Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 Gengur með fjórbura eftir glasafrjógvun 45 konum heimiluð glasafrjógrun UNG íslensk kona gengnr nú með fjórbura eftir glasafijógvun í Englandi. Töluverðar likur eru á fleirburum við glasafrjógvun því þremur til fjórum fijógvuðum eggjum er komið fyrir í legi konunn- ar þar sem nær alltaf verða einhver afföll. I þessu tilfelli lifðu öll eggin fjögur. Frá því að Ragnhildur Helga- dóttir fyrrverandi heilbrigðisráð- herra setti reglugerð um að kostn- aður við þessa aðgerð skyldi borg- aður af Tryggingastofnun hefur verið mjög mikil eftirspum eftir henni og segir Kristján Guðjónsson deildarstjóri hjá stofnuninni að 45 konum hafi verið veitt heimild á þessu ári til aðgerðarinnar. Af þeim hafí 5 þegar farið utan. Öfugt við tæknifijógvun er egg konunnar við glasafijógvun fijógv- að utan legsins og komið siðan fyrir þar. Jón Hilmar Alferðsson kvennsjúkdómalæknir segir að í gildi sé samningur við Boum Hall Clinic í Englandi sem framkvæmi allar aðgerðimar fyrir íslendinga. „Það er ekki óalgengt að fleir- burafæðingar verði eftir þessa að- gerð þar sem yfirleitt em fjögur egg fijógvuð í einu til að auka líkumar á að hún heppnist." segir Jón Hilmar Alferðsson. En íjórburafæðingar em ekki algengar á Islandi enda em líkum- ar á þeim við eðlilegar aðstæður einungis 1 á móti hálfri milljón, og hafa þeir aðeins verið tvær áður svo vitað sé, sú fyrri árið 1880 og sú sfðari árið 1957 en þá lifðu þrír eftir fæðingu. Hvað fjórburana nú varðar hefur verið ákveðið að taka þá með keis- araskurði er 36 vikur væm liðnar af meðgöngutímanum en mikil áhætta fylgir því að ganga með fjórbura og miklar líkur á að þeir fæðist fyrir tímann. Konan sem gengur með Qórburana er nú kom- in 12 vikur á leið. Hún á 15 ára gamlan son fyrir. VEÐUR IDAGkl. 12.00:' ' ' ' Heimild: Veðurstofa íslands (Byggt á veöurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR í DAG, 4. JÚNÍ 1988 YFIRLÍT í GÆR: Skammt vestur af Bjargtöngum er 1009 mb. smálægð sem þokast austur en yfir Norður-lrlandi er 1000 mb. fægð á leið norðaustur. Um 300 km norðaustur af Nýfundnalandi er 988 mb. lægð á hreyfingu norðaustur. Hiti breytist lítiö. SPÁ: í dag verður vestangola, smá súld á vestur- og suðvestur- landi en hægari og að mestu skýjað annars. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR A SUNNUDAG: Sunnan- og vestanátt, víða rigning eða skúrir sunnan- og vestanlands en þurrt að mestu annars staðar. Hiti 10-12 stia. HORFUR Á MÁNUDAG: Vestanátt, skúrir sunnan- og vestanlands en þurrt f öðmm landshlutum. Hiti 6—8 stig. TÁKN: Heiðskírt •á ÉÉ Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað X Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * -j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius Skúrir " • * V E' — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld CXD Mistur —Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyrl Reykjavik hHi 8 8 veóur skýjafl aútd Bergen 13 rigning Helsinki 13 Iðttskýjað Jan Mayen +1 alakýjaS Kaupmannah. 14 aúldásfð.klst. Narasarssuaq 8 tóttskýjað Nuuk 0 pokafgr. Ostó 14 skúrósfð.klst. Stokkhólmur 14 »kýjað Þórshöfn 8 alakýjað Algarve 28 Mttakýjað Amsterdam 18 akýjað Aþena vantar Barcelona 22 skýjað Chicago ■ 12 Mttakýjað Fenayjar 23 heiðskfrt Frankfurt 19 skýjsð Glasgow 1S úrk. I gr. Hamborg 17 skúrósfð. Idst. Laa Palmas 24 Mttskýjað London 1S skúrósfð. klst. Los Angeles 15 heiðskfrt Lúxemborg 16 alskýjað Madrfd 28 tóttskýjað Malaga 28 alskýjað Mallorca 29 léttakýjað Montreal 11 hólfskýjað New York 12 alskýjað Parfs 17 skýjað Róm 24 Wttskýjað San Oiego 17 pokumóða