Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 64 ■>— KORFUBOLTI / NBA-DEILDIN Heima erbest Jafnt hjá Dallas og LA Lakers SJÖTTI leikur Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers í úrslit- um Vesturdeildarinnar fór fram á fimmtudagskvöld í Dallas og sigruðu heimamenn með 105 stigum gegn 103. Þar með hafa bœði liðin unnið alla sína heimaleiki í þessari viðureign. Sjöundi og síðasti leikurinn fer fram um helgina í Los Angeles og er ár og dagur síðan meist- ararnir hafa þurft að spila sjö leiki, tvær umferðir í röð, í úr- slitakeppninni. rátt fyrir tapið spilaði Los Angeles mun betur í þessum leik en í fyrri leikjunum tveimur í Dallas, en það dugði ekki til. Liðin tvö hafa ekki náð Gunnar sér upp á útivelli í Valgeirsson þessari keppni og skrifar verður að telja Los Angeles sigur- stranglegra í sjöunda leiknum. Það var Los Angeles sem var yfír allan fyrri hálfleik með 3-5 stigum þar til síðustu tvær mínútumar þegar Dallas náði góðum leikkafla. Heimaliðið hafði 53:50 forystu í hálfleik og hélt forystunni allan síðari hálfleik, en lengst af munaði um 3-5 stigum. Los Angeles tókst ekki að jafna leikinn og þegar fímm sekúndur voru eftir var staðan 104:102 fyrir Dallas. James Worthy reyndi þá sniðskot en miðherji Dall- as, James Dpnaldson, varði skotið Og náði sjálfur frákastinu. Brotið var á honum þegar tvær sekúndur voru eftir. Hann hitti úr fyrra skot- inu, en mistókst það síðara og kom Dallas í 105:102. Leikmenn Lakers náðu frákastinu og tóku þegar í stað leikhlé. Úr innkastinu eftir James Donaldson varði sniðskot James Worthy á lokasekúndum og tryggði Dallas sigur gegn Los Ange- les. leikhléið fékk „Magic“ Johnson knöttinn og reyndi þriggja stiga skot. Brotið var á honum og hann fékk tvö vítaskot. Hann skoraði úr því fyrra (105:103) en lék sér að mistakast í hinu siðara í þeirri von að samheijar hans næðu að blaka knettinum í körfuna. Það mistókst og Dallas vann leikinn. Maður leiksins var Mark Aguirre hjá Dallas, sem skoraði 23 stig og tók 13 fráköst. Bakverðimir Ro- lando Blackman (22 stig) og Derek Harper (17 stig) áttu einnig góðan dag hjá heimaliðinu. Hjá Los Ange- les báru þeir James Worthy og Byron Scott nokkuð af, skoruðu báðir 27. stig. Um helgina fæst úr því skorið hvaða lið keppa til úrslita um NBA-titil- inn. Sigurvegarinn í lokaleik Dallas og Los Angeles keppir við sigurveg- arann úr Austurdeild, en þar hefur Detroit 3:2 foiystu gegn Boston og á næsta heimaleik. KNATTSPYRNA / 1.DEILD Lárus með gegn Fram á morgun LÁRUS Guðmundsson mun leika fyrsta deildarleik sinn með Víkingum í sjö ár, gegn Fram, á morgun. Hann hefur loks fengið leyfi frá Kaisers- lautern og ekkert því til fyrir- stöðu að hann geti leikið með Víkingum. Eg er alveg tilbúinn, eða svona eins og við er að búast. Mig vantar kannski ieikæfíngu," sagði Lárus. „Ég hefði viljað byija fyrr, en staðfestingin kom svo seint. Að sjálfsögðu stefni ég að því að skora. Það er markmiðið í hverjum leik og ég vona að það takist.