Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 Starf okkar miðar að því að gera Eþíópíubúa óháða hjálparstofnunum - segir Elísabet Kassaye frá eþíópska Rauða krossinum RAUÐI KROSS ísiands er um þessar mundir að hefja samstarf við eþíópska Rauða krossinn um þróunarverkefni sem íslenskir sjálf- boðaliðar munu vinna að í Eþíópíu á næstu árum. Hefur ERK óskað eftir fjármagni og sjálfboðaliðum og þegar hafa nokkur lönd hafist handa við þróunarverkefni í nokkrum héruðum Eþíópíu. Eitt af fyrstu skrefum Rauða kross ísiands er fjársöfnun sem hófst um hvitasunnuhelgina og lýkur helgina 4.-5. júní. Til að vekja athygli á henni og skiptast á skoðunum við islenska Rauða kross-félaga er stödd hér á landi Elísabet Kassaye, yfirmaður alþjóðadeiidar eþíópska Rauða krossins. Þróunarverkefnið felst aðallega í vemdun vatnsbóla og gróðursetn- ingu tijáa og verður unnið í sam- vinnu við íslenskra sendifulltrúa og félaga í ERK. Elfsabet segist binda miklar vonir við verkefnið, sem hún telur að ætti að auka áhuga Rauða kross-félaga á starfinu. „Fram að þessu hafa samskipti okkar við Vesturlönd einungis verið á annan veginn, frá þeim til okkar. Nú gefst okkur tækifæri til að miðla af reynslu okkar og vinna að friði, sem er eitt af meginmarkmiðum Rauða krossins," segir Elísabet. Eþfópski Rauði krossinn var stofnaður árið 1935 er Eþíópía átti í strfði við ítali. Hann er einn stærsti og elsti Rauði krossinn í Afrfku, enda hafa aðstæður knúið félagana til að leggja hart að sér. ERK hefur þjálfað og sent sjálfboðaliða til ann- arra Afríkuríkja og miðlað þeim af reynslu sinni. Félagar eru nú um 700.000 en íbúar landsins eru alls um 42 milljónir. Sagði Elísabet að stór hluti félaganna væri í ungliða- hreyfingunni og væri starfsemi hennar mjög öflug. Eþíópski Rauði krossinn starfrækir m.a. sjúkrabfla og blóðbanka og hefur umsjón með kennslu í skyndihjálp en hefur þó undanfarin 14 ár aðallega veitt neyðarhjálp á hungursvæðum. Á síðustu árum hafa áherslumar verið að breytast. í stað þess að veita eingöngu neyðarhjálp hefur Rauði krossinn einbeitt sér í æ ríkari mæli að vamar- og upp- byggingarstarfi og er markmiðið með þróúnarverkefninu m.a. að gera deildimar fjárhagslega sjálf- stæðar. „Vandinn er alltaf fyrir hendi, í ár varð t.d. uppskerubrest- ur í 6 héruðum af 16. Við reynum nú að aðstoða fólk við að lifa eðli- legu lífí. Við komum upp fóður- birgðastöðvum þangað sem íbúar á þurrkasvæðum koma mánaðarlega til að fá matarskammt sem þeir Eþíópískar stúlkur sækja vatn í eitt þeirra vatnsbóla sem Rauði krossinn hefur veradað i Gojjam-héraði. Morgunblaðið/Emilía Elísabet Kassaye, yfirmaður alþjóðadeildar Rauða krossins, heldur á vatnsdósum sem Rauði krossinn selur til að afla fjár i þróunarverk- efni íslendinga og Eþiópúbúa. fara með til síns heima. Umfram allt verður að bregðast skjótt við, því ástandið varð eins alvarlegt og raun er á vegna þess að hjálpin kom of seint. íbúamir þola ekki hveija hung- ursneyðina á fætur annarri. Jarð- vegurinn er næringarsnauður og ófær um að binda vatn, auk þess sem sá tijágróður sem eftir stendur er höggvinn í eldivið og skepnum beitt á hann. Nú vinnum við að því að gróðursetja tré til að binda jarð- veginn og að vemda vatnsból, því óhreint neysluvatn veldur ung- bamadauða og mörgum bráðasjúk- dómum. Aðeins um 6% íbúanna hafa aðgang að hreinu neysluvatni. Við munum einnig vinna með ís- lendingum að veiðiáætlun, en í Eþíópíu em fjölmörg vötn sem lítið er veitt í. Við þurfum betri báta og veiðarfæri og aðstoð við að flytja fiskinn á markaði. Allt miðar starf okkar að þvi að gera íbúana óháða aðstoð hjálpar- stofnana og fá þá til að leita nýrra leiða í fæðuöflun. Eins og verið hefur reiða þeir sig á rigninguna. Bregðist hún, treysta þeir á að Rauði krossinn komi þeim til bjarg- ar. Við viljum sýna fólkinu fram á að aðrar leiðir em færar, t.d. físk- veiðar. Ég tel lítil vandkvæði á að fá íbúana til að tileinka sér nýjung- ar.“ Elísabet vildi að lokum koma á framfæri kæm þakklæti til íslensku þjóðarinnar fyrir þá aðstoð og þann hlýhug sem hún hefur sýnt Eþíópíubúum. Sjómannadagurinn ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 órdegis. