Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.06.1988, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1988 Bílaviðskipti: Skylt að tilkynna eigenda- skipti Umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík vekur athygli á því að enda þótt ekki sé nú lengur skylt að umskrá bíla og önnur ökutæki við sölu er áfram skylt að til- kynna um eigendaskipti til bif- reiðaeftirlits. Innheimtuaðgerðir vegna gjalda sem eiganda öku- tækis er skylt að greiða, þar með taldar stöðumælkasektir og rukkanir vegna ökutækjaskatts beinast gegn skráðum eiganda og geta þeir sem selja bíla án þess að tilkynna eigendaskiptin orðið fyrir verulegum óþægind- um af þeim sökum. Lögreglan hvetur seljendur bfla til að búa svo um hnútana við sölu að bifreiðaeftirliti og viðkomandi tryggingafélögum verði þegar til- kynnt um viðskiptin. Umferðardeild lögreglunnar hvetur einnig bflasala til að sjá um að tilkynning um eigendaskipti be- rist réttum aðilum stax að lokinni sölu. Gnmnskóla Stykkis- hólms slitíð Gott vetrarstarf að baki Stykkishólmi. GRUNNSKÓLA Stykkishólms var slitið í salarkynnum skólans laugardaginn 28. mai sl. við há- tiðlega athöfn, þar sem skóla- stjóri Lúðvig Halldórsson og yfirkennari Gunnar Svanlaugs- son lýstu árangri á þessum vetri. Skólastjóri ræddi við nemendur og þakkaði samstarfið. í skólanum voru við nám í vetur um 300 nemendur í 11 bekkjar- deildum. Þar af voru 18 nemendur í framhaldsdeild og 15 iuku prófí véiavarða o.fl. og námi í for- mennsku. Auk þess störfuðu náms- flokkar Stykkishólms í tengslum við skólann. Kennarar voru 20 auk skólastjóra. Félagslíf var fjölbreytt og þróttmikið, árshátíð með venju- legu sniði, kynningarferðir famar og tekið þátt í ýmsum íþróttum, tafl o.s.frv. í tengslum við skólann starfar bamastúkan Björk sem telur um 200 félaga og aðstoða við starfíð bæði skólastjóri og kennarar. Eins er stúkan Heigafell starfandi í tengslum við skólann og gefur það báðum aukinn kraft og starfs- áhuga. í lok skólans las skólastjóri upp nöfn nemenda sem fengu viður- kenningu og verðlaun í skólastarfí og afhent voru skírteini fyrir náms- árangur. Fréttaritari ræddi við skólastjóra að lokinni önn vetrar og sagði hann að þetta starfsár hefði verið sér og skólanum mjög árangursríkt og gott. Samstarf og áhugi starfsliðs hefði verið eins og best verður á kosið, og margir kennarar hafa kennt um árabil. „Skólinn starfar við bestu skil- yrði,“ sagði Lúðvíg að lokum. - Árni Fróðleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! Corsica er nýr og glæsilegur bíll frá GM, framhjóladrifinn með 2,8 ltr.V6 vél, lúxusinnréttingu, fullkomnum hljómflutningstækjum ogöðrum aukabúnaði sem hugurinn girnist. Frábær bíll fyrirkr. 1.219.000. Chevrolet Caprice Classic Brougham er mest seldi bíllinn í Bandaríkjunum í sínum stærðarflokki, 5,0 Itr. V8 vél, ásamtöllum hugsanlegum aukabúnaði Glæsilegur vagn fyrir kr. 1.820.000. Buick Skylark Limited er með glæsilegri bílum frá GM. Snilldarleg hönnun og fallegt útlit. Framhjóladrifinn með 3,0 Itr. V6 vél, ásamt öllum aukabúnaði. Fallegur bíll fyrir kr. 1.368.000. GMC Jimmy 4x4 með 2,8 Itr. V6 vél, sjálfskiptingu, sportinnréttingu og vandaðasta búnaði sem fáanlegurer, auk fullkominna hljómflutningstækja Traustur jeppi fyrir kr. 1.659.000. GMC Vandura Van með 6,2 Itr. dísilvél, sjálfskiptingu og hliðargluggum. Margreyndur vinnuþjarkur fyrir kr. 1.385.000. GMC Pickup 4x4 með 6,2 Itr, dísilvél, sjálfskiptingu og nauðsynlegum búnaði. Nýr bíll með frábæra aksturseiginleika og mýkt. Vandaður vinnubíll fyrir kr. 1.615.000. — i w v ag opiðfrákl. 13 til 17 ,LJUkur rnmrt BíLVANGURsf? “ • . HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 Umboðsmenn: Látið ekki hjá líða að skoða glæsivagnana frá stærsta bílaframleiðanda heims, GM. Við bjóðum þægileg greiðslukjör- allt að 25% lán í 30 mánuði. mNBmNNBBNNNmmnÉmmÉam Akureyri,__________-Véladeild KEA Reyðarfirði,----------------Lykill Vestmannaeyjum,—-Garðar Arason Njarðvíkum,__________Bílabragginn Borgarnesi,___Bílasala Vesturlands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.