Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 Minning: Astrós Guðmunds- dóttirfrá Vatnskoti Fædd 2. mars 1915 Dáin 24. maí 1988 Ásta, eins og hún var alltaf köll- uð, fæddist að Brúarsporði á Sól- mundarhöfða, Innri-Akraneshreppi. Foreldrar hennar voru Guðmundur Narfason, f. 20.9.1865 að Vestra- Miðfelli í Hvalfirði, d. 10.5.1923, og Ágústína Björnsdóttir, f. 2,8.1873 að Nýjabæ á Akranesi, d. 9.2.1948. Börn þeirra voru: Sum- arliði Halldór, f. 1903, d. 1973, verkamaður í Hafnarfirði; Hjörleif- ur f. 1905, verkamaður í Reykjavík; Guðmundur, f. 1907, verkamaður á Akranesi og síðar í Reykjavík; Sig- urveig f. 1908, d. sama ár, og meybarn sama dag og Sigurveig; Júlíus, f. 1909, d. sama ár; Ellert, f. sama dag og Júlíus og d. sama ár; Elínborg, f. 1911, húsmóðir á Akranesi; Sigurdís, f. 1913, hús- móðir á Akranesi; Ástrós, f. 1915, húsmóðir í Þykkvabæ; Bjöm, f. 1917, verkamaður á Akranesi. Guð- mundur Narfason átti fyrir tvær dætur: Hallfríði, f. 1884, og Ástríði,f. 1886. Áður en Ágústína Björnsdóttir hóf búskap með Guð- mundi átti hún fjögur böm með Ólafi Þorsteinssyni: Valentínu f. 1896, d. sama ár; Magnhildi f. 1898, húsmóðir á Akranesi; Karl, f. 1899, d. sama ár; Sumarliða, f. 1900, d. 1903. Saga Ástu er lík sögu margra á þeim erfiðleikaámm. Systkinin vom mörg og faðirinn féll frá er hún var aðeins 8 ára gömul. Móðirin var dugmikil kona og hélt áfram heim- ili með börnum sínum og 1927 fluttu þau niður á Akranes. Ásta var ung í kaupavinnu á bæjum í Borgarfirði. Síðan var hún í vist á Akranesi og í Reykjavík. Um tvítugt fór hún í vinnumennsku að Hábæ í Þykkvabæ, Rangárvallasýslu. í Þykkvabænum kynntist hún mannsefni sínu, Ólafi Sigurðssyni frá Háarima, og fluttist hann með henni til Akraness. Þar byijuðu þau að búa í húsinu Skjaldbreið við Suðurgötu, en fluttust síðan í húsið Teig við sömu götu. Ólafur stund- aði sjómennsku á Akranesi og var lengi með Ragnari Friðrikssyni skipstjóra á vélbátnum Agli Skalla- grímssyni og Böðvari. Þau byggðu síðan húsið Skarð II og bjuggu þar 1945—1949. Þá fluttust þau í Þykkvabæinn, því hugur Ólafs hafði ávallt hneigst til búskapar í heima- högunum. Er austur kom byggðu þau húsið Baldurshaga og bjuggu þar 1950-1963. Á fyrstu ámnum í Baldurshaga var aðbúnaður erfiður. Jarðvatn fannst ekki þar í grennd svo safna varð regnvatni til allra nota. Þegar lítið rigndi var farið með þvottabal- ana á dráttarvél austur að Hólsá og fötin skoluð þar. I Baldurshaga áttu þau kindur sem allar höfðu sitt nafn og var það annar barna- hópur Ástu. Sumar kindurnar gátu sjálfar opnað útidymar og komu þá inn í eldhús að sníkja sér brauð. í Baldurshaga var Ásta langdvölum ein með börnin, því Ólafur var oft lengi að heiman vegna atvinnu sinnar, á sumrin á skurðgröfu Ræktunarsambandsins og á vet- uma á vertíðum. Árið 1963 fluttust þau að Vatnskoti I, cr þ_au keyptu þá jörð í félagi við Óla Ágúst, son sinn. Eftir að þau keyptu Vatnskot urðu miklar breytingar á búskapar- háttum í Þykkvabænum. Þau bjuggu fyrst með kýr og kindur, og síðan hófst kartöflurækt í vax- andi mæli. Þau hættu með kýrnar og juku kartöfluræktina, svo sem gerðist víðast í Þykkvabænum. í Vatnskoti uxu yngri börnin úr grasi og fór Ásta þá að vinna í Afurða- sölu Friðriks Friðrikssonar. Þar vann hún allmörg seinni árin í mötuneyti, þar til hún varð að hætta um síðustu áramót sökum heilsu- brests. Hinn 6. maí sl. var hún lögð inn á Sjúkrahús Selfoss þar sem hún lést 24. s.m. Þau Ásta og Ólafur eignuðust sex börn: Sigurð Guðmann, f. 17.1.1936, sjómaður og verkamað- ur, búsettur í Kópavogi; Óla Ágúst, f. 11.8.1940, bóndi í Vatnskoti í Þykkvabæ, kv. Jóhönnu Björgu Bjamadóttur frá Syðri-Tungu á Tjörnesi; Guðmund, f. 2.10.1942, starfsmaður við Búrfellsvirkjun, búsettur