“ Þá mun Stefán Halldórsson líklega leika sinn fyrsta deildarleik með Víking í nokkur ár. Hann meiddist í öxl í vor, en er búinn að ná sér. TENNIS Islendingar í al- þjóðasambandið TENNISSAMBAND íslands hefur sótt um inngöngu í al- þjóðjega tennissambandið, ITF. í sambandinu eru nú um 80 þjóðir og þátttaka íslend- inga gæti breytt miklu fyrir íslenskt tennisfólk, bæði hvað varðar þjálfun og mót erlendis. að munu þó líða a.m.k. tvö ár þar til íslendingar geta tekið þátt í heimsmeistarakeppninni í tennis, Davis-bikamum. Aðeins fullgildir meðlimir fá að keppa í Davis-bikamum, en það þurfa að líða tvö ár þar til íslendingar geta talist fullgildir meðlimir í ITF. „Ég held að þetta komi til með að breyta miklu fyrir okkur. Ekki bara hvað varðar alþjóðleg samskipti heldur munum við einnig fá aðstoð við þjálfaramál og fleira," sagði Guðný Eiríksdóttir, formaður tenn- issambandsins. „Öll alþjóða sam- skipti eiga sér stað f gegnum al- þjóðsambandið og það má kannski segja að með aðild að ITF komust við á landakort tennismanna." ■ TONY Schumacher fyrmrn landsliðsmarkvörður Vestur- Þýskalands hefur ákveðið að skrifa undir tveggja ára samning við tyrk- neska liðið Fenerbahce. Tyrkneska liðið hefur tíu sinnum orðið meistar- ar í sínu heimalandi og að sögn umboðsmanns Schumachers eru allar aðstæður þar til fyrirmyndar. Schumacher lék með Schalke í vestur-þýsku deildinni, en fór að hugsa sér til hreyfíngs eftir að ljóst varð að liðið féll í aðra deild í vor. Samningurinn sem Fenerbahce bauð hinum 34 ára gamla mark- verði hljóðar upp á 500.000 dollara auk ýmissa fríðinda. ■ BRESKU meistaramir Se- bastian Coe og Steve Cram standa nú frammi fyrir þeim möguleika að aðeins annar þeirra verði fulltrúi Englands í 1.500 m hlaupi á ólympíuleikunum í Seoul. Ástæðan er sú að Coe sem er ólympíumeist- ari í greininni og Cram sem er Evrópumeistari hafa neitað að keppa á móti sem breska frjálsí- þróttasambandið gengst fyrir í ágúst. Samkvæmt reglum sam- bandsins eiga þrír fremstu hlaupar- ar Iandsins að keppa þar í 1.500 m og fara tveir fyrstu til Seoul. Ef þeir félagar hlaupa ekki segjast talsmenn sambandsins ekki eiga annars úrkosta en að hleypa þriðja hlauparanum að. Coe og Cram hafa hugsað sér að keppa bæði í 800 og 1.500 m á ólympíuleikunum. Þeir segja það of mikla áhættu að hlaupa bæði 800 og 1.500 m á mótinu í ágúst þar sem stutt sé í ólympíuleikana, og hafa báðir tekið þá ákvörðun að leggja þar áherslu á 800 m. Talsmenn breska fijálsí- þróttasambandsins eru ákveðnir í að halda reglumar þrátt fyrir þetta, en vonast þó til að þeim köppum muni snúast hugur. Unglingar - KEILUIMÁMSKEIÐ Öll ungmenni á aldrinum 10-16 ára eru velkomin tii þátttöku. Nám- skeiðið kostar aðeins kr. 330,- hvert sinn (með skóm). Frekari upplýs- ingar veittar í síma 621599, Keilusalnum, Öskjuhlíð. í framhaldi af námskeiðinu verður Flugleiðamótið haldið síðsumars. Þeir, sem standa sig vel á því móti, fá ferðaverðlaun til Englands í keilukeppni o.fl. verðiaun. Keilunámskeið verðaísumará laugardögum frá kl. 11-13. LEIÐBEINENDUR VERÐA: Keiluunglingar eftir sigurför tll Englands Um helgina Knattspyma Laugardagur 1. deild Leiftur-Þór..........