, frá Skeiðarársandi með Vestmanna- eyjum og Reykjanesi, — Höfuð- borgarsvæði, frá suðurmörkum Hafnarfjarðar í Hvalflarðarbotn. Það, sem styður þetta sérstak- lega í mínum huga, er sú skipting þess hluta ríkisteknanna, sem ég tel í fyrstu þurfa að koma til fram- kvæmda til að mæta verkefnahlut svæðanna. Skiptingin milli svæðanna mið- ist við gjaldeyrÍBÖflun hvers svæð- is! Þess vegna þurfa svæðin að spanna mismunandi byggðarlög, svo að sem mest jafnvægi náist, sem bakhjarl hins eflda stjómstigs sveitarfélaganna! Menn skulu varast, ef þetta lítur nýstárlega út við fyrstu sýn, að blása á það. Ef sérhyggja og skæklatog á að standa að baki björgunaraðgerða íslenzkra byggða í stað félagslegrar sam- hyggju, þá skríður jörðin áfram undan fótum okkar í fjármagnið og valdafaðminn við Faxaflóann. Þess vegna ríður á að nú þegar ljúki menn upp augum um allt land, llti til allra átta og komist að niðurstöðu um hvemig er far- sælast að skipta í svæði. Það ger- ist ekki í andstöðu við fólkið. En umfram allt: Hlustið ekki á róg- tungur 8undmnaraflanna. Högg- ormstungur sleikja sífellt! Auðvit- að verður svæðaskiptingin að hvíla á samhug fólksins. Með öðr- um hætti verður hún ekki það afl, sem í henni felst Þess vegna er lífsnauðsyn að rekja í sundur óljósar hugmyndir sem enn hafa einkennt orðræðu um framkvæmd markmiða. Að fengnum þessum breyting- um á formi til afls og ábyrgðar í stjómstigi sveitarfélaganna og með algjöru valdi yfir þeim samfélagsþáttum, þeim verk- efnum, sem koma heim í byggð- arlögin, þá koma til breytingar á skipan Alþingis, sem myndar ríkisstjóm og fer með löggjöfína. Deilt er um atkvæðavaldið: Al- kunn er setningin; einn maður eitt atkvæði. Ég hefí sett fram tillögu. Hið fyrsta: algjört per- sónukjör! Kosið í einu lagi fyrir landið állt. Hver kjósandi velur þrjú nöfn. Framboð eða tilnefning á hópum (listum) og úr hópi þeirra velur hver kjósandi þijú nöfn, hvorki færri né fleiri, og kjörseð- ill aðeins með þremur línum, sem kjósandi skrifar nöfnin á í kjör- klefa (eða vélritar). Þingmenn verði 45, ekki fleiri. Framboðs- hópar (listar) em í stafrófsröð. Kjósandi velur þijá, af þremur list- um, tveimur, eða einum lista. Aðeins þijú nöfn. Allir 45 þing- mennimir persónukjömir — þeir 45 er flest atkvæði fá. Flokkar eða samtök munu standa að fram- boðunum og fyöldi hvers hóps tak- markaður við visst hámark. Það yrði með þessum hætti ómetanleg endurbót á stjómmálalegu sið- gæði, þegar enginn frambjóðandi er fyrirfram kosinn, í stað lista- kosninganna nú, þar sem út úr áflogum prófkjaranna koma að mestu leyti sjálfkjömir þingmenn peningalegra valdahópa! Markmið byggðahreyfíngar, sem ég átti mestan þátt í að móta: Þannig sett fram 1985. 1. Að styðja og vemda byggð um allt land. 2. Aðstyðjaogvemdaþjóðlífsem byggir á heimaöflun í samræmi við lífbeltin tvö, gróðurbeltið og hafíð umhverfís, í ljósi þekk- ingar á samhengi nota og vemdar. 3. Að í stjómarskrá komi svæða- skipting, fylki eða þing og stjómun og vald á svæðunum hvíli á sveitarfélögunum. Þar tilheyri land, vatns- og hita- orka, sem ekki er í einkaeign hvers svæðis, og verður sam- eign fólksins þar. Megin þeirra umsvifa í samfélagsmálum sem nú em á valdi ríkisins FRJÁLST framtak hf. hefur gert samning við Ingva Hrafn Jónsson, fyrrverandi frétta- stjóra Sjónvarpsins, um útgáfu bókar sem hann vinnur nú að um störf sín hjá Sjónvarpinu. í bókinni verður lýsing Ingva Hrafns á mönnum, atburðum og Jónas Pétursson „Ef sérhyggjaog skæklatog á að standa að baki björgunarað- gerða íslenzkra byggða í stað félagslegrar sam- hyggju, þá skríður jörð- in áfram undan fótum okkar í fjármagnið og valdafaðminn við Faxa- flóann.“ falli í hlut sveitarfélaga á hveiju svæði í réttlátu hlutfalli skyldu og réttar. Reyna skal til hlítar hvort enn er traust í því sem forðum hét: „bestu manna yfírsýn". 4. Að á hveiju svæði komi sjálf- stæður viðskipta- og gjaldeyr- isbanki og verði staða þeirra banka, skyldur og réttur, tryggður í stjómarskrá. 5. Manngildi er meira en auðgildi. Að lokum þetta: Ég hefí ekki komist hjá að læra allt lífíð. Hugsjónir mínar hafa ekkert breyst. Þingvera mín var minn háskóli. Þingveran hefír gert námið auðveldara árin á eft- ir. Mesti styrkur minn nú er sá, að tæpast getur nokkur núið mér því um nasir að ég sé með persón- upot! Takið mark á mér lesendur! Þessi ritsmíð, tillögumar, eru þrauthugsaðar fyrir íslenzka vel- ferð! Á fyrstu sumardögum. Höfundur er fyrrverandi aJþingis- maður. málefnum og skýring hans á þeim atburðum sem leiddu til þess að hann var leystur frá störfum sem fréttastjóri Sjónvarpsins I aprfl sl. Bókin á að koma út fyrir næstu jól, segir í fréttatilkynningu frá Fijálsu framtaki. K<onica UBIX UÓSRITUNARVÉLAR Ingvi Hrafn Jónsson: Skrifar bók um störf sín hjá Sjónvarpinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.