á Selfossi, kv. Ingibjörgu Helenu Guðmundsdóttur frá Langs- stöðum í Hraungerðishreppi; Ágústínu, f.1.12.1947, húsmóðir í Hrauk í Þykkvabæ, g. Ágústi Karli Sigmundssyni bónda; Hugrúnu, f. 9.11.1949, húsmóðir í Reykjavík g. Helga Haukssyni bókaútgefanda og sölumanni; Ásmund Þóri f. 15.9.1958, skipstjóri á Dalvík, kv. Súsönnu Björk Torfadóttur frá Hala í Suðursveit. Nú við fráfall Ástu tengda- mömmu koma ýmis minningabrot fram í hugann frá liðnum sam- verustundum í Vatnskoti, þangað var alltaf jafn ánægjulegt að koma, enda urðu ferðirnar margar, sér- staklega meðan við hjónin bjuggum í Hveragerði. Á jólum vom stundum allir afkomendur Ástu samankomn- ir í Vatnskoti og var þá glatt á hjalla. Á slíkum samverustundum var Ásta jafnan hrókur alls fagnað- ar, síveitandi og á þönum við að gleðja böm og bamaböm og var þá glöðust sjálf. Guð blessi minningu húsmóður- innar í Vatnskoti. Er hún hverfur nú á braut til bjartra heimkynna, þá em þáttaskil í lífi bama og barnabama. Húsið stóra, sam- komustaður fjölskyldunnar, er áður iðaði af mannlífi og glaðværð, stendur eftir autt og yfirgefið og gerir það söknuðinn enn trega- blandnari. Við skynjum, að sérstök- um kafla í lífi okkar er lokið. Kafla sem nú skyndilega er orðinn að minningu. Megi sú bjarta minning varðveitast í hjörtum okkar til ævi- loka og veita huggun á harma- stund. Innilegar samúðarkveðjur til barna og bamabama. Útför hennar fer fram í dag kl. 14 frá Hábæjarkirkju í Þykkvabæ. Helgi Hauksson Kristín E. Sigurðar- dóttir - Minning Fædd 5. febrúar 1939 Dáin 11. maí 1988 Nú svífur röðull sumarfagur sem svanur fram við gullin ský, nú byijar aftur blíðuhagur, nú brosir jörðin fædd á ný, nú lyftir Drottinn sinni sjón og signir loft og höf og frón. Nú opna blómstrin augun þýðu, nú ilmar þeirra konungsskart, þau drekka Herrans dýrðarblíðu með daggartár af gleði bjart, og hrósa þögul Herrans dýrð með hugsun, sem ei verður skýrð. Nú mundu ijöll og hálsar hljóða og hefja Guði lofsöngsmál, ei lífsins fóður gæzku góða ei göfga vildi mannsins sál: Lof sé þér, Guð, sem minnist mín á meðan nokkur geisli skín. (Sb. 1945 - M. Joch.) Það var á lokadaginn 11. maí sem hún Edda vinkona mín, kristín Est- er Sigurðardóttir, kvaddi þennan heim, þegar vorið var rétt að hefja göngu sína, vorið sem hún beið eft- ir. Þau em björt í minningunni bemskuvorin sem við áttum saman í Vestmannaeyju, þar sem við und- um við bernskuleiki á hólunum fyr- ir austan Vatnsdal eða austur á Urðum. Nú eru þessir staðir komn- ir undir hraun ásamt bemskuheim- ilum okkar beggja. Mér er einna minnisstæðast hvað við sungum mikið á þeim árum. Edda hafði góða rödd sem naut sín vel í söng og við sem þekktum hana munum oft minnast hennar með gítarinn í góðra vina hópi. Edda hafði gott auga fyrir spaugilegum hlutum sem hún sagði frá á sinn sérstæða og hægláta hátt. En ekki hafði hún síður samúð með þeim sem bágt áttu. Er mér enn minnisstætt er hún vann á elli- heimilinu Skálholti hvað hún var góð við gamla fólkið og hvað hún talaði um það af mikilli hlýju og skilningi. Það koma margar minn- ingar upp í hugann sem ekki verða skráðar hér. Efst í huga nú er sökn- uður vegna fráfalls minnar góðu vinkonu. Ekki grunaði mig það þeg- ar hún heimsótti mig í sumar er leið, að það yrði í síðasta sinn er við sæjumst í þessu lífi. Þá voru uppi ráðagerðir að koma ef til vill næsta sumar. Hún veiktist um jólin af þeim sjúkdómi sem ekki varð við ráðið, en hún bar sig eins og hetja og lét aldrei bugast. Var hún þakk- lát öllum þeim sem önnuðust hana og báru umhyggju fyrir henni; þó sérstaklega eiginmanni sínum sem annaðist hana af einstakri um- hyggju til síðustu stundar og gerði henni mögulegt að vera sem lengst heima. Vil ég færa Olla og börnum þeirra