ÓlafsQarðarv. kl. 14 2. deild KS-ÍR................SigluQarðarv. kl. 14 3. deild kl. 14 ÍK-Njarðvík..................Kópavogsv. UMFG-Stjaman..............Grindavíkurv. Víkveiji-Leiknir R..........Gervigrasv. Magni-Dalvík...............Grenivíkurv. Huginn-Hvöt..............SeyðisQarðarv. Þróttur N.-Reynir Á.....Neskaupstaðarv. 4. deild Ægir-Árvakur.....Þorlákshafnarv. kl. 14 Snæfell-Skotf. R.Stykkishólmsv. kl. 14 Skallagr.-Fyrirtak...Borgamesv. kl. 14 Hafnir-Hveragerði...Keflavíkurv. kl. 14 Léttir-Víkinguró........Gervigrasv. kl. 17 Bíldudalur-Geislinn..Bíldudalsv. kl. 14 Höfrungur-BÍ............Þingeyrarv. kl. 14 Efling-Æskan................Laugav. kl. 14 Vaskur-UMSEb............Akureyrarv. kl. 14 Neisti-HSÞ-b...............Hofsósv. kl. 14 KSH-Valur Rf.........Staðarborgarv. kl. 14 Leiknir F.-Höttur......Fáskrúðsfjv. kl. 14 Neisti-Au8tri...........Djúpavogsv. kl. 14 1. deild kvenna ÍBÍ-LA.................ísaflarðarv. kl. 17 Stjaman-ÍBK................Stjömuv. kl. 14 2. deild kvenna Þór A.-FH....................Þórsv. kl. 14 Sunnudagur 1. deild Fram-Víkingur..........Laugardalsv. kl. 20 4. deild Augnabl.-Haukar..........Kópavogsv. kl. 14 1. deild kvenna Valur-KA.....................Valsv. kl. 14 Mánudagur 2. deild Þróttur-Fylkir.........Laugardalsv. kl. 20 Golf Laugardagur Opna Selfossmótið verður haldið í dag á Svarfhólsvelli. Þetta er 18 holu punkta- keppni. Sunnudagur Golfklúbbur Reykjavfkur heldur fláröflunar- mót á golfvellinum í Grafarholti á morgun og verður ræst út frá klukkan 9. Leikið verður 18 holu punktamót með fullri forgjöf. Opið mót í Hvaleyrarholtinu Opið mót Keilis og B. Magnússon (Kays) fer fram á Hvaleyrarholtsvelli á morgun, sunnudag. Ræst verður út frá kl. 8.30 og leikinn höggleikur, með og án forgjafar. Vinningar eru tvö golfsett, tvær golfkerrur og tveir golfpokar. Þá verða veitt aukaverð- laun á par 3 holum vallarins. Sérstök auka- verðlaun verða einnig veitt fyrir þijú bestu skor hjá konum með forgjöf. Kaila Laugardagur Kl. 20 Kyndilkeilumót 1 Öskjuhlíð. Sunnudagur kl. 20. Sumarmót Sigga frænda í Öskjuhlíð. Mótin eru öllum opin og skráningu lýkur fimmtán mínútum fyrir keppni. NorAurlandamót fatlaðra Norðurlandamót fatlaðra í Boccia fer fram í íþróttahúsinu Digranesi. Mótssetning verð- ur klukkan 10 í dag, en hálftíma síðar hefj- ast undanrásir í sveitakeppni og úrslitin byija klukkan 14.45. Á morgun kl. 10 verða undanrásir í einliðaleik og úrslitin heQast klukkan 13.15. Á Selfossi verða norrænir leikar fatlaðra. Kk 10 í dag verður mótið sett á íþróttavellin- um og kl. 11 hefst keppni í fijálsum íþrótt- um. Kl. 16 verður keppt í boccia í íþróttahús- inu. Á morgun kl. 9 er innanhúss hokkí á dagskrá og klukkan 13.30 hefst keppni í sundi. Gódandaginn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.