Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988
m
20 ára aldurstakmark. Snyrtilegur klæðnaöur. Miöaverð kr.700,-
Tungliö, tunglið taktu mig
) og beröu mig upp til skýjcf.
^ Hugurinn ber mig hálfa leið
m í heimana nýja.
Höf.: Theodóra Thoroddsen
OniA í K\ öld
i;i<p I OOT súr iiin
TÓNLIST TLIMCil,SII\S
Opiö öll kvöld frá kl.21 Engin
aögangseyrir nema á
föstudögum og laugardögum
þegar Bíókjallarinn sameinast
Lækjartungli
BIO
kg[cLn 11 ri ti tt
Nú höldum viö upp á það aö 25 ár eru liðin frá því Súlna-
salur var opnáöur. Þá var rúllugjaldiö 25 kall. Viö ætlum
aö halda upp á afmælið meö ýmsum hætti á næstunni. Meöal
annars á þann hátt aö hafa hið gamla qóða 25 krónu
rúllugiald tíl miðnættis Ef þú átt gamla góða, fjólubláa
25-krónu seöilinn, þá haföu hann meö upp á punt!
IAUGARDAGSKVOID
Hinn síungi Ingimar Eydal, sem hefur veriö á toppnum i Sjallanum á Akureyri í 25 ár,
verður fyrsti heiðursskemmtikraftur á afmælissumri í Súlnasal.
Sigurður Ragnarsson, rektor, afhendir dúx á stúdentsprófi, Karli
Óskari Magnússyni, viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur.
Skólaslit Mennta-
skólans við Sund
MENNTASKÓLANUM við Sund var slitið við hátiðlega athöfn í
Háskólabíói föstudaginn 27. maí sfðastliðinn. Kór skólans söng við
athöfnina nokkur lög undir stjórn Þóru Frfðu Sæmundsdóttur við
hinar bestu undirtektir samkomugesta. Að þessu sinni voru braut-
skráðir 168 stúdentar frá skólanum af sex mismunandi námsbraut-
um. Hæsta einkunn á stúdentsprófi að þessu sinni hlaut Karl Óskar
Magnússon úr náttúrufræðiskor, ágætiseinkunn 9,1. Næstir f röðinni
voru Jens Fylkisson úr eðlisfræðiskor með einkunnina 8,9, Eiríkur
Ómar Guðmundsson úr náttúrufræðiskor og Guðmundur Jónsson
og Sigurður Einarsson úr eðlisfræðiskor, allir með einkunnina 8,8.
Rektor skólans, Sigurður Ragn-
arsson, flutti skólaslitaræðu og
gerði grein fyrir starfinu á liðnu
skólaári, sem var hið nítjánda í sögu
skólans. Um það bil 800 nemendur
stunduðu nám við skólann í vetur,
og er það svipaður fjöldi og verið
hefur undanfarin ár. 68 kennarar
störfuðu við skólann 40 fastir og
28 stundakennarar. Af málaskorum
brautskráðust 29 stúdentar, 23 af
félagsfræðiskor, 35 af hagfræði-
skor, 41 af náttúrufræðiskor og 40
af eðlisfræðiskor.
Fram kom í máli rektors, að skól-
inn hefði á síðastliðnu hausti fengið
styrk úr listskreytingasjóði til að
láta stækka og gera afsteypu af
listaverki eftir Siguijón Ólafsson
myndhöggvara. Hefur verkið verið
í vinnslu úti í Noregi í vetur, en
vonir standa til að því verði komið
fyrir á lóð skólans nú í sumar.
Að lokinni afhendingu prófsskír-
teina ávarpaði rektor nýstúdenta
meðal annarr, með þessum orðum:
„Nú sem fyrr gildir að kunna að
velja og hafna, að greina kjamann
frá hisminu, að kunna fótum sínum
forráð, þekkja hæfileika sína og
takmarkanir. Til að svo megi verða
þarf ekki síst þekkingu og persónu-
þroska. í þeim efnum vona ég að
dvöl ykkar í Menntaskólanum við
Sund hafi orðið ykkur að nokkru
gagni, og þið eigið öll góðar minn-
ingar um skólann og vist ykkar
þar.“
Akranes:
Hefðbundín dagskrá
á sjómannadeginum
Akranesi.
Sjómannadagurinn á Akranesi
verður haldinn hátíðlegur með
hefðbundnum hætti og verður
dagskrá fjölbreytt og sniðin fólki
á öllum aldri.
0PIÐIKV0LD
kl. 22.00-03.00.
Lágmarksaldur 20 ár.
Aðgangur kr. 600,-
/
Reyndar hefjast hátíðarhöldin
laugardaginn 4. júní en þá fer fram
sundmót í Bjamalaug sem hefst kl.
10.00. Skemmtisigling í boði út-
gerðarfélaga á Akranesi verður kl.
14.00 og kvikmyndasýning fyrir
böm í Bfóhöllinni kl. 17.00
A sjálfum sjómannadeginum verða
fánar dregnir að húni kl. 8.00 og
síðan hefst sjómannaguðsþjónusta
í Akraneskirkju kl. 10.30. Þar verða
meðal annars aldraðir sjómenn
heiðraðir. Að lokinni guðsþjón-
ustunni verður gengið að Akratorgi
og þar lagður blómsveigur við minn-
ismerki sjómanna. Síðar sama dag
eða kl. 13.30 verður dagskrá við
Akraneshöfn þar sem keppt verður
í hefðbundnum sjómannaíþróttum.
Landhelgisgæslan mun einnig sýna
björgun úr þyrlu.
Síðasti hluti hátíðarhaldanna
verður sjómannadansleikur um
kvöldið. þar fer fram verðlaunaaf-
hending og skemmtiatriði og síðan
verður stiginn dans fram eftir nóttu.
Kvennadeild Slysavarnafélagsins
verður með kaffisölu um borð í
Akraborg og hefst hún kl. 14.00
Sjómannadagsráð Akraness vill
hvetja alla Akumesinga til þátttöku
í hátíðarhöldum dagsins, sérstak-
lega sjómenn bæði núverandi og
fyrrverandi.
Stúlagötu 30, simi i 1555.
- JG