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guömundur Þorsteins- son. ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Síðasta guösþjónusta fyrir sumar- leyfi. Sr. Árni Bergur Sigurbjörns- son. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guösþjón- usta kl. 11. Organisti Daníei Jónas- son. Sr. Gfsli Jónasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Jónas Þórir. Sr. Bernharður Guðmundsson mess- ar. Ólafur Skúlason. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Sjó- mannadagsmessa. Sr. Ólafur Skúlason vfgslubiskup prédikar. Sr. Hjalti Guðmundsson þjónar fyrir altari. Yfirmenn úr Landhelgis- gæslunni lesa ritningarorö. Dóm- kórinn syngur. Organleikari Mar- teinn H. Friðriksson. Sr. Hjalti Guðmundsson. Mánudag 6. júní: Kl. 11.30—12.00: Orgelleikur. Dó- morganistinn flytur verk eftir: Buxtehude, Brahms, Bach og Jón Nordal. Ath. orgelleikur verður I kirkjunni á þessum tima alla mánu- daga í júní, júlf og ágúst. Aðgangur ókeypis. LANDAKOTSSPÍTALI: Kl. 10.45. Messa. Organisti Sigurður ísólfs- son. Dómkirkjuprestarnir. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- Guðspjall dagsins: Lúk: 16.: Ríki maðurinn og Lasarus. þjónusta kl. 10. Sr. Magnús Björn Björnsson. Prestur Kristilegs fé- lags heilbrigðisstétta. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guös- þjónusta kl. 11. Prestur Guðm. Karl Ágústsson. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Sjómenn sérstaklega boðnir velkomnir. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Verðlaun veitt fyrir góða ástundun frá éramótum. Guðspjallið f myndum, smábarna- söngvar og barnasálmar. Afmælis- börn boðin sérstaklega velkomin. Við píanóið Pavel Smid. Sr. Gunn- ar Björnsson. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Halldór Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og altarisganga kl. 11. Sr. Ragnar Fjal- ar Lárusson. Þriðjudag: Fyrirbæ- naguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Organisti Orhulf Prunner. HJALLAPRESTAKALL í KÓPA- VOGI: Guðsþjónusta kl. 11 í messuheimili Hjallasóknar í Digra- nesskóla. Sr. Ólafur Jóhannsson messar. Sóknarnefndin. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 11 árdeg- is. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Guðsþjónusta á sjómannadegi kl. 11. Prestur sr. Sig. Haukur Guðjónsson. Organisti Jón Stefánsson. Kór kirkjunnar syngur. Þú sem átt mann, föður eða afa á sjó, fel þá og störf þeirra guði f bæn. Heitt á könnunni eftir athöfn. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Laugardag: Guðsþjónusta f Hátúni 10b 9. hæð kl. 11.00. Sunnudag: Messa kl. 11. Altarisganga. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sigurður Pálsson cand. theol. prédikar. Jóhanna Möller syngur einsöng. Orgel- og kórstjórn Reyn- ir Jónasson. Guðmundur Óskar Ólafsson. Miðvikudag: Fyrirbæna- messa kl. 18.20. Guðmundur Óskar Ólafsson. Fimmtudag: Opiö hús fyrir aldraða kl. 13—17. SEUAKIRKJA: Guðsþjónusta er í Seljahlíð laugardag kl. 11.00 ár- degis. Guðsþjónusta er í Selja- kirkju sunnudag kl. 11. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sóknar- prestur. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Solveig Lára kveður söfnuðinn fyrir orlofsleyfi sitt og Sónar fyrir altari. Sr. Guðmundur rn Ragnarsson prédikar. Organ- . j isti Sighvatur Jónasson. Sóknar- nefndin. HVÍTASUNNUKIRKJAN Ffla- delfía: Almenn guðsþjónusta kl. 20. Ræðumaður Hafliði Kristins- son. HJÁLPRÆÐISHERINN: Útisam- ‘ koma á Lækjartorgi kl. 16. Hjálp- ræðissamkoma kl. 20.30. Flokks- foringjarnir stjórna og tala. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa á Lágafelli kl. 11. Sr. Birgir Ás- geirsson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Hátíöarguös- þjónusta kl. 11. Kór Víðistaðasókn- ar syngur. Organisti Kristín Jó- i hannesdóttir. Sr. Sigurður Helgi >fíf Guðmundsson. ;]ic HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðs- 0£ þjónusta kl. 11. Ath. breyttan oic guðsþjónustutíma. Organisti Helgi Bragason. Sr. Gunnþór Ingason. FRlKIRKJAN, Hafnarfirði: Guðs- þjónusta kl. 14. Aðalsafnaðarfund-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.