samúðarkveðjur, einnig aldr- aðri móður Eddu og systkinum öll- um og vandamönnum, megi góður Guð styrkja þau. Vinkona Eyjólfur Snæbjörns son - Kveðjuorð Fæddur4.júní 1928 Dáinn 25. apríl 1988 - Eyjólfur hefði orðið sextugur í dag, 4. júní, ef honum hefði enst líf og heilsa. Um áratuga skeið höfum við hjónin og böm okkar átt því láni að fagna að eiga hann að vini. Það var sameiginlegt áhugamál, grund- ' vallarhugsjón skátahreyfingarinn- ar, sem batt okkur saman. I sam- starfi hér í Smáíbúða- og Bústaða- hverfi var Eyjólfur hinn siðfræði- lega sterki manndómsmaður, sem ruddi braut til betra mannlífs. Konan hans, hún Lilly, lét ekki sitt eftir liggja þegar þessi áhuga- mál voru annarsvegar, enda voru þau ávallt nefnd saman, Eyfi og Lilly, eins ogþar færi ein persóna. Mér hefur oft orðið hugsað til þess að þó að þau hafi flutt í húsið sitt í Heiðargerði 92 um 1950, þá bjuggu þau í því í mörg mörg ár ófullgerðu, einfaldlega af því að þau voru svo önnum kafin við að rækta fagurt mannlíf meðal æskufólks í hverfinu, að eiginhagsrnunir urðu að víkja. Við, sem störfuðum með Eyfa, sóttum til hans holl ráð og styrk og drengskapur hans var slíkur að vandmeðfarin mál voru gjaman borin undir hans dóm. Léttleiki hans og persónutöfrar heilluðu æskufólkið svo, að hann var ómiss- andi þegar haldin voru mót eða annar fagnaður, sem einkennir skátastarf. I dag er hátíð í okkar fjölskyldu því sonur okkar hjóna fyllir 30 ár- in, Eyfi var hans góði lærifaðir og vinur, og á þessum degi þeirra beggja var oft samfagnað. Nú er gleði okkar blönduð söknuði eftir góðan vin. Við sendum Lilly, dóttur hennar og fjölskyldu innilegar kveðjur. Edda Þóra Magnea Helga- dóttir — Minning Fædd 15. febrúar 1915 Dáin 17. maí 1988 Mig langar að minnast í fáeinum orðum Þóru Magneu Helgadóttur, frænku minnar frá Eskifirði. Þóra var dóttir Helga Konráðssonar Kemp, skósmiðs á Eskifírði, og konu hans, Hansínu Jónsdóttur. Við Þóra vorum systkinaböm. Þóra eða Dúdda eins og hún var alltaf kölluð af vinum og skyld- fólki, var yndisleg kona, mjög artar- leg, trygg og elskuleg við ættfólk sitt og alla, samanber hvað hún sýndi móður minni háaldraðri mik- inn kærleika í öll þau tuttugu ár sem hún hefur nú dvalið á DAS. Staf sendi hún henni, jólagjafir og skeyti á afmælum hennar, fyrir utan öll skiptin sem hún hringdi í mig til að fylgjast með líðan henn- ar. Og þegar Dúdda og Halldór, eiginmaður hennar, komu hingað suður, heimsóttu þau móður mína í hvert skipti. Ekki latti Halldór hana, alltaf sami góði artardrengur- inn. Allt það góða sem þau gerðu, sem væri of langt að telja upp hér, langar mig nú að þakka þeim báð- um af öllu hjarta. Við Dúdda þekktumst sem ungar telpur og höfðum alltaf samband gegnum árin, þótt við byggjum sín á hvoru landshominu. Þau Halldór eignuðust fjögur elskuleg börn, hvert öðm yndislegra. Þau em öll gift og eiga góða maka, dásamleg börn og tvö bamabörn, langömmu- bömin hennar Dúddu. Hún var líka yndisleg kona og húsmóðir, barna- Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tek- in til birtingar fmmort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta Ijóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtar af- iriælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. bömin vom henni unaður, og langömmubörnin gimsteinarnir hennar ömmu sinnar og hans afa. Ég kem ekki orðum yfir allt það góða sem Dúdda og þau hjón gerðu og vildu gera fyrir allt sitt fólk. Ég sakna hennar og bið Guð að launa henni það allt. Kæri Halldór og elsku böm, barnabörn og barnabarnabörn, ég bið Guð að annast ykkur í ykkar miklu sorg. Svo bið ég góðan Guð að fylgja elsku Dúddu minni til nýrra heimkynna. Blessuð sé minn- ing hennar. Ida Jensen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.