Winnlpeg 19 helðskfrt Morgunblaðið/KGA Nýja stöðin er fjórfalt minni að umfangi en sú gamla en margfalt afkastameiri. Landspítali tekur í notkun stærstu einka- símstöð landsins LANDSPÍTALINN tók í gær- kvöldi f notkun nýja símstöð af gerðinni Alcatel 2600. Stöð þessi er stærsta einkasímstöð á íslandi með 900 númer en sú eldri hafði hins vegar 500 númer. Bæjarlín- um fjölgar úr 53 í 120. Sfmstöðin sem var lögð niður var orðin 13 ára og annaði alls ekki álaginu. Þeir sem hringt hafa í Landspftalann kannast sjálfsagt margir við erfíðleikana við að kom- ast í samband. Ástæðan fyrir vand- ræðunum er að símstöðin var orðin allt of lítil. Að sögn Davíðs Gunn- arssonar forstjóra Rfkisspftalanna, var það ljóst fyrir nokkmm ámm að endurskoða þyrfti fyrri áætlanir um stækkun gömlu símstöðvarinn- ar. Ný tækni hefur gert stöðvar af þeirri gerð úreltar og reyndar var það álitamál hvenær ráðist skyldi f kaup á nýrri stöð vegna örrar tækniþróunar. Með nýju stöðinni mun símaþjón- usta Landspítalans batna að mun. Markverðasta nýjungin sem nýja stöðin hefur upp á að bjóða er beint innval. Þeir sem þekkja innan- húsnúmer spítalans geta hringt beint í þau utan úr bæ, án milli- göngu skiptiborðs. Nýja númerið er 601000 Uppboðsmarkaður: Verðstýring á græn- meti er nauðsynleg - segir framkvæmdastjóri Sölu- félags garðyrkjumanna VERÐHRUN varð á tómötum á uppboðsmarkaði Sölufélags garð- yrkjumanna á fimmtudag eftir að stjórn félagsins ákvað að fella lágmarksverð þeirra úr gildi. Fyrr um daginn höfðu Neytendasam- tökin hótað þvi að krefjast íhlutunar Verðlagsstofnunar vegna óeðli- legrar verðmyndunar, að sögn Hrafns Sigurðssonar framkvæmda- stjóra. Á uppboðinu voru dæmi þess að tómatkílóið seldist á 15 krónur. „Þetta er kaldranaleg staðreynd, að þessi tilraun skuli hafa lukkast svona. Af þessu má draga þá álykt- un að verðstýring er nauðsynleg á meðan markaðurinn er í mótun," sagði Hrafn. Meðalverð á kílói tómata var um 35 krónur á markaðinum f fímmtu- dag. Á sfðasta uppboði var miðað við 160 krónu lágmarksverð. Hrafn sagði að verðið væri út í hött, flutn- ingskostnaður til Reykjavíkur næmi 15-20 krónum fyrir sex kflóa kassa af tómötum og umbúðimar einar kostuðu 15 krónur. „Ég býst við að framleiðendur fundi um helgina og ráði ráðum sfnum um fram- Fiskmarkaður Suðumesja: Humar á 27% hærra verði Grindavfk. HUMAR var seldur fyrsta sinní á Fiskmarkaði Suðurnesja í gær er seld voru 40 kg af slitnum humri af Hörpu H. Að sögn Ólafs Þórs Jóhannssonar hjá Fiskmarkaðnum var heildarverð- mætið 23.000 krónur eða 1. fl. 755 krónur kg og 2. fl. 420 kr. kg sem er mun hærra en vinnslumar borga. „Gangverðið á 1. flokki er 630 krón- ur kg og 2. fíokki 315 kiónur kg, auk þess sem sumar vinnslur bjóða frfan fs og troll til að halda bátunum fiá markaðnum," sagði Ólafur. - Kr. Ben. haldið. Það er þó næsta víst að við þurfum að hverfa aftur til verðstýr- ingar þótt lágmarksverðið eigi að lækka meðan framboðið er mest," sagði Hrafti. Dagskrá Listahá- tíðarídag Kl. 14.00 Setning Listahátíð- ar í Listasafni íslands Opnun Chagall sýningar Opnun sýningarinnar Norr- æn konkretlist 1907—1960 Kl. 15.30 íslenskur heimil- isiðnaður Opnun sýningar á keramik, batik og glermunum Kl. 15.30 Nýlistasafnið Opnun sýningar á verkum Donald Judd, Richard Long og Kristjáns Guðmunds- sonar Kl. 16.00 Ámagarður Opnun sýningarinnar “Gamlar glæsibækur" Kl. 17.00 Háskólabíó Pólsk sálumessa eftir Krzysztof Penderecki Fflharmóníuhljómsveitin frá Poznan, Fílharmóníu- kórinn frá Varsjá, ein- söngvarar Stjómandi Krzysztof Pend- erecki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.